Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. 15 \ t "" -------- Stony Island FERSKUR BLÆRIL0GNM0LLU BANDARÍSKRAR KVIKMYNDAGERDAR Directedby Andrew Davis • Produced byTamar Hofts And Andrew Davis wiih Richard Davis • Edward Stoney Robinson • Georqe Englund • Gene Barge • And The Stony Island Band -Score By David Matthews Soundtrack on TK records Bandarisk kvikmyndagerð einkennist um þessar mundir einkum af tveim tegundum mynda: rándýrum glansmyndum og ódýrum hryllings- myndum. Glansmyndirnar eru yfir- leitt tilbrigði við ameríska drauminn, hvort sem þær fjalla um boxarann Rocky eða blaðasnápinn Superman. Hrollvekjurnar þjóna þeim eina lilgangi að s'ýna sent mest blóð á hverjum lengdarntetra af filmu og hræða áhorfendur með öllum tiltækum ráðum. Fjallar um tónlistarfólk í Chicago Það má þvi telja að það teljist til tíðinda í kvikmyndaheiminum hér vestra þégar einhverjum tekst að afla fjár til að gera niynd sem fjallar um eitthvað annað en framangreind efni. Stony Island er einmitt slik niynd. Hún segir frá tónlistarfólki í sam- nefndri götu i suðurhluta Chicago- borgar. Margir þekktir tónlistarmenn ólust upp við götu þessa. Má þar meðal annarra nefna Gene Krupa, Herbie Hancock og Lou Rawls. Það sem hefur einkennt strætið til skamms tima er að þar bjuggu jafnt hvítir sem svartir. Siíkt er fremur fá- titt i Bandaríkjunum þótt fæstirvilji Ameríkanar viðurkenna að kynþátta- vandamál og kynþáttafordómar séu ennþá staðreynd. Stony Island segir frá ungum manni (Richar Harris) sent er síðasti hviti unglingurinn við götuna. Hann reynir ásamt nokkrum félögunt sinurn að setja sarnan hljómsveit. Myndin endar á því er hún kemur fram opinberlega i fyrsta skipti. Ekki merkileg saga i sjálfu sér. Hún lýsir aðeins þvi hvernig þetta unga fólk lifir og starfar saman. Andrew Davis/ Tamar Hoffs Andrew Davis, 32 ára gamall kvikmyndatökumaður, fékk hug- myndina að gerð þessarar myndar fyrir um það bil fimm árunt. Hann var orðinn þreyttur á að kvikmynda þriðja flokks klámmyndir í Los Angeles og fannst tími til kontinn að Kvik myndir Sigurjón Sighvatsson Frá töku Stony Island. Leikarinn og söngvarinn Stoney Robinson ásamt Jim Dcnnett (í miðju) og leikstjóranum Andrew Davis. spreyta sig á eigin efni — segja sögu sent skipti hann máli. Efnið stendur David nærri. Hann ólst sjálfur upp við umrædda gölu. í samvinnu við handritahöfundinn Samvinnan leysir margan vanda Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands ( Hóskólabfói 24.janúar. Stjórnandi: Urs Schneider. Einleikarí: Ursula Ingólfsson-Fassbind. Efnisskrá: Bedrich Smetana, Moldá; Wolfgang Amadeus Mozart, Pfanókonsert nr. 26 ( D-dúr KV. 537, Krýningarkonsertinn; og Pjotr llitsj Tsjaikovsky, Sinfónía nr. 6, Sorgarsinfónlan, ( h-moll op. 74. Það sýndi sig og sannaði á þessum tónleikum að Sinfóníuhljómsveitin á ekki að hika við að hafa vinsæl, þekkt verk á efnisskrá sinni þótt kynningarhlutverkið megi hún ekki afrækja heldur. Háskólabíó sneisa- fullt og heldur rúmlega þó. Vultava er mikil móða og þótt okkur íslendingum þyki ekki skol- litar ár fallegar þá ber því ekki að neita að hún rennur um fagurt land, og hver kannast ekki við myndir af henni og Karlsbrú þar sem sér upp til Hradcany. Jafnalgeng forsíða myndabóka um Tékkóslóvakíu og Gullfoss á bók um ísland. Þátturinn um Moldá úr svitunni Föðurland mitt er hrifandi náttúrulýsing í tónum, að- gengileg og vinsæl eftir því. Því skyldi maður halda að hljómsveitin okxar legði sig fram um að leika hana sem best en því var ekki aldeilis að heilsa í þetta skiptið. Eftir þokka- Iegan inngang — þar stóðu tréblásar- arnir sig áberandi best — fór svo allur samleikur í handaskolum Svo sulllulegur var leikurinn á köflum að maður sá Moldá fyrir sér renna upp í móti. En hljómsveitin bætti svo sannarlega fyrir þennan klaufaskap sinn með leik sínum í Mozartkon- sertinum. Rétt eins og skipt væri um hljómsveit lék hún nú nokkrum flokkum ofar. Sviðsskjálfti í byrjun Ursula lngólfsson-Fassbind mátti því heppin teljast að fá að njóta þessarar umbreytingar á hljómsveit- inni. Ursulu hrjáði aftur á móti Ursula Ingólfsson-Fassbind. sviðsskjálfti í byrjun. Hann birtist helst í dálítið fumkenndum leik og ójafnræði handa. En áður en að kadensunni i fyrsta kaflanum kom var Ursula búin að yfirvinna skjálft- ann fullkomlega. Eftir það var leikur hennar tær og framsetning öll afar skýr. Hraðinn var við hæfi. (Sumum píanistum hættir til að spila miðkafl- ann, largetto, fullhægt og reyna að dramatisera). Ursula- á slíkt sem Tónlist betur fer ekki til. Frá hennar hendi kemur hreinn og ómengaður Mozart. Að lokum lék hljómsveitin 6. Tsjaikovsky sem oftast er kölluð Sorgarsinfónian—svanasöngur Tsjai- kovskys. Flutningur hennar var ákaf- lega misjafn á köflum skínandi góður en á milli koðnaði allt niður þó ekki dytti niður í sama klúðrið og í Moldá. Ekki í banastuði Hljómsveitin okkar var greinilega ekki i neinu banastuði á þessum tón- leikum. Hvað olli er égekki alveg viss um en mig grunar þó sterklega að nú hafi það orðið, sem stundum áður, að stjórnandinn náði ekki samvinnu- grundvelli við hljómsveitina. Mér þykir það furðu sæta því að Urs Schneider er maður sem greinilega kann sitt fag. Hann stýrði til dæmis bæði Moldá og sinfóniu Tsjaikov- skys utanbókar. Hreyfingar hans verka stundum dálítið klemmdar en þeir hafa margir náð ágætisárangri með hljómsveitina með miklu verra slag en Schneider. Reyndar hefur Schneider ágætislag og gefur oft inn- komur vel og greinilega. Það var þvi til vansa að samvinna hljómsveitar qg hljómsveitarstjóra skyldi ekki bera betri árangur þvi að í pianó- konsertinum heyrðist að slikt væri ekki fjarlægur draumur. Hljóm- sveitin ætti að gá aftan til í eigið prógramm og taka mark á þvi sem stendur í auglýsingunni, að „sam- vinnan leysir margan vanda.” EYJÓLFUR MELSTED Tamar Hoffs hóf hann fjáröflun fyrir kvikmyndargerðina — starf sem oft á tíðum er mun timafrekara en kvikmyndatakan sjálf. Eftir um það bil tvö ár hafði þeim tekizt að afla um 4(X) þúsunda dala (160 milljóna íslenzkra króna), sem á amerískan mælikvarða þykir ekki mikið. Enda unnu fleslir læknimenn og nær allir leikarar fyrir litil sem engin laun. Sköpunargleði og ferskleiki Helztu koslir Stony Island cru sú sköpunargleði og sá ferskleiki sem einkennir hana alla. Það er alltof sjaldan, cinkum i ameriskum myndum, sem maður sér slikan ferskleika. Sennilega er það vegna þess hversu allir lögðust á eitt um gerð hennar. Myndin líkist fremur heimildar- kvikmynd en leikinni. Einkum er það vegna óskipulagðrar kvikmynda- töku. Fæstir höfðu „leikararnir" leikið i kvikmynd áður og eru síður en svo afburða tónlistarmenn. Ætlunin var heldur ekki sú að gera mynd um tónlistarsnillinga eða að slá einhver met í tæknilegri fullkomnun. Tilgangurinn var fyrst og fremst að reyna að lýsa á „sannan” hátt lífi nokkurra hinna fjölmörgu tónlistar- manna sem berjast harðri baráttu fyrir lifsviðurværi sínu í Chicagoborg. Tónlistin i Stony Island er i samræmi við þetta sjónar- mið. Hún er hvorki betri né verri en gengur og gerist hjá hundruðum annarra hljómsveila scm svipað er á- slatt fyrir. Einmitt vegna þess nær hún tilgangi sínum. Enginn dreif- ingaraðili Stony Island hefur hvarvetna fengið góða dónia gagnrýnenda. En hvers virði er slikl? Eins og nú stendur á hefur kvikmyndin aðeins verið sýnd i fáum kvikmyndahúsum i slærstu borgunt Bandarikjanna. Allar likur eru á að hún verði ekki sýnd víðar þar sem ekkert hinna stærri dreifingarfyrirtækja hefur fengizt til aðdrcifa henni. Því er borið við að myndin sé svo ólík að efni og formi flestu sent þau hafa á boðstólum að hún henti þcim ekki. Andrew Davis segir á- stæðuna aðra. Hann heldur þvi frant að þar sem myndin fjalli að miklum hluta um sverlingja vilji kvikmynda- húsaeigendur, sem flestir eru hvítir og leikhús þeirra staðsett í hverfum hvílra, ekki fá svarta unglinga i ná- grennið né hús sín. Mynd sem þessi hlýtur óhjákvæmilega að draga að sér slikan áhorfendahóp. Stony Island er ekkert meistara- verk. Hins vegar er hér um að ræða mynd sem sker sig úr bandariskri framleiðslu hvað snertir efnivið og úrvinnslu hans. Þess vegan er sorg- legt til þess að vita ef örlög hennar verða að safna ryki í geymsju einhvers staðar. Því miður bendir alli lil þess. -SS, I.os Angles. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.