Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 8
8 /■ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. Eiga bifreiðaverkstæðin að taka að sér skoðun hluta bifreiðaflotans? Klofningurí starfshópnum — sem dómsmálaráðherra skipaði um málið vcrið brcytt yfir i fast númcrakcrfi fyrir löngu,” scgir i könnun Hagvangs hf. um Bifreiðaeftirlit rikisins. Myndin er úr afgreiðslunni á Bildshöfða. Oft er þar þrengra á þingi en á þvi augnabliki þegar hún var tekin. Meirihluti starfshóps sent Stein- grintur Hermannsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipaði í ntai 1979 leggur til að fyrirkomulag á bifreiða- skoðun verði breytt frá þvi sent nú er. Meirihlutinn lcggur til að Bifreiða- efhrlit rikisins framkvæmi itarlega skoðun á hverri bifreið á 4. ári bif- reiðarinnar sem og á 8. ári henriar og upp frá þvi. Annars verði það á valdi eiganda bifreiðar hvort hann lætur Bifreiðaeftirlitið eða löggill bifreiða- verkstæði annast árlega skoðun. Með þessu ntóti þyrftu bifreiðaverkstæði ekki að leggja út í verulega fjárfest- ingu þar sem (lest ef ekki öll þeirra ráða nú þegar yfir nægum tækjakosti til að framkvæma skoðun með svip- uðum hætti og tiðkazt hefur. Starfshópinn skipuðu: Eiður Guðnason alþingismaður, Guðni Karlsson forstöðuntaði(r Bifreiða- eftirlitsins, Jón E. Böðvarsson skrif- stofustjóri í fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, Þórir Jónsson forstjóri og Eiríkur Tómasson þáverandi að- stoðarmaður ráðherra sem var jafn- framt forntaður starfshópsins. Hópurinn gekk frá skýrslu sinni i október sl. og sendi hana dómsntála- ráðherra, Vilmundi Gylfasyni. Fram kemur i skýrslunni að Bil- greinasantbandið fór fyrir nokkrunt árunt þess á leit að bifreiðavcrkstæði í landinu fengju heimild til þess að skoða bifreiðir og önnur ökutæki. Jafnframt hyrfi hin reglubundna skoðun alfarið frá Bifreiðaeftirlitinu. Á landsþingi FÍ B 1976 var lýsl sluðn- ingi við þessa stefnu. Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins og einn úr starfs- „Við átcljum harðlega að okkar fulltrúi skuli ekki hafa ált sæti í starfshópi dómsntálaráðhcrra uni skipan bifreiðaeftirlits. Sjónarmið okkar koma þvi ekki nægilega vel til skila,” sögðu Haukur Bogason formaður Félags ísl. bifreiðaeftirlíts- ntanna og Páll Kristjánsson varafor- ntaður við Dagblaðið. Þeir bentu jafnframt á að Bil- greinasambandið fengi að segja sitl álit á málinu í fylgiskjali með skýrslu starfshópsins til ráðherra. Félag bif- reiðaeftirlitsmanna kæmi hvergi við sögu. „Bifreiðaeftirlitsmenn geta ckki séðað neitt hafi komið fram sem rétl- lælir það að flytja hluta af skoðun bifreiða til verkstæða,” sögðu tvi- menningarnir. Og i ályklun frá aðalfundi félags þeirra frá þvi fyrr í vetur segir m.a.: „Hagkvæmnisforsendur sern meirihluti starfshópsins byggir niður- stöður sinar á eru mjög varasamar og augljóst að breytt fyrirkomulag hópnum ,hefur eindregið varað við breytingu af þessu tagi. Félag bif- reiðaeftirlitsmanna tekur i sama streng. Dýrara eða ódýrara? verður til verulegs kostnaðarauka l'yrir bifreiðaeigendur og dregur úr öryggi skoðunarinnar.” Haukur og Páll sögðu ennfremur að ællunin væri áð lála verkstæðin taka nýjar bifreiðir til skoðunar. Bif- reiðaeftirlitið sæti uppi með þær cldri. ,,Við eigum að fá druslurnar.” Þeir lelagar höfðu einnig sitthvað við sparnaðarútreikninga hjá eftirlit- inu aðathuga. Þar er gert ráð fyrir að hægt sé að fækka tnannskap við skoðunarstörf um helming. Forsend- ur þeirrar niðurstöðu eru cinfaldlega þær að reikna hverri skoðun 20 minútur. Síðan er deilt í vinnustunda- fjölda á ári með 20 og úlkoman sögð vera fjöldi þeirra skoðana sem hvcr bifreiðaeftirlitsmaður á að geta sinnt árlcga. Áætlað er að 46000 bifreiðir mæti til skoðunar á ári. Starfsmenn við skoðun eru nú alls 26,9. Með fyrrgreindri reikningslist fæst út að 12,9 starfsmenn geti skoðað 73000 bifreiðir á ári! „Þeir rcikna timann svo stift að breytingu á fyrirkomulagi bifreiða- skoðunar. Helztu rök sem heyrast með breytingu eru: A. Ódýrara verði að láta bifreiða- verkstæði annast skoðunina. B. Slikt fyrirkomulag hafi í för með sér minni fyrirhöfn fyrir bif- reiðeigendur. C. Slíkt sé einnig í samræmi við ekki er gert ráð fyrir kaffitimum, límum til fataskipta eða ferða á snyrtingu!” sagði Páll Kristjánsson bifreiðaeftirlitsmaður i samtali við DB. Páll og Haukur voru santmála um að útreikningarnir væru „fjar- stæða”. „Ef margir eru með puttana i bif- rciðaskoðuninni getur slikt þýtt ófull- komnari skoðun. Ég óttast að það bitni á bifreiðaeigendum að veita verkstæðum skoðunarleyfi,” sagði Guðni Karlsson forstöðumaður Bif- reiðaeflirlits rikisins í samtali við Dagblaðið. „Miklu heppilegri leið fyrir verk- stæðin og bifreiðaeigendur væri sú að Bifreiðaeftirlitinu væri búin sú aðstaða að hægt væri að skoða árið um kring, að minnsta kosti á stærri stöðum. Þetta myndi þýða jafnari vinnu hjá verkstæðunum og hagræði l'yrir bifreiðaeigendur. Mikilvægt er lika að gefa gaum kostnaðaraukanum við að taka hluta skoðunarinnar af líifreiöaeftirlitínu. Ég tek undir álit ráðgjafarfyrirtækis- ins Hannars sf. „Frumkönnun á að skoðun fari fram á bifreiðaverk- stæðum”. Þar segir að umrædd breyting sé ekki hagkvæm. Af niðu'rstöðu Hagvangs hf. má eindregnar óskir þeirra neytendasam- taka sem málið er skyldast, þ.e. FIB. Helztu rök á móti breytingu eru: A. Dregið er i efa að hið nýja fyrirkoniulag leiði til sparnaðar. Benl er á niðurstöður af könnun sem gerð var af ráðgjafarfyrirtækinu Hannari sf. sem sýndu að hagkvæmast væri að Bifreiðaeftirlitið eitt annaðist „Það er útilokað að reikna okkur 20 mínútur til jafnaðar til skoðunar. aðstæður eru mjög mismunandi hjá eftirlitsmönnum við slörf þeirra. Þeir sem lengst þurfa að ferðast á skoðunarstað úti á landsbyggðinni leggja að baki allt að 170 kílómetra. Það þarf oft að aka marga kílómetra hins vegar draga þá ályktun að breyt- ing á fyrirkomulagi sé hagkvæm. Ég hef ýmislegt við þá niðurstöðu að athuga. Könnun og útreikningar Hagvangs hf. voru gerðir á sumar- leynstíma í Reykjavík — og ein- göngu miðað við skoðun á fólksbíl- um. Það eru augljóslega óeðlilegar forsendur. Af þeim er ekki hægt að draga algildar ályktanir. Svo má benda á að helmingur bif- reiðaeftirlitsmanna er starfandi úti á landi. Sumir hverjir þurfa að ferðast um langan veg til að sinna erindi sínu. Ég dreg stórlega í efa tölur Hag- vangs hf. um stórkostlcgan sparnáð vegna breytingarinnar. Við getum Inigsað okkur til dæmis stað þar sem 50 bifreiðir biða skoðunar. Sam- kvæmt áliti meirihluta starfshópsins ætti að skoða 10—15 bifreiðir á verk- stæði, afganginn.af okkar mönnum. Ég fæ ekki séð neinn sparnað við það. En ég þykist sjá fram á að skrif- skoðunina. B. Reynslan hafi leitt í Ijós að mest samræmi og öryggi i skoðun laist með þvi að einn opinber gðili annist hana, enda sé ástand bifreiða tiltölulega gott hér á landi. C. Ekki sé heppilegt að innflutn- ingur og sala á varahlutum og við- gerðir á bifreiðum sé í höndum þess aðila er annast öryggisskoðun bif- reiða. Kostnaður á annað hundrað milljóna Guðni Karlsson skilaði minnihluta- áliti i slarfshópnum þar sem hann færði rök að því að óbreytt fyrir- konuilag á bifreiðaskoðun væri lar- sælast. Til vara leggur hann til að bilreiða- eigendum sé i sjálfsvald sett hvort þeir láti fylla út skoðunarskýrslu á viðurkenndu verkstæði og fari með hana til Bifreiðaeftirlitsins cða láti skoða alfarið hjá Bifreiðaeftirlitinu. I minnihlutaálitinu segir að kostn- aðarauki við að taka upp verkstæðis- skoðun jafngildi á núgildandi verð- lagi 100—110 milljónum króna. Sanri sé ekki reiknað með hækkun vaxta. „Þrátt fyrir þennan mikla kostnaðar- auka við að taka upp verkstæðis- skoðun hefur ekki verið tekið nægi- lega mikið tillit til þess kostnaðar sem af þvi leiðir að líta eftir skoðunar- verkstæðum,” segir Guðni. - ARH til að skoða fáa bila. 20 nrinútna rcglan er út í hött.” Bifreiðaeftirlitsmenn eru þó ekki óhressir með nema þann þátt skýrsl- unnar sem fjallar um bifreiðaskoðun. Á aðalfundi félags þeirra var fagnað tillögum um breytingar á skráningu og reglum þeim viðkomandi. Þá var lýst stuðningi við tillögur um valpróf (krossapróf) við almennt ökupróf. Bifreiðaeftirlitsmenn settu fyrst frani hugmynd um krossapróf árið 1974 við dómsmálaráðherra. Þeir hala síðan barizt fyrir þvi að hugmyndinni verði hrundið í framkvæmd. slofubáknið mundi enn vaxa við breytinguna. Af gjaldinu sem verk- stæðum er ætla að taka af bifreiða- eigendum fyrir skoðun á að skila 10—15% til Bifreiðaeftirlits rikisins — upp i kostnað við að líta eftir verk- stæðunum! Þetta er ekki sparnaður, þetla er tómt kák." Guðni Karlsson sagði að Féiag islenzkra bifreiðaeigenda hefði lýst andstöðu við tillögu meirihluta starfshópsins. FÍB taldi þó rétt að sleppaskoðun fyrstu I—2ár bílsins. „Þrátt fyrir ágreininginn um bif- reiðaskoðunina vil ég undirstrika Ivö veiganrikil alriði sem starfshópurinn leggur til og allir voru sammála um. Annars vegar er fast skráningarkerfi bifreiða, hins vegar að felld skuli niður umskráning. Fast skráningar- kerfi er konrið vel á veg i undirbún- ingi. Það er frekar lítið mál að taka það í notkun.” - ARH Haukur Bogason formaður Félags Islenzkra bifreiðaeftirlitsmanna og Páll Krist- jánsson varaformaður. „Útreikningar á sparnaði 1 mannahaldi hjá Bifreiðaeftirlit- inu eru fjarstæða.” DB-mynd: Hörður. Mörg rök eru nefnd með og á móli Stjómarmenn í Félagi ísl. bifreiðaeftirlitsmanna: „0KKAR RADDIR HEYRDUST EKKI f STARFSHÓPNUM” - ARH Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins: „EKKISPARNAÐUR HELDUR TÓMT KÁK” — að veita verkstæðum skoðunarréttindi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.