Dagblaðið - 06.02.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
5
HRAFNINN
Regnboginn. Kvikmyndahátífl: Hrafninn (Cria
Cuervos).
Leikstjóri og höfundur handrits: Carios Saura.
Aðalhlutverk: Geraldine Chaplin og Ana
Torrent.
„Börn hafa ekki sömu tilfinningu
fyrir dauðanum og fullorðnir. Ég
held að fyrir barn, a.m.k. fyrir stúlk-
una Önu, sé dauðinn frekar óhapp en
að manneskja sé fullkomlega horfin.
í augum Önu er móðirin ekki dáin;
hún er aðeins horfin og getur hvenær
sem er birst á ný.”
Eitthvað á þessa leið hefur leik-
stjóra Hrafnsins, Carlos Saura,
mælst. Og þetta er einmitt meginvið-
fangsefni myndarinnar, einkaveröld
lítillar stúlKu sem misst hefur móður
sína en neitar að sætta sig við það.
Myndin segir frá þessari telpu,
Önu, sem býr með systrum sinum
tveimur í stóru húsi í Madrid.
Foreldrar þeirra eru báðir látnir og
þær eru nú i umsjá móðursystur
sinnar sem virkar frekar sem e.k.
ntóralskur fangavörður en sem upp-
alandi. Nútíð myndarinnar er líf
barnsins eftir dauða foreldranna en
hvað eftir annað er skipt yfir i hið
liðna, þegar foreldrarnir voru lifandi.
Sérkennilegt
andrúmsloft
Einnig er skotið inn í atriðum þar
sem Ana, þá orðin fullorðin kona, er
að tjá þau áhrif sem þessi atvik úr
bernskunni höfðu á hana. Það ætti
þá kannski að teljast hin eiginlega
nútið. Svo er þó ekki því öll efnis-
bygging myndarinnar miðast við líf
litlu stúlkunnar Önu sem miðpunkt.
Því verka þau atriði þar sem mynda-
vélinni er beint að andliti Önu full-
orðinnar frekar sem framtíðarsýn.
Svona hrá endursögn á þeim „tírna-
stökkum” sem eiga sér stað i mynd-
inni gerir það kannski að verkum að
myndin verður lítt áhugaverð. Svo er
þó ekki raunin, hið sérkennilega and-
rúmsloft sem ríkir í myndinni nærist
;V
Kvik
myndir
Ingótfur Hjörleifsson
•einmitt á þessu. Þarna kemur einnig
til skjalanna hið frjóa ímyndunarafl
Önu. Er það aðeins ímyndun
(óskhyggja) Önu að hún hafi byrlað
föður sínum eitur vegna þess kulda
sem hann sýndi móður hennar?
I
Geraldine Chaplin og Ana Torrenl.
Heillaður
Spurningum sem þessum fær
áhorfandinn að velta fyrir sér og
ákveða sjálfur. Þeir sem sáu „And-
ann í býflugnabúinu” sem sýnd var í
Fjalakettinum i fyrra, niuna líklega
eftir hinni heillandi Önu Torrent sem
svipað var ástatt fyrir og Önu litlu í
þessari mynd Saura. Ana Torrent er,
að sögn Saura, sá innblástur sem fékk
hann til að koma saman efni i |iessa
mynd. Hann sá hana einmitt i ,,And-
anum í býflugnabúinu” og varð strax
heillaður. Enda ber þessi litla stúlka
eitthvað með sér, eitthvert yfirbragð,
sem leiðir alla myndina og skapar
það persónulega andrúmsloft sem
heldur myndinni uppi •
Bjarni Jakobsson formaður Iðju.
Bjami Jakobsson formaður Iðju:
Bréf alþjóðlegu
verkalýðssamtak-
anna var að berast
,,Ég hef ekkert heyrt um málið fyrr
en nú,” sagði Bjarni Jakobsson
formaður Iðju. „Mér var að berast
bréf um þetta Coca Cola mál í Guate-
mala frá alþjóðlegu verkalýðssam-
tökunum. Það bréf er dagsett i Genf
I. febrúar sl.”
í þessu bréfi er greint frá fundi
verkalýðssamtakanna og Coca Cola
verksmiðjanna, þar sem verksntiðj-
urnar neituðu að taka framleiðslu-
leyfið af framleiðslufyrirtæki Coca
Cola í Guatemala. Ekki mun ætlunin
að endurnýja framleiðsluleyfið sem
rennur út i september 1981. Verka;
lýðsfélögin telja sig ekki geta sam-
þykkt svo langan frest, þar sent lil'
verkamanna séu i hætlu.
Öll sambönd i alþjóðlegu verka-
lýðssamtökunum eru hvölt til þess að
standa við bakið á verkamönnunum í
Guatemala gegn verksmiðjum Coca
Cola.
- JH
Pétur Bjömsson, forstjóri Vífitfells hf.:
Framleidslu- og sölubann á kóka kóla:
Beiðnin komin
til íslands!
Krafa alþjóðasambands starfsfólks
í matvælaiðnaði um að bannað verði
að framleiða, selja og dreifa kóka
kóla i þeim fimmtiu og átta rikjum
sem eru i sambandinu er komin
hingað til lands. Auk þess hafa aðilar
málsins haft af því nokkrar fregnir.
Ástæðan fyrir þessari kröfu, sem
sagt var frá í DB í gær, er sú að al-
þjóðasamtökin telja að tveir verka-
lýðsleiðtogar hafi verið myrtir að
undirlagi ráðamanna kóka kóla fyrir-
tækisins í Mið-Ameríkurikinu Guate-
mala. Var þá gerð sú krafa að sá aðili
yrði sviptur framleiðsluleyfi á kóka
kóla. Ekki vildu hinir bandarisku eig-
endur framleiðsluréttarins fallast á
það að fullu. Af þessari ástæðu vill
stjórn alþjóðasambands starfsfólks i
matvælaiðnaði (International Union
Of Food And Allied Workers) stöðva
framleiðslu og sölu á drykknum. Sjá
eftirfarandi viðtöl.
- ÓG
Úr kókverksmiðjunni islenzku: Verflur nú stöðvuð öll framleiðsla og dreifing á kóki hér vegna stjórnmáladeilna f Guate-
mala? DB-mynd: Hörður.
Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjórí Alþýðusambandsins:
„KANNAST VIÐ MÁUÐ EN
EKKERT KOMID HL OKKAR”
Ásmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands ís-
lands sagðist kannast litillega við
þetta mál. Ekki hefði þó komið neitt
skriflegt um það frá alþjóðasamtök-
um, sem Alþýðusambandið væri
þátttakandi í. Átti Ásmundur frekar
von á að kröfur um hugsanlega
stöðvun framleiðslu og sölu á kóka
kóla mundu frekar koma til kasta
sérsambanda.
Hann sagðist hafa haft fregnir af
deilum fyrirtækja kóka kóla á nokkr-
um stöðum i Suður- og Mið-Ameríku
við verkalýðssamtök viðkomandi
landa. Hefði þar gengið á ýmsu.
Ásmundur Stefánsson sagði að
lokum að vel gæti verið að þetta mál
vegna verkalýðsforingjanna i Guate-
mala yrði tekið upp á fundi nor-
rænna verkalýðsleiðtoga, sem hald-
inn yrði í Kaupmannahöfn ivikunni
Þann fund sækja fyrir íslands hönd
þeir Snorri Jónsson forseti ASÍ og
Óskar Hallgrímsson í stjórn þess.
- ÓG
„Veit ekki betur en
málið sé leyst”
„Ég frétti af kröfu um sölustöðvun
á kóka kóla í Svíþjóð á mánudaginn
var en ég vissi ekki annað en það mál
hefði verið leyst þá um daginn,”
sagði Pétur Björnsson framkvæmda-
stjóri Vifilfells hf., sem framleiðir og
hefur umboð fyrir Coca Cola fyrir-
tækiðhérá landi.
Samkvæmt þeim fregnum sem
Pétur hafði frá fulltrúum Coca Cola í
Svíþjóð var leitað frekari upplýsinga
um mál þetta, þar sem lögfræðingar
verkalýðssamtakanna þar i landi
töldu ekki nægar upplýsingar liggja
fyrir til að ákveða framleiðslu- og
sölubann á eina vörutegund.
Að sögn Péturs Björnssonar barst
síðan skeyti frá Atlanta í Bandaríkj-
unum þar sem höfuðstöðvar Coca
Cola fyrirtækisins eru. Þar sagði að
sá aðili sem krafizt væri að sviptur
væri framleiðsluréttindum í Guate-
mala væri hættur. Hefði sú uppsögn
að vísu orðið að hafa eðlilegan tíma
til aðganga í gildi.
í skeytinu frá Atlanta til fulltrúa
Coca Cola í Svíþjóð var sérstaklega
tekið fram að framleiðsluleyfið hefði
Pétur Björnsson forstjóri Kók á
íslandi: Áherzla lögð á að blanda
stjórnmáladeilum ekki inn í starf-
semin.
ekki einvörðungu verið tekið af um-
ræddum aðila í Guatcmala vegna
kröfu verkalýðssamtaka. Þar hefðu
einnig legið aðrar ástæður að baki.
Pétur Björnsson itrekaði að lokum
að mikil áherzla væri lögð á það af
hálfu hins bandariska Coca Cola
fyrirtækis að umboðsmenn þeirra um
heiminn blönduðu stjómmáladeilum
á engan hátt inn í starfsemi fyrir-
tækjasinna. -ÓG