Dagblaðið - 06.02.1980, Side 11
II
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
þegar ýmis mál eru tekin upp á segul-
band til síðari nota eða þá við réttar-
höld. Reynslan hefur sýnt að
Christopher hefur mun meiri hæfi-
leika til að nema orð og hljóð í
umhverfi þar sem mikill hávaði er en
annað fólk. Einnig hefur vaknað
mikill áhugi á að ráða fleira blint fólk
til lögreglunnar til að sjá um vélritun
upp af segulböndum og annað sem
það er hæfara til að framkvæma en
þeir sem sjáandi eru. Sjálfur segir
blindi lögreglumaðurinn að hann sé
viss um að fleiri eigi eftir að feta í fót-
spor hans. Þeir geti eins og hann
þroskað sérhæfileika sína frekar til
að vinna upp á móti missi sjónarinn-
ar.
Það er ekki aðeins heyrnin sem
verður Christopher að liði. Hann
þekkir ýmsa staði af lyktinni. Ef
hann fer úr á rangri hæð í blokkinni
þar sem hann býr finnur hann það af
lyktinni á ganginum og einnig af
áferðinni á gólfteppinu. Á veitinga-
húsum segist hann auðveldlega geta
tekið þátt í samræðum sem fari fram
við borðið sem hann situr við en jafn-
framt hlustað á samræður sem fari
fram við borð sem sé í nokkurra
metra fjarlægð. Hann segist vera
hættur að reyna að rata umhverfis
vinnustað sinn með þvi að telja
skrefin. Nú miðar hann við einhvers
konar hljóðbylgjur sem hann nemur
frá byggingum og öðrum föstum
hlutum. Samstarfsmenn Christoph-
ers segja að hann geti sagt til um það
hvort dyr séu opnar eða lokaðar áður
en hann kemur að þeim. „Aðeins ein-
föld kunnátta á hljóðbylgjunum,”
segir hann sjálfur.
Christopher Chamberlain missti
sjónina algjörlega fyrir tólf árum af
völdum glákusjúkdóms. Þrátt fyrir
sauð, spann, prjónaði, þvoði,
mjólkaði — og grét í laumi á bak við
brekánið, ef tími gafst til?
Hvernig skyldi húslestur bóndans
hafa gengið í lélegri birtu baðstof-
unnar? Eða var kannski enginn hús-
bóndi til staðar — varð hann úti í
mannskaðaveðrinu mikla við að
bjarga fénu í hús? Eða var bóndinn
af bæ að gamna sér með griðkonu
Jóns bónda í Nesi? Hafi húsbóndinn
verið á sínum stað hefur honum vart
gengið of vel við lesturinn. Hann
hefur verið útkeyrður af vatnsburði
og gegningum í vosbúð og kulda.
Trúlega hafa áhyggjur af heyleysi og
afkomu heimilisins þrúgað sálarlíf
hans.
Hvernig skyldi líðan gamalmenna
og aumingja hafa verið í einangrun
baðstofunnar? Meðalaldur var ekki
hár og þarf síst að undra. Heil-
brigðisþjónusta var engin nema sú
sem heimilin sjálf gátu veitt en
væntanlega hafa þau ekki öll verið
aflögufær á því sviði. Oft hefur þvi
eina lausnin verið sú að láta gamal-
mennin dveljast í baðstofunni og ef
þau voru ekki því krepptari af gigt
gátu þau nuddað við prjóna eða
rokk.
Tími heimilisfólksins til að sinna
þeim var af skornum skammti og þvt
urðu börnin helstu viðræðufélagar
þessara gamalmenna. Eins má nærri
geta að önnum kafnir foreldrar hafa
heldur ekki haft tíma fyrir börnin og
hafa þá elsta og yngsta kynslóðin
mæst í gagnkvæmri þörf fyrir sam-
veru.
Sterkustu félagsmótunar og upp-
eldisaðilar hjá baðstofubörnunum
voru því karlæg gamalmennin og öll
þekkjum við gömlu, góðu goðsögn-
ina „amrna raular við rokkinn” og
„amma, segðu mér sögu”. Og hver
var sú mótun og menningararfleifð
sem baðstofubörnin tóku við? Þau
óluSt upp í kyrrstæðu bændaþjóð-
félagi um aldamótin. Þau kynntust
sjálfsþurftarbúskap þar sem hver
fjölskylda var ekki aðeins neysluein-
ing heldur einnig sjálfstæð fram-
leiðslueining. Til þess að fjölskyldan
það hefur hann lokið próft úr fram-
haldsskóla (High School) og siðan
einu ári í háskóla (samsvarar líklega
nokkurn veginn til stúdentsprófs hér,
á landi). Hann er einnig orðinn sér-
fræðingur í að fara með kajaka.
Hann býr einn í íbúð sinni rétt við
neðanjarðarjárnbrautarstöðina. Þar
hefur hann hjá sér rúmlega sex
hundruð hljómplötur og mikinn
fjölda af tónböndum. Hann geymir
þetta i stafrófsröð. Hann tók íbúðina
á leigu eftir að hann var fastráðinn í
lögreglulið Ontarioborgar í ágúst
síðastliðnum.
Hann fer einn úr og í vinnu og
notar þá bæði neðanjarðarbrautina
og strætisvagn. Fyrst þegar hann fór
þessar ferðir fylgdust aðrir lögreglu-
menn með honum úr fjarlægð en þeir
voru fljótir að komast að raun um að
slíkt var mesti óþarfi. Venjulegt fólk
svipast um til beggja handa þegar það
ætlar yfir götu og gáir hvort óhætt sé
vegna umferðarinnar að fara yfir
götuna. Christopher heyrir alveg
örugglega hvort akbrautin er auð eða
ekki.
Lögreglumaðurinn blindi hefur
fengið ýmis sérhönnuð tæki til
aðstoðar við vinnu sína. Einu tækj-
anna getur hann til dæmis beint að
sjónvarpsskjá og þá breytast staf-
irnir þar í hljóð sem hann vélritar
síðan á blað. Annað tæki gerir
honum kleift að skilja það sem hann
hefur vélritað á blað.
Talið er að sex mínútna samtal á
segulbandi taki venjulegan vélritara
um það bil níutiu minútur að koma
niður á blað. Christopher hefur hins
vegar náð því að ganga frá slíku sam-
tali á um það bil sextiu og sex
mínútum að meðaltali.
Ekki er hraðinn ávallt þó svo mik-
ill, því eftir því sem fleiri uppgötva
hina sérstöku hæfileika Christophers
til að nema ógreinileg hljóð af segul-
böndum berast honum sífellt fleiri
erfið verkefni.
„Það hefur komið fyrir að ég hef
verið allt að þrjár klukkustundir að
skilja eina málsgrein eða jafnvel
eina linu af segulbandsupptökunni.
Stundum verð ég svo þreyttur á að
hlusta að ég verð að hætta og hvíla
mig. Hins vegar er það líka mikil
feginstilfinning sem grípur mig þegar
mér hefur tekizt að leysa erfitt verk
af hendi.
AF ÖU..
0GMEIRA0U
Það veit áreiðanlega hvert manns-
barn á Fróni hvar Davíð keypti ölið.
Eftir mikið málastapp og umræður
fann'st lagakrókur í kerfinu þar sem
Davíð var stætt á því að koma með
bjórkassann sinn inn í landið og
hefur áreiðanlega rennt innihaldinu
niður með óblandinni ánægju.
Þetta er bindindismönnum auð-
vitað mikill þyrnir í augum og.senni-
lega missir Alþýðuflokkurinn at-
kvæði þeirra í næstu kosningum en
hann græðir bara því meira hjá bjór-
unnendum.
Þetta er stórsigur Davíðs á kerfis-
körlunum og allt er þetta nú gott og
blessað. Það er bara einn stór galli á
gjöf Njarðar: Hvers eiga fátækling-
arnir að gjalda sem ekki geta brugðið
sér út fyfir pollinn svo sem eins og
fjórum til fimm sinnum á ári til að ná
sér í birgðir af þessum eftirsóttu
guðaveigum? Eiga þeir bara að vera
áhorfendur að þessari iðju forrétt-
indahópanna við bjórdrykkjuna?
Verða þeir enn að láta sér nægja mis-
munandi mislukkað heimabrugg sem
;auðvitað má ekki fara yfir 2%-laga-
bókstaf sem enginn fer eftir? Alls
staðar er hægt að fá ýmsar tegundir
af bjór og alls konar léttvínum en
þolinmæðinni við bruggunina er
stundum dálítið ábótavant.
Ég geri það eindregið að tillögu
minni, og ég veit að margir eru mér
hjartanlega sammála, að við fáum að
drekka okkar Egil sterka rétt eins og
sendiráðsmenn. Með því styrkjum
við íslenzkan iðnað og gætum meira
að segja farið að flytja Egil út því
Kjallarinn
Erna V. Ingólfsdóttir
vatnið á tslandi er hreinasta afbragð
og trúi ég ekki öðru en Egill gæti átt
mikla framtíð fyrir sér í útlandinu.
Allt sterkt —
en bjór?
Eiginlega ríkir hið furðulegasta
ástand hérna á þessum hjara verald-
ar; við megum drekka allt sem sterkt
ér, ásamt léttvínum. Hið létta öl má
jhins vegar alls ekki smakka. Mig
jskortir rök til skilnings á þessu.
Út af öllu þessu bjórtali kom í Ijós
að þeir í fríhöfninni i Keflavik eru
nokkuð vel undirbúnir með sölu og
hafa, að því er jreir telja, nægar
birgðir til þess að fullnægja eftir-
spum. Það er bara vonandi að
bindindismenn fái ekki svo fyrir
hjartað að stjórnvöld sjái sitt óvænna
ög hætti við ölsöluleyfið til að afstýra
hjartaslagi hjá hinni mætu bindindis-
hreyfingu.
Þá kom einnig í ljós að bjórinn í
fríhöfninni kostar um 200 kall
flaskan og við verðum að borga 210
kr. fyrir óáfengan pilsner. Ekki ætti
pilsnerinn að hækka að neinu ráði
þótt ofurlítilli sykurlús yrði bætt í
bruggunina. Það sama ætti að ganga
yfir landsmenn í sambandi við marg-
nefndan bjór. Það ætti ekki að þurfa
,að komast rétt út fyrir landsteinana
'tilþesseinsaðfá’ann.
Þá er enn eitt sem algjörlega vantar
í menningarlífið hjá okkur: fáeinar
huggulegar bjórstofur. Þar gætu
menn komið saman og rætt um
landsins gagn og nauðsynjar í staðinn
fyrir að krunka saman hver í sinu
horni, sem er allt of títt meðal okkar
íslendinga. Svei mér ef þetta þekkist
nokkurs staðar í hinum vestræna
heimi nema hér. Við yrðum kannski
minna spéhræddir fyrir bragðið.
Þingmenn yrðu
kannski léttir í lund
Já, og annað, það gæti bara farið
'svo að þingmennirnir okkar yrðu svo
léttir á brúnina að stjórn yrði mynd-
uð og fæðingarhriðirnar yrðu til
muna auðveldari i framtíðinni.
Svona í lokin: Nú þurfum við bara
að fá fleiri Daviða og gá i fleiri
doðranta í frumskógi islenzkra laga
og sjá hvort okkur, litla fólkinu i
þjóðfélaginu, sé ekki stætt á, svona
'rétt eins og hinum, að fá okkur einn
Egil sterka á kr. 210 flöskuna. Það
myndi að minnsta kosti létta okkur
skammdegið.
Erna V. Ingólfsdóttir.
,,Við eigum að fá að drekka Egil sterka
rétt eins og sendiráðsmenn. .
gæti skilað sínu hlutverki í stöðugri
baráttu við óblíð náttúruöflin varð
fyrsta, annað og þriðja boðorðið að
vera vinna og aftur vinna.
Fleiri þættir komu þó til en segja
má að mikilvægustu menningarþætt-
irnir, sem síðustu baðstofubörnin
hlutu í arf, hafi verið vinna, nægju-
söm mótmælendatrú og eignahvöt.
Vinnan var sjálfsögð forsenda þess
að geta tórt og sennilega var eigna-
hvötin sprottin af sama stofni. Hún
var jafnnauðsynleg og lífshvötin því
eignir voru hið eina sem gat tryggt
fjölskyldunni öryggi hvað viðvék af-
komu' einstaklinganna allt frá
fæðingu til lokadags.
öryggið var mælt í jarðarskikum,
torfkofum og rollum. Til að öðlast
fyrrnefnt öryggi þurfti öll fjölskyldan
auðvitað að vinna — og vinna mikið.
Mótmælendatrúin með sínar aðal-
dyggðir, iðni, sparsemi og undir-
gefni hefur því fallið vel að lífskjör-
um fólksins og ekki spillt fyrir vinnu-
þrælkuninni.
Þjóðin fylgdist
ekki með
Upp úr aldamótunum fór hin
gamla þjóðfélagsgerð að riða til falls.
Einangrun sveitanna rofnar og þétt-
býliskjarnar myndast við víkur og
voga þar sem sjósókn á stærri bátum
er hafin.
Afleiðing þess verður aukin verka-
skipting og nýjar atvinnugreinar
skjóta upp kollinum. Og skyndilega
er gamla baðstofan orðin úrelt, hún
missti af lestinni þegar iðnvæðingín
hélt innreið sína.
Ár síðari heimsstyrjaldarinnar
urðu vinnusjúkum íslendingum
hreint gósenland. Næg vinna handa
öllum — bæði dag og nótt. Fjár-
magnið flæddi inn i landið og hefur
líklega kaffært síðustu baðstofukyn-
slóðina og afkomendur hennar sem
þá voru upp á sitt besta í vinnu.
En þjóðfélagsgerðin tók of örum
breytingum til þess að þjóðin gæti
fylgst með. Við righöldum enn í það
gildismat sem baðstofubörnin arf-
leiddu okkur að. Við vinnum til að
öðlast öryggi, þ.e. þak yfir höfuðið,
en það er ekki nóg, ekki þykir dyggð
að minnka við sig vinnu þó öryggið sé
fengið.
Því höldum við áfram að vinna og
vinna fram í rauðan dauðann. Auð-
vitað höldum við áfram að fjárfesta í
eignum því það er jú óráðsía að eyða
peningum i óáþreifanleg gæði.
örþreyttir
foreldrar
Iðnvæðingin átti að hafa það hlut-
verk að jafna lífskjörin og létta
vinnuálaginu af fólkinu. Hér á
tslandi virðist vera langt í að því
marki verði náð i raun.
Þó að margar konur sæki út á
vinnumarkaðinn vegna þeirrar
menntunar sem þær hafa aflað sér
eru hinar líka margar sem hvorki
hafa menntun né fyrirvinnu. Og þess
vegna er móðurmyndin farin að
vinna ltka. Eins og hún hafi aldrei
borið sig til við slíkt áður. Nú er hún
farin að taka til hendinni við verð-
mætasköpun í markaðsþjóðfélagi og
situr ekki lengur með hendur i skauti
í baðstofunni og gætir bús og barna.
Væri úr vegi að ætla að konur fyrri
tima hafi unnið hörðum höndum?
Hefur ekki eingöngu vinnustaðurinn
breyst þó að forsendur vinnunnar séu
enn þær sömu: að tryggja öryggi
heimilisins.
Hvar skyldu börnin vera sem áður
tóku þátt í framleiðslustörfum á
heimilinu? Sú framleiðslueining sem
fjölskyldan var er sundruð og eftir
stendur eingöngu neyslueiningin.
Einhvers staðar þurfa börnin að vera
á meðan foreldrarnir afla tekna til
þátttöku í hinni viðurkenndu neyslu
þjóðfélagsins.
Hverjir sinna nú því uppeldisstarfi
sem áður fór fram innan veggja
heimilisins? Geta örþreyttir foreldrár
sem koma heim eftir 8—10 stunda
vinnudag hugsanlega sinnt því hlut-
verki sem skyldi?
Þarna koma dagvistarheimilin til
skjalanna en hvaða hlutverk er þeim
ætlað í nútímaþjóðfélagi? Er ekki
orðið tímabært að hætta að sjá
stöðugt fyrir hugskotssjónum þessa
gömlu baðstofuglansmynd en viður-
kennastaðreyndir?
Slagorðasöngur
Hvaða tilgangi þjónar sá slagorða-
söngur sem sunginn er í dag: „kon-
urnar aftur inn á heimilin”? Það
mun ekki takast að loka þær inni i
gylltum búrum þó þær hafi fyrir-
vinnu og I eða 2 börn. Þótt við
gleymum þeim sjálfsögðu mannrétt-
indum kvenna að afla sér menntunar,
velja sér sjálfar starf og taka þátt í
félagslífi þá er það ekki allt. Hvað í
ósköpunum á konan að gera innan
veggja heimilisins allan daginn? Er
hægt að ætlast tíl jsess að hún gangi á
milli heimilistækjanna og ýti á takka
allan guðslangan daginn?
Við ættum að horfast i augu við
samfélagsgerð dagsins í dag og viður-
kenna nauðsyn dagvistarheimila. Þá
er jáfnframt kominn tími til að hætta
að líta á fóstrur sem Ijúflyndar
hugsjónamanneskjur sem passa
börnin á meðan foreldrarnir vinna
úti. Þurfa börn sem eru stærstan
hluta dagsins á dagvistarheimilum
ekki eitthvað meira en að láta snýta
sér og skeina sig? Hvað með undir-
búninginn undir lifið sem bíður
þeirra?
Fóstrur gegna mikilvægu hlutverki
hvað uppeldi og félagsmótun á dag-
vistarheimilum varðar. Er hin eina,
viðurkennda forsenda þess að geta
alið upp barn að hafa fætt það af
sér? Er fleiri ára menntun í uppeldis-
og sálarfræðum til viðbótar starfi á
dagvistarheimilum með fjölda ólíkra
barna ekki þyngra á metunum? Má
ekki ætla að meðvituð vitneskja
fóstrunnar um alhliða þroska barna
ásamt sérhæfðri aðstöðu dagvistar-
heimila gefi betri möguleika til
uppeldisfræðilegs starfs?
Þarfnast þjóðfélagið ekki vel
menntaðs starfsfólks, sem getur með-
vitað og markvisst sinnt uppeldi
• barna á forskólaaldri? Getum við
sætt okkur við að í framtíðinni muni
óþroskaðir „fóstruliðar” sem út-
skrifast með takmarkaða uppeldis-
fræðilega þekkingu úr fjölbraut sjá
|um uppeldismótun þeirra sem erfa
skulu landið?
Við stöndum andspænis þeirri
hættu sem framhaldsskólafrum-
jvarpið felur i sér. — Er hugsanlegt að
|hluti fósturskóla Iandsins verði
færður á fjölbrautastig? Getum við
lagst svo lágt að lýsa yfir í verki að
engu máli skipti hver annist börnin
okkar? Slíka litilsvirðingu við yngstu
þjóðfélagsþegnana og við uppeldis-
starf dagvistarheimila þyrfti að koma
í veg fyrir.
Verðum við ekki að standa vörð
um bætta fóstrumenntun svo börnin
okkar fái að njóta þess besta sem
dagvistarheimili geta boðið upp á?
Fyrir hönd samstarfshóps fóstru-
nema,
Steinunn Geirdal
fóstrunemi