Dagblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 24
Samkomulag um mátefnasamning nýrrar ríkisstjóman
FRAMSOKN „BJARGAEH”
KEFLAVIKURUTVARPINU
— ekki frekari stóriðja „á vegum utlendinga”
Framsóknarmenn „björguðu”
Keflavíkurútvarpinu í viðræðunum
um málefnasamning hinnar nýju
rikisstjórnar. Alþýðubandalagsmenn
vildu að það yrði sett i lokað kerfi, en
það hefur verið hindrað.
Málefnasamningurinn má heita
kominn saman. Um varnarmál
kemur þar lítið fram annað en að
áætlun um flugstöðvarbyggingu
verði endurskoðuð og unnið verði að
atvinnumálaáætlun fyrir Suðurnes.
Ágreiningur um stóriðjumál hefur
verið afgreiddur með lauslegu orða-
lagi. Þar segir, að ekki verði gert ráð
fyrir frekari stóriðju ,,á vegum út-
lendinga.”
Kjaramálin eru einnig afgreidd
með lauslegu orðalagi eftir nokkurt
þóf. Þar segir, að ríkisstjórnin muni
með ýmsum félagslegum aðgerðum
beita sér fyrir því, að lausn kjara-
samninga verði í samræmi við barátt-
una gegn verðbólgu. Kjaramálum
verði ekki skipað með lögum nema
allir aðilar að stjórnarsamstarfinu
séu sammála um það.
í raun er stefnt að þvi að ekki verði
grunnkaupshækkanir í ár. Verð-
hækkunum á að halda í skefjum og
draga úr þeim samkvæmt „niður-
talningu”.
Gerð verður framleiðniáætlun í
iðnaði og fiskveiðistefna mörkuð til
langs tíma.
Niðurgreiðslur vaxa og verða fast
hlutfall af búvöruverðinu.
Bændum verður bætt tjón sem þeir
hafa orðið fyrir vegna skorts á
útflutningsbótum.
Um gerð fjárlaga verður í aðal-
atriðum farið eftir fjárlagafrumvarp-
inu sem Tómas Árnason lagði fram
síðastliðið haust. -HH.
Sjátfstæðismenn
í Rangárvaliasýslu:
Styðja Eggert
með Gunnari
Eggert Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisfélags Rangæinga og Óli Már
Aronson, formaður Fjölnis, félags
ungra sjálfstæðismanna í Rangár-
vallasýslu, hafa komið þeirri athuga-
sernd á framfæri við DBaðá fjölsótt-
urn aðalfundi Sjálfstæðisfélags
Rangæinga um helgina hafi vcrið
könnuð afstaða fundarmanna til
stuðnings Eggerts Haukdal við
stjórnarmyndunartilraunir Gunnars
Thoroddsen og hafi enginn fundar-
manna andmælt aðgerðum Eggerts.
Árétting þessi er vegna frétta í
Morgunblaðinu og Vísi i gær, sem
túlka ummæii Jóns Þorgilssonar á
Hellu á þann veg að afstaða til stuðn-
ings Eggerts við Gunnar hafi ekki
veriö könnuðá fundinum.
„Enginn stóð upp til að andmæla
framkomnum stuðningi,” sagði ÓIi
Már í viðtali við DB i morgun.
Athugasemd þessi er gerð með vitund
ogsamþykki Jóns Þorgilssonar.
-GS.
Fordæming á
Gunnari Thor felld
í stjóm Varðar
Tillaga um fordæmingu á stjórnar-
myndunartillögum Gunnars Thor-
oddsen náði ekki fram að ganga á
stjórnarfundi hjá Landsmálafélaginu
Verði á mánudaginn. Var hún dregin
til baka áður en til atkvæöagreiðslu
kom þar sem tillögumanni mun hafa
þótt sýnt að hún mundi ekki hljóta
samþykki.
Þórir Lárusson rafverktaki vara-
formaður Varðar, sem stjórnaði
fundinum á mánudaginn, staðfesti
ofangreinda fregn. Hann tók fram,
að um reglubundinn stjórnarfund
hefði verið að ræða en þeir væru
haldnir hálfsmánaðarlega hjá Verði.
Aðspurður sagði Þórir að fimmtán
stjórnarmenn hefðu verið á fundin-
um. -ÓG.
Miðstjómin
styður Geir
„Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
lýsir fyllsta stuðningi við þingflokk
og formann Sjálfstæðisflokksins i
undangengnum stjórnarmyndunar-
viðræðum.
Jafnframt harmar miðstjómin
vinnubrögð Gunnars Thoroddsen og
skorar á alla þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins að hlila niðurstöðum
meirihlutans.”
Fyrri málsgrein ályktunarinnar hér
að ofan var samþykkt santhljóða i
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í gær.
Viðafgreiðslu síðari hlutans sátu hins
vegar þrír miðstjórnarmenn hjá.
Tuttugu og níu manns víðs vegar
að af landinu sitja í miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins. Á fundinum i gær
voru tuttugu og tveir. Af þeim sjö
sem ekki mættu voru þrir erlendis að
sögn Sigurðar Hafstein, fram-
kvæmdastjóra flokksins. -ÓG.
Rúðubrot í Breið-
holti kosta
milljónatugi
Gífurlega mikið hefur verið um
rúðubrot i Breiðholtshverfi og það svo
að nánast getur kallazt faraldur. Eru
það aðallega skólarnir og bamaheimili
sem verða fyrir ásókn rúðubrjót-
anna. Tjónið sem valdið hefur verið i
vetur nemur í beinum gler- og
isetningarkostnaði tugmilljónum
króna. Til viðbótar kemur svo
hreinsunarkostnaður á grjóti á gólfum
inni og ýmsar tafir sem skemmdarverk-
in valda.
Á myndinni er Gísli trésmiður hjá
Reykjavikurborg að setja fyrir annan
gluggann sem brotinn var i barnaheim-
ili við Völvufell á mánudagskvöldið. Á
innsettu myndinni sést Guðrún Helga-
dóttir barnaheimiliskona aðstoða
Gísla, en hún segir rúðubrotin „algera
plágu”. -A.St./DB-mynd R.Th.Sig.
Marglr kallaöir
til ráðherradóms
Ekki var í morgun búið að skipta
ráðuneytum milli flokka í væntan-
legri ríkisstjórn, en nokkrir forystu-
menn voru taldir nokkuð vissir um
ráðherradóm. Það fer þó nokkuð
eftir því hvaða ráðuneyti koma i hlut
hvers aðila stjórnarinnar, hverjir
lenda i ráðherrastöðu.
Af Alþýðubandalagsmönnum var
talið sennilegast, að ráðherrar yrðu
hinir sömu og áður, Hjörleifur Gutt-
ormsson, Ragnar Arnalds og Svavar
Gestsson. Þó var talið koma til greina
að Svavar viki en Geir Gunnarsson
yrði fjármálaráðherra, ef flokkurinn
fengi það ráðuneyti. Einnig var
Ólafur Ragnar Grímsson nefndur.
Af framsóknarmönnumvoru Stein
grimur Hermannsson og Tómas
Árnason taldir öruggir með ráðherra-
dóm. Ingvar Gíslason er talinn sækj-
ast eftir ráðherraembæt.ti en einnig
koma til greina Guðmundur G.
Þórarinsson og Jón Helgason.
Mest var óvissa um Gunnarsmenn.
Til greina kemur að bæði Pálmi
Jónsson og Friðjón Þórðarson yrðu
ráðherrar, ef þeir vilja. Pálmi yrði þá
helzt landbúnaðarráðherra og
Friðjón annaðhvort dóms- eða
menntamálaráðherra. Vilji þeir ekki
ráðherrastöður yrði Eggert Haukdal
ráðherra en yrði sennilega annars
stjórnandi í Framkvæmdastofnun.
Eins og DB skýrði frá í gær er rætt
um að ráðherrar gætu orðið 10, ef
Gunnar leggur aðeins til sjálfan sig
og Eggert. Gæti þá Framsókn fengið
f jóra og Alþýðubandalagið mundi þá
krefjast fjögurra líka.
-HH.
frjálst,óháð datfblað
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980.
Pálmi og Fríðjón skoða
málefnasamninginn:
„Annaðhvort
að hrökkva
eða stökkva”
— segir Fríðjón
„Við ætlum að líta á þennan
margumtalaða málefnasamning upp úr
hádeginu eða síðegis í dag. Annað er
ekki að segja um málið í bili,” sagði
Friðjón Þórðarson alþingismaður i
morgun. v
Þegar hann var spurður um það
hverjir færu með honum að skoða mál-
efnasamning rikisstjórnar dr. Gunnars
Thoroddsen, svaraði þingmaðurinn:
„Pálmi Jónsson ogef til vill fleiri.”
„Við höfum marglýst yfir að við
myndum kanna málið og taka
ákvörðun að því búnu. Nú er annað
hvort að hrökkva eða stökkva.” -ARH.
Reykjavíkurskákmótið:
Rússar svara
ekki ennþá
Ekkert svar hefur enn borizt frá
sovézku skákmönnunum Vasjúkov og
Tjeskovski um hvort þeir þiggi boð
Skáksambands íslands um að tefla á
Reykjavíkurmótinu ískák sem hefst nú
i lok mánaðarins.
Fresturinn hefur margoft verið frani-
lengdur fyrir Rússana en nú mun
ákveðið að ef svar hefur ekki borizt
annað kvöld þá verði þeir af mótinu.
Ólafur H. Ólafsson, sem á sæti í móts
stjórninni, sagði í samtali við Dag-
blaðið í ntorgun að Skáksambandið
hefði í bakhöndinni að bjóða brezka
stórmeistaranum Keeneog tékkneskum
meistara að tefla á mótinu ef ekki yrði
af þátttöku Rússanna. -GAJ
Skákþing Reykjavíkur.
Margeir sigraði
Skák Björns Þorsteinssonar og
Elvars Guðmundssonar lauk í gær-
kvöldi með jafntefli eftir 85 leiki. Þessi
úrslit þýða það, að Margeir Pétursson
hefur tryggt sér sigur á mótinu þótt
einni umferð sé enn ólokið. Margeir
hefur hlotið 9 vinninga eftir 10 um-
ferðir. Enginn keppinauta hans getur
náð meira en 8,5 vinningum. Mætti-
Margeir þvi tapa síðustu skákinni án
þess að missa af sigurverðaununum.
Staða efstu manna er þessi: 1. Mar-
geir, 9 v., 2.—7. Björn Þorsteinsson,
Sævar Bjamason, Elvar Guðmunds-
son, Jóhann Hjartarson, Jónas P.
Erlingsson og Leifur Jósteinsson, allir
með 7,5 vinninga.
Siðasta umferð mótsins verður tefld í
kvöld. - GAJ
LUKKUDAGAR:
6. FEBRÚAR: 7088
Sharp vasatölva CL 8145.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.