Dagblaðið - 17.05.1980, Síða 3

Dagblaðið - 17.05.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980. Bandarískt sjónvarpsefni er það skaðlegasta í heimi fremja má rekja beint til sjónvarps- ins. Óbein áhrif sjónvarpsins á glæpahneigð þýzkra barna eru talin vera ennþá afleitari en fólk aimennt heldur. Bandarískt sjónvarpsefni er það skaðlegasta í heiminum. M.a. hefur það sannanlega áhrif á greindarvísitölu áhorfandans. Greind bandarískra sjónvarpsáhorfenda fer snarlækkandi ár frá ári. Svo er nú komið að skv. upplýsingum banda- ríska hermálaráðuneytisins eru 6 af hverjum 10 kommúnistasiátrurum á Miðnesheiði með greind undir meðallagi. Þeir sem kynnzt hafa fjöldafram- leiddum morðum, ofbeldi, drauga- myndum og rjómatertubrandaranum i ameríska sjónvarpinu ættu að vita hvers vegna þetta er svona. Þannig er það nú einu sinni að margir skemmtilegir hlutir eru ekki ókeypis. Frelsi í frjálsu landi er engin undantekning. En það þýðir litt að setja mínusana fyrir sig vilji fólk vera sannir kanadindlar. Því segir ég: Náið ykkur strax i helling af undir- skriftalistum til Geirs R. Andersens. Skrifið á listana nöfn ykkar og allra sem þið þekkið. Það má líka taka .helling af nöfnum úr símaskránni. Passið ykkur bara á því að skrifa 'sama nafnið ekki oftar en einu sinni á sama listann. Samtaka nú! Frelsi í frjálsu landi! Jafnframt kröfunni um að fá að glápa á amerískt hermannasjónvarp hljótum við að krefjast þess að allar stofnanir sem hefta frelsi okkar verði tafarlaust lagðar niður. Ég skil bara ekkert í því hvernig Sigurði Fiaralds- syni dettur í hug að umferðar-, kvik- mynda-, verðlags- og heilbrigðiseftir- litið, að ógleymdri tollvörzlunni og barnaverndarnefndinni, passi betur upp á mannréttindi en kvikmynda- eftirlitið. Auðvitað á að leggja niður allar þessar stofnanir í frjálsu landi þar sem frelsi á að ríkja. Jafnframt hljóta allir frelsisunnendur að krefjast þess að íslendingar verði verndaðir gegn rússneskum sósíalfas- istaáróðri í öllum myndum svo lengi sem við viljum vera frjáls í frjálsu landi! GLÆSIBÆ SÍMI82922 (4 LÍNUR) GLÆSIBÆ SÍMI 82922 (4 LÍNUR) 4913—1038 skrifar: Sigurður Flaraldsson opinberar vizku sína í DB 29. apríl sl. Þar full- yrðir hann að ölvað fólk sem ekur bílum eins hratt og hugurinn girnist skerði mannréttindi annarra. Þess vegna vill hann hafa umferðareftirlit. Hins vegar vill hann láta leggja niður kvikmyndaeftirlitið. Og einnig vill hann að íslendingar glápi á amerískt hermannasjónvarp og sósíalfasískan áróður frá Rússlandi. Um þetta vil ég segja: Ef við eigum að taka mark á slagorði okkar Henriks í Sandgerði og Geirs R. Andersens, „Frelsi i frjálsu landi”, getum við ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að hraðakstur undir áfengisáhrifum skerðir mannréttindi ekki frekar en gláp á 3ja flokks fjöldaframleiðsluefni frá Ameríku. Auðvitað geta óhöpp hent þegar ölvað fólk ekur bílum. En við búum við ágætt sjúkraþjónustukerfi og getum valið á milli nokkurra misgóðra tryggingafélaga. Gláp á amerískt hermannasjón- varp og mannréttindi eru í svipuðum bás. 12% glæpá sem v-þýzk börn „Þeir sem kynnzt hafa fjöldaframleiddum morðum, ofbeidi, draugamyndum og rjómatertubrandaranum i ameriska sjónvarpinu ættuað vita hvers vegna þetta er svona,” segir 4913-1038 m.a. í bréfi sínu. Happdrætti Gróttu: Ekkert símanúmer á miðanum H. E. hringdi: Ég á miða í happdrætti hjá iþrótta- félaginu Gróttu á Seltjarnarnesi. Það stendur á miðanum að dregið verði 23. apríl en þar er ekkert símanúmer' þar sem maður gæti fengið upplýs- ingar. Ég hef hvergi séð þetta happ- drætti auglýst né heyrt um það í úl- varpinu. Ef þeir hafa seinkað drætti er það allt í lagi en þá verður að auglýsa það. Fr euU t . * Bsjunm eða falin gullkista ífjörunni? Skemmtilegt kvöld á Hótel Sögu Helga Þórðardóttir hringdi: Mig langar að koma því á fram- færi að ég fór á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið og það var alveg ógurlega gaman. Ég hef verið að lesa óhróður um Hótel Sögu en ég verð að segja að þessi skemmtun á sunnu- dagskvöldið var svo góð að enginn ætti að missa af henni. / útilífið HNÉBUXUR 0G ANORAKKAR O o Þú hemst að raun um það með Beachcomber málmleitar- tækinu Mjög hand- hœgtog fyrirferðarlítið VERÐ KR. 97.000 - PÓSTSENDUM Allt Glœsilegt úrval af útitífs- fatnaði 3 Spurning dagsins Hefur þú farifl á tónleika hjá Sinfóniuhljómsveitinni? Árni Björnsson sjómaður: Nei, aldrei, og hef ekki áhuga. Því síður hlusta ég á Sinfóniuna í útvarpinu. Hólmfríður Gísladóttir húsmóðir: Nei, aldrei. Ég hef engan sérstakan áhuga fyrir klassískri tónlist og hlusta því lítið á hana. Erlendur Siggeirsson prentari: Það hefur komið fyrir en ekki oft. Ég hlusta sjaldan á Sinfóníuhijómsveitina i út- varpi. Þyri Andersen, vinnur hjá Sam- bandinu: Nei, aldrei, og hef engan áhuga. Það kemur einstaka sinnum fyrir að ég hlusta á Sinfóníuna i út- varpinu. Unnur Einarsdóttir nemi: Nei, aldrei. Ég hlusta á útvarpið þegar það er opið fyrir það, annars ekki. Ragnar Reynisson nemi: Nei. Eg hef samt áhuga fyrir að fara. Ég nenni ekki að hlusta á Sinfóníuna i útvarpi þvi þá er hún svo leiðinleg.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.