Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.05.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 17.05.1980, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980. DB á ne ytendamarkað/ Dóra Stefánsdóttir Ný matreiðslubók: Hein/, og Geneste Kurth Steikt á glóðum Steikt á glóðum Safaríkar steikur og ljúffengt meðlæti Það hlýtur að fara að verða óhætt að slá þvi föstu að sumarið sé komið. Og með þvi kemur tími útigrillanna. Að grilla úti hefur undanfarin sumur verið mjög mikið að færast í vöxt enda matur glóðaður úti yfir opnum eldi engu líkur. Flestir hafa látið sér nægja að þreifa sig áfram við þessa matreiðsluaðferð en nú er það ekki nauðsynlegt lengur. Á markað er komin ný matreiðslubók með itarleg- um leiðbeiningum um grillun og allt sem að henni lýtur. Einnig er i bók- inni leiðbeint um reykingu á mat sem vel er hægt að vera við úti. Bókin nefnist Steikt á glóðum, safaríkar steikur og Ijúffengt með- læti. Útgefandi hennar er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri en Margrét Kristinsdóttir þýddi bókina og færði að íslenzkum aðstæðum. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er ekki aðeins fjallað um steik- umar sjálfar heldur einnig hvers kyns meðlæti. Sósur, salöt og meira að segja drykkir fylgja með, allt skreytt með ágætum teikningum. Einnig er leiðbeint um heimaræktaðar krydd- jurtir og notkun þeirra. Til gamans látum við fylgja með eina uppskrift úr bókinni góðu. Hún er að súr-sætu lambakjöti á teini: fiOO—700 gr útbeinað lambakjöt úr læri eða bógi 1 ds. ananas (450 gr) i teningum 150grsveppir 2 litlar grænar paprikur 10—12 lárviðarlauf (lögð í bleyti) 2 msk púðursykur 2 msk hunang 2 msk rautt vínedik 1/2 tsk basilikum salt og nýmalaður svartur pipar Skerið kjötið i teninga og setjið i skál. Hreinsið paprikurnar, takið fræin úr þeim og skerið í 6—8 hluta. Hreinsið sveppi. Látið renna vel af ananasinum, geymið safann. Setjið í pott púðursykur, hunang, edik, basilikum, salt, pipar og ananassafa. Hitið við vægan hita, hrærið i á meðan þar til sykurinn er bráðnaður. Látið þá sjóða i I mínútu. Þræðið kjötið upp á teina ásamt sveppum, papriku og lárviðarlaufum. Penslið með sósunni og glóðið við meðalhita i 15—20 mínútur. Snúið og penslið öðru hvoru. - DS Hin nýja matreiðslubók SIÐASTIAPRILSEÐILLINN Þá birtum við síðasta seðilinn að sinni. Það verður að segjast eins og er að vorhugur virðist kominn i lcs- endur okkar og þeir hættir að huga eins að heimilisbókhaldi. Að minnsla kosti berast seðlar nú óttalega dræmt. Við hvetjum lesendur okkar til þess að bregðast nú fljótt við og senda inn seðla og með því gera útreikninga okkar áreiðanlegri bæði sjálfum sér og öðrum til glöggvunar. Það er heldur ekki ónýtt að eiga von á góðu heimilistæki í verðlaun fyrir þann heppna sem dreginn verður út úr seðlabunkanum. - I)S Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðl . meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von umað fá nytsamt heimilistæki. Kostnaður í aprílmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. AIls kr. W 1 /KiV Fjöldi heimilisfólks Ölkelduvatn: FLÚORRÍKT VATN LAUSN Á SPURN- INGU UM BLÖNDUN DRYKKJARVATNS í umræðu sem öðru hverju hefur blossaði upp um flúorblöndun drykkjarvatns hefur oftast gleymzt að til er drykkjarvatn sem frá náttúr- unnar hendi er blandað flúori. Er það hið svonefnda ölkelduvatn, sem er misjafnlega ríkt af flúori eftir þvk hvaðan það er tekið af landinu en þó alltaf með verulegu flúorinnihaldi miðað við það vatn sem við flest drekkum. Ölkelduvatnið er ekki aðeins rikt að flúori heldur einnig ýmsum steinefnum svo sem kalki, járni, natríum og fleiru. Ölkelduvatn hefur lengi verið talið i margra manna huga bót allra meina. í efnagreiningu á íslenzku öl- kelduvatni sem Karl Höll prófessor og doktor og Ulrich Miinzer gerðu komast þeir að þeirri niðurstöðu að vatnið geti minnkað líkur á krans- æðastíflu, læknað nýrnasjúkdóma, sykursýki og jafnframt séu mögu- leikar á þvi að það lækni hjartasjúk- dóma. Vatnið er hins vegar aðeins leyfi- legt að selja í litlum flöskum með áletruninni Ath. vatnið er flúorríkt og bendir það til þess að einhverjum þyki vatnið ekki að öllu leyti hollt, að minnsta kosti ekki í miklum mæli.i Hörðustu andstæðingar þess að blanda flúori í drykkjarvatn, Heilsu- hringurinn svonefndi, eru þó ekki svo mjög sannfærðir um óhollustu flúors í náttúrlegum efnum, eins og til dæmis ölkelduvatni. í plaggi sem Heilsuhringurinn hefur gefið út segir að flúormeðmælendum hætti jafnan til að rugla saman kalsíumflúoriði sem sé náttúrlegt og natriumflúoríði sem komi frá iðjuverum. Hið tilbúna flúor sé 20 sinnum hættulegra en hið fyrrnefnda fyrir nú utan það að kalsí- umflúor sé í náttúrlegu jafnvægi við næringarrík efni eins og kalk, fosfór og magnesíum. Við höfum kannski lausnina innan seilingar eftir allt saman. Þurfum ekki að blanda drykkjarvatnið með neinu heldur getum fengið okkur daglegan sopa af ölkelduvatni. - DS Neyðin kennir naktri konu að spinna J.H. í Kópavogi skrifar: Hér kemur aprílseðillinn minn. Ég er mjög ánægð með hann þó reyndar sé hann svona hagstæður af slæmri ástæðu (neyðin kennir naktri konu að spinna) og frystikistan hefur aldeilis fengið að finna fyrir þvi. Ég ætla að nota tækifærið og biðja Raddir neytenda ykkur að birta eyðublaðið fyrr i mán- uðinum ef það er möguleiki. Ég veit að ég er ekki ein um það að vilja Ijúka þessu af sem fyrst í hverjum mánuði. Það klippir enginn úr blöðunum fyrr en allir eru búnir að lesa þau og þau berast mjög seint út á land eftir því sem vinkona mín hefur sagt mér. Svar: Við höfum viljað gefa fólki nokkra daga til þess að taka saman búreikningana. Ef til vill er það vit- leysa og við ættum jafnvel að skella seðlinum fyrr inn. Það skal nú tekið til athugunar og reynt að hafa hann fyrr næst og sjá hvernig það kemur út. - DS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.