Dagblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980. 7 Albert og Brynhildur ræða við Richart Philippe farandverkamann frá Frakklandi. FRANSKAN VAFÐIST EKKIFYRIR ALBERT Árnessýsla: Stuðningsmenn Guðlaugs hafa opnað skrif stof u Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvalds- sonar i Arnessýslu hafa opnað kosningaskrifstofu á Austurvegi 38, Selfossi (i húsi Almennra trygginga og Iðnaðarbankans). Símanúmer skrif- stofunnar er 2166. Einnig hafa stuðningsmenn Guðlaugs opnað bankareikninga fyrir þá, sem leggja vilja fé af mörkum til kosningabaráttunnar, í Lands- bankanum og Iðnaðarbankanum á Selfossi. Ávísanareikningur í Lands- bankanum er nr. 7293 og i Iðnaðar- bankanum nr. 2527. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 5 til 10 síðdegis. -GAJ. Franskan vafðist ekki fyrir Albert Guðmundssyni forstaframbjóðanda er á hana reyndi á Vestfjörðum, á dögunum. Eins og alþjóð er kunnugt dvaldi Albert um árabil í Frakklandi hér á árum áður og lék þar knatt- spyrnu. Albert og Brynhildur kona hans yoru nýverið á kosningaferðalagi um Vestfirði. Var meðal annars haldinn fjölmennur kosningafundur á ísaftrði og fjölmargir vinnustaðir heimsóttir. VestfjCtfðum er'TjöIdi farand- verkamanna, þar á meðal nokkrir Frakkar. Það varð til þess, að tals- verður hluti kosningabaráttunnar fór fram á frönsku, og hafði Richart Philippe frá Frakklandi, sem vinnur í frystihúsi gaman af því að raeða við forsetaefni á íslandi og mann sem leikið hefur með fraegustu knatt- spyrnuliðum Frakklands. Eftir að hafa raett kosninga- baráttuna og innri mál franskrar knatt- spyrnu, kvöddu þau Albert og Brynhildur Richart Philippe farand- verkamann með virktum. -GAJ. Vigdísefst áFramnesi Skipverjar á skuttogaranum Framnesi 1 efndu til skoðanakönnunar vegna forsetakosninganna. Um borð eru 15 manns. Atkvæði féllu sem hér segir: Albert Guðmundsson 1, Guðlaugur Þorvaldsson 5, Pétur Thorsteinsson 2, Vigdís Finnbogadóttir 7. -JH. Pétur J. Thorsteinsson ávarpaði gesti: Erfiðara fyrir forsetann sjálfan og ekki siður fyrir þá sem skipta við forsetaembættið ef forsetinn er einhleypur. DB-mynd: Bjarnleifur. Fortíð Péturs finnst mér góð, hjá flestum þekktur er hann. Útvörður frá okkar þjóð, íslandsmerki ber hann. Þekktur f yrir dáð og dug, drengskapar með skjöldinn. Atkvæði og hlýjan hug, honum veiti fjöldinn. Oddný er með bjarta brá, í beztu kvenna röðum. Hanaviléghýrasjá, heima á Bessastöðum. Eignast megi okkar þjóð, úrval slíkramanna. Gefi af sínum gæfusjóð, guðir forlaganna. -ARH. Guðlaugurefstur íFossnesti Guðlaugur Þorvaldsson varð efstur í skoðanakönnun um forseta- kosningar hjá starfsmönnuni í Fossnesti á Selfossi. Atkvæði féílu þannig: Guðlaugur Þorvaldsson 13 atkv. Vigdís Finnbogadóttir 9 atkvæði Pétur Thorsteinsson 1 atkvæði. Aðrir hlutu ekki atkvæði. -GAJ. Fiskifélag íslands: Albertefstur Skoðanakönnun var 1 geýð hjá Fisk ifélagi fslands vegna forseta- kosninganna. Alls greiddu 20'atkvæði, sem skiptust þannig: Albert Guðmundsson 6^(tkvæði Guðlaugur Þorvaldsson 2 Pétur Thorsteinsson 3 f Vigdís Finnbogadóttir 5 Auðir seðlar voru 3 og einn óá- kveðinn. -JH. FORSETAKJÖR1980 STUÐNINGSFÓLK ALBERTS GUÐMUNDSSONAR SKRIFSTOFA ykkar er í nýja húsinu við Lækjartorg. Opiö kl. 9—21 alla daga, símar 27850 og 27833. ÖLL aðstoð er vel þegin. Húsnæði óskast tilleigu Óskum eftir einstaklingsíbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi fyrir starfsmann okkar. Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18 — Sími84550. jSHSS Finlux LITSJÓIMVARPSTÆKI ^ Toppurinn I dag UONVARPSBDÐIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 TO YOTA-SALURiNSpiö Nýbýlavegi 8 (í portinu). |aU9a^a®ð AUGLÝSIR: kM"5’ Toyota Cressida hardtop sjáifskiptur, 78, ekinn 11 þús. Verð 8 miiij. Toyota Cressida 4ra dyra, árg. 79, ekinn 14 þús. Verð 6 miiij. Toyota Cressida 4ra dyra sjáifsk. árg. 78, ekinn 70 þús. Verð 5.1 miiij. Toyota Cressida 4ra dyra árg. 78, ekinn 170 þús. Verð 4.9 millj. Toyota Carina 4ra dyra árg. 75, ekinn 92þús. Verð 2.4 miiij. Toyota Corolla station árg. 77, ekinn 30þús. Verð 3,8 millj. Toyota Corona Mark // hardtop, sjátfsk. 73, ekinn 96 þús. Verð 1.9 millj. Toyota Hiace sendibíllárg. 75, ekinn 78þús. Verð 2.5 millj. Morris Marina árg. 74, ekinn 78 þús. Verð 1.4 millj. TOYOTA-SALURINN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍMI44144. Framkvæmdastjórí /ðnrekstrarsjóðs Stjórn Iðnrekstrarsjóðs leitar eftir starfskrafti í stöðu framkvæmdastjóra við sjóðinn. Verksvið varðar m.a. mótun á starfsemi sjóðsins vegna eflingar hans. Veita þarf leiðbeiningar til umsækjenda og hafa eftirlit með árangri þeirra þróunarverkefna sem sjóðurinn styður, svo og undirbúa fundi sjóðsstjórnar. Æskileg menntun á sviði tækni og viðskipta og starfsreynsla við iðnrekstur eða ráðgjöf við iðnað. Launakjör samkvæmt samningum bankamanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Iðnrekstrarsjóði, Lækjargötu 12, Reykjavík fyrir 27. maí nk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.