Dagblaðið - 17.05.1980, Side 14

Dagblaðið - 17.05.1980, Side 14
Leiklist JAKOBS. JÓNSSON — rætt við aðstandendur Leikbrúðulands I himnariki: Páll postuli, Maria guðsmóðir or Lykla-Pétur. Vaxandi áhugi á leikbrúðulist: LEIKBRÚÐULIST ER EKKIDÚKKU- LÍSULEIKUR Fyrir skömnui frtinisýndi l.eikbrúðuland brúðuleikinn Sálin hans Jóns niíns að Kjarvalsslöðum. Verkið er unnið úr þjóðsögunni, kvæði og Gullna hliði Davíðs Stefánssonar af leiksljóra sýningarinnar, Bríeti Héðinsdótlur. Þetta er langviðamesta sýning I.eikbrúðulands, til þessa en það hefur starfað í tólf ár, fyrsl hjá sjónvarpi, en frá 1973 hefur verið reglulegt sýningahald að Fríkirkjuvegi II. Ennfremur hel'ur l.eikbrúðuland ferðast viða um land á sumrin. Ég tók þær Ernu Guðmars- dóttur, Hallveigu Thorlacius, Helgu Steffensen og Þorbjörgu Höskulds- dóttur tali fyrir nokkru og spjallið barsl i fyrstii að upphal'i Leikbrúðulands. „Við vorum á námskeiði i leikbrúðugerð hjá Kurt Zier veturinn l%9 og þar vaknaði áhuginn hjá okkur og löngunin að gera meira. Kurt hvatti okkur líka óspart og það varð úr að við hófumst handa og gerðuni í fyrstu leikbrúðuþælti fyrir sjónvarp. Síðan hefur starfsemin smám saman aukist. Að sjálfsögðu hefur það ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Við urðum greinilega varar við það i fyrstu að fólk áleit okkur vera i cinhvers konar dúkkulisuleik. En viðhorfin hafa breyst til batnaðar og það er vaxandi skilningur á þvi að brúðuleikhús er sjálfstætt listform sem lýtur eigin lögmálum, rétt eins og aðrar listgreinar.” Hvað getið þið sagt um uppliaf hrúðuleiklistar á íslandi? „Fyrsta brúðuleiksýningin sem við vitum til að hafi verið hér á landi var á Eyrarbakka rétt upp úr alda- mótum. Það var danskur maður sem var með hana. Og til marks um viðhorf fólks lil þessa uppálækis má benda á að hann var álitinn skrýtinn fyrir bragðið. En sá maður sem haldið hefur brúðuleikstarfi lengst gangandi hér er Jón E. Guðmunds- son. íslenska brúðuleikhúsið undir hans stjórn hefur sýnt margar stór- merkilegar sýningar í fjölda ára. Hans starf verður seint metið til fulls. Það má lika benda á einn strengjabrúðuleik sem Kurt Ziet stóð að á sínum tima og sem er áreiðanlega ógleymanlegur þeim sem sáu. Það var hvorki meira né minna en Fást eftir Goethe. Þvi miður eru allar brúðurnar — nema Fást sjálfur — glataðar. Fást fannst fyrir tilviljun innan um drasl í Myndlista- og hand- iðaskólanum." K.n svo við víkjum að Lcikhrúðulundi og sýningunni á Sál- inni hans Jóns mins: Kostar ekki bæði tíma, pcninga og fyrirhöfn að sctja upp svona viðamikla sýningu? „Jú, það er alveg rétt. Sálin hans Jóns mins er langdýrasta verkcfni Kerling, Jón og Lvkla-Pctur ræða saman DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAI 1980. sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og við höfum fjárfest í dýrum útbúnaði sérstaklega fyrir hana. Sá útbúnaður á að visu eftir að koma okkur til góða síðar meir en þeir styrkir eru sfnáir, sem við fáum hjá rikinu gegnum Bandalag isl. leikfélaga og hjá Reykjavikurborg, svo slik fjárfesting hlýtur að bitna illilega á fjárhag okkar. Fyrir þessa sýningu höfum við leitað sérstaklega til atvinnufólks. Messíana Tómasdóttir hannaði brúður og leiktjöld og David Walters hannaði lýsinguna. Yfirleitt vinnunt við þetta þó sjálfar. En allir sem hafa lagt hönd á plóginn fyrir þessa sýningu hafa unnið óhemju mikið starf og án þess er hætt við að árangurinn hefði ekki orðið eins og raun ber vitni. Sýningin hefur verið um ár i undirbúningi og leiksýning okkar í fyrra, Gauksklukkan, eftir Soffíu Prokofévu, var álika lengi i burðarliðnum. Það má því glöggt sjá að vinna í brúðuleikhúsi er töluvert annars eðlis en í venjulegu leikhúsi. En það er lika fleira, sem kostar sitt, sem vert er að komi fram fyrst við erum að ræða fjármálin á annað borð. Auglýsingar eru til dæmis stór útgjaldaliður sem við höfum ekki farið varhluta af. En engu að siður hefur fólk kvartað undan því við okkur að það væri eins og við værum með leynileiksýningar. En það er nú reyndar erfitt að auglýsa með árangri á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur betur úti á landi. Við voruni einu sinni með sýningu á Bildudal og auglýsingar, sem við sendum á undan okkur, höfðu ekki koniið fram. Þá voru góð ráð dýr, enda stutt i að sýning skyldi hefjast. En við skrifuðum auglýsingu á dálítið blað og siðan hljóp einn röskur strákur hús úr húsi og sýndi öllum miðann. Og það var eins og við manninn mælt, það varð húsfyllir og við fengum ágætar viðtökur. En svo við víkjum aftur að peningunum: Eitt hefur glatt okkur meira en annað að undanförnu. Brúðuleikhús varð i fyrra liður á fjárlögum og það er gert ráð fyrir að ríkið borgi til slikrar starfsemi 1.200.000 krónur. Við getum sótt um að fá að minnsta kosti einhvem hluta þessara peninga. En að öðru leyti greiðist kostnaður af aðgöngumiða- tekjum og þá kemur sér vel að áhugi almennings á brúðuleikhúsi fer vax- andi.” Hvað mynduð þið segja um aðstæður ykkar miðað við þau hrúðuleikhús sem þið hafið scð á ferðum ykkarcrlcndis? ,,Við höfum fast aðsetur að Fríkirkjuvegi II, eins og flestum er kunnugt, í húsnæði Æskulýðsráðs. Þar njótum við góðra kjara en án þeirra hefði okkur trúlega reynsl vonlitið að halda starfseminni gangandi. Og það verður að segjast eins og er, þó það þyki kannski ótrúlegt, að okkar aðstæður eru ágætar — jafnvel mun betri en mörg starfssystkina okkar erlendis njóta." Kn hvað cr svu á dufinni hjá ykkur? „Við stefnum að því að sýna Sálina hans Jóns mins nokkrum sinnum til viðbótar á Kjarvalsstöðum í sumar. Siðar verður farið með sýninguna utan. Það er reyndar ekki fullafráðið enn sem komið er hvert verður farið. Við höfum enn sem komið er ekki lagt nein drög að nýrri uppsctningu enda tiltölulega stutt siðan Sálin hans Jóns ntins var frumsýnd. En það sem við erum að vinna að þessa stundina er að fara til Bandaríkjanna i sumar á alþjóðlega brúðuleikhúsþingið sem verður haldið i Washington i júni. Við höfum farið áður á alþjóðaþing brúðuleikhússfólks, sen það var i Moskvu 1976. Það mót reyndisl okkur drjúgur skóli —pg við væntum okkur ekki minna al' mótinu nú i sumar.” Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar hafa 0PIÐ HÚS meo uuotaugi og Kristmu i Súlnasal Hótel Sögu sunnu- daginn 18. maí kl. 14.30—17. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Kristbjörg Kjeld leikkona og Guðlaugur á- varpa gesti. Óperusöngvararnir Sieglinde Kahmann ogSigurður Björnsson syngja. Kynnir verður Jón Sigur- björnsson leikari. Allir QTtmnnuooMCktM velkomnir. Listaverk Hraunmyndir, lágmyndir, (gullmyndir) og málverk eftir snillinginn og listmálarann Sigurð Kristjánsson til sölu í Rammagerð Trausta Runólfssonar við Hverfisgötu, beint á móti Þjóðleikhúsinu. OPIÐ KL. 9 Allar skreytingar unnar af fag- mönnum._ "■« bllastceðl a.m.k. 6 kvöldin mouíAYixmi HAFNARSTRÆTI Simi 12717

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.