Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.05.1980, Qupperneq 13

Dagblaðið - 17.05.1980, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980. 13 Bjartmar með sauöje — saman semja þeir Ijúflögog smellna texta „Við Bjartmar byrjuðum á þessu fyrir einum fjórum árum og þá á þorrablóti hér í Borgarfirði. Svo leiddist þetta smám saman út i upp- troðslur af og til á mannamótum i héraðinu en fyrsta upptroðslan utan héraðs var einmitt á samkomu Visna- vina á Borginni,” sagði Haukur Ingibergsson hljómlistarmaður og skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst við Dagblaðið. Athygli vakti á vísnakvöldi á Hótel Borg fyrir fáeinum dögum að Haukur Ingibergsson tróð þar upp ásamt Bjartmari Hannessyni bónda á Hreðavatni. Fluttu þeir hinar ágaetustu gamanvísur fyrir gesti og fengu langt og gott klapp fyrir. „Bjartmar er góður hagyrðingur og sér að mestu um textagerðina. Ég sem hins vegar flest lögin. Annars höfum við áhrif hvor á annan við þetta,” sagði Haukur. Hlustendur óskalagaþátta útvarps- ins kannast örugglega margir hverjir við a.m.k. eitt lag sem þeir félagar úr Borgarfirði hafa samið. Það heitir ,,17. júní” og var ásamt öðru lagi eftir þá á plötu sem hljómsveitin Dúmbó frá Akranesi sendi frá sér fyrir tveimur árum. Svo er von á hæggengri plötu frá Svavari Gests i júní þar sem Haukur og Bjartmar eiga lag. Þaðer hljómsveitin Upplyft- ing sem stendur að þeirri plötu. Hljómsveitin sú mun ættuð úr Skaga- firðinum og er vinsæl sumarballa- hljómsveit á norðvesturhl. landsins. Upplyftingarmenn tóku upp 12 lög í Tóntækni um páskana í vetur og Haukur Ingibergsson „kemur þar fram sem gestur,” eins og hann orðaði það. Tveir Upplyftingarmenn sátu á skólabekk að Bifröst í vetur. Er þar að leita skýringar á tengslum skólastjórans og hljómsveitarinnar úr Skagafirði. Þess má geta að einn Upplyftingarmanna er Kristján Björn Snorrason, sá hinn sami og hefur ^skemmt gestum á Hótel Sögu nokkur synnudagskvöld með því að spila á brennivínsflöskur og harmóníku! -ARH. Haukur Ingibergsson skólast/óri á Bifröst og Bjartmar Hannesson bóndi á Hreðavatni fóru á kostum á visnakvöldi á Borginni og sungu Mnn í Keflavik og kvóta- landbúnaði. „ Við búum n brúarinnar Halldóru — óg bý með fólk, hann með sauð- fó," sagði Haukur þegar hann kynntiþá fólaga. Gunnar „grillaði Lárus og Halldór úr leik Á Kjarvalsslöðum stcndur yl'ir sýn- ing á tillögum frá arkitektum i sarn- keppni um byggingar á 2. áfanga Eiðsgrandásvæðis í Reykjavik. Athygli vekur að a.m.k. ein tillaga er dremd úr leik al' dómnefnd þar sem hún telur höfunda hafa brotið leik- reglur i keppninni. Annar höfundur tillögunnar er Magnús Skúlason arki- teki og formaður Ir.gginganefndar Rcykjavíkur. Sami Magnus rekur arkitektastofu i félagi við Sigurð Harðarson arkitekl og formann skipulagsnefndar borgarinnar. Hver keypti Megas? Á sýningu listmálarans Tryggva Ólafssonar i Reykjavík þessa dagana er meðal annars risastór ntynd af snillingnum Megasi („Þarna er ég á kæruleysisskeiðinu,” sagði Megas þegar hann sá niyndina). Megasar- myndin er nú seld en ómögulegt er að fá uppgefið hver keypti. Svo mikiðer víst að það var ekki Megas sjálfur. En böndin berasl að þekktum athalna- manni sem sankar að sér lislaverkum og vill ekki láta spyrjast að hann kaupi myndir af Megasi. . . . Sjálfstæðisflokkurinn iðar af lil'i og fjöri. í aprillok talaði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra á fundi sjálfstæðismanna á Akureyri. Þing- ntcnn flokksins i kjördæntinu, Lárus .lónsson og Halldór Blöndal, löttu ntenn frekar til að fara á fundinn. Þó voru þar á annað hundrað manns. Viku seinna héldu Lárus og Halldór l'und og fengu með sér Einar Kr. Guðfinnsson varaþingmann að vestan. Fundarmenn voru 8 — að 'framsögumönnum meðtöldum. Magnús dæmdur Stund á milli striða í Osló. Þeir f-áfu sér tækifæri annað slaf-ið til að tylla sér niður, slappa af og rœða stöðuna í sla/tnum við norsku samninpanefndina I Jun Mayen-viðrwðunum á döpunum. h'rá vinstri: Björn Þorftnnsson, for- maður Skipstjóra- op stýrimanna- félagsins Öldunnar og skipstjóri á Fifli frá Hornafirði, Hjálmar Vilhjálmsson ftskifrœðingur, Ólafur Ragnar Críms- son alþingismaður og Már t'lisson fiskimálastjóri. DB-mynd Sigurjón Jóhannsson. Osló. Dagblaöið á fart- inni Gaman aðskora stöngininn — segir G. Rúnar Júlíusson Geimsteinsforstjóri um bullandi vinsœjdir „Salt”-plötunnar „Fyrsta upplagið seldist upp og við vorum að fá upplag númer tvö rétt i þessu. Þegar hafa selzt 3000 eintök sem þýðir að platan stendur rúmlega undir sér,” sagði Steinar Berg hljóm- plötuútgefandi við Dagblaðið. Platan sem hér um ræðir er Meira salt sem kom út fyrir skömmu. Oll lög og textar eru eftir kappann Gylfa Ægis- son. Tónlistarfólkið sem stendur að plötunni kallar sig „Áhöfnina á Halastjörnunni.” Útgefandi er Geimsteinn hf., Steinar hf. sér um dreifingu. „Auðvitað er ég ánægður að „Saltið”, fyrsta islenzka breiðskifa níunda áratugarins rokselst,” sagði G. Rúnar Júlíusson Geimsteinsfor- stjóri. „Það er alltaf gaman að skora stöngin inn!” „Tónlistin og flutningurinn á plöt- unni hefur heppnazt. Hún mælir með sér sjálf og það er einfaldlega skýringin á velgengninni. Hún hefur sömuleiðis fengið góða umsögn gagn- rýnenda,” sagði Steinar Berg. Gylfi og félagar á Halastjörnunni syngja um sjóinn og sjómennsku á Meira salt. Platan er tileinkuð vini Gylfa, Jóni Inga Ingimundarsyni, sem féll út af vélbátnum Flosa frá Keflavík og drukknaði . Lagið Minning sjómanna er tileinkað Jóni Inga og drukknuðum íslenzkum sjó- mönnum. Lagið Stolt siglir fleyið mitt hefur trónað í efsta sæti vinsældalista veitingastaðarins Hollywood sl. tvær vikur. Þá er platan í öðru sæti á lista Visis yfir mest seldu plötur á íslandi þessa dagana. -ARH. Undanfarnar vikur hefur risastór auglýsing Irá Dagblaðinu prýtt slrætisvagna Reykjavíkur (il minna vegfarendur enn betur á til- vist þess og þjónustu. Sagan segir að maður utan af landsbyggðinni hafi komið til Reykjavikur i einhverjum erindum. Á ferð hans um miðbæinn komst hann ekki hjá því að sjá strætóana aka fram hjá sér einn af öðrum — alla merkta Dagblaðinu rækilega á áberandi hátt. Þegar liða tók á daginn stóðst maðurinn ekki lengur mátið og sneri sér að næsta ntanni: „Heyrðu, hvern fjandann hal'a Dagblaðsmenn að gera með allar þessar rútur sem eru hér á lartinni?” Land fyrir stafni Halastjörnunnar. Ahöfnin talin fri vinstri: Ari Jónsson, Maria Helena, Viðar Jónsson, Maria Baldursdóttir, G. Rúnar Júliusson, Grettir Bjömsson og sjátfur Gytfi Ægisson. Þórir Baldursson, Engilbert Jensen og skipstikin Týra voru i frii i landi einn túr þegar myndin er tekin. Þau eru sömuteiðis fastir áhafnar- meðHmir.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.