Dagblaðið - 05.07.1980, Síða 2

Dagblaðið - 05.07.1980, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980. 2 f öll cigum \ið hclui Þingvalla sameiginlega, segir lesandi. Óaölaðandi aökoma að Þingvöllum Ferðalangur hringdi: Óaðlaðandi var aðkoman í aðal- þjóðgarð okkar íslendinga á Þing- völlum núna i vikunni. Þar virðast vera miklar breytingar að gerast og fannst okkur þreyttum ferðalöngum, sem -komum frá hinni yndislegu kirkju í Skálholti, margt minna á út- lent yfirbragð á staðnum. Væri æski- legt að þjóðgarðsvörður," ásamt öðru góðu fólki, hjálpaði til við að koma persónulegum íslenzkum blæ á Þing- velli. Öll eigum við helgi Þingvalla sameiginlega og því ætti að rífa staðinn upp úr þeirri niðurniðslu sem hann er í. Raddir lesenda V Á AÐ FRAMFYLGJA REGLUGERDINNIUM HUNDAHALD EÐUR El Borgari skrifar: Samkvæmt 65. grein lögreglusam- þykktar Reykjavíkur er hundahald bannað í Reykjavík. Þar segir m.a. ..Skyldur er hver hundeigandi að hafa helsi á hundi sínum með áletruðu Reykjavík og tölu. Bæjarsjóður út- vegar merkisspjöld, en lögreglustjóri afhendir þau eigendum hunda gegn greiðslu andvirðis þeirra, sem rennur í bæjarsjóð. Hver hundur, sem ekki ber slíkt helsi eða fylgir utanbæjar manni, er réttdræpur, ef eigandinn hirðir hann ekki og greiðir áfallinn kostnað innan viku eftir að hundur- inn hefur verið auglýstur.” Þá segir að grimma hunda, og hunda sem hafa þann vana að ónáða menn og hræða með glefsi eða urri eða gelti, eða sem eru óvenjulega stórir, beri eigendum að binda eða mýla, tryggi lega að viðlagðri sekt samkvæmt 96. grein. Nú langar mig til að spyrja, hvort lögreglan á að fylgja fram þessari reglugerð eða ekki. Eða þarf að bíða eftir stórslysi til að eitthvað verði gert? Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sagði við DB að ákvæðum lögreglu- samþykktarinnar hefði verið fram- fylgt. Þegar kvartað væri yfir Hunda á að hafa i hclsi segir i reglugeró Revkjavikur um hundahald hundum, færi lögreglan á staðinn og skrifaði skýrslu um málið. Síðan væri eigandi kvaddur fyrir dómstól- ana og greiddi sekt, sem væri 1000 krónur. „Við höfum ekki lagalegan. rétt til að fara inn i hús og ná i hunda,” sagði Bjarki. Hann sagði ennfremur að ef um flækingshunda væri að ræða, væru þeir venjulega aflífaðir. Broddgaltarafbrigðið vinsælt í Borgarnesi Afbrigði í skákbyrjunum eru nefnd ýmsum nöfnum sem eiga sér margvis- legan uppruna. Algengast er að þau séu nefnd eftir þeim skákmeistara er fyrstur hóf þau til vegs og virðingar og fyrir kemur að þau séu nefnd eftir þeim stað, eða þeirri borg, þar sem þeim var fyrst beitt. Sum eru meira að segja nefnd eftir peðastöðunni, eins og ,, grjótgarðsafbrigðið” i holl- enskri vörn, sem þykir óvinnandi vigi. Flest afbrigði eiga það sameiginlegt að nöfn þeirra eiga við einhver rök að styðjast, þó sum þeirra hljómi torkennilega i fyrstu. Eitt þeirra er afbrigði í enska-leiknum, sem mjög hefur verið í sviðsljósinu undanfarið og nefnt er „broddgaltarafbrigðið”. í fyrstu er erfitt að hugsa sér skýringu á þessari nafngift, en við nánari aðgæslu kemur í ljós að ekkert nafn hæftr afbrigðinu betur. Áður en lengra er haldið er rétt að lítaábyrjunarleikina: 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. 0—0 e6 6. Rc3 Bg7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. Hdl a610. b3 Rbd7 11. Bb2 0—0. Uppbygging svarts hefur alla eigin- leika broddgallarins og í þvi liggur skýringin á nafngiftinni. Þeir eru ósköp friðsælar skordýraætur, en sé hönd á þá lögð geta þeir átt það til að stinga. Þegar á broddgöltinn er ráðist vindur hann sig tiefnilega upp í kúlu og broddarnir standa í allar áttir. Eins er um þetta afbrigöi. í byrjun er svartur í varnarstöðu og í upp- byggingu hans er hvergi snöggan blett að sjá. Fari hvítur of geyst í sakirnar í sókninni gæti hann stungið sig, en sýni hann hins vegar einhverja lin- kind tekst broddgeltinum oft að rétta úr kútnum og hlaupast á brott — með vinninginn á bakinu. Þetta skemmtilega afbrigði var í tísku á helgarskákmótinu í Borgar- nesi og staðan sem sýnd er á stöðu- myndinni kom upp í þremur skákum. í einni var leikið 12. Rg5, en í hinum 12. De3. Framvinda mála í skákun- um gefur nokkuð góða mynd af þeim möguleikum og jafnframt þeim hættum sem í stöðunni leynast og þvi er ekki úr vegi að líta aðeins nánar á þær. á Hvítt: Ásgeir Þ. Árnason Svart: Helgi Ólafsson 12. Rg5 Fjölmargir leikir hafa verið reyndir i stöðunni, svo sem 12. Rd2, Rel, Dd2, Hacl og jafnvel 12. h3. Vinsæl- ast er þó 12. e4 og algengast í Borgar- nesi var 12. De3. 12. — Bxg2 13. Kxg2 Db8 14. Rge4 Hd8 15. f3? En hér er hyggilegast aö fara í upp- skiptin á f6, þótt svartur hafi mátt vel við una í skákinni Kovacevic-Ljuboj- evic (Júgóslavíu 1978) eftir 15. — Bxf6! 16. Dxd6 Db7 + 17. Kgl Re5 18. Da3 Rc6 19. Re4 Be7 20. Rd6 Dc7 21. c5 bxc5 22. Rc4Rd4. 15. — Re8! Broddgölturinn hniprar sig saman og fer von bráðar aö stinga. 16. Hd2 b5 17. cxb5 d5! 18. Rf2 axb5 Það er einkennandi fyrir þetta afbrigði að aðeins örlitla ónákvæmni þarf af hvíts hálfu til þess að svarta staðan springi út. 19. e4 b4 20. Ra4é51 Þetta hafði hvítur vanmetið. Peðið á d5 er friðhelgt — ef 21. Dxd5, þá 21. — Rf6ogHd2erívanda. 21. Dd3 d4 inni lokið. Hótunin er Rc7—b5—c3 svo hvítur verður að gripa til við- eigandi ráðstafana. 22. a3 bxa3 23. Bxa3 Bxa3 24. Hxa3 Rc7 25. Hal Rc5 26. Dc4 R7e6 27. Hb2 Hc8 28. De2 Db4 29. Rd3 Rxd3 30. Dxd3 g6 31. Habl Rc5 32. Dd2 Dxd2 + 33. Hxd2 Rxa4 34. bxa4 Hxa4 Hvítur hefur „sloppið” út í hróks- endatafl með peði minna og er það vel af sér vikið miðað við stöðuna eftir 21. leikinn. Hafa ber í huga orð vitringsins, sem sagði að öll hróks- endatöfl væru jafntefli. 35. Hb5 He8 36. Hc2 He6 37. g4 Ha8 38. H2c5 Hae8 39. g5 Kg7 40. Hd5 h6 41. h4 hxg5 42. hxg5 f6 43. gxf6 + Kxf6 44. Kg3 Hh8 45. Hb7 Hhl 46. Hd8 Kg5 47. Hf8 Hel 48. Hd7 He3 49. Hh7 Hf6 50. Hxf6 Kxf6 51. Hd7 He2 52. Hd6+ Kf7 53. Hd5 Ke6 54. Hd8 Ásgeir átti nú aöeins um minútu eftir af umhugsunartíma sínum til loka skákarinnar, en Helgi 20 mín. og að auki valdaðan frelsingja á mið- borði. Þá gerðist undrið: 54. — d3?? 55. Hxd3 Helgi sýndi af sér íþróttaanda og bauð jafntefli sem Ásgeir þáði. Óskiljanlegur afleikur. Síðar i mótinu sat Helgi hinum megin við borðiö og sýndi hvernig meðhöndla skal hvítu stöðuna: Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson 12. De3 Rýmir d4-reitinn fyrir riddarann og eftir 12. — Db8 13. Rd4 Bxg2 14. Kxg2 Db7 + er hægt að leika 15. Df3 Svartur hefur yfirburðastöðu og frá sjónarhóli byrjunarinnar er skák- JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK og komast í hagstæðara endatafl, eins og Karpov gegn Gheorghiu i Moskvu 1977. íslandsmeistarinn hefurannan háttinná. 12. — Hc8 13. Rd4 Bxg2 14. Kxg2 He8 15. h3 Dc7 16. Hacl Bf8 17. Kgl Db8 18. Df3 g6?! Hyggst flytja sig yfir á löngu ská- linuna, en hvað með peðið á d6? Hyggst flytja sig yfir á löngu skálínuna, en hvað með peðið á d6? 19. Ba3! Bg7 20. Re4 Rxc4 21. Dxe4 b5? Missir þolinmæðina. Betra er 21. — Rc5. 22. cxbS axb5 23. Rc6! Auðvitað. Svartur tapar nú liði og eftirleikurinn reynist auðveldur. 23. — Da8 24. Bxd6 Kh8 25. Df3 f5 26. Re7 Hxcl 27. Hxcl Dxa2 28. Dc6 Rf6 29. Dxb5 Dd2 30. Bf4! Svartur féll á tíma. Síðasta orðið í Borgarnesi átti Friðrik Ólafsson stórmeistari. Frá stöðumyndinni tetldi hann á óvenju- legan hátt. í stað þess að hringsóla fram og aftur eins og gert er, hóf hann þegar kóngssókn, sem bar riku- legan ávöxt. Hvítt: Friflrik Ólafsson Svart: Ásgeir Þ. Árnason 12. De3 Dc7 13. Hacl Hfe8 14. h3 Bf8 15. Df4 Had8 16. g4!? Hugmynd Friðriks. E.t.v. má endurbæta hana og íeika drottning- unni til f4þegar í 12. leik? 16. — Re5 17. Dg3 Rxf3+ 18. Bxf3 h6? Leiðir til þess að h-línan opnast, sem kann ekki góðri lukku að stýra. 19. a4 Db8 20. h4 Da8 21. g5 hxg5 22. hxg5 Re4 23. Dh4! Svartur hefur ratað í ógöngur. Ef 23. — Rxc3 24. Hxc3 g6, þá 25. Bxb7 Dxb7 26. Dh8+! Kxh8 28. Hh3 + Kg8 29. Hh8 mát. 23. — Rc5 Eini möguleikinn til að verjast skjótu máti er 23. —d5 24. Kg2 Bc5 25. Hhl Kf8, en varla bjargar það skákinni. 24. Kg2! Gegn hótuninni 25. Hhl er ekkert svar og þvi gafst svartur upp. Ef 24. — g6, þá 25. Rd5! og vinnur. V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.