Dagblaðið - 05.07.1980, Síða 3
Bréfritara finnst einkennilcf!t aft aðstörtukort af símastrcnujuni séu gerö eftir aö húift er aö leggja strengina.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980.
Spurning
dagsins
Hvað ætlarðu að gera þegar
þú ert orðin(n) stór?
Finnur Guflmundsson: Ég ætia að
verða ýtumaður.
SELFYSSINGAR HISSA Á
VINNUBRÖGÐUM SÍMAMANNA
6065-9060 hnugdi.
Hér á Selfossi, þar sem ég bý, hafa
að undanförnu tveir menn frá siman-
um verið að vinna að uppmælingu á
símalögnum í jörðu. Vinna þeir við
þetta öli kvöld og um helgar og erum
við Selfyssingar hissa á því að síma-
iagnir séu teiknaðar upp eftir að þær
hafa verið lagðar, en ekki um leið og
það er gert. Þá eru þeir á bílaleigubii
og finnst okkur það einnig skrítið,
þar sem Póstur og sími kvartar oft
yfir peningaleysi.
Hjá Birgi Sigurjónssyni, Pósli og
síma fékk DB þær upplýsingar, að
áðurnefndir tveir menn væru að
teikna afstöðu simastrengja sem
lagðir hafa verið i jörðu á undanförn-
um árum. Sagði Birgir að vissulega
væri einkennilegt að þeir væru teikn-
aðir upp, eftir að þeir hefðu verið
lagðir, en sagði að vinnuflokkurinn
sem lagði strengina hefði ekki haft
tíma til að teikna afstöðu þeirra.
Kvað Birgir ekki óvenjulegt að af-
staðan væri færð inn á kort eftir að
búið væri að leggja strengina. Menn-
irnir tveir myndu fara viða um land í
sumar, en áætlað væri að þeir lykju
verki sínu á Selfossi í vikunni.
Birgir kvað það rangt að þeir væru
á bílaleigubíl, heldur ætti annar
maðurinn bilinn er þeir notuðu, en
Póstur og sími leigði hann af honum.
Póstur og sími réði ekki yfir nægilega
mörgum bílum, og þvi væri sú leið
farin að leigja bíla starfsmannanna
sjálfra, því það væri ódýrara en að
taka bilaleigubíl. Stundum kæmi þó
fyrir að bílaleigubílar væru teknir á
leigu.
Á afl levfa tal um jafnréttismál, meflan
konur sækja um starf á mflti
karlmönnum?
| frá USA
Stutterma bo/ir og Champion
sweat shirts í g/æsi/egu úrva/i.
— Mjög hagstætt verð.
Kristni Snæland svarað:
PÓSTSENDUM
- SÍMI82922.
Þátturínn tekinn upp
fyrír útsendingardag
Þórunn Sigurðardóttir hringdi:
Vegna skrifa Kristins Snælands um
þátt sem ég sá um í útvarpi á kosn-
ingadaginn vil ég taka eftirfarandi
fram.
3. í þættinum var hvergi minnzt á
forsetakosningarnar, þótt talað
væri um jafnréttismál. Konur eru
sifellt að sækja um embætti á
móti karlmönnum og ef ætti að
banna umræðu um jafnréttismál
meðan verið væri að vega um-
sóknirnar og nicta, mvndi cngin
umræða uni jafnréttismál lara
fram.
Ég hef ekki hugmynd um hvern
Sólveig Ólafsdóttir studdi í for-
setakosningunum á sunnudag.
Þátturinn var tekinn upp talsvert
löngu fyrir útsendingardag, sem
er kvenréttindadagurinn.
Raddir lesenda
Stefán Þórarlnsson: Ég ætla iika að
verða ýtumaður þegar ég verfl orðinn
stór.
Kjartan Vilhjálmsson: Ég ætla að
verða flugmaður.
Ríkharfl Árnason: Ég ælla að keyra
stóran strætisvagn.
Anton Sigurflsson: Ég veit það ekki.
Hef ekkert hugsað um það.
Gunnur Vllborg Guðjónsdóttir: Ég
ætla að verða hjúkrunarkona.