Dagblaðið - 05.07.1980, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980.
Notaöar
járnsmíða vélar
Framkvæmdastjórarnir frá stærsta verkfæralager í not-
uðum vélum og verkfærum í Danmörku, þeir Per
Hansen og Robert Petersen, veröa til viðtals á Hótel
Sögu dagana 7.—10. júli kl. 2—6, herbergi 611. Sími
29900. Svarað er viðtölum á íslenzku ef óskað er.
Værkt0maskín-Centretr
Cari Jakobsenvej 16, Valby, Kebenhavn.
ÞAKRENNU- OG
SPRUNGUVIÐGERÐIR
Gerum viö steyptar
þakrennur og
sprungur í veggjum.
SÍMI51715
Fljót oggóö
þjónusta
/i
Ti/sölu
„svarta
torfærutröl/ið
jeppinn sem vann meðal annars
hvcrja torfærukeppni sumarið ’79.
Hefur átt Islandsmetið i sand-
spyrnu sl. 3 ár. Á bezta tíma sem
jeppi hefur náð f kvartmilukeppni á
tslandi, 12.64sek.
Tæknilegar og aðrar upplýsingar i
sima 85825.
«m
* 5
FORBOÐIN ÁST!
(THE RUNNER STUMBLES)
Ný, magnþrungin, bandarísk litmynd með íslenzkum texta. Myndin
greinir frá forboðinni ást milli prests og nunnu, afleiðingunum, þegar hann
er ákærður fyrir morð á henni.
Leikstjóri: Stanley Kramer.
Aöalhlutvcrk: Dick Van Dyke, Kathleen Quinlan og Beau Bridges.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Keflavík:
Kirkjulundur er mikið
skemmdur eftir bnma
Húsið Kirkjulundur I Keflavík, sem viku. Að sögn rannsóknarlögreglunnar slökkva eldinn.
gegnt hefur hlutverki safnaðarheimilis er talið að kveikt hafi verið í rusli sem Kirkjulundur var járnvarið timbur-
þar i bænum, er mikið skemmt eftir að i var við vegg hússins og eldurinn síðan hús, nokkuð komið til ára sinna.
því kviknaði á föstudagskvöldið i fyrri |æst sig i það. — Greiðlega gekk að DB-myndir Kjartan Már Kjartansson.
Fiskveiöistefna mótuð:
NEFND ALLRA FLOKKA VINNI
AÐ LANGTÍMAMARKMIÐUM
— ísjávarútvegi
Steingrimur Hermannsson sjávarút-
vegsráðherra tilkynnti á blaðamanna-
fundi I gærdag að stofnuð hefði verið
nefnd til að vinna að langtímafisk-
veiðistefnu fyrir tslendinga. I nefnd-
inni eiga sæti þrir fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherrar, þeir Matthias
Steingrimur Hermannsson. Ekki
hlynntur gjaldtöku fyrir veiðileyfi.
Bjarnason frá Sjálfstæðisflokknum,
Lúðvík Jósepsson frá Alþýðubanda-
laginu og Kjartan Jóhannsson frá
Alþýðuflokknum. Auk þeirra er full-
trúi Framsóknarflokksins I nefndinni,
Stefán Guðmundsson alþingismaður.
Nefndinni er falið að undirbúa
nauðsynleg lagafrumvörp til að leggja
fyrir Alþingi strax í haust svo Alþingi
megi móta hina nýju fiskveiðistefnu er
komi til framkvæmda í byrjun árs
1981.
Er markmiðið með nefndarstofnun-
inni að koma á nánari tengslum veiða
og vinnslu svo ekki komi til svipaðra
vandkvæða og nú blasa við i frysti-
iðnaðinum, birgðasöfnunar og að allt
það magn þorsks sem fiskifræðingar
telja hæfilegt að veiða sé ekki veitt á
fyrstu mánuðum ársins.
Dregið verði úr
yfirvinnu
Birgðastöðu frystihúsanna kvað
Steingrímur ekki jafnhættulega og
álitið væri. Eitthvað ætti að vera hægt
að auka framleiðni í frystihúsum en
þar væri um vitahring að ræða, þau
frystihús sem hefðu góða afkomu
hefðu þegar reynt að bæta afkomu
sína sem mögulegt væri með aukinni
framleiðni en þau sem berðust i bökk-
um hefðu ekki svigrúm til að koma
framleiðniaukningunni við.
Kvað Steingrímur ekki mega
gleyma því að nær allar þessar ráðstaf-
anir stuðluðu að eina og sama mark-
miðinu. sem væri að halda uppi fullri
atvinnu í landinu. Við mótun lang-
tímastefnu yrði að taka með í reikn-
inginn þá miklu yfirvinnu sem tíðkast
víðast hvar um landið „en yfirvinnan
er komin út í hreina vitleysu,” sagði
Steingrímur. Kvað hann einn verka-
lýðsleiðtoga hafa nefnt við sig at-
hyglisverða hugmynd, sem væri að
banna með lögum að frystihús tækju
við meiri afla en þau gætu unnið úr án
óhóflegrar yfirvinnu.
Hugmyndin um sölu veiðileyfa
(auðlindaskattur) hefur oft verið nefnd
í sambandi við stjórnun fiskveiða.
Kvað Steingrimur sig vera andsnúinn
þeirri aðferð, hvar ætti að setja mörk-
in og tslendingum þætti vafalaust hart
að þurfaaðfara aðgreiða fyrir þaðeitt
að róa til fiskjar. -BH
^lkomin til hveragerðis
Seljum um helgina
POTTABLÓM
á sérstöku kynningarverði, allt að
30% afsláttur.
Nýjar vörur ígjafavörudeild.
Fáið yður hressingu í veitingaskála
ÍS - HEITAR SAMLOKUR - PIZZA -
PYLSUR - ÖL OG SÆLGÆTI
VEIÐI
VÖRUR
FRÁ
URVALI
BLÓMABORG S/F
Breiðumörk 12 — Sími 4225
(Áður Blómaskáli Michelsen)