Dagblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980.
7
HUNDRAÐ MILUÓNIR
TAPAST Á DAG
Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttarit-
ara DB i Osló:
Verkfall 2000 norskra olíuverka-
manna í Norðursjó, sem skall á fyrr í
vikunni, er nú kailað dýrasta verkfall
í sögu Noregs. Ástæðan er sú að með
þessu verkfalli hættir olia og gas að
streyma frá nær öllum olíuvinnslu-
stöðvum á norska svæðinu í Norður-
sjó. Ennþá fer fram borun á pöllun-
um en þeir sem eru (verkfalli hóta nú
að loka fyrir rafmagn og vatn á bor-
pöllunum ef ekki verður gengið til
samninga hið bráðasta. Talið er að
ríkið tapi hundrað milljónum
norskra króna á sólarhring í formi
skatta frá viðkomandi olíuféiagi. En
oliuvinnslan er gífurlega hátt skött-
uð.
Rfkisstjórnin hefur ákveðið að
.grípa ekki til kjaradóms i þessu máii
og eru margir undrandi yfir því þar
sem strax var ákveðið að vísa launa-
deilu kennara, hjúkrunarkvenna og
fleiri samtaka til kjaradóms sem
þýðir að viðkomandi aðilar geta ekki
gripið til verkfalla nema þá á ólögleg-
an máta. Talsmaður olíuverka-
manna, Kjell Sellevold, segir i viðtali
við Dagblaðið norska að verkfallið sé
fyrst og fremst tilkomið vegna
óánægju með vinnuaðbúnaðinn en
ekki til að krefjast hærri launa.
„Eftir að við höfum átt í samninga-
viðræðum við olíufélögin Elf, Mobil
og Philips í 5—6 mánuði er þolin-
mæði okkar á þrotum.”
Tíu ár án
samnings
Verkamenn kr-fjast nú að viðkom-
andi olíufélög gangi til samninga um
aðalkjarasamning þar sem unnið hafi
verið á olíuborpöUum í nærri 10 ár
með meira eða minna óljósa samn-
inga. „Það er stöðugt verið að brjóta
atvinnulöggjöfma á borpöllunum í
Norðursjónum. Verkamennirnir
verða að fara á öryggisnámskeið í frí-
tíma sínum og þeir eiga bágt með að
kyngja þvi að allar kröfur um um-
bætur skuU sendar til skrifstofu í
Bandaríkjunum þar sem flestar loka-
ákvarðanir um vinnutíma og vinnu-
aðbúnað eru teknar,” segir Kjell
Sellevold.
Aðalkröfur verkfallsmanna eru
þrjár:
1. Olíuverkamenn í Norðursjó
komist á eftirlaun frá 60 ára aldri.
2. Þrír menn skipti með sér stöðu (í
stað 2,5 nú) og þá séu öryggis-
námskeið haldin í vinnutíma.
3. Verkamenn'eignist fulltrúa i þeim
ráðum olíufélaganna sem fjalla
um laun og vinnuaðbúnað.
Hver er svo skoðun viðkomandi
olíufélaga á þessu verkfalli?
Talsmaður þeirra segir að olíu-
verkamennirnir fari fram á 33%
launahækkun en þieim hafi verið
boðin 15,3% launahækkun. Verka-
menn vilja stytta vikulegan vinnu-
tíma úr 36 klst. í 28 klst. með nýrri
vaktaskipan. Verði gengiö að þeirri
kröfu jafngildi hún ein um 18,5%
launahækkun.
Talsmaðurinn neitar því að olíu-
félögin hafi eitthvað á móti aðal-
kjarasamningum, hann segir að
meðallaun olíuverkamanna úti á bor-
pöllunum séu nú um 150þús. norskra
króna á ári eða sem svarar 15 milljón-
um íslenzkra króna.
- BH / SJ, Osló.
Verkfallá
norsku
olíubor-
pöllunum:
Hjarðarholtsprestakall:
Friðrik J. Hjartar kjör
inn sóknarprestur
Prestskosning fór fram í Hjarðar-
hoitsprestakalli í Snæfellsnes, og
Dalaprófastsdæmi jafnhliða forseta-
kosningunum sl. sunnudag. Atkvæði
voru talin á skrifstofu biskups í gær.
Á kjörskrá voru 423 en þar af
greiddu 282 atkvæði. Umsækjandi
var Friðrik J. Hjartar cand. theol. og
hlaut hann 265 atkvæði. 17 seðlar
voru auðir. Kosningin var lögmæt og
mun þvi Friðrik taka við prestakall-
inu þegar hann hefur hlotið vigslu til
þess.
-ÓV
Yf irlýsing f rá SKULD
vegna auglýsingar
Blaðinu hefur borizt eftirfarandi
yfirlýsing frá SKULD vegna auglýs-
ingar sem birtist í blaðinu 30. júni.
Við viljum biðjast velvirðingar á
mishermi í auglýsingu þeirri sem birt-
ist 30. júni. Þar cr sagt að hrefnuskut-
utl sé um hálfur metri á lengd en hann
er í raun vel á annan metra. Nú orðið
er dýrið yfirleitt ekki dregið að bátnum
á þann hátt sem lýst er heldur er reynt
að skjóta dýrið með öflugum riffli.
drepist þaðekkistrax.
Til viðbótar má geta þess að tveir
félagar úr SKULD eru nýkomnir úr
ferð þar sem þeir urðu vitni að drápi á
þremur hrefnum. Tvær dóu nær sam-
stundis en sú þriðja dó af riffilskoti.
um það bil 15 mínúfum eftir að skutull
hæfði hana.
Virðingarfyllst,
Jón Baldur Hliðberg,
Edda Bjarnadóttir.
Árbók Samvinnuskólans komin út
Út er komin Árbók Nemendasam-
bands Samvinnuskólans, sjötta
bindi. í þessu bindi erh nöfn, æviat-
riði og myndir af þeim nemendum
sem útskrifuðust úr Samvinnuskólan-
um árin 1925, 1935, 1945, 1955, 1965
og 1975. Er það rúmlega 200 manns.
Jafnframt eru í bókinni valdir kaflar
úr fundargerðum skólafélagsins á
hverjum tima. Eysteinn Jónsson
fyrrv. ráðherra skrifar í bókina grein
sem heitir Hvers vegna Samvinnu-
skóli? Ásamt þessu eru i bókinni
ýmsar myndir sem tengjast Sam-
vinnuskólanum fyrr og nú.
Bókin er afgreidd til áskrifenda og
félagsmanna Nemendasambands
Samvinnuskóians gegn greiðslu gíró-
seðils sem sendur var út til viðkom-
andi fyrir nokkru. Einnig fæsl bókin
að Hamragörðum, Hávallagötu 24 i
Reykjavik, og þar geta menn gerzt
áskrifcndur. Ritstjóri Árbókar Nem-
endasambands Samvinnuskólans er
Guðmundur R. Jóhannsson.
íþróttakappinn í Dagblaðsbíói
f Dagblaðsbfói á morgun verður i svarthvítu og ekki með texta. Sýn-
sýnd kvikmyndin íþróttakappinn ingin hefst klukkan þrjú i Hafnar-
sem fjallar um fræga hornabolta- bíói.
stjörnu í Bandaríkjunum. Myndin er
• \
Hugmynd FÍB um mótmæli gegn síðustu
bensínhækkun:
Stöðvið bflana!
„Hugmyndin er sú að hvetja fólk til
þess að hreyfa bílana sem allra minnst í
svo sem eins og tvær vikur,” sagði
Hafsteinn Vilhelmsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenzkra bifreiðaeigenda
um væntanlegar aðgerðir félagsins til
þess að mótmæla síðustu bensínhækk-
un.
„Aðgerðirnar myndu að öllum
líkindum hefjast núna eftir helgina. En
það fer eftir fjármagni okkar hversu
vel við getum staðið í þessu. Til dæmis
kostar orðið mjög mikið að auglýsa í
útvarpi og á ég eftir að athuga betur
með kostnaðarhliðina. En þetta er sem
sé hugmyndin,” sagði Hafsteinn. -DS.
1000 lundar á tveim dögum
Lundaveiðin er hafin i Vestmanna- fugla á tveim dögum. Að sögn kunn-
eyjum og hefur veiðzt vel það sem af ugra eru horfur á góðu veiðisumri.
er. Einn veiðimanna fékk eitt þúsund -FÓV/óg
Finnbogi Pétursson og Guðgeir Gunnarsson urðu I öðru sæti i hæfileikakeppninni siðastliðið sumar.
komi fram á Sögu annað kvöld.
Hæfileikakeppnin á Sögu hefst íkvöld:
Vonir standa til að þeir '
DB-mynd.
Tíu manns koma f ram f
keppnisatriðunum þremur
Keppendur á fyrsta eiginlega hæfi-
leikakvöldinu á Hótel Sögu verða
hvorki meira né minna en tíu talsins þó
að keppnisatriðin séu að sjálfsögðu
ekki nema þrjú. f einu þeirra kemur
nefrtilega fram átta manna flokkur
fiðluleikara frá Akranesi sem kalla sig
Brotna boga. Aðrir keppendur verða
Helgi Sigurðsson frá Reykjavík, sem
syngur við eigin undirleik, og Jóhannes
Hilmisson frá Sauðárkróki. Hann gat
sér gott orð með Vísnavinum í sjón-
varpinu á kosninganóttina á dögunum.
Skemmtunin annað kvöld hefst
klukkan hálftíu er hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar og dansarar flytja
rokkóperuna Evitu. Meðan á sýning-
unni stendur verður Súlnasalnum lokað
þannig að gestum er bent á að koma
tímanlega. Að flutningi Evitu loknum
tekur hæfileikakeppnin sjálf við. Þá
,um kvöldið koma einnig fram ein-
.hverjir keppendur frá síðasta sumri^
'væntanlega Finnbogi Pétursson og'
'Guðgeir Gunnarsson, sem urðu í öðru
sæti á jokakeppninni í fyrra.
Ef aðsókn á hæfíleikakvöldin verður
í líkingu við það sem hún var í fyrra-
sumar þá er fólki ráðlagt að tryggja sér
borð i Súlnasal Hótel Sögu í tíma.
Ráðamenn á Sögu eru að íhuga að selja
mat í salnum á sunnudagskvöldum en
ákvörðun um þaðverður tekin síðar.
Alls hafa átján atriði verið skrásett í
keppni sumarsins. Samtals eru í þeim
48 manns. Nokkur atriði vantar enn
svo að fullbókað sé. Tekið er við þátt-
tökutilkynningum í síma 45665 á
kvöldin. Allár upplýsingar um keppn-
ina eru veittar þar og sömuleiðis á rit-
stjórn Dagblaðsins. Síminn þar er
27022. -ÁT
Ályktun f lugafgreiðslumanna:
Takið á vandamálunum með
gagnkvæmum skilningi
n árabil þannig að starfsfólk megi
la viö meira atvinnuöryggi en verið
hefur.”
■ EVI
31 f lugf reyju sagt upp
„Boðuð vinnustöðvun flugmanna
á mestu annatímum Flugleiöa eykur
aðeins á þá erfiðleika félagsins sem
ærnir eru fyrir,” segir m.a. í yfirlýs-
ingu flugafgreiðslumanna á Kefla-
víkurflugvelli.
„Við tökum hvorki afstöðu með
Flugleiðum né flugmönnum en
skorum á báða aðila að taka á þessu
mikla vandamáli með gagnkvæmum
skilningi og meiri festu og leiða til,
lykta þann ágreining sem verið hefur
Flugfreyjur lýstu í gær fullum
stuðningi við þá kröfu flugmanna hjá
Flugleiðnm að áhafnir Flugleiða hafi
skilyrðislausan forgang að öllum
þeim verkefnum sem til falla á vegum
félagsins.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
þeirra minnti á að samhliða uppsögn-
um 89 skrifstofumanna hjá Flug-
leiðum var sagt upp 31 flugfreyju
með 5—7 ára starfsaldur.
- EVI