Dagblaðið - 05.07.1980, Side 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980.
13
3
Iþróttir
Iþróttir
«
Iþróttir
Iþróttir
Leiknir hefur skorað 37 mörk
gegn 2 í B-riðli 5. flokksins
Vestmannaeyingar, núverandi Íslandsmeistarar, hafa lagt mikla áherzlu á uppbygg-
ingu og þjálfun yngri flokkanna og eiga þar yfirleitt mjög sterkum liðum á að skipa.
Af sjálfu sér leiðir að slikt starf skilar sér i góðum árangri meistarafiokks fyrr eða
I sfðar. Hér eru Eyjamenn i leik gegn Vfkingi og ef marka má úrslit í yngri flokkunum
má telja öruggt að ÍBV á eftir að vinna mun fleiri Íslandsmeistaratitla I meistara-
| flokki I framtfðinni. DB-mynd Siguröur Þorri.
BREIÐABLIK
HÉLTTIL
KHAFNAR
Þriðji og fjórði flokkur Breiðabliks
héldu í fyrradag til Danmerkur þar sem
flokkarnir taka þátt i Köbenhavn Cup
sem fram fer í Bröndby, útborg Kaup-
mannahafnar. Alls var það fjörutíu
manna hópur sem fór í þessa ferð.
Ungmenni frá átta þjóðum munu taka
þátt í þessu knattspyrnumóti.
Dregið hefur verið i happdrætti
Breiðabliks, sem efnt var til í sambandi
við utanlandsferðina, og féllu vinningar
á eftirtalin númer: 2776, 1437, 798,
999, 1459, 1, 1137, 2861,2468 og 2767.
-GAJ.
Blikarnir
sigursælir
—útlit fyrir harða
keppnií2.flokki
Breiðabliksmenn standa einna bezt
að vígi i A-riðli 2. flokks eftir sigur yfir
Val, 2—0, nú í vikunni. Keppnin í
þessum riðli hefur verið mjög jöfn og
virðist allt geta skeð. Akranes vann
Stjörnuna örugglega og skoraði Leifur
Sigurðsson 2 mörk og Hannes Helga-
son og Ástvaldur Jóhannesson sitt
markið hvor. Mörk ísfirðinga gegn ÍR
skoruðu Guðjón Sigurðsson, 1,
Halldór Ólafsson, 1, og Örn Sævar
Hólm, 1. Mark ÍR gegn ÍK skoraöi
Ólafur Jensson og mark Þórs gegn KR
gerði Bjarni Sveinbjörnsson. Keppni í
B- og C-riöli 2. flokks virðisl einnig
ætla að verða jöfn og úrslit þar verða
engan veginn séð fyrir.
Úrslit leikja:
A-riðill
KR — Þór 0—1
í A — Sljarnan 4—0
UBK — Valur 2—0
B-riðill
Selfoss — FH 2—1
Lið Leiknis hefur mikla yfirburði í
B-riðli 5. flokks og markatala liðsins er
37 mörk gegn 2 i 5 leikjum. Liðið vann
Njarövík meö 13—0, Bolungarvík með
6—1, Stjörnuna með 7—1, Ármann
með 9—0 og ÍK með 2—0. Mörkin
gegn j Ármanni gerðu Steinar
Ingimundarson, 4, Helgi Bjarnason, 2,
ívar Guðjónsson, 2 og Jóhann Sigur-
björnsson, 1.
í C-riðlinum hafa Vestmannaeyja-
liðin tvö, Þór og Týr, mikla yfirburði
yfir önnur félög. í innbyrðis viðureign
þeirra í vikunni sigraði Týr með 5
mörkum gegn 2.
í A-riðlinum er keppnin mun jafnari
og virðist sem baráttan þar ætli einkum
að standa á milli Skagamanna og KR-
inga. Árni Hallgrimsson skoraði bæði
mörk Akraness í sigri liðsins yfir Val.
Mörk Stjörnunnar gegn Aftureldingu
skoruðu Jón Þór Jónsson, I, Heimir
Erlingsson, 1 og Birgir Sigfússon, 1. f
A-riðlinum vann fR öruggan sigur á
FH, 4—I. Mörkin í þeim leik gerðu
þeir Emil Þorvaldsson, 2, Halldór
Jónsson, 1 og Helgi Guðmundsson, I,
fyrir ÍR, en mark FH gerði Jón Páll
Hallgrimsson.
íþróttahálið ISÍ hefur raskað
nokkuð áður gerðri leikáætlun í yngri
flokkunum og hefur ýmsum leikjum
verið frestað af þeim sökum. Þannig
var til dæmis ekkert leikið í yngri
flokkunum i siðustu viku í E-riðli á
Austfjörðum.
Úrslit leikja í vikunni:
A-riðill
Fylkir — KR 1 —1
í R — FH 4—1
ÍA — Valur 2—1
Haukar — Fram 0—7
ÍBK — UBK 0—3
B-riðill
Leiknir — Ármann 9—0
Afturelding — Stjarnan 0-3
Skoraði sex mörk í röð
- Þórður Sigurðsson reyndist 4. flokki Leiknis betri en enginn
Eins og í 5. flokki er Leiknir með
ákaflega sterkt lið í 4. flokki. í 11—0
sigri liðsins yfir Bolungarvík skoraði
Þórður Sigurðsson hvorki meira né
minna en 6 mörk. Þórður lék áður með
Val en gekk yfir í Leikni í marz síðast-
liðnum og hefur svo sannarlcga reynzt
betri en enginn þar. Unnar Ingi-
mundarson (bróðir Steinars í 5. flokki)
skoraði þrennu og hin tvö mörkin
MJÖG JÖFN KEPPNI
í ÞRIÐJA FL0KKI
Mjög fáir leikir voru á dagskrá í 3.
flokki síðastliðna viku. Framarar eru
mjög sigurstranglegir í A-riðli, í B-riðl-
inum er útlit fyrir spennandi keppni en
i C-riðlinum virðist sem Vestmanna-
eyjaliðið Týr sé að hrista keppinauta
sína af sér. Ekkert var leikið í E-riölin-
um í vikunni og engar fréttir hafa
borizt að norðan úr D-riðlinum. Trú-
lega hefur ekki verið leikið þar heldur.
Úrslitakeppnin í 3. flokki verður um
miðjan ágúst og ekki er ósennilegt að
það verði Fram, Leiknir og Þór sem
koma úr fyrstu þremur riölunum en
keppnin er of skammt á veg komin i
hinum riðlunum til þess að hægt sé að
spá nokkru um, úrslit. DB vill enn einu
sinni fninna forráöamenn, þjálfara eða
leikmenn í yngri flokkunum á að öll
vitneskja um úrslit leikja i yngri flokk-
unum og markaskorara er ákaflega vel
þegin því mjög tafsamt er að safna
þessum upplýsingum saman og hefur
raunar gengið mjög misvel eftir því
hvaða félög eiga hlut að máli.
Úrslit i 3. flokki:
Valur — ÍA 1—1
ÍR — KR 1—1
UBK — Fram 0—2
-GAJ
gerðu þeir Gisli Kjærnested og Þor-
valdur Birgisson. Leiknir lék undan
vindi i fyrri hálfleik og skoraði þá fimm
mörk og á móti vindinum gekk liðinu
síðan enn betur svo mörkin urðu alls
ellefu áðuren yfir lauk. Þórður skoraði
sex fyrstu mörk leiksins og er víst um
að það er ekki á hverjum degi sem einn
og sami knattspyrnumaöurinn skorar
sex mörk í röð í leik. Sturla Pétursson,
nýliöi hjá Leikni, vakti mikla athygli
fyrir góðan leik gegn Bolungarvik.
Mark ÍR gegn Þrótti gerði Finnur
Pálmason.
„ , , (Úrslit leikja í 4. flokki:
IR — Þróttur
Valh
KR -
Selfoss— Leiknir
Stjarnan — Selfoss
Leiknir — Bolungarvík
Leiknir — Ármann
1—0
5— 2
1 — 1
2—4
4—3
11—0
6— 2
í A-riðli 4. flokks er keppnin mjög
jöfn. Breiöablik stendur einna bezt að
vígi en Valur, KR, ÍBK og jafnvel ÍR
geta blandað sér I baráttuna. Leiknir er
með langsterkasta liðið I B-riðlinum og
I C-riðlinum hefur Þór, Vestmannaeyj-
um, hreint ótrúlega yfirburði og
markatala liösins er 50—0 eins og DB
greindi frá síðastliðinn laugardag. GAJ
Þróttur — Selfoss 1—0 C-riðill ÍR — ÍK
ÍK — l.eiknir 0—2 1—0
C-riðill. ÍR — ÍBÍ 0—3
Týr — Þór, Vestm., 5—2 —GAJ.