Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. ' " ........................................................................................................... verk að verja Noreg fyrir hugsanlegri rússneskri innrás yfir sundið frá Kólaskaga inn í Norður-Noreg. Það er nokkuð augljóst að þá er hlekkur- inn óheppilega langt i burtu, jafnvel þó að tæknin og aövörunarkerfin séu nákvæm. Nú hefur það gerzt að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa einmitt skýrt norskum frá áhyggjum sinum vegna þessa og farið fram á að fá bækistöð i Norður-Noregi fyrir ákveðið magn vopna og þar með átta þúsund manna her. Norðmenn munu hafa afsagt þetta með öllu og borið því við að ekki kæmi til mála að þeir leyfðu erlendum her setu á norskri grund á friðartímum (frétt i Morgunblaðinu i fyrstu viku júlí sl.). Þarna er stórfrétt á ferðinni og undur að ekki er gert meira veður út af viðburðinum. USA og íslenzk stjórnvöld eru sammála um að nú sem fyrr séu ófriðartímar, en Noregur, aðalástæðan fyrir her- setu á íslandi, segir: Nei: nú eru friðartímar. Þarna sýnist manni að maðkur hljóti að vera kominn i mys- una því að varla munum við fólkið í Iandinu fást til að trúa því að nú sé friður í Noregi og jafnframt að allt sé í ófriði hér á íslandi. Áhugavert væri nú að einhverjir ábyrgir aðilar úr utanríkisdeildinni okkar útlistuðu fyrir þjóðinni réttu lausnina á þessari krossgátu. Akureyri, 22. júli 1980. Hlekkurinn okkar í vamar- keðju vestrænna ríkja Karl Jónatansson skrifar: sinum tima samið við USA um að nesheiöi á ófriðartímum. Allar götur Ríkisstjórnin okkar mun hafa á amerískur her fengi bækistöð á Mið- síðan, þessi rúm þrjátíu ár, hafa verið ófriðartimar að dómi islenzkra og bandarískra yfirvalda. Fyrstu tvo áratugina var okkur alþýðunni sagt að herinn væri hér til að verja okkur gegn hvers konar ógnun við sjálf- stæði okkar. Seinna kom i ljós að herinn var hér til að verja okkur gegn Rússum og trúlega öðrum Varsjár- bandalagsrikjum. Siðasta áratug hefir svo verið lögð áherzla á að hersetan væri okkar framlag til vestrænnar samvinnu og vist skyldum við einhverju fórna fyrir frændur og nágranna. Kvisazt hefur að þessi hlekkur hafi það aðalhlut- <---------- m. Karl ýjar að því að bandaríski herinn sé ekki hér á landi til að gæta okkar heldur Norðmanna. Stækkunai eról Þú þarft ekki oftar að bregða stækkunargleri yfir litmyndirnar þínar til að finna Fríðu frænku eða Sigga syndasel. Glögg mynd er þriðjungi stærri en myndir voru áður fyrr. Hvert atriði myndarinnar er því einnig þriðjungi stærra og skýrara, gleggra en fyrrum. Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir. Póstafgreiðsla: Hafnarstræti 17 Suðurlandsbraut 20 Gírómyndir (gegnt Pennanum) (við hlið Sigtúns) Pósthólf 10, Sími 22580 * Sími 82733 Reykjavík. Imboðsmenn um all Elsku bezti heilbrigðisráðherra... „Kaupum sneið- myndatæki” Sigriður Hauksdóltir hringdi: Þegar ég las greinina „Til heil- brigðisráðherra” i Morgunblaðinu þ. 26.7. ’80, eftir Jón L. Sigurðsson lækni á Landspitalanum, varð ég mjög ánægð. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að styöja við bakið á honum og öðrum læknum Land- spitalans. Það er mjög nauðsynlegt fyrir lækna og ennþá nauðsynlegra fyrir okkur sjúklingana þeirra að fá þetta fullkomna tölvustýrða sneið- myndatökutæki. Eins og málin standa í dag verða þeir oft að senda sjúklinga sína til útlanda í mynda- töku. Þér finnst e.t.v. þetta tæki sert þeir biðja um dýrt en mundu að það er dýrt að senda sjúklinga til annarra landa í myndatöku. Og það eru örugglega fleiri en ég sem hafa þurft að fara i það. Fyrir siðustu jól söfnuðu íslend-1 ingar 130 milljónum fyrir mat handa hungruðu fólki í Kampútseu. Um siðustu áramót keyptu íslendingar rakettur og stjörnuljós fyrir ennþá hærri upphæð. Þessi myndavél kostar álíka mikið og raketturnar sem við íslendingar skjótum út í loftið á einu gamlárskvöldi. Það er fullkomlega hættulaust að láta mynda sig í þessari nýju myndavél en það er meira en hægt er að segja um þau tæki sem læknar verða að nota í dag, því þau eru orðin gömul og í raun ættu þau bara að fara á safn. Elsku bezti heilbrigðisráðherra! Vertu nú svo góður að styðja við bakið á þessum góðu læknum sem við eigum. Með því hjálpar þú mest þeim sem minnst mega sin, þeim veiku. Því meira sem við eigum af heilbrigðu fólki því hamingjusamari erum við, öll þjóðin. Ég er alveg sannfærð um að það er margt gott sem þú getur gert og átt eftir að gera. Kær kveðja og gangi þér vel sem heilbrigðisráöherra. Hundur beit telpuíBreið- holtinu — hefur bitið barn áður Ágúst ísfjörð hringdi: Um tíuleytið að kvöldi fimmtudags beit hundur 11 ára gamla stúlku sem var að koma út úr sjoppu við Iðu- fell.Telpan varð mjög hrædd, stífn- aði öll upp, er hundurinn beit hana í kálfana. Var sárið töluvert djúpt. Þetta er i annað skipti sem hundurinn bítur börn en lögreglan segist ekki treysta sér til að sækja hann inn á heimili eigandans sem býr að Kötlufelli 1. Mikið er um hunda í Breiðholtinu og er þetta á góðri leið með að verða hreinasta plága. - Hér sést sárið eftir hundinn, en þetta er I annað sinn sem hund- urinn biturbarn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.