Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. 3 Borgaryfirvöld efni til silungsræktar Raddir lesenda í vatnasvæði Elliðaár og skapi þar tómstundaaðstöðu fyrir unglinga Oft er talað um æsku þessarar borgar, hvernig að henni er búið i sambandi við tómstundaiðju. Æskulýðsráð hefur þetta með höndum að ég held, og skal það ekki lastað, en betur máef duga skal. í því sambandi er það eitt tómstundagam- an sem mér hefur dottið í hug, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. í nágrenni borgarinnar, nánar til- tekið við og á vatnasvæði hennar, en þar eru Elliðaárnar, er að mínum dómi tilvalið útivistarsvæði fyrir unglinga borgarinnar. Einn Kiwanisklúbburinn hefur ný- lega skapað aðstöðu fyrir fatlaða til þess að geta veitt silung og ef til vill stöku lax við Helluvatn, sem liggur fyrir neðan Gvendarbrunna. Mér hefur komið til hugar að borgaryfirvöldin tækju sig nú til og efndu til stórkostlegrar silungsrækt- unar á og í vatnasvæði EUiðaár og Hólmsár i þeim tilgangi að ungmenni þessarar borgar gætu eytt þarna tóm- stundum sínum við holla og um leið spennandi útiveru, að veiða þarna silung að vild. Ekki hefi ég hugsað mér að ungl- ingarnir þyrftu að borga neitt fyrir veiöileyfin en þeim væri gert að henda út aftur smáfiski, ósködduðum sem ekki hefði náð til- tekinni stærð. „Mér hefur komiö til hugar, að borgaryftrvöld txkju sig nú til og efndu til stórkostlegrar silungsræktunar á og f vatnasvxði Elliðaár,” skrífar Siggi flug. Hafa þyrfti eftirlitsmann er hefði með höndum að gæta vatnasvæðisins og með því, að farið væri eftir settum reglum. Álít ég að þetta hefði mjög góð áhrif á unglinga þessarar borgar um leið og það skapaði holla útiveru í hinni fögru náttúru sem nágrenni Elliðaánna og vatnasvæði þeirra byði uppá. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug 7877-8083 FYRIR SUMARBÚSTAÐINN OG ÚTILEGUNA Skýlaust samningsbrot — neiti eitthvert fyrirtæki, sem gert hefursamning við Kreditkort hf. að veita þjónustu gegn Eurocard kreditkorti Gunnar R. Bæringsson frkvstj. Kreditkorta hf. skrifar: Svar til Tóta: Vegna fyrirspumar Tóta í Dag- blaðinu þann 24. júlí sl. vill Kredit- kort hf. taka fram eftirfarandi. Öll þau fyrirtæki sem listuð eru í handbók EUROCARD á íslandi hafa gert viðskiptasamning við Kreditkort hf., eða við eitthvert ann- að EUROCARD félag. í þeim viðskiptasamningi eru skýlaus ákvæði um að aðildarfyrir- tæki beri að taka gild sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu, án nokkurrar mismununar,öll EUROCARD kredit- kort. Kreditkort hf. gefur út EURO- CARD kreditkortið á íslandi, sam- kvæmt samningi við EUROCARD International, en EUROCARD kort- in eru ávallt gefin út af umboðsfélagi i viðkomandi landi. Gas-, rafmagns- og rafgeymaísskápur, passar alls staöar Gas- lampar, mikiö úrval Nettir og þægilegir gasofnar Neiti eitthvert fyrirtæki sem hefur gert slíkan samning við Kreditkort hf., eða annað EUROCARD félag, að veita þjónustu gegn EUROCARD kreditkorti, er um skýlaust samnings- brot að ræða, og eru korthafar sem verða fyrir slíku beðnir um að gera Kreditkorti hf. tafarlaust viðvart um slíkt. Rétt er að taka fram að þau fyrir- tæki sem nefnd hafa verið undan- farna daga, höfðu öll gert samning við erlend EUROCARD félög. >eim hafði ekki á þeim tima, sem haft var samband við þau, borizt tilkynning frá EUROCARD Intemational um að Kreditkort hf. sé umboðsaðili EUROCARD International á fslandi, og gefi út hér á landi EUROCARD kreditkort. eldunartæki Gasljós og gasaUunartæki, líka með neistakveikju. Tengingar- og lagningarefni fyrir sumarbústaöi fyrirliggjandi Væntanlegt mikiö úrvalafalls konar gastækjum. GUÐNI JÓNSSON & CO BOLHOLTI 6 REYKJAVÍK - SÍMI 84377 Spurning dagsins Hvað mundirðu gera ef þú eignaðist milljón? Stefán Arnórsson: Ég mundi leggja peninginn fyrir og safna meiru. Davifl Blöndal: Ég mundi strax fara og kaupa Plymouthbil. Ásdls Jónsdóttir: Ég mundi bara kaupa méreitthvað fallegt. Dagný Blöndal: Ég mundi kaupa dúkkur. Hrund Magnúsdóttir: Ég færi til út- landa. Ragna Vala Kjartansdóttir: Ég færi út í lönd og gerði eitthvað skemmtilegt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.