Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 24
Samningamálin:
HREYFING A HLUTUNUM
—að sögn Snorra lónssonar
„Jú, mér finnst frekar vera
hreyfing í áttina,” sagði Snorri
Jónsson, forseti ASI í samtali við DB
í morgun er hann var inntur eftir
gangi samningaviðræðna ASÍ og
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna. „Klukkan tvö i dag
höfum við boðað á okkar fund
fjörutíu og þriggja manna samninga-
nefnd ASÍ og munum við skýra henni
frá stöðunni í samningamálunum,”
sagði Snorri. Snorri og hluti
samninganefndar ASÍ áttu í gær fund
með ráðherranefnd, þar sem rætt var
um mögulegan „félagsmálapakka”
sem ríkisstjórnin gæti lagt fram til að
greiða fyrir samningum. „Á
fundinum með ráðherrunum fórum
V
við yfir kröfur ASÍ eins og þær voru
settar fram á kjaramálaráðstefnu
ASf í janúar sl. og hafa alla tið síðan
verið ljósar,” sagði Snorri, „einnig
lögðum við áherzlu á að ef samningar
tækjust við Vinnumálasambandið
ættu ríkisfyrirtæki að semja við þá
aðildarfélaga ASÍ sem hjá þeim
starfa”.
Snorri var inntur eftir því hvort
búast mætti við samningum fyrr en
seinna: „Um það er ómögulegt að
segja en ef kominn er skriður á
hlutina þætti mér ekki ólíklegt að við
færum með verzlunarmannahelgina i
þetta.”
Hallgrímur Sigurðsson, formað-
ur Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna sagði ekkert vera
hægt að fullyrða um hvort samningar
væru á næsta leiti. „Það gerist ekkert
í þessu i dag. Við munum taka við út-
reikningum sambands bygginga-
manna á fundinum fyrir hádegið en
eftir hádegið mun stjórn Vinnumála-
sambandsins koma saman til fund-
ar,” sagði Hallgrímur.
-BH.
Frá fundi ASt-manna með rikisstjórninni, Karl Steinar Guðnason heilsar hér
Gunnari Thoroddsen en aðrir á myndinni eru Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur
Verzlunarmannafélags Reykjavikur, Svavar Gestsson ráðherra og Snorri Jóns-
son. DB-mynd Ragnar Th.
Símareikningar Sólness:
„LAGKURA AF
ÓMERKILEGASTA TAGI”
—segir fyrrverandi dómsmálaráðherra
„Þetta er lágkúra af ómerkileg-
asta tagi,” sagði Vilmundur Gylfa-
son alþingismaður í samtali við DB í
gær, er hann var inntur álits á þeirri
ákvörðun Þórðar Björnssonar rikis-
saksóknara, að aðhafast ekki frekar í
símareikningamáli Jóns Sólness. Það
var einmitt í dómsmálaráðherratíð
Vilmundar sem dómsmálaráðuneytið
beindi því til ríkissaksóknara að hann
rannsakaði hina tvígreiddu sima-
reikninga Jóns. En Jón Sólnes fékk
sem kunnngt er tvisvar greidda sömu
símareikninga hjá því opinbera. Fyrst
út á frumrit reikninganna hjá
Kröflunefnd og síðan út á Ijósrit
sömu reikninga hjá skrifstofu
Alþingis. „Um þetta á ekki að tala
neitt rósamál, á íslenzku er til orð
yfir þetta sem byrjar á þ. Hér er að
vísu um smámál að ræða sem skiptir
ekki ríkissjóð öllu máli en einhverjar
móralskar kröfur hljóta menn að
gera, hver og einn borgari þessa
lands,” sagði Vilmundur.
„Þetta er refsifræðilegt atriði,”
sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri i
dómsmálaráðuneytinu þegar hann
var inntur eftir því hví ráðuneytið
vildi ekki að meira yrði aðhafzt að
svo stöddu í símareikningamálinu.
„Jón átti i „ströggli” með að fá
símareikningana greidda. Tregða var
í greiðslum þeirra svo hann sendi þá í
tvær áttir. Tilgáta um að Jón hafi
ætlað sér greiðslu í tvígang verður
ekki sönnuð, enda endurgreiddi hann
annan símareikninginn er hann hafði
fengið þá greidda. Niðurstaða Þórð-
ar Björnssonar ríkissaksóknara er sú
sama og okkar, alls ekki er útilokað
að málið verði tekið upp að nýju ef
gögn berast í málinu,” sagði Baldur.
Mál þetta kom fyrst upp við
endurskoðun yfirskoðunarmanna
ríkisreiknings á ríkisreikningum, sem
leiddi til þess að málið var rætt á
Alþingi. Er alls ekki ósennilegt að
þegar Alþingi kemur aftur saman til
fundar í haust verði þetta eitt af þeim
málum sem tekin verða upp að nýju,
til frekari umræðu og umfjöllunar.
„Þetta er 1 1/2 tonns trilla með
dísilvél. Við erum að vinna að því að ná
henni upp, en sennilega hefur hún
sokkið við það að sog myndaðist þeg-
ar rannsóknarskipið Hafþór lét
skrúfurnar vinna undir átaki þar sem
það var bundið við bryggjuna hérna
rétt hjá,” sagði Jóhann Örn
Guðmundsson, einn af fjórum eig-
endum trillunnar.
Við komum við á höfninni i gær þar
sem trillan lá marandi í kafi. „Þetta er
nú fyrst og fremst sportbátur. Við
leggjum línu og veiðum á handfæri.
Það er góðafslöppun,” sagði Jóhann.
-EVI/DB-mynd R. Th.
SPORTTRILLA
SÖKK í HÖFNINNI
*
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 31. JÚL> 1980.
Aukafundur
hjá Skáksambandinu:
Agreiningur
um skipan
ólympíu-
landsliðsins
Upp er kominn ágreiningur um
skipan ólympíulandsliðs íslendinga i
skák. Þeir Margeir Pétursson og Jón L.
Árnason hafa óskað eftir því, að ELO-
skákstig þeirra séu reiknuð fram til
dagsins í dag í stað þess að miða við
síðasta stigaútreikning FIDE frá því í
nóvember 1979. Þeir Margeir og Jón
telja sig nú vera orðna stigahærri en
Helgi, sem ekki hefur teflt mikið að
undanförnu. Ætti því slagurinn um 3.
borðið i sveitinni að standa á milli
þeirra en stjórn Skáksambandsins
hafði áður ákveðið að Helgi tefldi á 3.
borði en Jón og Margeir á 4. og 5.
borði.
„Það er hægt að reikna þessi stig til
dagsins í dag en þessi stig hafa verið
reiknuð á vegum FIDE og send til allra
aðildarlanda. Það yrði því ný stefna ef
reikna ætti stigin til dagsins i dag,”
sagði Þorsteinn Þorsteinsson, varafor-
seti Skáksambands íslands, er DB innti
hann álits á málinu. Hann sagði, að
ekki væri hægt a_ð tala um deilu í þessu
sambandi og yrði endanlega gengið frá
þessu máli n.k. þriðjudag. -GAJ.
Sundrung
íASÍum
samningana
Sundrung kom upp í liði Alþýðusam-
bandsmanna i gær um afstöðu til þess,
hvort ganga skuli til samninga á þeim
grundvelli, sem er að skapazt i við-
ræðum við Vinnumálasambandið og
rikisstjórnina.
Deilur munu vafalaust blossa upp á
43ja manna fundi aðalsamninganefnd-
ar ASÍ, sem haldinn verður í dag.
í meginatriðum skiptast menn þann-
ig, að stjórnarsinnar vilja ganga til
samninga en stjórnarandstæðingar eru
andvígir samningum á þessum grund-
velli. -HH.
Gjaldskrámefnd
skerhækkunar-
beiöni Hitaveitunnar
— Leggur til rúmlega 10
prósenthækkun
Gjaldskrárnefnd leggur til að
hækkun hitaveitugjalda á Reykja-
víkursvæðinu verði rúmlega 10
prósent. Munu tillögur nefndarinnar
um hækkun vera á bilinu II —13
prósent, eftir því sem DB hefur heyrt.
Hitaveitan hafði beðið um 60 prósent
hækkun.
Málið kemur nú til kasta ríkis-
stjórnarinnar.
Gjaldskrárnefnd gerir yfirleitt
tillögur um 9 prósent hækkun til þeirra
opinberu fyrirtækja, sem sótt hafa um
hækkun nú.
Spurningin um hitaveitugjöldin
mun hafa verið borin undir
Orkustofnun og hún lagt til, að
hækkunin yrði á bilinu 10—20 prósent.
-HH.
ÍUKKUDAGAR:
31. JtJLÍ: 795
Vöruúttekt að eigin vali frá
Liverpool fyrir 10 þúsund
krönur.
Vinníngshafar hringi
isíma 33622.