Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. Bandaríkin: EFNAHAG- UR BATNAR í BANDA- RÍKJUNUM —mesta breyting á einum mánuði síðan áríð 1975—kemur sér vel fyrir JimmyCarterforseta Efnahagsstaða Bandarikjanna batnaði til muna í júnímánuði síðast- liðnum. Tilkynning þessa efnis var gefin út i gær af viðskiptaráðuneyt- inu í Washington. Er þá byggt á sér- stakri vísitölu, sem reiknuð er út mánaðarlega og skýrir t'rá hlutfalls- legum breytingum umsvifa í efna- hagsmálum. Þykja þetta góð tíðindi fyrir Jimmy Carter Bandarikjaforseta, sem ekki á sjö dagana sæla þessa dag- ana. Áðurnefnd vísitala hefur ekki batnað í rúmlega eitt ár. Auk þess hækkaði hún nú hlutfallslega meira en hún hefur nokkru sinni gert á einum júnímánuði síðan árið 1975. Til samanburðar má geta þess að hlutfallslega batnaði staða þessarar efnahagsvisitölu um 2,5% í júni siðastliðnum en í undangengnum mánuði lækkaði vísitalan um 2,3%. Sérfræðingar segja að batinn hafi ekki komið þeim á óvart. Hins vegar hafi hann verið meiri en búizt hafi verið við. Ástæður fyrir þessu eru sagðar vera blómlegt ástand i bygg- ingariðnaði vestra. Einnig hafi orðið minni fækkun starfa í verksmiðju- iðnaði en búizt hafði verið við. Skoðanakönnun sem birt var í Bandaríkjunum í gær bendir til þess að Carter forseti hafi aldrei áður veriö í svo litlum metum meðal al- mennings. Rétt tæplega átta af hverjum tiu sem spurðir voru sögðust vera óánægðir með störf forsetans. 6000 ARA GAM- ALL BÁTUR GRAFINN UPP Danskir forrileifafræðingar eru nú byrjaðir að grafa eftir leifum um það bil 6000 ára gamals báts, sem fundizt hefur á botni Tybrindvíkur á Vestur- Fjóni. Þykir þetta einn merkasti forn- leifafundur siðari ára frá fyrri stcinöld. Báturinn þykir furðu vel varðveittur. Kafarar vinna nú að því að grafa upp af botni víkurinnar hvern hlut bátsins og koma siðan með upp á yfirborðið. Báturinn hefur verið sjö til átta metr- ar að lengd. Hann er höggvinn út i linditre. Bæði vantar fram- og aftur- stefni bátsins. Ætlunin er að varðveita hinn forna bát á safni í Árósum í fram- tíðinni. Þar sem hann fannst er þriggja metra dýpi. Hefur þar verið bústaður stein- aldarmanna. Hafa ummerki öll varð- veitzt mjög vel. Foringi leiðangursins sem vinnur að uppgrcftrinum, Sören Andersen lektor við háskólann i Árósum, hefur sagt að þetta sé nteð merkari fornleifafundum i Danmörku. Ekki sé vafi á að hann muni vekja athygli viða um heim. Auk bátsins sem verið er að grafa upp af botni Tybrindvíkur hafa fundizt ýmiss konar tréáhöld. Einnig hafa fornleifafræðingar fundið beinagrind af ungri móður og ungu barni hennar. Benda leifarnar til þess að lífsmáti steinaldarfólksins sem þarna hefur bú- ið hafi síður en svo verið eins frum- stæður og áður hefur verið talið. Til- veran hafi einmitt þvert á móti verið mjög skipulögð við Tybrindvík fyrir sex þúsund árum. 1 gær var það upplýst i Washington að Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefði rætt innihald leyniskjala við Billy bróður sinn áður en hann hélt í ferð til Líbýu í september árið 1978. Var þetta tilkynnt af einum af starfsmönnum Hvíta hússins. Nefnd á vegum banda- ríska þingsins vinnur nú að rannsókn á tengslum Billy Carter við Líbýustjórn á undanförnum árum. Einnig mun nefndin kanna hvort bróðir hans for- setinn. hefur haft einhver afskipti af rannsókn dómsmálaráðuneytisins í Washington af málinu. Jimmy Carter forseti sagði á þriðju- daginn var að hann væri reiðubúinn að mæta til yfirheyrslu hjá þingnefndinni. Væri hann þess fullviss að staðreyndir mundu sýna fram á að Billy bróðir hans hefði ekki haft nein áhrif á stefnu eða framkvæmdir Bandaríkjastjórnar gagnvart Líbýu. Þau leyniskjöl sem forsetinn sýndi Billy og ræddi um innihaldið viö hann árið 1978, voru af því taginu að ekki er astlazt til að þau komi fyrir augu nema takmarkaðs hóps manna. Suður-Afríka: SV0RTUM H0TAÐ BR0TTREKSTRI —sorpið hleðst upp á götum ióhannesarborgar vegna verkfalls f imm þúsund svartra verkamanna Um það bil helmingur af svörtum starfsmönnum sem vinna hjá stjórn- völdum í Jóhannesarborg í Suður- Afriku á uppsagnir yfir höfði sér ef þeir mæta ekki til vinnu. Fimm þús- und starfsmenn eru í verkfalli og þess vegna hefur sorp og annar úrgangur hlaðizt upp á götum borgarinnar. Fulltrúi borgarstjórnar tilkynnti í gær að þeir sem ekki mættu sam- stundis til vinnu yrðu ekki ráðnir aftur hjá Jóhannesarborg. Hinir svörtu verkamenn hafa nú verið sex daga í verkfalli. Krefjast þeir hærri launa og heimildar til að stofna eigið verkalýðsfélag. Kemur þetta í kjölfar óeirða og ókyrrðar i Suður-Afríku. Nokkrir hafa fallið í óeirðunum og rúmlega fimmtíu manns hafa verið handteknir. Verkfall svartra í Jóhannesarborg hefur einkum valdið erfiðleikum við framleiðslu á gasi, við almennings- flutningakerfið, sorphreinsun og raf- magnsframleiðslu. Stjórnendur í borginni Grahams- town í Suður-Afriku bönnuðu í gær opinberar jarðarfarir. Bannið er rökstutt með því að um síðustu helgi létust þrír í óeirðum sem urðu eftir að svartur unglingur hafði verið jarð- settur. Sá hafði falliði fyrri óeirðum. Billy Carter bróðir Jimmy Carter Bandarikjafurseta við upptöku á viðtali i sjón- varpi. Billy skoðaði leyniskjöl í Hvítahúsinu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.