Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 10
UMSBIAÐW fíiálst, úháð dagblað (Jtgefondi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarf ulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Erna V. Ingolfsuóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrif itofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- orstjóri: Mar E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 5.000. Verð i lausasölu kr. 250 eintakið. Slæmarhorfur Dökkt er framundan í íslenzkum efnahagsmálum. Vandkvæði steðja að í sölu afurða okkar erlendis. Gert er ráð fyrir minnk- andi kaupmætti hjá launþegum og minnkun einkaneyzlu í landinu. Óða- verðbólgan geisar áfram. Þunglega þykir nú horfa um framvindu efnahags- mála í heiminum næstu misseri, segir Þjóðhagsstofn- un. Andstreymið i efnahagsmálum umheimsins kemur á tvennan hátt niður á islenzkum þjóðarbúskap. Annars vegar eru líkur til, að viðskiptakjör okkar við útlönd versni enn í ár um sex prósent til viðbótar tíu prósent rýrnun í fvrra. Meginástæðan er sem fyrr hækkun oliuverðs, en nú bætist við, að verð á innflutt- um vörum almennt virðist einnig munu hækka meira en verð á útflutningsvörum okkar. Ennfremur veldur samdráttur í efnahag Bandaríkjanna þvi, að markaður fyrir Treðfisk hefur dregizt saman og sölutregðu gætir í fyrsta skipti í mörg ár. Samkeppni við fiskafurðir Kan- adamanna fer jafnframt harðnandi á Bandaríkjamark- aði. Meira verður framleitt af blokkfrystum þorskflök- um á næstunni, þar sem betur hefur gengið að selja þau en tlök í neytendaumbúðum. Blokkin er seld mun lægra verði, þannig að þetta felur í sér lækkun á út- flutningsverði i dollurum. Útlitið er verra en verið hefur vegna óðaverðbólg- urinar hér heima, á sama tíma og verð á freðfiski á Bandaríkjamarkaði stendur í stað eða fer jafnvel lækk- andi. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar er sú, að framleiðsla þjóðarinnar vaxi um eitt til eitt og hálft prósent á þessu ári. Þetta kemur ekki fram í auknum þjóðar- tekjum, vegna þess að viðskiptakjörin við útlönd versna. Því má búast við, að þjóðartekjurnar minnki um hálft til eitt prósent, sem þýðir, að þjóðartekjur á hvern iandsmann minnka uin eitt og hálft til tvö og hálft prósent, að raunverulegu verðgildi. Minna en áður verður til skiptanna. Hætt er við. að halli á viðskiptum við útlönd vaxi og verði þrju prósent af heildarframleiðslu þjóðarinnar. Kaupmáttur launa var orðinn þrem prósentum lægri á fyrsta fjórðungi ársins en hann var að meðaltali á fvrra ári. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að kaupmáttur minnki enn og verði í ár að meðaltali sex prósent minni en hann var árið 1979. í þeim tölum er ekki gert ráð fyrir almennum grunn- kaupshækkunum. En grunnkaupshækkanir við minnkandi þjóðartekjur mundu að líkindum reynast skammgóður vermir. Þegar það vex ekki, sem til skiptanna er, eru mestar líkur til, að krónuhækkanirnar fari út í verðlagið og brenni í verðbólgunni. Þjóðhagsstofnun býst við, að þær tekjur, sem fólk hefur til ráðstöfunar eftir skatta, rýrni að kaupmætti um þrjú prósent á þessu ári, eða um fjögur prósent á hvern landsmann. Einkaneyzlan muni minnka um eitt til tvö prósent á árinu. ,,Kreppa” er orð, sem heyrist sífellt meira í um- ræðum. Útlitið er dekkra, en veríð hefur um langt árabil, þegar saman fara ný vandkvæði á erlendum mörk- uðum og linnulaus óðaverðbólga innanlands. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. IHALDSOFLUM VEX FISKUR UMHRYGG — við f orsetaf ramboð Ronalds Reagan hjá repúblikönum íBandaríkjunum Aðalfundi repúblikana, sem hald- inn var i Detroit í Michiganfylki, er nú nýlokið og ríkir nú meiri bjartsýni i herbúðum íhaldsmanna en menn muna til i mörg ár. Bæði hafa skoðanakannanir sýnt að Carter njóti lílils stuðnings meðal kjósenda og auk þess þykir nú gæta mikillar hægri sveiflu í stjórnmálum hér vest- an hafs. Virðist það núna fyrst vera að renna upp fyrir mönnum að Reagan eigi góða möguleika á að verða næsti forseti Bandarikjanna. Seint aðfaranótt 17. júli tilkynnti Ronald Reagan á flokksfundi repú- blikana að hann hefði beðið George Bush, mótframbjóðanda sinn i for- kosningunum, að bjóða sig fram til varaforseta fyrir hönd repúblikana. Nokkur spenna hefur ríkt um þetta mál þar sem óttazt var að Reagan myndi velja sér meðframbjóðanda úr hægri armi flokksins, en það hefði ekki þótt boða gott um árangur flokksins i sjálfum forsetakosningun- um i vetur. Allt fram á siðustu stundu var sá orðrómur á kreiki að Gerald Ford yrði varaforsetaefni Reagans. Hefði Gegn valdi Deilur um hægri og vi.is'ri, einka- framtak eða rikisrekstur, skipta engu höfuðmáli í islen7kum — og vcstræn- um — stjórnmálum. Slíkt er einasta goðsögn, sem frumstæðir menn reyna að halda líft i, oft til þess að viðhalda valdakerfi sinu. Alþýðu- bandalagið leggur ekki til að Hag- kaup skuli þjóðnýtt, og Sjálfstæðis- flokkurinn leggur ekki til að Trygg- ingastofnun rikisins skuli lögð niður. Menn eru sammála um að hagkerfið skuli vera blandað, að ríkisrekstur, samvinnurekstur og einkarekstur skuli dafna hlið við hlið. Ef frá eru taldir nokkrir sérvitring- ar, þá eru menn svo sammála um þessar staðreyndir, að deilur um þessi efni verða innantómar og hjákát- legar. En eru þá pólitískar deilur úr sögunni? Er allur ágreiningur fyrir bi? Ekki aldeilis. Kokkteilpartí Hugsum okkur kokk t eilpart í. Verkalýðsforinginn er sjötugur. Þar standa þeir i einni kös og rabba, for- stjóri Áfengis- og tóbaksverziunar rikisins (ríkisreksturinn), forsljóri Eimskips (einkaframtakið), forstjóri SÍS (samvinnuhugsjónin). Þar gætu 'einnig verið forseti Alþýðusamtak- anna og foringi vinnuveitendanna. Þar úir og grúir af forustufólkinu, til hægri og vinstri. Þar stirnir á orðurn- ar sem þetta fólk hefur veitt hvert öðru. Og sannleikurinn er sá, að þetta fólk á meiri sameiginlega hagsmuni en hitt, sem skilur það að. Hegðunin er lik . Áhugamálin eru svipuð. Hugsum okkut tvo ágætismenn. forstjóra Áfengis- og tóbaksverzl- unar ríkisins og forstjóra Eimskips. Annar er forstjóri fyrir ríkisfyrir- tæki, sem hefur einokunaraðstöðu nteð mikið selda vöru. Hinn er for- stjóri einkafyrirtækis, sent að visu hefur notið ómældrar vináttu vin- veitts rikisvalds. Dytti einhverjum i Röðafleikja Þegar kosið er til þings eða stjórn- ar í lýðræðislöndum er von kjósenda að þeim takist að velja sér hæfa og farsæla stjórnendur. Vald kjósend- anna sjálfra varir aðeins meðan kosn- ing fer fram. Sérhagsmunahópar geta þó oft haft talsverð völd í gegnum sín samtök. Á það spila framboðskandi- datar þegar þeir eru að gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum. Reynslan af þeim er því miður ekki Ijós fyrr en þeir eru sestir í valdastóla og er þá oft tilviljunum háð hvernig þeir kunna að reynast. Ég leyfi mér að bregða hér upp nokkrum sýnishornum af þvi hve is- lenskir stjórnendur hafa oft reynst- skammsýnir og ráðvilltir þegar i valdastóla er komið. Keflavíkur- flugvöllur Þegar Bandaríkjaher leysti Breta af hólmi við hervarnir á tslandi í siðustu heimsstyrjöld, var þeirra fyrsta verk að byggja flugvöll á Suðurnesjum. Þeir voru glöggskyggnir á hvar væri Kjallarinn ÞóröurHalldórsson besta og varanlegasta flugvallarstæöi á suðvesturhorni landsins. Það má segja, að með byggingu þess flugvallar hafi hornsteinninn það þá verið í fyrsta skipti sem fyrr- verandi forseti byði sig fram til vara- forseta i USA. Úr þessu verður þó ekki og þá aðallega vegna þess að Ford hafði lýst því yfir að hann myndi ekki sætta sig við þau tak- mörkuðu völd sem varaforseta- embættið hefði veitt honum. En þótt frjálslyndir menn í Repú- blikanaflokknum andi nú léttar, þegar einn úr þeirra hópi er orðinn varaforsetaefni Reagans, þá er það Ijóst að hægri armur flokksins hefur hafl tögl og hagldir i samningu Kjallarinn Vilmundur Gylfason hug að annar væri tákn vinstri- mennskunnar í landinu, en hinn tákn hægrimennskunnar? Er eitthvað i háttum, fari eða hugmyndum, sem gefur slikt til kynna? Auðvitað ekki. Ætli áhugamálin og framgangur allur séu ekki nauðalík. Rikisforstjórinn er verið lagður að því utanlandsflugi sem íslendingar starfrækja með stórum farþegaflugvélum. Óhætt er að fullyrða að sá flugvöll- ur hefði aldrei orðið til fyrir ramm- leik islendinga sjálfra og þeir þar með aldrei orðið samkeppnisfærir á almennum flugleiðum. Eftir að Atlantshafsbandalagið var stofnað og íslendingar tóku upp varnarsamning viö Bandarikin ósk- aði varnarliðið leyfi islenskra stjórn- valda til að byggja varavöll á austan- verðu Norðurlandi. Fyrir tilverknað þeirra sem harðast stóðu gegn her- vörnum á Íslandi var slíkt leyfi ekki veitt. Hvað hefur þetta kóstað íslend- inga? í Atlantshafsflugi með nútima flugvélum, sem lenda á íslandi, verður að hafa varavöll fyrir Kefla- víkurflugvöll. Þar sem enginn slikur er til á landinu verða vélar á leið milli Evrópu og Ameríku að fljúga með auka eldsneyti til að geta komizt til Skotlands, eða annarra staða, sé Keflavíkurflugvöllur lokaður vegna veðurs. Nú er það svo, að um þriðjungur af því eldsneyti sem þarna er flutt aukalega fer í að flytja þennan auka- þunga. Því sem þá er brennt til einsk- is (væri varaflugvöllur fyrir hendi) skiptir milljónatugum króna árlega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.