Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980.
Skattstjórinn
/ Re ykjanesumdæmi
Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí
1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum,
um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á
þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkæmt 1. gr.
greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt
6. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld
sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skatt-
aðila hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum
skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli
1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni
hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar
auglýsingar.
Hafnarfiröi 31. júli 1980.
Skattstjörinn í Reykjanesumdæmi.
Sveinn Þórðason.
Tilsölu Vohm árg. 1954
Selst hæstbjóðanda. Upplýsingar í sima 42469.
Starfsmaður óskast
Orkustofnun óskar að ráða starfsmann til
efnagreininga í rannsóknarstofu stofnun-
arinnar.
Uppl. um starfið gefur Hrefna Krist-
mannsdóttir deildarstjóri í síma 83600 á
milli kl. 9 og 12 f.h.
Orkustofnun.
BINDINDIS-
MÖTIÐ. • •
FÖSTUDAGUR:
• DiikéUk
. '*>
LAUGARDAGUR:
• Tivolt, lolkir fyrtr bðrn og ungmonni
• ökulalkni '80 I umi|6 BFÖ
• DomUikir, tvor hliámivoltir
• Vorbaldur
SUNNUDAGUR:
• Flalgiitund
’ Bornatlmi
• Barnadant
* Skommtldagikrá um kvðldið
* DantUiklr, tvcar hl|6mivaitlr
Galdrakarlar og Eccó
Mótsgjald kr. 10.000.- fyrir 12 ára og eldri.
Frítt fyrir yngri börn.
Feröir frá Umferöarmiöstööinni föstudag kl. 20.00
og laugardag kl. 13.00.
Fargjald báöar leiöir kr. 8.500.
RAFSUÐUVELAR
MARGAR GERÐIR
RAF8UÐUVÍR, ALLAR TEGUNDIR
LOG8UÐUVÍR, ALLAR TEGUNDIR
SPÓLIVlR, STAL-KRÓM-ALUMINÍUM
FÚNVÍR
d
wm
BolhoM 6. Slmi 84377.
Guðni Jónsson & Co. auglýsir
FRAMRUÐU?
Ath. hvort við getum aðstoðað.
;híb^\ Isetningar ú staðnum.
BÍLRÚÐAN
er þetta hjól til sölu, vél
Axiel 1936 stell 250 cc
mabs 1936. Hjólið er gang-
fært. Tilboð óskast. Til
sýnis í Fjöðrinni hf., Skeif-
unni 2 frá kl. 8—6. Úpplýs-
ingar í síma 75213 kl. 7—
8.30 á kvöldin.
Free tíme skór
Stær0ir36—40. Verð kr. 24.900.-
Stærðir 41-45. Verð kr. 26.900.-
Litur: Natur-Beige.
Kvikmyndun
Gíslasögu hef st
ímarz:
„Erfittað
finna
ósnortið
landslag”
— segirÁgúst Guð-
mundsson kvik-
myndagerðarmaður
„Það er verið að vinna í handritum
og við höfum farið víða um Vestur-
land og Vestfiröi. Það eru bara
óskaplega fáir staðir á landinu
ósnortnir af mannvirkjum, hvort sem
það eru símalínur, skurðir eða sveita-
bæir. Það er auðvitað gott að hægt er
að notfæra landið til að lifa af þvi, en
s.vona i tengslum við það að erlend
kvikmyndafélög hafa sýnt landinu
áhuga sem góðu kvikmyndatöku-
landi þá er rétt að vekja athygli á því
hve fáir staðir á landinu eru
nýtanlegir í kvikmyndir,” sagði
Ágúst Guðmundsson í samtali við
DB er hann var spurður um hvernig
gengi með undirbúning fyrir töku
myndarinnar Gíslasögu.
„ Við skoðuðum Haukadal þar sem
Gísli var fæddur. Nú er búið að
byggja Haukadal og landsiagið þar er
alls ekki eins og það var. Vetrartökur
munum við taka í marz og halda svo
áfram í júní og ljúka myndatöku
næsta sumar,” sagði Ágúst.
Ágúst var að því spurður hvort al-
mennur áhugi væri hér á landi fyrir
fornsögumyndum og svaraði hann
því til að svo væri örugglega. „Ég er
alveg sannfærður um að svo er. Svo
er annað mál hvort myndin er ein-
hvers virði. Það þýðir ekkert að gera
hundleiðinlega mynd, myndin verður
að vera góð og ég stefni að því að
geragóðamynd.” v
- ELA
Erfittað
komast úr
landi
— fyrreneftir
verzlunarmannahelgi
Erfitt er að komast úr landi núna um
þessa helgi. Flugvélar Flugleiða til
Norðurianda og Bandaríkjanna eru
allar þéttskipaðar fólki og eru dæmi til
þess að fólki hafi verið sagt að ekki
væri laust pláss fyrr en að 10 dögum
liðnum.
í allt sumar hefur verið auðvelt að
komast með örstuttum fyrirvara til
Norðurlanda en þar eð margir hafa
hugsað sér að nýta hina löngu helgi,
sem verzlunarmannahelgin er, fylltust
allar vélar þessa daga. Mikið er um af-
pantanir aftur þannig að farskrárdeild
Flugleiða ráðleggur fólki að láta skrá
sig á biðlista.
Ameríkuflugið hefur verið mikið
notað í allt sumar. Auðvelt hefur þó
verið að komast á milli Keflavíkur og
Luxemburg en erfitt að komast þaðan
vestur. Alltaf er þó hægt að komast um
helgar þar eð þáeru aukaferðir. -DS
Kalítúnum
á Ströndum
Sláttur er nýlega hafinn i Árnes-
hreppi og er spretta í meðallagi. Tals-
vert kal er í túnum, en norðanátt hefur
verið hér sl. daga og rigning. Kemur
rigningin sér afar illa ef hún stendur út
hundadagana, því bændur setja mest-
allt hey sitt í súrhey og þarf það að vera
grasþurrt svo það verkist vel og verði
gott fóður.
- Regina, Gjögri.