Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR31. JÚLÍ 1980. A-Þjóðverjar unnu eftirframlengingu Austur-Þjóðverjar urðu i gær ólympíumeistarar i handknattleik karla eftir geysi-spennandi úrslitaleik við Sovétríkin. Leiknum varð að framlengja. Jafnt var i hálfleik 10—10 og Þjóðverjarnir virtust stefna i sigur. Staðan 20—19, þegar 20 sek. voru eftir. En rett tyrlr lokin var dæmt víti á þá. Alexander Anti- pilogov, 2.05 m og hæsti leikmaðurinn i keppninni, jafnaði. Þá var framlengt í 2x5 mín. Antipilogov náði forustunni fyrir Sovét en Frank Wahl jafnaði mcð glæsilegu langskoti. Hann var markhæstur í leiknum með sex mörk. Síðan skoraði Hartmund Kruger úr vítakasti og Hans-Georg Beyer, bróðir Udo kúluvarpara, skoraði með glæsiskoti. 3—1 fyrir A-Þýzkaland. Þegar 50 sek. voru eftir skoraði Anti- pilogov úr vítakasti og spennan var gifurleg. Fimm sekúndum fyrir leikslok reyndi Alexander Karshake- vich skot af stuttu færi en markvörður Þjóðverja, Wieland Schmidt varði stórkostlega. A-Þjóðverjar því sigurvegarar 23—22. í keppninni um þriðja sætið vann Rúmenía Ungverjaland 20—18. Gull Júgóslava íkörfuknattleiknum Júgóslavar unnu nokkuð öruggan sigur á ítölum í úrslitum körfuknattleiks karla á ólympiuleikunum í gær. Sigruðu 86—77 og sigruðu því í öllum leikjum sínum í keppninni. Staðan var mjög jöfn í fynri hálf- leik þar til í lokin, að Júgóslavarnir skoruðu fimm stig í röð. Náðu fimm stiga forskoti þar. 42.37 í hálf- leik. í síðari hálfleiknum var sigur þeirra ekki í hæltu. Þetta er i fyrsta sinn, sem Júgóslavía verður ólympiumeistari i körfuknattleiknum — hlaut hins vcgar silfur á leikunum í Montreal 1976 og Mexíkó 1968. í úrslitum körfuknattleiks kvenna sigraði sovézka liðið með yfirburðum. Vann Búlgaríu 104—73. Alexeyev mistókst þrívegis í snörun Meistarinn mikli í lyftingunum, Vasily Alexeyev, 38 ára, ólympíumcistari í yfirþungavigt 1972 og 1976, lauk iþróttaferli sinum á heldur sviplegan hátt á ólympiuleikunum i Moskvu i gær. Mistókst þríveg- is að snara 180 kg og var þar með úr keppninni. Áhorfendur bættu honum upp vonbrigðin að mestu leyti. Klöppuðu vel og lengi og hrópuðu nafn kapp- ans eftir að hann var úr leik. Vasily vegur 161 kg — þyngstur keppenda. Keppinautur hans, Sultan Rakhmanov, Sovét, snaraði hins vegar 195 kg og setti nýtt heims- og ólympíumet. Síðan jafnhattaði þessi 30 ára risi frá Ubekistan i Asíu 230 kg, 237,5 kg og að lokum 245 kg. Sigraði með yfirburðum. Samtals 440 kg. Jurgen Heuser, A-Þýzkalandi, varð i öðru sæti með 410 kg. Pólverjinn Tadeusz Rutkowski þriðji með 407,5 kg. Síðan komu Rudolf Strejcek, Tékkóslóvakíu, 402,5 kg. Bohusalv Braum, Tékkóslóvakiu, 397,5 kg og og sjötti varð Francisco Mendez, Kúbu, með 395 kg. Robert Skolimowski, Póllandi, lyfti samtals 385 kg og Talal Najjar, Sýrlandi, 362,5 kg. Fleiri luku ekki keppni og meðal þeirra, sem féll úr var Joukko Leppa, Finnlandi. Kúbumenn fá tíu verðlaunapeninga Tíu hncfaleikakappar frá Kúbu hafa tryggt sér rétt í undanurslit hnefaleikakeppninnar á ólympiuleik- unum. Þeir fá allir verðlaun þvi keppendur i undan- úrslilunum fá 3ju verðlaun þó þeir tapi. En Kúbu- kapparnir stefna á gullið, ekki sizt Teofilo Stevenson í þungavigtinni. Á leikunum í Montreal fékk Kúba 8 verðlaun í boxinu — Bandarikin sjö. aðeins einn Kúbumaður er úr leik í Moskvu — Jorge Ilernand- ez, ólympíumeistarinn i fluguvigt i Montreal. Hann tapaði fyrir Miroshnichenko, Sovétrikjunum. Ólympíumet Barbel Wochel, A-Þýzkalandi, setti nýtt ólympíumet, þegar hún sigraði örugglega i úrslitum 200 m hlaups kvenna á ólympíuleikunum í gær. Bætti metið mjög. Það var 22.37 sek., sett 1976, og reyndar átti hún það sjálf. Hljóp þá sem Barbel Eckert — og í 50 km kappgöngunni sigraði 25 ára Austur-Þjóðverji, Hartwig Gauder frá Erfurt. Úrslit: 1. Barbeda Wochel, A-Þýzkal. 22.03 2. Natalia Bochina, Sovét, 22.19 3. Merlenc Otley, Jamaíka, 22.20 4. Romy Miiller, A-Þýzkal., 22.47 5. Katryn Smallwood, Bretl., 22.61 6. Beverly Goddard, Bretl., 22.72 7. Denise Boyd, Ástralíu, 22.76 8. Sonia Lannaman, Bretlandi, 22.80 1. Hartwig Gauder, A-Þýzkal. 3:49.24 2. Jorge Llopart, Spáni, 3:51.25 3. Yevgeny Ivchencko, Sovét, 3:66.32 4. Bent Simonsson, Svíþjófl 3:57.08 5. Vyacheslav Fursov, Sovét, 3:58.32 6. Jose Marin, Spáni, 4:03.08 7. Stanislaw Rola, Póllandi, 4:07.07 8. W’illi Sawall, Austurriki, 4:08.25 Allan Wells, Bretlandi, sigrar í 100 m hlaupinu á ólympiuleikunum i Moskvu. Silvio Leonard, Kúbu, lengst til hægri, fékk sama tima og Wells 10,25 sek. Heimsmet í stangarstökki - landamir heklur slakir —Hreinn varð í tíunda sæti í kúluvarpinu og Óskar ellefti, nokkuð frá sfnu bezta Stórárangur náðist í frjálsíþrótta- keppninni á ólympiuleikunum í gær. Eins og við var að búast komust þeir Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobs- son ekki í alfremstu röð i kúluvarpinu — urðu að láta sér nægja tíunda og ellefta sætið. Þeir voru talsvert frá sínu bezta. Þar sigraði Sovélmaður- inn Vladimir Kiselyov og selti nýtt ólympiumet, 21.35 m en ólympiumeist- arinn frá 1976, Udo Beyer, varð að láta sér nægja þriðja sætið. Pólverjinn Wladyslaw Kozakiewiccz, sem slasaðist illa fyrir ári, setti nýtt heimsmet i stang- arstökki. Bætti met Frakkans Houvion um einn sentimetra. Stökk 5.78 metra en felldi síðan 5.82 m. Það kom á óvart, að Frakkinn Vigneron, sem fyrr í sumar hafði sett heimsmet, 5.75 m, komst ekki yfir 5.65 m. Volkov, Sovét- ríkjunum, og Slusarski, Póllandi, deildu með sér öðru sætinu I stangar- stökkinu. Þeir Kozakiewicz, Vokov, Slusarski og Houvion komust yfir 5.65 m en felldu allir í tveimur fyrstu tilraununum við 5.70 m. >á ákvað Pólverjinn að reyna næst við 5.75 m en hinir þrír felldu 5.70 í þriðju tilrauninni. Hins vegar sveiflaði Kozakiewicz sér yfir 5.75 m. Setti síðan heimsmet. Áhorf- endur settu talsverðan svip á stangar- stökkskeppnina. Voru með mikil læti, þegar mótherjar Volkov stukku en síðan var dauðaþögn, þegar þeirra maðurstökk. Í hátalara baðstarfsmað- ur áhorfendur að haga sér betur og hafði það talsverð áhrif. í kúluvarpinu hafði Kiselyov, 23ja ára, nokkra yfirburði og setti nýtt ólympíumet. Kastaði 21.35 m í síðustu tilraun sinni. Eldra ólympiumetið átti Komar, Póllandi, 21.18 m frá Munch- en-leikunum. Óvænt úrslit urðu í 400 m hlaupinu, þar sem Viktor Markin, Sovétríkjun- um, sigraði á frábærum endaspretti. Setti nýtt Evrópumet 44.60 sek. Ástra- líumaðurinn Mitchell komst framúr Austur-Þjóðverjanum Frank Schaffer á síðustu metrunum. Hljóð á 44.84 sek. en Þjóðverjinn varð þriðji á 44.87 sek. í fjórða sæti kom svo ólympíumeistar- inn frá Montreal, Kúbumaðurinn Alberto Juantorena á 45.09 sek. í kúluvarpinu tókst þeim Hreini og Óskari ekki að verða meðal átta fyrstu og fengu því aðeins þrjú köst hvor. Hreinn kastaði fyrst 19.55 m — síðan 18.99 og 19.16 m en Óskar byrjaði með 19.07 og gerði síöan ógilt. íslandsmet Hreins, 21.09, hefði þarna nægt til silf- urverðlauna en meiðsli hafa mjög sett strik í reikninginn hjá honum tvö síð- ustu árin. Úrslit urðu þessi: Kúluvarp: 1. Vladimir Kiselyov, Sovét, 21.35 2. Alex. Baryshnikov, Sovét, 21.08 3: Udo Beyer, A-Þýzkalandi, 21.06 4. Reijo Stahlberg, Finnl., 20.82 5. Georffrey Capes, Bretlandi, 20.50 6. Hans JUrgen A-Þýzk 20.32 7. Jaromir Vlk, Tékkóslóv., 20.24 8. Vladimir Milic, Júgóslavíu, 20.07 9. Anatoliy Jaroch, Sovét, 19.93 10. Hreinn Halldórsson, ísland, 19.55 11. Óskar Jakobsson, ísiand, 19.07 12. Jean-Pierre Egger, Sviss, 18.90 Stangarstökk: 1. Wladyslaw Kozakiewicz, Póll. 5.78 Jón Diðriksson varð sjöundi í 4. riðli 1500 m hlaupsins 1 gær, hljóp á 3:44.4 mín. en Steve Ovett náði beztum tíma. Undanúrslit verða i dag — úrslitin á laugardag. Keppnin i riðlunum. 1. rUML 1. Josc Marajo, Frakklandi 3:43.9 2. Mehdi Aidet, Alsír, 3:43.9 3. Dragon Zdravkovic, Júgósl. 3:44.0 4. Stephen Cram, Bretlandi, 3:44.1 5. Pavel Yakovlev, Sovét, 3:44.2 6. Manuel Abascal, Spáni, 3:44.7 7. Mopeii Molapo, Lesotho, 3:55.5 8. Al Shammari, Kuwait, 3:57.6 9. Santos Vicente, Mozabique, 3:58.7 10. Filbert Bayi, Tanzania k/e 2. riðill 1. Andreas Busse, A-Þýzkal. 3:44.3 2. Vitaly Tishchenko, Sovét, 3:44.4 3. Josez Planchy, Tékkósl. 3:44.4 4. Alexandre Gonzales, Frakkl. 3:44.6 5. Pierre Deleze, Sviss, 3:44.8 6. HaileZeru, Eþiópiu, 3:45.7 7. Abder Morcelli, Alsír, 3:46.0 2. Konstantin Volkov, Sovét, 5.65 2. Tadeusz Siusarski, Póll. 5.65 4. Philippe Houvion, Frakkl. 5.65 5. Jean-Michel Bellot, Frakkl., 5.60 6. Mariusz Klimczyk, Póllandi, 5.55 7. Thierry Vigneron, Frakkl., 5.45 8. Sergei Kulibaba, Sovét, 5.45 9. Tapani Haapakoski, Finni., 5.45 10. Miro Zalar, Svíþjóð, 5.35 11. Brian Hooper, Bretlandi, 5.35 12. Rauli Pudas, Finnlandi, 5.25 8. Sant Kumar, Indlandi, 3:55.6 9. Ishmael Mhaladi, Botswana, 3:39.1 10. G. Branche, Sierre-Leone 4:03.9 11. Damien Dagboe, Benin, 4:15.3 3. riöM. 1. Vittorio Fontanella, ít. 3:40.1 2. Sebastian Coe, Bretl. 3:40.1 3. Antti Likkanen, Finnl. 3:40.5 4. Luis Gonzales, Spáni, 3:40.9 5. Jose Campos, Portúgal, 3:41.3 6. Raymond Flynn, írlandi, 3:42.0 7. Nigusse Bekele, Eþiópía, 3:45.8 8. Archfel Musango, Zambia, 3:53.7 9. T. Rakotoarisoa, Malagasi, 3:55.9 10. Quang Khai Le, Vietnam, 4:06.8 4. riðill 1. Steve Ovett, Bretlandi, 3:36.8 2. Jurgen Straub, A-Þýzkal. 3:37.0 3. Robert Nemeth, Austurriki, 3:38.3 4. Vladimir Malozemlin, Sov. 338.7 5. Miroslaw Zerkowski, Póll. 3:39.2 6. Kassa Balcha, Eþíópiu, 3:43.1 7. Jón Diöriksson, íslandi, 3:44.4 8. Derradji Harrek, Alsir, 3:45.3 9. Marzoug Mabruk, Líbiu, 3:54.3 10. Mohammad Makhlouf, Sýrl. 4:00.3 Ovett með bezta tímann GEIR ER MED F0RYSTU — lék á 74 höggum í mf I. í Grafarholti í gærdag „Það var ekki neitt sérlega gott að spila I dag — það gerði hitinn og svo rokið,” sagði Geir Svansson en hann hefur forystu eftir fyrsta daginn í meistaraflokki karla á landsmótinu i golfi. Geir lék 18 holumar i gær á 74 höggum, en næstir honum voru Björg- vin Þorsteinson, GA, og Sigurður Pét- ursson, GR, á 75. Þá var Hannes Ey- vindsson, GR, með 76 högg, Þorbjörn Kjærbo, GS, með 77, Stefán Unnars- son og Óskar Sæmundsson, báðir GR, með 78 högg, Ragnar Ólafsson, GR, með 79 og Sigurður Hafsteinsson, GR, og Sveinn Sigurbergsson, GK, með 80 högg. Þrír dagar eru enn eftir af keppninni í meistaraflokknum þannig að röðin á vafalaust eftir að breytast eitthvað. Það vekur annars athygli að enginn efstu manna leikur á sinni forgjöf — skorið yfirleitt frekarslakt. Jakobina Guðlaugsdóttir, GV, hefur forystuna í mfl. kvenna með 85 högg. Næst henni er svo Ásgerður Sverris- dóttir, NK, með 88 högg. Þá kemur Steinunn Sæmundsdóttir, GR, á 89 höggum og Sólveig Þorsteinsdóttir, GR, 90. í 1. flokki karla hefur Kristinn Ólafs- son, GR, forystu með 77 högg (hann er bróðir Ragnars í mfl.) en næstur er Hans Isebarn, GR, á 82 höggum. Síðan koma þeir Eiríkur Smith, GK, Henning Bjarnason, GR, Ólafur Marteinsson, GK, Guðmundur Þórarinsson, GV og Guðmundur Hafiiðason, GR, allir á 86 höggum. í 2. flokki karla er 36 holum lokið. Þar hefur Sigurður Hólm, GK, forystu með 176 högg. Þá kemur Guðmundur Hjörleifsson, GK, með 178, Jóhann Sveinsson, GR, og Halidór Svanbergs- son, GA, með 179 högg. Keppni í 1. flokki kvenna er vel á veg komin. Þar hefur Guðrún Eiríksdóttir, GR, tekið forystu á 297 höggum. Guðríður Guðmundsdóttir, GR, er næst með 300 högg og þá kemur Elísa- bet Mölier með 305 högg. Nokkuð heitar umræður urðu í gær vegna þess að Björgvin Þorsteinsson fékk að færa stein utan brautar er var i vegi fyrir bolta hans. Greindi menn á um hvort steinninn hefði verið jarðfast- ur eður ei. Sumir sögðu að 75% hans hefði verið niðurgrafið en aðrir voru ekki á sama máli. Engu að síður var honum leyft að færa steininn — ákvörðun sem gæti reynzt stefnumark- Geir Svansson, GR hefur forystuna eftir fyrsta daginn 1 meistaraflokki karla á íslandsmótinu. DB-mynd Þorri. andi í mótinu. Nú er í fyrsta sinn dóm- ari á landsmótinu og fékk hann fljót- lega viðurnefnið Khomeiny á meðal gárunganna. -SSv. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980. 17 Mætti til leiks vopnaður Winst- onpakka og gulu hasarblaði!! —dómarínn átti ekki rauð og gul spjöld en dó ekki ráðalaus. Heyskapur kom í veg fyrír viðureign Reynis og Kötlu og dómaraöngþveiti setur allt úr skorðum fyrir austan Þriðjudeildarpistillinn í dag er í allra lengsta lagi því hvorki fleiri né færri en 7 leikir eru á dagskrá í Austfjarðariðl- inum að þessu sinni. Reyndar er einn þeirra eftirlegukind frá því síðast þar sem hann datt út úr greininni fyrir mis- skilning. Viða gerast kyndugir atburðir í 3. deildinni og skulum við ekki orðlengja þetta frekar heldur vinda okkur í pistilinn. A-riðill Löttir-ÍK 3-1 (2-1) Þetta tap setti allar vonir ÍK um sigur í riðlinum úr skorðum. Reynir úr Sandgerði er nú næsta öruggur um sigurinn og meiriháttar kraftaverk þarf nú til að breyta því. Svavar Guðnason kom Léttismönnum á bragðið að vanda. ÍK sótti þó heldur meira en síðan skoraði Gylfi Árnason aftur fyrir Létti. ÍK-menn gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn fyrir hlé með marki Jóhanns Konráðssonar. í síðari hálfleiknum voru Léttis- mennirnir ágengari allan tímann og bættu þriðja markinu við undir lokin. Var þar að verki Hafliði Loftsson — fyrsta mark hans í sumar. Þess má geta til gamans að Hafliði var ll. maður- inn, sem skorar fyrir Létti í sumar. markið i byrjun seinni hálfleiks og staðan var allt i einu orðin 2-3 — að vísu Grindvíkingum í vil, en Stjarnan lék undan vindinum svo þeir voru til atls vísir. Gekk hvorki né rak um stund hjá heimamönnum, en svo slapp Jósef Ólafsson inn fyrir Stjörnuvörnina og var brugðið. Hann skoraði siðan sjálfur úr óumdeilanlegri vítaspyrnu og bætti öðru við skömmu siðar. Við þessi tvö mörk misstu Stjörnupiltarnir móðinn, en þeir Einar Jón Ölafsson og Ragnar Eðvaldsson bættu einu marki við hvor, svo að lokatölurnar urðu 7-2. Annars virtust Grindvíkingar ætla að „salta” Stjörnuna áður en stundar- fjórðungur var liðin af leiknum, þegar þeir skoruðu þrjú mörk á þremur minútum, eða á 12., 13. og 14. mínúlu. Það fyrsta skoraði Jósep Ólafsson, beint úr horni. Sigurgeir Guðjónsson annað með góðu skoti eftir slæm várnarmistök og Haukur Andrésson það þriðja eftir góða fyrirgjöf — skaut viðstöðulaust af um 15 metra færi. Geir Ingimarsson skoraði fyrra mark sitt rétt fyrir hlé, með því að lyfta knettinum mjög snyrtilega yfir Bjarna markvörð Grindavíkur, sem var eitt- hvað utangátta, þegar varnarmaður ætlaði honum knöttinn. emm. Reynir-Katla Katla gaf Reynismenn áttu von á Kötlumönn- um í heimsókn en ekkert varð úr leik þar sem heyskaparveður var fyrir austan og leikmenn áttu því ekki heim- angengt. Reyndar hafði leiknum verið flýtt til hádegis að beiðni Kötlumanna og peir í Sandgerði voru því brúna- þungir er boð bárust um að Katla mætti ekki til leiks. Óflinn-Hekla Staðan í riðlinum: engar f réttir Reynir 8 7 0 1 36-7 14 ÍK 9 6 0 3 36-22 12 Leiknir 8 4 13 26-11 9 Léttir 9 4 14 22-19 9 Óðinn 8 2 2 4 15-18 6 Katla 9 2 0 7 10-38 4 Hekla 7 2 0 5 9-39 4 Briðill Grindavik-Stjarnan 7—2(3—1) Það fór dálítill hrollur um Grindvík- inga í leiknum við Stjörnuna, þar syðra á laugardaginn, þegar Geir Ingimars- son, Stjörnumiðherjinn, skoraði annað Sigurlás utan Sigurlás Þorleifsson, landsliösmið- herjinn snjalli 1 Vestmannaeyja-liðinu, heldur til Þýzkalands á föstudag en í kvöld leikur hann með félögum sinum í ÍBV á Akranesi. Sigurlás heldur til Dortmund, Siðan til Belgiu til við- ræðna við ákveðið félag. Ekki vildi Sigurlás i gær skýra frá hvaða félag það er. Hann er með sama umboösmann og Atli Eðvaldsson hafði og heldur því fyrst til Dortmund. FÓV. Njarðvlk-Vfðir 0-3 (0-3) Víðir heldur áfram að ryðja brautina fyrir Grindvíkingana á leið þeirra í úr- slitariðilinn — og kannski 2. deildina langþráðu, með því að leggja að velli hættulegustu andstæðingana — eins og Aftureldingu um daginn og núna Njarðvíkinga, en bæði þessi lið gátu ógnað Grindvíkingum og Afturelding getur það reyndar enn, en seinni leikur þessara aðila sker endanlega úr um hvort liðið kemst áfram. Leikur UMFN og Víðis á grasvellin- um í Njarðvík var svo til einstefna á mark UMFN allan leikinn. Tómas Þor- steinsson skoraði strax á þriðju mínútu, og Daníel Einarsson og Guð- mundur Jens Knútsson unnu í samein- ingu að hinum tveimur sem Víðir skoraði á 40. og 41. minútunum, skor- uðu sitt hvor. Víðir sótti einnig meira á móti norðankaldanum i seinni hálfleik og voru oft nærri því að koma knettinum inn fyrir marklínuna, þótt það tækist ekki. Varla er hægt að tala um nokkurt tækifæri UMFN, nema þá helzt þegar Stefán Jónss nátti hörkuskot á Víðis- markið, sem Þorleifur Guðmundsson varði með mikilli fimi og sló knött- inn yfir þverslá. Víðisliðið hefur mikið lagazt í undanförnum leikjum, en það gildir einu, þeir hafa misst af strætis- vagninum þ^'ta sumarið og verða að sætta sig við 3. deildina eitt keDnnis- tímabilið enn. -emm Afturelding-Hveragerði 9—0 -Staðan í riðlinum: Grindavík Afturelding Víðir Njarðvík Grótta Stjarnan Hveragerði 9801 31-9 16 9 6 I 2 24-8 13 9 5 13 26-12 II 8413 15-9 9 8 1 3 4 9-15 5 8 2 0 6 15-29 4 9 1 0 8 7-45 2 C-riðill Skallagrfmur-Vfkingur 4—2 (1 —2) Víkingarnir voru sterkari i fyrri háif- leiknum en i þeim síðari tóku heima- menn öll völd. Gunnar Jónsson skoraði tvívegis — annað úr vítaspyrnu — og bróðir hans, Garðar, bætti tveimur mörkum við. Reynir-Bokingarvik 0—3(0—1) Eina mark fyrri hálfeliksins skoraði Helgi Pétur Guðjónsson úr aukaspyrnu skammt innan við miðlínu. Bolvíkingar tóku lífinu með ró enda voru þeir að spara sig fyrir leikinn gegn Víkingi dag- inn eftir. Þeim tókst þó að bæta tveimur mörkum við í síðari hálfleikn- um og voru þar Kristján Jón og Sigurður Guðfinnsson að verki. Vfkingur-Bokingarvlk 2—2 (0—2) Bolvikingarnir komust í 2-0 eftir aðeins um 20 mínútna leik og skoraði Svavar Ævarsson bæði mörkin. Bolvíkingar sóttu meira í fyrri hálf- leiknum en í þeim síðari snerist dæmið algerlega við. Heimamenn sóttu mjög og tókst loks að jafna með tveimur mörkum Jónasar Kristóferssonar. Síðara mark hans kom skömmu fyrir leikslok. Gestirnir vildu halda því fram að Iöglegt mark hefði verið haft af þeim i fyrri hálfleik en í heildina fékk dómaratrióið frá Akranesi mjög góða dóma enda valinkunnir menn við stjórn. Þetta var því árangursrik ferð hjá Bolvíkingum þó svo að hún hafi verið þeim dýr. Þeir óku á einkabílum báðar leiðir og lögðu af stað snemma á föstu- dagsmorgun. Lætur nærri að þetta sé á milli 6 og 7 tíma akstur hvora leið. Bensínkostnaður því mikill. Að auki eyðilagði einn gersamlega tvö dekk og annar keyrði út af á heimleiðinni og hafnaði í moldarbarði — en hvað gera mennekki fyrir fótboltann? Staðan í riðlinum: Skallagrimur 8 5 3 0 27-I2 I3 Bolungarvík 9 5 2 2 24-16 I2 HÞV 6 3 2 l 17-7 8 Víkingur 7 l 4 2 19-12 6 Snæfell 6 I l 4 Il-l2 3 Reynir 6 0 0 6 3-42 0 -se / hk / hpb / - SSv. D-riðill Árroöinn-Leiftur 1—1 (1—0) Þetta var nú ekki neinn leikur á heimsmælikvarða en heldur voru Árroðamenn sterkari. Þeir náðu for- ystu í fyrri hálfleik með marki Arnar Tryggvasonar úr vitaspyrnu, en Guð- mundur Garðarsson jafnaði fyrir gest- ina undir lok leiksins. HSÞb-KS 3-1 (2-1) Þetta var ágætlega leikinn leikur og KS byrjaði af miklum krafti. Komst í l- 0 snemma i leiknum með marki Björns Sveinssonar. Síðan átti KS skot í stöng rétt á eftir og mark þá hefði getað gert út um baráttuna. Jónas Þór Hallgríms- son er fáum líkur er upp að marki and- stæðinganna kemur og hann bætti stöðuna heldur betur fyrir heimamenn með tveimur mörkum fyrir leikhlé. Hann var siðan aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleiknum með sitt þriðja mark. KS sótti mjög í sig veðrið það sem eftir lifði leiktímans en tókst ekki að minnka muninn. Sigur HSÞ b var því í höfn. Það eru KS, Magni og HSÞ b sem berjast um sigurinn í riðlin- um og allt getur gerzt ennþá. Liðin eiga öll eftir að leika innbyrðis. Árroðinn, hins vegar, hefur algerlega misst flugið eftir góða byrjun og kemur varla til greina. Staðan í riðlinum: HSÞb 6 3 2 l 11-8 8 Magni 6 3 12 15-9 7 Árroðinn 7 2 3 2 10-13 7 KS 6 2 2 2 12-9 6 Leiftur 7 1 2 4 6-15 4 E-riðill U S AH -Dagsbrún 3-3(1-11 Þetta var jafn leikur eins og tölurnar gefa til kynna en heldur var þó Dags- brún nær sigrinum. Mark, sem þeir töldu réttmætt, var dæmt af þeim og til að kóróna allt var Valdimar Freysson rekinn af leikvelli. Mörk USAH: Hafliði Kristinsson, Guðjón, hvers föðurnafnið vantar, og Hafþór Guöfinnsson. Mörk Dagsbrún- ar: Valdimar Freysson, Sigmar Gunn- þórsson og Stefán Stefánsson. Efling-Tindastóll 2-810-3) Það þarf ekki að segja mörg orð um þennan leik. Tölurnar tala skýrustu máli. Tindastóll og Reynir hafa algera yfirburði í þessum riðli. Nær væri að steypa D og E-riðlinum saman í einn til þess að fá eitthvað fjör i þetta en ekki vera að dandalast með tvo riðla, sem engin spenna er í. A.m.k. er spennu- leysið algert í þessum riðli. Mörk Eflingar: Þórarinn Illugason (víti) og sjálfsmark. Mörk Tindastóls: Sigur- finnur Sigurjónsson 2, Bjarni Sveins- son 2, Birgir Rafnsson, Óskar Bjarna- son og Örn Ragnarsson I hver. Eitt markanna var svo sjálfsmark. Staðan í riðlinum: Tindastóll 6 6 0 0 21-3 12 Reynir 6 5 0 1 18-6 10 Efling 7 2 0 5 10-32 4 Dagsbrún 7 115 12-13 3 USAH 6 114 9-16 3 E-riðill Sindri—Hrafnkell 1—210—2) Þetta var mjög jafn leikur og gat farið á hvorn veginn sem var. Sverrir Guðjónsson skoraði tvívegis fyrir Hrafnkel i fyrri hálfleiknum en Magnús Pálsson minnkaði muninn fyrir Sindra í þeim siðari. íþróttir Leiknir-Valur 5-2 (1-1) Leiknismenn sóttu anzi stíft allan fyrri hálfleikinn en sköpuðu sér fá færi er heitið gátu því nafni. Valsmenn komust síðan í l—0 heimamönnum til mikillar skelfingar. Hreinn Ólafsson komst þá í gegnum vörn Leiknis eftir varnarmistök. Síðan var flautað til hálfleiks en fyrir tilstilli glöggra áhorf- enda var dómaranum bent á að 5 mín. væru enn eftir af leiktimanum. Þessar5 min. dugöu heimaliðinu tii að jafna metin með marki Ólafs Ólafssonar. Síðari hálfleikurinn var ekki nema rétt hafinn er hreinsað var duglega frá marki Vals. Knötturinn sveif í stórum boga langt fram á völlinn og yfir vörn Leiknis. Þar var Magnús Guðmunds- son og skoraði 2-l fyrir Val. Aftur fór hrollur um heimamenn. En um miðjan síðari hálfleikinn kom I6 ára unglingur, Unnsteinn Kárason, til sögunnar. Hann jafnaði metin á ný fyrir Leikni með góðu marki og hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Hann var aftui á ferðinni 15 mín. fyrir leikslok og bætti þriðja marki Leiknis við. Ólafur Ólafsson skoraði svo fjórða markið og loks Unnsteinn Kárason það fimmta. Góður sigur Leiknis i höfn en mörkin komu heldur seint að því er mörgum fannst. Súlan-Huginn 1—2(0—0) Þessi viðureign varð allsöguleg og má rekja það beint til þeirra dómara- vandræða er herja á Austurland. Fyrri hálfleikurinn var hálfdaufur en sá síðari var heldur betur fjörugur. Huginsmenn skoruðu þá fljótlega er Kristján Jónsson skoraði með hörku- neglingu af vítateig. Síðan komast Huginn í 2-0 er Aðalsteinn Smari Val- geirsson bætti öðru marki við. Síðan fékk Súlan víti. Jens Einars- son, markvörður og þjálfari liðsins, stikaði þá yfir endilangan völlinn til að framkvæma spyrnuna. Hann hefði betur verið kyrr í eigin marki og látið öðrum framkvæmdina eftir því spyrna hans hafnaði miðja vegu á milli mark- ?úlu og hornstarigar. Gersamlega mis- heppnað víti og Huginsmenn segjast aldrei hafa séð slíka afbrennslu og eru þeir þó orðnir lifsreyndir margir hverjir þar. Ársæll Hafsteinsson, langbezti leikmaður Súlunnar, lagaði síðan stöðuna í l-2 og eftir það fór allt í bál og brand. Rúnar Arnarsson úr Súlunni fékk rauða spjaldið (ekki Winston- pakka þó!) fyrir að gefa einum and- stæðingi sínum vel útilátið spark í afturendann. Meira var hugsað um mann en knött og stympingar urðu nokkrar. Magnús Guðmundsson, Hug- inn, var bezti maður vallarins. Einhorji-Sindri 4-1 (2-0) Einherji sótti nær látlaust allan leik- inn. Aðalbjörn Björnsson skoraði tví- vegis í fyrri hálfleiknum. í síðari hálf- leiknum bætti Kristján Davíðsson þriðja markinu við áður en Grétar Vil- bergsson svaraði fyrir Sindra. Loka- orðið átti svo 17 ára mjög efnilegur bakvörður Einherja, Jón Gíslason. Leiknir-Súlan 1—2(1—01 Þetta var slakur leikur beggja liða í strekkingsvindi. Dómgæzlan var í al- gerum molum en að henni verður vikið siðar. Leiknir lék undan vindinum í fyrri hálfleiknum en engin góð færi sköpuðust fyrr en undir lok hálfleiksins er Stefán Garðarsson skoraði gott niark. Áður hafði Helgi lngason átt fast skot í stöng og þvert fyrir markið. Ekki var langt liðið á siðari hálfleik er Óttar Ármannsson jafnaði fyrir Súl- una upp úr hornspyrnu. Allt var síðan í járnum eftir þetta og voru flestir farnir að sætta sig við jalnteflið. En á 85. mínútu skoraði Ársæll Hafsteinsson sigurmark Súlunnar — kolrangstæður inni á markteig. Nokkur hiti var í mönnum lokakaflann og mikil óánægja með dómgæzluna enda e.t.v. ekki hægt að krefjast mikils af unguin pilti nýkomnum með unglingadómara- réttindi. Það vakti mikla kátinu i þessum leik að hann átti engin spjöld — hvorki gul né rauð. Má rekja þessi dómaravand- ræði til Óla Fossberg, sem ku vera i fýlu út í KSÍ og þar af leiðandi boðar hann ekki dómara á leiki eins og hann á að gera. Er allt knattspyrnulíf á Austurlandi hálflamað vegna þessa og mikil óánægja. Hvað um það, þessi ungi piltur, sem dæmdi á Fáskrúðsfirði dó ekki ráðalaus. Hann fékk bara Winstonpakka að láni svo og gult hasarblað og hélt vopnaður þessu út á völl. Það kom þó aldrei til þess að þetta væri notað en vafalaust hefðu leik- menn, skellt upp úr ef þeim hefði verið sýnt gult hasarblað eða Winston-pakki i stað rauðra og gulra spjalda fyrir grófan leik. Hrafnkell—Huginn 3—2(2—0 ■ Ársæll Kristjánsson kom Hrafnkeli í 1-0 og síðan bætti Þorvaldur Hreinsson öðru marki við. Síðan minnkaði Rúnar Magnússon muninn fyrir Hugin en þá tók Jón Jónasson til sinna ráða. Á 50 metra spretti lék hann á alla vörn Hugins svo og markvörðinn og hætti ekki fyrr en hann hafði þrumað tuðr- unni í netið af örstuttu færi. Undir lokin náði Magnús Guðmundsson aðeins að laga stöðuna lyrir Hugin með marki sem fróðir menn telja að sé með þeim fallegri í Austfjarðaknattspyrn- unni. Bylmingsskot af vitateig, sem söng í netinu. Huginn—SindriO—1 (0—1) Huginn sótti nær látlaust allan leik- inn en tókst bara ekki að skora. Liði, sem skorar ekki hlýtur að refsast fyrir og það fengu Huginsmenn að reyna. Sindri fékk sitt fyrsta færi 5 mín. fyrir leikhlé og skoraði þá og var þar Ragnar Bogason að verki. Sama sagan endur- tók sig í síðari hálfleiknum og rétt fyrir leiksiok munaði minnstu að Sindri bætti við marki. Hörkuskot utan af velli fór í þverslá og niður og Grétar Vilbergsson, helzti markaskorari Sindra, fékk knöttinn í dauðafæri á markteig. Einhvern veginn tókst mark- verði Hugins að bjarga og forða liði sínu þar með frá helmingi stærra tapi. -VS Staðan i riðlinum er nú þessi: Einherji 9 8 10 32-2 17 Huginn 9 4 2 3 15-15 10 Hrafnkell 9 4 2 3 22-24 10 Leiknir 9 4 14 15-14 9 Súlan 10 4 1 5 15-16 9 Sindri 10 4 1 5 12-22 9 Valur 10 0 2 8 12-30 2 Markahæstu menn: Ciísli Davíðsson, Einherja 7 Ólafur Ólafsson, Leikni 6 Óttar Ármannsson, Súlunni 6 Ingólfur Sveinsson, Einherja 6 Sverrir Guðjónsson, Hrafnk. 6 Steindór Sveinsson, Einherja 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.