Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980. 5 Opinberu stofnanirnar láta ekki að sér hæða: Raf magnsveita Rvíkur þver- brýtur ný reglugerðarákvæði — Styttir lokunarf rest á heitu vatnsrennsli úr f imm í tvo daga og hækkar enduropnunargjald ólöglega um 1000 krónur Rafmagnsveita Reykjavíkur virðist ekki álíta að henni beri að fara að lögum. Það álit styðja að minnsta kosti innheimtutilkynningar, sem hún hefur nýverið sent út fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur. DB er kunnugt um notanda sem á dögunum fékk hótunartilkynningu um lokun fyrir heitt vatn í hús sitt. í tilkynningu á prentuðu blaði merktu Rafmagnsveitu Reykjavíkur segir að lokað verði fyrir vatnið, ef greiðsla berist ekki „innan þriggja daga". í nýjustu gjaldskrá fyrir Hitaveitu Reykjavíkur sem gildi tók 10. mai sl. segir hins vegar í 3. kafla 11. grein: „Fyrirætlun um að loka ber að til- kynna með 5 daga fyrirvara . . Annaðhvort hafa Rafveitumenn ekki nennt að hafa fyrir því að fletta upp nýlega útgefinni reglugerð, eða þeir brjóta vísvitandi reglugerðina, sem ein hefur réttmæti laga. í sömu hótunartilkynningu er gjaldanda bent á, að gjald fyrir enduropnun sé 6600 krónur. Hefur á hótunartilkynningunni verið strikað yfir prentaða upphæð enduropn- unargjalds en ný upphæð stimpluð á hótunartilkynninguna. í sömu reglugerðargrein og áður er hér vísað til stendur hins vegar orð- rétt: „Allan kostnað af lokun og opnun á ný grciðir sá, sem vanskilum veldur kr. 5.656 hverju sinni.” Svona skýrt er þetta í nýsettri reglugerð. En Rafmagnsveitu Reykjavíkur virðist í léttu rúmi liggja, hvað lögin segja. Ekki liggur Ijóst fyrir hversu mörgum sinnum RR hefur innheimt ólöglegt gjald af not- endum hjá Hitaveitunni. Sá notandi sem áðurnefnda hót- unartilkynningu fékk greiðir reikn- inga fyrir heitt vatn sem byggðir eru á áætlun. Afar auðvelt á að vera að gera áætlanir um notkun heits vatns þegar sama fjölskyldan býr í húsinu ár eftir ár. Dagleg notkun í því húsi sem áðurnefnd hótunartilkynning um lokun var send hefur á tveggja ára tímabili verið 3,06 tonn. í áætlun er greiðanda gert að greiða 3,43 tonn á dag. Samkvæmt rennslismæli vantar nokkuð upp á að hann hafi notað það vatnsmagn sem hann er þegar búinn að greiða. En hótun um lokun lætur samt ekki á sér standa. Þannig getur húsráðandi sem lokað er hjá verið búinn að greiða fyrir talsvert vatnsmagn sem hann er ekki búinn að fá! Á þennan hátt fá Rafmagnsveita Reykjavikur, og Hitaveita Reykja- víkur væntanlega líka, vaxtalaus lán hjá almenningi. Telja menn að það sé m.a. slíkt fé sem Rafmagnsveitan hyggst nú nota til að reisa 1700 milljóna kr. hús í Ármúla og er þar svo í borið að sérsmíði verður á mótum hverrar hæðar og síðan sér- smíði á öllum frágangi, eins og DB greindi nýlega frá. Bréf mun nú á leiðinni til iðnaðar- ráðuneytisins þar sem vakin er athygli á reglugerðarbrotum Raf- magnsveitunnar. Bætist iðnaðar- ráðuneytið þá í þann hóp ráðuneyta sem svara þarf fyrir ólöglega inn- heimtu opinberra stofnana. - a St SIGHVATUR EKKI í LÁNSFJÖDRUM „Það er ekki rétt að ég hafi reynt að fá lánuð kjólföt til að vera við innsetn- ingarathöfnina i Alþingishúsinu,” sagði Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður er hann kom að máli við DB vegna fréttar i blaðinu í gær um kjól- fataleysi hans. „Ég geng ekki í láns- fjöðrum og finnst ekki ástæða til að eignast slíka múnderingu sem kjólföt til þess eins að nota þau fimmtán mínútur af ævi minni,” sagði Sig- hvatur. Ekki mætti líta svo á að hann væri að sýna hinum nýja forseta litils- virðingu með því að mæta ekki, sízt af öllu, heldur væri tiltekið í boðskortinu að menn ættu að mæta í kjólfötum, þau ætti hann ekki til, vildi ekki fá þau lánuð og hefði ekki hug á að eignast þau. - BH Spá Þjóðhagsstofnunar fyrirárið 1980: Einkaneyzlan minnkar í fyrsta sinn síðan 1975, segir í spá Þjóðhagsstofn- unar um afkomu íslendinga í ár. Fjárfestingin vex hins vegar talsvert eftir samdrátt síðustu tvö árin. Einkaneyzlan minnkar líklega um 1—2 prósent á árinu. Kaupmáttur kauptaxta launþega var 3 prósent minni á fyrsta fjórð- ugni þessa árs en hann var að meðal- tali í fyrra. Þjóðhagsstofnun spáir enn minnkun kaupmáttar á árinu, þannig að hann verði 6 prósent minni en á árinu 1979. Dökkt útlit Vísitala framfærslukostnaðar hækki um 50—55 prósent frá upp- hafi til loka ársins, og meðalhækkun milli ára verði um 58 prósent. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á hvern mann verði um 4 prósent minni í ár en í fyrra. Þjóðarframleiðslan vaxi um I —1,5 prósent í ár. Viðskiptakjörin við út- lönd rýrni um 6 prósent til viðbótar 10 prósent rýrnun í fyrra. Megin- ástæðan er sem fyrr hækkun olíu- verðs, en nú bætist við, að annað inn- flutningsverð virðist einnig munu hækkameira enverðá útflutningi. Vegna versnandi viðskiptakjara við útlönd gæti farið svo, að þjóðar- tekjur á mann minnki um 1,5—2 pró- sent á árinu. Við bætist, að horfur eru á, að halli á viðskiptum við útlönd fari vaxandi á árinu og gæti numið 3 pró- sentum af þjóðarframleiðslunni í ár. 1 skýrslu Þjóðhagsstofnunar, sem stuðzt er við að framan, er ekki gert ráð fyrir grunnkaupshækkunum á ár- inu. - HH OPNAÐIIMORGUN VÖRIJVMRKAÐ • I # mzmmmm vERsammiÐsröD MIÐVANGUR 41 I 1 I Fast viðHafi iarfiarðarveginn\ Til Hafnarfjaróar ^— u § —) Til Reykjavikur Reykjavikurvegur SÉRHLBOÐ í tilefni opnunarinnar verða ýmsar vörur á afarhagstœðu verði m.a. KJÖTVÖRUR, KAFFI, ÁVEXTIR ÁVAXTASAFI OG PAPPÍRSVÖRUR Góðaðkeyrsla, nœg bílastæði VERSWMRMIÐSIOÐ M1DVANGI41

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.