Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980.
1---------
Raof»rhöfr> 48.042
Höfn,Homaf.31.«K2
Þorlákshöfn
Hvernig má ná úr
myglublettum?
Lítil þjónusta ískiltagerð:
Verður að koma
til þess að panta
Hanna Kristjánsdóttir á Eskifirði
hringdi og sagðist hafa verið svo
óheppin að fá myglubletti í útsaum-
aða dúka hjá sér. Dóttir sín hefði sett
á milli þeirra rakt handklæði, sem
hún hefði ekki tekið eftir.
Það er mjög erfitt að ná úr myglu-
blettum, en við vonum að Hönnu
takist það. Hér eru nokkur ráð sem
niætti reyna.
Tegund efnis:
öll efni sem má þvo. Hreinsiefni
súrmjólk og l tsk salt í hvern lítra eða
vínsýra l msk í l dl af vatni, síðan
salmíakvatn á eftir (l tsk salmíak-
spíritus í l dl af vatni.
Öll efni sem má bleyta. Hreinsiefni
brintoverilte.
Hvítl lín (hör) og baðmullarefni.
Hreinsiefm bleikivatn (I tsk í I dl
vatn) síöan natriumtiosúlfat. Lita-
eyðir.
Aðferðir:
Látið efnið liggja í súrmjólk í I—2
sólarhringa. Vínsýra. Látið flikina á
stöðugt borð. Hafið gljúpt hand-
klæði eða þerripappír undir. Látið
blettina snúa að undirlaginu, ef hann
liggur aöeins á yfirborði efnisins og
hreinsið blettinn frá röngunni.
Salmíaksvatn hefur góð áhrif á blett-
ina. _ '
Þegar notað er brintoverilte eða
bleikivatn skal mynduð tota á efnið
og því haldið á hreyfingu þar til blett-
urinn er horfinn.
í öllum tilfellum skal skola vel á
eftir.
Sigríður Haraldsdóttir húsmæðra-
kennari hcfur tekið saman bækling
um blettahreinsun og hann er hægt
að fá hjá Kvenfélagasambandi
íslands, Leiðbeiningarstöð hús-
mæðra.
Hreinsiefnin sem um er rætt er
hægt að fá i apótekum. Þar er einnig
hægt að fá upplýsingar um hvernig
ná megi úr blettum. - EVI
Halldóra Ásmundsdóttir skrifar:
Ég bý í fjölbýlishúsi utan Reykja-
víkur og vantaði á dögunum þrjú litil
skilti að setja upp á hurðir íhúsinu.Á
tveim þeirra átti að standa Bama-
vagnageymsla en Reiðhjólageymsla á
einu þeirra. Hugðist ég panta slík
skilti i Reykjavík þar eð ég taldi ekki
annars staðar hægt að fá þau og
sækja svo við tækifæri. Ég hringdi
fyrst í gömlu góðu Skiltagerðina á
Skólavörðustíg. Þar var mér sagt að
verzlunin væri nú hætt að selja skilti
og vísað á Skiltagerðina Ás handan
götunnar. Þjónustan eða öllu heldur
þjónustuleysið sem ég fékk þar er til-
efni þessa bréfs.
Þeir hjá Ási sögðust fúsir að búa til
handa mér skilti en til þess þyrfti ég
að koma til þess að panta þau og
borga inn á. Þetta þótti mér skrítið
og spurði hvort skiltin væru það dýr
að verzlunin þyrði ekki að taka þá
fjárhagslegu áhættu að búa þau til
handa mér gegn greiðslu er ég kæmi í
bæinn. Nei, skiltin áttu að kosta
svona 6 þúsund krónur samtals. Ekki
var því áhættan mikil og næsta lík-
legt aö þó ég reyndist skúrkur hinn
mesti og sækti aldrei skiltin min væri
hægt að selja þau öðrum. Slík skilti
eru i nær hverju einasta fjölbýlishúsi.
Ég sagði því eins og er að þetta þætti
mér ekki góð þjónusta. Búðarmaður-
inn benti mér þá á að leita annað,
sem ég og reyndi. En aðrir skilta-
gerðarmenn reyndust allir vera i
sumarfrii.
Nú bý ég ekki langt utan Reykja-
víkur og get því skroppið í bæinn til
þess að panta mér skilti. En mér
finnst það óþarfa vantraust á fólk,
t.d. úti á landsbyggðinni, að geta
ekki tekið niður pantanir þess í síma.
Með þvi að taka niður nafn,
fæðingardag, nafnnúmer og heimilis-
fang má tryggja að ekki sé verið að
Ijúga að fyrirtækinu. Ég hygg lika að
fólk sem pantar sér skilti, eins og
flestar aðrar vörur, ætli sér að leysa
þau út. Af hverju Skiltagerðin Ás
treystir sér ekki til þess að inna af
hendi jafnmikla þjónustu og margar
aðrar verzlanir gera skil ég hins vegar
ekki.____________
Við ræddum við Steinunni Ólafs-
dóttur i Skiltagerðinni Ás. Hún sagði
að ef það þyrfti að hafa símaþjón-
ustu upp á pantanir þyrfti að hafa
fleira fólk, en Skiltagerðin Ás væri
fáliðuð.
Steinunn sagði að það væri alveg
ótrúlegt hvað fólk gæti verið óheiðar-
legt hvað það snerti að panta skilti og
láta búa til hin ýmsu nöfn á, síðan
væri ekki komið til þess að sækja
þau. Ósótt skilti væru hjá sér i hrönn-
um. Bæði fyrir einkaaðila og aðra.
Það hefði því verið tekin upp sú
stefna, til þess að gera ekki upp á
milli neinna viðskiptavina, að taka
ekki við pöntunum í síma. Hins vegar
væri tekið við skriflegum pöntunum
utan af landi.
Það var hætt við að taka við simapöntunum á skilturn vegna slæmrar reynslu af
þeim viðskiptum. Þetta er aðeins smáhluti af þeim sem hafa ekki verið sótt og í
þeim liggur vinna og fjármunir. Sumir af þeim sem hafa pantað i póstkröfu hafa
aldrei fundizt á þeim stöðum þar sem þeir hafa sagzt eiga heima.
DB-mynd Einar.
Ferðalangar leita upplýsinga úr heimilisbókhaldi
Að venju er víðtæk þátttaka í
heimilisbókhaldi okkar og afar mis-
munandi eyðsla á heimilum. Ýmislegt
kemur til, þegar talan er mjög há,
eins og mikill gestagangur eða keypt
er óvenju mikið í frystikistuna.
Við fáum alls konar upphringingar
vegna heimilisbókhaldsins.
Ferðalangar sem staddir eru hér
hringja og vilja fá að vita hvað það
kostar að eiga salt í grautinn á
Íslandi. Þeir sem hugsa um að flytja
hingað til landsins kalda og eru hér til
að kanna aðstæður leita líka eftir
þessum upplýsingum hjá okkur.
Það er því mjög nauðsynlegt að allt
sem eytt er sé nákvæmlega skráð hjá
þátttakendum okkar í heimilisbók-
haldinu.
Þeir sem eru nýbyrjaðir að taka
þátt í því hafa lýst ánægju sinni með
það. Segjast fylgjast miklu betur með
í hvað peningarnir fara.
- EVI
50,437
Rateyri
Táfknsfjör,
58.448
Vopnmfjiýreur 38 997
Grurvaarfjorður 34.5gg
Seyðisrffcjrðtir
50.564
Hjörður 41.431
Hveragerði 35.409 f
~j -■■ Kópavogur
Garður 36.6f8
Sandgerði 43.519
Keflav8< 40.565 ~JT Vogar 41.476
Njarðvlk 23.010
Vsstmannaeyjar 26.578
DB a ne ytendamarkaði