Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. lagábeitilandi „Landmannaafrétt- saT | ur er hrein auðn” —segir Guðni á Skarði, sem telur að við blasi allsherjarsmölun á af rétti Sunnlendinga „Mér lízt afar illa á ástandið þarna innfrá. Afrétturinn er hrein auðn, sérstaklega að sunnanverðu. Ég á ekki von á því að núlifandi Rangvell- ingar eigi eftir að sjá Landmannaaf- rétt eins og viö þekktum hann áður,” sagöi Guðni Kristinsson bóndi á Skarði í Landssveit þegar Dagblaðið hafði samband við hann í gær. Þá var Guöni nýkominn ofan af Land- mannaafrétti til að kanna ástand hans eftir að Hekla spúði yfir hann ösku í miklum mæli. Bændur í Rangárþingi smöluðu sunnanverðan Landmannaafrétt í gær, enda er þar ekki stingandi strá lengur að hafa fyrir skepnur. Guðni taldi að jafnfallið gjóskulag á beiti- löndum i Sölvahrauni og sunnan Valafells væri um 25 sm. „Það er bágt að sjá hvernig starf Landgræðslunnar á þessum slóðum. er að engu oröið. Þarna liggur land- græðslugirðing úr Sölvahrauni inn að Tungnaá og búið að bera mikiö fræ og áburð á úr flugvél. Nú er þar auðnin ein. Kindur sem við sáum virtust hafa ruglazt í tilverunni við öll ósköpin. Þær voru á einhverju veigri fram og aftur. Gosefnin höfðu setzt í ullina og ef þær ráfa lengi um verða þær sárfættar. Með réttu lagi hefðu fjallferðir orðið eftir einn mánuð. Ég á von á því að hreppsnefndir hér komi saman á morgun eða alveg á næstunni og ræði hvað gera skuli. Mér sýnist liggja við að þurfi að halda upp í alls- herjar smölun strax,” sagði Guðni á Skarði. Fréttir bárust frá Landmannahelli nokkru vestan Valafells og Heklu í gær. Þar var jörð hálfsvört af vikur- falli. Þá bar eitthvað á öskuregni i Guðni Kristinsson á Skarði: „Ég á ekki von á að núlifandi Rangvellingar eigi eftir að sjá Landmannaafrétt eins og hann var áður.” Mynd: GTK Landmannalaugum, þeim fjölsótta ferðamannastað. Þar er talið einna litskrúðugast landslag á íslandi. - ARH Þegar er Ijóst að Heklugosið hefur valdið bændum miklu tjóni. Eru þó öll kurl ekki komin til grafar. Næstu daga verður vandlega fylgzt með mengun af völdum flúors. Niðurstöður rannsókna á þeim sýnum sem þegar hafa borizt sýna að flúorinn er yfir hættumörkum. DB-mynd: Jón Sævar. FLÚORINN YFIR HÆTTUMÖRKUM — Kálmeti, berog fjallagrösþarfað þvofyrirneyslu Flúormagn í grassýnishornum sem mæld hafa verið í kjölfar Heklugossins eru allverulega yfir hættumörkum. Hefur flúormagniö mælzt frá 700— 3000 milligrömm í hverju kílógrammi, sem er líkt og í gosinu í Skjólkvíum 1970. Samstarfsnefnd rannsóknarstofnana um flúorrannsóknir áætlar að hætta sé á eitrunaráhrifum hjá búfé á ösku- menguðum afréttum. Líklegt sé að fé sé í svelti og renni til byggða. Þá er bent á að mjólkurkýr á bæjum þar sem orðið hefur verulegt öskufall ætti að hafa á gjöf þar til flúormengun hefur minnkað. Neyzla afurða af búfé á öskufalls- svæðum er hættulaus. Kálmeti, ber og fjallagrös þarf að þvo vel áður en þeirra er neytt. - ARH Bændur þurfa ef til vill að láta kýr standa inni vegna öskufalls í Eyjafirði: Fólkflúði úrberjamó — þegar öskurigningin hófst á sunnudaginn „Margir bændur höfðu samband við mig á sunnudagskvöldið og vildu ráðgast um hvort rétt væri að hleypa kúnum út eftir mjaltirnar. Það voru örugglega einhverjir sem létu kýrnar standa inni og sumir þurfa ef til vill að grípa til þess að láta kýr standa alveg inni að minnsta kosti til að byrja með,” sagði Ágúst Þorleifsson dýralæknir á Akureyri í samtali við DB í gærdag. Verulegt öskufall var viða á iNorðurlandi á sunnudagskvöldið fá- einum klukkustundum eftir að Hekla fór að bylta sér. f Eyjafirði áttu menn i erfiðleikum með að vera úti undir beru lofti þegar mesta öskurigningin var. Fréttir bárust af fólki sem flúði úr berjamónum vegna þessarar óvæntu uppákomu. Segir berjatínslu- fólk að nú sé illmögulegt að tina ber þar sem öskurykið situr sem fastast á þeimogöllum gróðri. „Mér þótti það með ólíkindum mikil aska sem barst hingað,” sagði Ágúst Þorleifsson. „Við bíðum frétta af niðurstöð- um flúorrannsóknanna þeirra fyrir sunnan. Fyrirsjáanlegt er þó strax að þetta veldur miklum erfiðleikum við skepnuhald. Auk mögulegrar flúor- mengunar getur askan valdið meltingartruflunum í skepnum. Það virðist þurfa mun meira en hressilega rigningu til að þvo óþverrann af gróðrinum. Ef reynt er að þvo öskuna af trjám með vatni úr slöngu er eins og hún klessist á blöðin. ’ -ARH. Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli. yUMFEROAR RÁÐ Virkjanimar í engri hættu „Virkjanir, Búrfell, Sigalda og Hrauneyjafoss, eru engan veginn í hættu, enda er um 10 km loftlína frá Búrfelli til gosstöðvanna og hraun- rennslið er ekki í þá áttina,” sagði Ing- ólfur Ingólfsson í Búrfellsvirkjun í samtali við DB í gær. Ingólfur kvað enga gjósku hafa fallið á Búrfell. Þar sem áttin hefði verið af norðaustan og austan ætti Sigalda að sleppa við gjóskufall í bili. „Ég býst ekki við að til neinna rafmagnstrufiana komi strax, en liklegt er að einhver skömmtun verði upp tekin,” sagði Ingólfur Ingólfsson. - SA Hekla, þú ert hlálegt fjall að haga þér si svona Fréttamenn eru ósparir á lýsingar- orðin þegar þeir reyna að lýsa látun- um i Heklu gömlu; Stórkostlegt, ægi- fagurt, ógnvekjandi, hrikalegt. Ekki mátti síður heyra skrautleg orð hrökkva af munni fjölmargra ferða- manna við rætur fjallsins á sunnu- dagskvöldið. Hér áður fyrr þótti léttúð að láta í Ijósi hrifningu af fegurð meinvættar- innar. Menn tengdu gjarnan nafn Heklu við hörmungar; skelfingu og dauða.KJg þaðfkki að tilefnislausu. Erlendir „fræðimenn” fyrr á öldum sögðu kynjasögur af íslandi. Hekh kóm oft við sögu. Þá var hún gjarnan kynnt sem rangali úr sjálfu helvíti — jafnvel aðalinngangurinn. Kennimenn kirkjunnar gripu til Heklu þegar mikið lá við að hræða almúgann til guðspekilegra lífernis. Þeir þóttust hafa yfir að ráða far- miðum aðra leiðina til heljar serh átti að neyða inn á þá sem stunduðu ókristilegt líferni. Þjóðsögur Jóns Árnasonar greina frá viðureign prests eins sem Magnús hét við drauginn Höfðabrekku-Jóku. Séra Magnús tók til bragðs að kveða ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON yfir Jóku til að reyna að koma henni til réttra heimkynna: Heklugjá er heljar krá, henni gusar eldur frá. Stofuna þá ég stefni þér á, stað skaltu engan betri fá. Þetta hreif. Draugsi hvarf og hefur ekki sézt síðan. Marga ábúendur jarða á Suður- landi hefur Hekla leikið grátt um dagana. Það er því tæplega undarlegt að eftirfarandi húsgangur kæmist af stað og gengi á milli manna: Hekla þú ert hlálegt fjall, að haga þér si svona. Einatt kemur öskufall, úr þér gamla kona. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.