Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. • .......... BOÐSKAPUR BISKUPS Kjallarinn Oddur A. Sigurjónsson Varla fer milli mála, að flestum er okkur ljóst, að brátt muni líða að næsta biskupskjöri. Annars er ekki ætlunin með þessum línum að blanda sér neitt í þau mál. Eflaust verða nógir til þess, sem meira hafa til brunns að bera í kirkjulegum efnum. Hitt er meir, að ástæða væri til að jhlýða á og gaumgæfa þann boðskap, [sem biskup kynni að hafa að flytja Jþjóðinni rétt um leið og hann sleppir höndum af sínu háa embætti, því fremur sem hann hefur verið talinn í fremstu röð kirkjuhöföingja okkar á síðari tímum. Á liðnu vori var saman kvaddur fundur skálda og ýmissa kirkjunnar þjóna í Skálholti til þess að ræða um skáld og trú. Ætla má að mergur málsins, sem um var fjallað, birtist í 2. hefti Kirkjuritsins, nýútkomnu. í formála ritsins er þess sérstaklega getið sem ánægjulegs viðburðar, að rétt um sama leyti hafi verið hvað harðastar deilur skálda og rithöfunda um starfslaun þeirra, sem hafi þó ekki blandast í umræður. Víst verður ekki séð, hvort klerkdómi vorum I hefur komið þetta á óvart, en þá lík-l lega ánægjulega á óvart. Þetta leiðir hugann að atburði, sem gerðist á kirkjuþingi fyrir nokkrum árum. Klerkar höfðu rætt opinskátt um fjárhagsörðugleika sína og sam- þykkt allmargar tillögur þar til úr- bóta. Þingi var að ljúka, þegar merk kona — kirkjuþingsfulltrúi — kvaddi sér hljóðs og spurði svo: „Hvernig er það, trúir enginn hér á Guð? Ég hefi ekki heyrt um annað talað hér en peninga!” Fátt varð um svör og samkundan leystist upp í skyndingu. Skáldverk Það liggur ekki á lausu, hvort blessaður herra biskupinn hefur nýlega öðlast innblástur, né þá hvaðan, enda má það liggja milli hluta. Vera má Jíka, að hér séu að brjótast út einhver sárindi að loknu ævistarfi, sem hafi — þrátt fyrir allt — ekki skilað því, sem hann vildi. Ekki veit ég. Það er hins vegar merki- leg fræðsla hjá biskupi, að biblian sé einskonar skáldverk svokallaðra spá- manna, sem annað enn meira skáld (Guð) hafi kippt upp í fangið á sér eitt andartak og sýnt þeim í svip staf- rófið á sínu máli, svo að þeir gætu kennt það frá sér. Auðvitað kemur okkur ekki á óvart, þó biskupinn telji okkur dauðlega menn verk, eða skáldverk, heimshöfundarins. Við getum náttúrlega glaðzt yfir því að fá að vita, að við séum ekki komma, punktur, strik, eyðufylli eða hortittir, ekki einu sinni hálfkveðin vísa, hver og einn. En þvi miöur má nú víst ekki setja hér Amen eftir efninu, því nú tekur fyrst að dökkna í álinn. Það kemur nefnilega í ljós, að samt eru i skáld- skapnum „hortittir og blekslettur og braglýti. Ótrúlega skrýtin fingraför, herfilega ljót reyndar. Og meiningar- laus, brjálæðislegar runur af and- styggilegum skáldskap og margar klessurnar blóðflekkir.” Hvað veldur? En biskupinn blessaður er nú ekki alveg á nástrái, jafnvel þótt við áður upptalinn ósóma bætist „rím- spjöll og prestavillur”. Líklega á mönnum að skiljast, að honum hafi snögglega verið kippt upp í fang alheimsskáldsins og hafi beint eftir því: „Ég get aðeins sagt þér það, að manneskjan mín fór út af laginu.”.......,Þú ert undir áhrif- um, það má líkja þeim áhrifum við tungu nöðrunnar, við laumulega háttu höggormsins. Þú hefðir getaö og gætir varað þig, en nú er komið sem komið er. Og sjálfur berðu ábyrgð á því, hvernig fer um söguna þina. . . blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðinni, þú átt sökina.” Já, þar fékkst þú aldeilis í skall- ann, karl minn og reyndar kerling mín líka. Reyndar gætu nú einhverjar skæðar tungur, máske „nöðrunnar” eða þá „höggormsins” e.t.v. lesið út úr þessum himinsenda boðskap herra biskupsins, án þess að nota nokkrar hártoganir, svona dálítið fínlega fluttar ádeilur á himnaföðurinn fyrir misheppnaða sköpun mannkindar- innar. En það er svolítið meira blóð i kúnni. „Manneskjan út af laginu" Varla verður hjá því komizt að benda aðeins á viðhorf herra biskups- ins til þeirrar tíðar, sem hann hefur alið allan sinn aldur í og haft andlega forsjón um lengi vel á landi hér. Þar segir svo: „Aldrei og hvergi verður vor .óskáldlega tið, vor andlega gelda tíð ámátlegri í öllu sínu yfirlæti en þegar hún í alsælu einfeldninnar er að jórtra tuggurnar, sem nautfé síðustu aldar og aldamótanna síðustu skyrpti út úr sér, þegar það óð slefandi yfir kirkjukenningar og bibliubókstaf, hafandi skilning nautsins á því djúp- vísa táknmáli, sem Biblían talar, og dogmur kirkjunnar reyndar líka. Það er fátæk tíð og vond tið, að ég nú ekki nefni hvílík guðfræðileg megurð það er og sálarhor, að geta ekki skilið skáldamálið í þeirri helgu ritningu, sem hefur blásið betur að glóðum allra lista en nokkur önnur ritning, nokkurt annað ritsafn, nokkur annar áhrifavaldur yfirleitt í allri sögu mannanna.” Svo mörg eru þau orð. Ja. Er .það nú nokkur furða þó ýmislegt gangi úrskeiðis meðal ófull- kominna manna fyrst aðalspá- maður okkar, að ekki sé nú talað um „alheimsskáldið” hafa horft á það aðgerðalausir „að manneskjan mín fór út af laginu?” Þvi, þótt guðdóminum sé sleppt. 1 hvaða stað hefur komið niður eiðsvarin viðleitni okkar sálu- sorgara, ef ástandið er 1 líkingu við ræðu herra biskupsins? Er það ekki sálarheill okkar, sem þið hafið tekið að ykkur að gæta? Berið þið þá enga ábyrgð á, ef við misstígum okkur, t.d. vegna takmarkaðs skilnings, sem litt hefur verið reynt að glæða? Herra biskupinn hefur talað. Von- andi friðþægir það honum að hafa r lokin hellt úr skálum reiði sinnar eins og englarnir í Opinberunarbókinni. Oddur A. Sigurjónsson. SÆTTUM VID OKKUR VID LÉLEGA SAMNINGA? Nú hefur tekist samkomulag milli ríkisins og BSRB, sem viö BSRB- félagar verðum beðnir að sætta okkurvið. Er það svo sjálfsagt? Eigum við að gera það vegna ástandsins í þjóðar- búinu? Eigum við að gera það vegna þess að samkomulagið færir okkur það mikið af því sem krafist var í kröfugerðinni, að við getum verið tiltölulega ánægð? (Peningalega gerði kröfugerðin ekki meira en að leiðrétta undangengið kjararán ). Eigum við að sætta okkur við sam- komulagið vegna þess að ekki er nokkur leið til þess að ná betri samningum? Kröfugerðin og niðurstöflur Það er til lítils að setja fram kröfu- gerð ef ekki er miðað við að ná því fram sem krafist er. Strax eftir að kröfugerð BSRB var lögð fram var henni hafnað af ríkinu og það með þvílíku að neitað var nánast að ræða hana. Viðbrögð samninganefndar BSRB voru þau, strax og samningar loksins hófust, að bakka með kröf- urnar. Ráðherra bauð félagsmála- pakka og engar launahækkanir. Við- brögð BSRB voru þau að hlaupa til og leggja mesta áherslu á að ræða félagsmálakröfur. Þar á undan hafði ríkisvaldið algerlega hunsað allar við- ræður við BSRB í meira en hálft ár. Þannig var það í raun sá aðilinn sem kröfunum var beint að sem stýrði ganginum í viðræöunum. Enda var af hálfu BSRB aldrei gerð raunveru- leg tilraun til þess að leggja þrýsting að ríkinu. Á forystumönnum BSRB mátti alltaf skilja að til aðgerða, svo sem verkfalla, yrði ekkigripið. Kröfugerð BSRB hlýtur að vera slík að hún tekur mið af kjörum félaga innan BSRB, enda var lagt af stað með slíka kröfugerð, sem miðaði að því að bæta félagsmönn- um upp undangengið kjararán og fá viðurkenningu á ýmsum félags- og réttindamálum, sem flest eru almenns eðlis og viðurkennd fyrir annað launafólk i landinu. Mörg þessara félags- og réttindamála kosta ríkið ekki krónu, enda þótt ríkið hafi notað þau kirfilega sem spilapening i þessu pókerspili sem kjarasamningar nú eru orðnir. Rýr eftirtekja Þegar upp er staðið eftir rúmt ár frá því að samningur BSRB og ríkis- ins féll úr gildi með tillögu að nýjum samningi er staðreyndin sú að eftir- tekjanerrýr. í fyrsta lagi er launahækkunin hvergi nálægt því sem krafist var. í öðru lagi eru verðbótaákvæðin í engu lik því sem farið var fram á í kröfugerðinni, þ.e. óskertar verð- bætur miðað við vísitölu. Um þetta var gerð samþykkt á sið- asta BSRB-þingi, sem lýsti afstöðu þingfulltrúa, spegilmyndarinnar af heildinni í BSRB(?), til þess að hverfa ekki frá fullum verðbótum á launin í samningunum. I þriðja lagi eru samningarnir ekki afturvirkir, þ.e. þeir gilda ekki frá því að hinn lög- boðni tveggja ára samningur rann úr gildi 1. júlí 1979. Verkfallsvopnifl frœga Það gekk ekki svo lítið á hér á vor- dögum 1979 þegar taka átti af okkur 3% grunnkaupshækkun í skiptum fyrir félagsmál, þ.á m. rýmri verk- fallsrétt. Ein af höfuðröksemdum þeirra sem vildu skiptin, þ.á m. forystu BSRB, var sú að við stæðum svo miklu betur með verkfallsréttinn i höndunum þegar að samningum kæmi og þá næðum við þessum 3% aftur til baka. Þá var verkfallsréttur- inn notaður sem vopn gegn um- samdri grunnkaupshækkun. Það væri ekki úr vegi að spyrja þessa sem lofuðu ágæti verkfallsrétt- ar vorið 1979, hvers vegna þeir hafi guggnað á því að beita þó þeim rétti sem við höfum núna. Ég held að sú rás atburða og at- burðaleysis undanfarinna mánaða hafi sýnt vel að ekkert af alvöru lá að baki hinna hástemmdu yfirlýsinga um sterkari stöðu í samningunum, bara að við hefðum fullan verkfalls- rétt í höndunum. Þetta og annað sem sagt var og gert voriö 1979 sýndi Kjallarinn Albert Einarsson aðeins að til er hugsun meðal forystu- manna í samtökum launafólks.sem miðar allt við hagsmuni þjóðarbús og atvinnurekstrar, en ekki við afkomu' launfólksins og fjölskyldna þess. Mér sýnist sú samningafæðing sem nú hefur séð dagsins ljós staðfesta þetta enn betur. Það er til lítils fyrir verkalýðsfélög og samtök launafólks að ráða yfir verkfallsrétti ef ekki fylgir þeim rétti sá hugur að kunna að fylkja félags- mönnum að baki þessum rétti og nota hann þegar nauðsyn krefur. Þegar viðsemjandi okkar í BSRB, ríkið, hefur sýnt af sér þvílíka ósvífni að hunsa viðræöur mánuðum saman og bætir svo ofaná allt með smánar- tilboði, þá mætti ætla að nauðsynlegt sé að gripa til verkfallsréttarins — það er jú eina vopnið sem við höfum til að beita verulegum þrýstingi. Til slikra aðgerða kom ekki, fyrst og fremst vegna þess að forysta okkar í BSRB vildi ekki í verkfall. Hvafl skal nú gera? Nú fáum við almennir félagar BSRB sjálfsagt að greiða atkvæði um samningana. Forysta BSRB kemur til funda við okkur og kynnir afraksturinn og hvetur okkur til að sætta okkur við þetta þó ekki sé það eins mikið og krafist var. Samningurinn býður ekki upp á al- gert núll. En segja má að hann sé að mestu leyti skammtaður af ríkisvald- inu og svo settur örlítill toppur á til þess allt liti út eins og rikið hafi verið beitt þrýstingi. Forysta BSRB er ekki til sjálfrar sln vegna heldur eru þetta í raun þjónar í höndum okkar BSRB- félaga. Þeir verða að vinna eins og meirihluta okkar þóknast. Við getum þess vegna sent þá út i nýja samningalotu með því að fella samningstilboðið í atkvæöagreiðsl- unni. Ég hef þá trú að slíkt yrði ekki til hins verra að því skilyrði uppfylltu að við fáum nýja forystu. Annað- hvort að þeir sömu forystufulltrúar okkar, sem við höfum, taki sig saman og láti hug sinn allan að baki rétt- mætri kröfugerð okkar og þeim vopnum sem við höfum yfir að ráða, eða þá nýir fulltrúar komi til sem eru þess búnir að fylkja félögum BSRB til samstöðu um baráttu fyrir því að ná a.m.k. til baka kjararáni undan- genginna ára ásamt þeim sjálfsögðu réttindum sem við ættum fyrir löngu að vera búin að fá viðurkennd ef lýðræðið væri svo sem oft er gumað af. Albert Einarsson kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.