Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. TO YOTA-SALUR/NN Nýbýlavegi 8 (í portinu) , °*>'d AUGLÝSIR: ** 7-s. Arg.Ekinn km. Verð Toyota Cressida 4ra dyra 78 91 þús. 5,5 Toyota Cressfda 4ra dyra 78 46- 5.7 foyota Cressida station 78 30- 5,5 Toyota Cressidu station 78 46- 6.5 Toyota Carina CrandLux 78 36- 5.1 Toyota Corolla 74 95- 2.4 Toyota Corolla 75 81- 2,8 Toyota Corolla 79 6- 5.5 Toyota Corolla KE20 76 65- 3.3 Toyota Corona Mark II 77 50- 4,5 Toyota Carina 4ra dyra 76 65- 3.9 Toyota High Ace sendibíll IMikið endurnýjaður) 74 116- 2,9 TOYOTASALUR/NN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍMI44144. LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölugjaldi fyrir apríl, maí og júní 1980, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1980, skoðunargjaldi og vátryggingaið- gjaldi ökumanna fyrir árið 1980, gjaldföllnum þungaskatti af dísilbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sér- stökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráning- argjöldum. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. I5. ágúst 1980. íþróttakennara vantar við Grunnskólann á Hellissandi. Upplýsingar veitir skólanefndarformaður í síma 93- 6605. Lögtaks- úrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla Það úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjaldsseðli og skattreikningi 1980, er falla í eindaga hinn 15. þessa mánaðar og eftirtöldum gjöldum álögðum á einstaklinga árið 19801 Keflavík, Grindavik, Njarðvík og Gullbringusýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkjugjald, kirkjugarðs- gjald, slysatryggingatjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, llfeyristryggingargjald skv. 25 gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingargjald, launaskattur, skipaskoð- unargjald, lesta- og vitagjald, bifreiðaskattur, slysatryggingargjald öku- manna, vélaeftirlitsgjald, skemmtanaskattur og miðagjald, vörugjald, gjöld af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjald, gjald til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og útflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna, skipulagsgjald af nýbyggingum, gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti ársins 1980 svo og nýálögðum hækkunum söluskatts vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Ennfremur nær úrskurð- urinn til skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til ríkissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar verði þau eigi aðfullu greidd innan þess tlma. Keflavlk, 14. ágúst 1980 Bæjarfógetinn i Keflavf k, Grindavík og Njarövik, Sýslumaðurinn i Gullbringu- sýslu. Líbýa: UPPREISN GERD GEGN GADDAFFÍ — hundruð manna særðog fallin í átökum þar sem líbýskar hersveitir reyna að berja uppreisnina niður með aðstoð austur-þýzkra hemaðarráðgjafa Samkvæmt heimildum sem voru taldar öruggar í París í gærkvöldi hafði verið lýst yfir hernaðarástandi í Líbýu vegna uppreisnar sem brotizt hafði út meðal hermanna í borginni Tobruk. Samkvæmt sömu heimild- um höfðu hundruð særzt og fallið í bardögum þar sem hersveitir trúar Líbýustjórn reyndu að berja niður uppreisnina með aðstoð austur- þýzkra hernaðarráðgjafa. Fregnir hafa borizt um að ýmsir liðsforingjar og óbreyttir hermenn meðal uppreisnarmanna hafi farið yfir landamærin til Egyptalands og leitað þar hælis. Sagt er að hernaðar- átök eigi sér enn stað á Tobruk svæðinu. Austur-þýzkir hernaðar- ráðgjafar hafa verið í Líbýu nokkur undanfarin ár. Líbýa hefur verið undir stjórn Gaddaffís og manna hans síðan í september árið I969 er konungi landsins var steypt af stóli. Þá var Gaddaffí aðeins 27 ára að aldri. í fyrstu stjórnaði hann sem æðsti maður 12 manna herforingjaráðs en á siðasta ári hefur Gaddaffi staðið einn við stjórnvölinn og stjórnað í nafni fólksinsj landinu. Frá Líbýu berast þær fregnir að ráðamenn þar segi allar fregnir um uppreisn í Tobruk vera lygar og fals. Gaddaffí leiðtogi Líbýu hefur á undanförnum árum verið helzta stoð og stytta ýmissa öfgahópa í heimin- um. Auk þess hafa útsendarar hans staðið fyrir morðum á landflótta Libýumönnum viðs vegar um heim- inn. Stjórnvöld i Libýu bera a móti því að nokkur uppreisn hafi verið gerð gegn stjórn Gaddafis i landinu. Erlendar fréttir HEIMSÞINGSFARAR JUNIOR CHAMBER Vegna ferðar á heimsþingiö I Japan og annarra landa i Aslu er áriðandi að koma sem fyrst á heilsugœzlustöðvar til nauðsynlegra hólusetninga og afgreiða ónœmisaðgerðir tlmanlega. OSAKA-nefnd JCÍ Lóðaúthlutun í Keflavík Byggingarnefnd Keflavíkur óskar eftir umsóknum í einbýl- ishúsalóðir í Heiðarhverfi, 4. áfanga. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Skilafrestur er gefinn til 15. ágúst 1980. Byggingafulltrúi. Afgreiðsla í miðbænum Gott fólk óskast til afgreiðslustarfa í miðbænum með pyls- ur og gosdrykki. Vaktavinna eða dagvinna. Góðfúslega leggið nöfn og símanúmer ásamt helztu upplýsingum og fyrri reynslu á auglýsingadeild DB merkt: „Afgreiðsla— 999” sem fyrst. REUTER Jafntef li líklegt íþrettándu skákinni Allar líkur eru taldar á því að þrett- ándu einvígisskák þeirra Viktors Kort- snoj og Lev Polugajevski ljúki með jafntefli. Tefldu þeir skákina i gær og fór hún i bið eftir að Polugajevski hafði leikið biðleik í 44 leik. Staðan i einvíg- inu er nú sex vinningar gegn sex. Fari svo að stórmeistararnir verði jafnir eftir fjórtándu einvígisskákina, sem tefld verður á miðvikudaginn, munu þeir enn leika tvær skákir í viðbót. Fari svo að enn verði jafnt eftir sextán skák- ir vinnur Kortsnoj þar sem hann varð fyrri til að vinna skák í einvíginu. Mexikóborg: Fyrsti panda- bjöminn kafnaði Fyrsti ungi pandabjörns sem fæðzt hefur á eðlilegan hátt í dýragarði lézt í gær í dýragarðinum í Mexikóborg. Unginn náði aðeins átta daga aldri. Talsmenn dýragarðsins segja að augljóst sé að móðirin hafi óvart valdið því að ungi hennar kafnaði. Foreldrar ungans, pandabirnimir tveir, komu til Mexikó árið 1975 frá Kína Voru þeir færðir þáverandi forseta landsins að gjöf. Washington: Billy Carter til yfirheyrslu Sérstök þingnefnd sem rannsakar tengsl Billys Carter bróður Bandaríkja- forseta við Líbýu hefur ákveöið að kalla Billy fyrir síðar í vikunni. í dag mun félagi forsetabróðurins í viðskipt- um, Henry Coleman, en hann fór með hpnum til Libýu árið 1978, standa fyrir máli sínu. Auk þess verða ýmsir starfsmenn fyrirtækja sem verið hafa í eigu Carter fjölskyldunnar yfirheyrðir af þingnefndinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.