Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 24
Alþýðuflokksmenn mættu ekki á fund meirihlutaflokka í bæjarstjóm
Kópavogsígær:
MERIHLUTASAMSTARF
HANGIR A BLAÞRÆDI
— „Á ekki von á klof ningi í meiríhlutanum,” segir Bjöm Ólafsson frá
Alþýðubandalagi
„Við höfum ekkert að gera inn á
meirihlutafund á meðan staðan sem
upp kom á síðasta bæjarstjórnar-
fundi hefur ekki verið rædd við okk-
’ar fólk,” sagði Guðmundur í morgun
er hann var spurður um ástæðu þess
að hann og Rannveig Guðmunds-
dóttir, bæjarfulltrúar Alþýðuflokks í
Kópavogi, „skrópuðu” á fundi
meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn
sem haldinn var i gær eins og venja er
á mánudögum. Guðmundur visaði til
þess að í kvöld er fundur í bæjar-
málaráði Alþýðuflokks og fyrr
a.m.k. ,,engin ástæða til aðmæta”.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti
á föstudaginn að kaupa jörðina Fífu-
hvamm fyrir 790 millj. kr. Samstarfs-
aðilar Alþýðuflokksins í meirihlutan-
um; Alþýðubandalag og Framsókn-
arflokkur, samþykktu kaupin með
stuðningi Sjálfstæðisflokks og
Guðna Stefánssonar fulltrúa „sjálf-
stæðisfólks í Kópavogi”. Alþýðu-
flokkurinn og Jón Ármann Héðins-
son, fulltrúi K-listans, lögðust gegn
kaupunum. Rekja má fjarveru Guö-
mundar og Rannveigar á meirihluta-
fundinum í gær beint til þessara úr-
slita á bæjarstjómarfundinum.
Tillaga Guðmundar Oddssonar um
allsherjaratkvæðagreiöslu í bænum
um Fifuhvammskaupin var felld. Jón
Ármann greiddi henni atkvæði auk
Alþýðuflokksins. Ásmundur Ás-
mundsson frá Alþýðubandalagi kall-
aði tillöguna „skrípaleik” og sat hjá
við atkvæðagreiðslu. Aðrir bæjar-
fulltrúar töldu hana of seint fram
komna og lögðust gegn henni. Þá var
tillaga Jóns Ármanns um frestun
ákvörðunar sömuleiðis felld.
„Ég átti von á'að Alþýðuflokks-
menn myndu mótmæla þessu á ein-
hvern hátt, en ég vona að þeir hafi
aðeins gert eins dags hlé á meirihluta-
samstarfinu. Ég á alls ekki von á að
meirihlutinn klofni enda eigum við
það mörg stefnumál sameiginleg sem
við viljum að komist í framkvæmd,”
sagði Bjöm Ólafsson, forystumaður
Alþýöubandalagsins í bæjarstjórn
Kópavogs, við DB í morgun.
Björn sagði Fífuhvammsmálið að
sínu viti „ekkert óskaplega stórt
mál” miðað við mörg önnur sem
kæmu til kasta þeirra i Kópavogi.
Sömuleiðis að tillaga um allsherjarat-
kvæðagreiðslu hafi verið „ófram-
kvæmanleg að mínu viti”.
Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins
tekur í kvöld afstöðu um hvort meiri-
hlutasamstarfi verður fram haldið.
Eftir atburði gærdagsins verður ekki
betur séö en að samstarflð hangi á
bláþræði.
-ARH.
„Það má bara ekki halda rall þá
byrjar alltaf að gjósa.” „Já þetta er i
fjórða skiptið sem er rallað i gosi”.
Rallkappar i Ljóma-rallinu voru í
morgun mættir i Austurbæjarskólan-
um til þess að taka við leiðabókum
sinum, merkimiðum á bilana og öðrum
nauðsynjum. Þeir gerðu að gamni sinu
vegna þeirra miklu breytinga sem búið
er að gera á rallleiðinni eftir að Hekla
gamla lét til sin taka og gaus yfir
mikinn hluta þeirrar leiðar sem fara
átti. Ómar Ragnarsson mætti svefnlaus
og þreytulegur til þess að taka við
sínum leiðbeiningum, gosið hefur alveg
eyðilagt hans svefntíma. „Mér finnst
eins og ég sé að koma úr ralii,” sagði
hann við félaga sína.
-DS.
í raun slitnað upp úr viðræðum við Luxemborgara um nýtt f lugfélag
.JStóra ævintýrinu gæti verið að
Ijúka,” sagði einn af ráðamönnum
Flugleiða hf. i viötali við DB um
Atlantshafsflugið. Stöðugt sterkari
likur benda til þess, að fluginu
Luxentburg—Bandaríkin á veg-
um Flugleiða hf. verði hætt með
haustinu. Dagsetning eins og I. októ-
ber hefur veriö nefnd. Þó gæti verið
enn styttra í lok Atlantshafsflugs
Flugleiða hf. nteð því sniði sem á þvi
hefur verið undanfarin ár.
Upp úr viöræðum um stofnun
flugfélags í eigu Flugleiða hf. og
Cargolux og flugfélaga og annarra
aðila i Luxemburg, hefur i raun slitn-
að þótt ekki sé það formlega. Aðilar (
Luxemburg láta það fréttast, að‘
íslendingar setji það skilyrði að þeir
eigi meirihluta i nýju flugfélagi. Það
þyki óaðgengilegt.
Kjarní málsins er sá, að tap er á
hverjum einasta seldum farseðli i
þessu flugi. Jafnvel þannig ent far-
gjöld Flugleiða hf. ekki oröin sam-
keppnisfær i harðnandi samkeppni á
flugleiðinni Evrópa — Banda/íkin.
Loforð Luxemburgarmanna um
beinan fjárstuðning viö Flugleiðir
hf., sem gefið var í viðræðum i marz-
mánuði sl„ nægja ekki til að brúa
bilið, að sögn heimildarmanna DB.
Ferðamannadollarinn veltur sjö
sinnum hraðar I Luxemburgen nokk-
ur önnur viðskiptagrein að mati fjár-
málaráðherra landsins. Atlantshafs-
flug með endastöð Evrópumegin í
Luxemburg er þvi gífurlega eftir-
sóknarvert, að sögn þaulkunnugra
heimildarmanna DB. Mjög ákveðin
takmörk eru þó fyrir þvi, hvað
Luxemburgarmenn telja rétt að
styrkja Flugletðir hf. mikið til að
halda þessaflugi uppi.
Þá er það ekki siður fiáepinn
rekstrargrundvöllur að mati forráða-
manna Flugleiða hf. að byggja tilveru
fyrirtækisins á tímabundinni ölmusu
frá aðilum, sem hvenær sem er geta
kipptaðsér hendinni.
Uppsögn starfsmanna hjá fyrir-
tækinu á jyeim stöðum, sem rekstur
þess er bundinn við, hefur verið tals-
vert umræðuefni. Nú hefur komið til
uppsagnar 18 starfsmanna í Luxem-
burg. Hafa þær. vakið gremju. Er
jafnvel kannað, hvort þær standist
að lögum, eftir fréttum í Luxem-
burgarblöðum að dæma.
-BS.
Vaxandilíkuráað
Flugleiðir hætti
Atíantshafsfluginu
með haustinu:
Ljómarallið skipulagt upp á nýtt:
FJÓRÐA RALLIÐ SEM GOS TRUFLAR
frjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST.
Skólastjóradeilan
í Grundarfirði:
„Blaðaskrif
leysa engan
vanda”
— segirÖmForberg,
skólastjóri
„Ég get ekki séð að blaðaskrif um
þetta mál hafi leyst neinn vanda. Ég vil
þvi ekkert um málið segja að svo
stöddu,” sagði örn Forberg, skóla-
stjóri í Grundarflrði, er DB innti hann
álits á uppsögnum kennara við skól-
ann. Eins og fram hefur komið í Dag-
blaðinu hafa allir kennarar skólans
utan einn sagt upp störfum og segjast
ekki treysta sér til að vinna með skóla-
stjóranum.
Eftir aö ljóst sýndist að menntamála-
ráðuneytinu tækist ekki að miðla mál-
um fór svo, að skólanefnd Grunnskóla
Grundarfjarðar sagði einnig af sér
störfum síðastliðinn föstudag. Eins og
er ríkir því mikil óvissa um framhald
þessa máls og íbúar í Grundarfirði ótt-
ast að erfitt muni reynast að halda uppi
kennslu viðskólann í vetur.
DB tókst ekki að ná tali af mennta-
málaráðherra í morgun til að spyrja
hvort vænta mætti einhverra aðgerða
ráðuneytisins í málinu. -GAJ.
„Þetta er
þrumustarf'
— Góð byrjun Jóns L á
HM unglinga
„Nígeríumaðurinn þráaðist við í
gjörtapaðri stöðu þannig að skákin
varð 43 leikir,” sagði Helgi Ólafsson,
aðstoðarmaður Jóns L. Árnasonar, um
sigurskák Jóns i 2. umferð heimsmeist-
aramóts unglinga í skák er DB ræddi
við hann frá Þýzkalandi í morgun. í 1.
umferð vann Jón Kautchy frá Mónakó
og í 2. umferð vann Jón Fafheytan frá
Nígeríu.
Að loknum 2 umferðum er Jón efst-
ur ásamt Kasparov, Sovétrikjunum,
Toro, Chile; Darzy, Brasiliu; McNab,
Skotlandi; Negulescu, Rúmeníu og
Guerra frá Venezúela. Þeir hafa allir 2
vinninga.
„Við erum mjög ánægðir með þessa
byrjun. Þetta er þrumustart,” sagði
Helgi. Hinn sautján ára gamli stór-
meistari Kasparov er langsigurstrang-
legastur á mótinu enda er hann þegar í
hópi sterkustu stórmeistara heimsins.
Til gamans má geta þess, að hann varð
i 3. sæti á heimsmeistaramóti sveina er
Jón varð heimsmeistari. -GAJ.
Barníkerruslapp
meðfótbrot
Tólf ára telpa var á leið yfir Þing-
vallastræti á Akureyri kl. liðlega sex í
gærkvöldi og ýtti tveggja ára bróður
sínum á undan sér í kerru. Bar þá að bil
og þó tclpan væri á grænu ljósi lenti
bíllinn á kerrunni á gangbrautinni.
Slysið leit illa út í fyrstu en að því er
síðar kom I ljós virðist litli drengurinn
hafa sloppið með fótbrot og minni
háttar skrámur aðrar. Telpan, systir
hans, er ómeidd.
Ökumaður kveðst á einhvern óút-
skýranlegan hátt hvorki hafa séð ljós
eða þá sem á gangbrautinni voru. g,
LUKKUDAGAR:
19. ÁGÚST 11166
KodakEKTRA12 myndavél.
Vinningshafar hringi
í sima 33622.