Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980.
Einkennilegir viðskiptahættir:
Saumavélin hækkaði um
31 þús. kr. á einni viku
Á.G. skrifur:
Þannig er mál með vexti að rétt
fyrir mánaðmót ætlaði ég að kaupa
saumavél hér í kaupfélaginu á Akra-
nesi. En af því að illa stóð á fyrir mér
og þetta var síðasta saumavélin á
þessu verði, þá samdi ég við stúlkuna
að taka vélina frá og borgaði jafn-
framt inn á hana 10 þúsund krónur.
Sagði ég stúlkunni að ég myndi koma
eftir viku og ganga frá kaupunum.
Hún tók vélina úr glugganum, setti
hana í kassa og skrifaði nafnið mitt á
hann. Verðið var rélt tæplega
170.000 krónur.
Svo sendi ég manninn minn til þess
að ná í og borga saumavélina en þá
var verðið orðið 201.000 krónur.
Hann tók vélina því að hann hélt að
ég hefði misskilið þetta. Ég var ekki
alls kostar ánægð með hækkunina og
fór sjálf og talaði við stúlkuna og
sagði henni að ég hefði ætlað að
kaupa vélina á 170.000 krónur en
ekki á 201.000 krónur. Tilkynnti hún
mér þá að það hefði verið vitlaust
verð. Til að mótmæla þessum við-
skiptaháttum skilaði ég aftur vélinni.
En ég spyr, er þetta eðlilegt og er
Sigurður Ingimarsson, úlibússtjóri
Kaupfélags Borgfirðinga á Akranesi,
sagði að umrædd saumavél hefði
verið á röngu verði þegar konan kom
fyrst og lét taka hana frá fyrir sig.
Hefði verið hringt til Toyota-
umboðsins í Reykjavík og spurt hvað
sams konar vél og konan ætlaði að
þetta leyfilegt? Vélin var búin að vera
að minnsta kosti í viku úti í glugga og
mér fyndist ekki óeðlilegt að fleiri
hefðu tekið eftir verðinu á henni.
Myndi sjálfur kaupfélagsstjórinn
kaupa kostaði. Ekkert væri lagt á
kaupverðið frá umboðinu, utan
flutningskostnaður, og að þeim út-
reikningum loknum kom í ljós að
verð saumavélarinnar var 201.000«
krónur.
Þess má að lokum geta að hjá
Kaupfélaginu á Akranesi eru til tvær
vera ánægður með svona viðskipti?
Það efast ég um, en gaman væri að
heyra hans álit. Ég vil að siðustu taka
það fram að vélin var mjög greinilega
verðmerkt.
tegundir saumavéla af Toyota gerð.
Kostar sú dýrari, (4500 EL) í dag
252.700 krónur en sú ódýrari, (5500),
198.300 krónur. Bæði verðin eru
miðuð við verð hjá umboðinu og
ofan á leggst flutningskostnaður til
Akraness.
Kaupf élagið svarar:
Verð vélarinnar var rangt
UTVEGSBANKAN-
UM VEX EKKI
FISKUR UM HRYGG
— Neitar sparif járeigendum um lán
Spsiriljáreigamli hringdi:
Kunningi minn hefur undanfarna
mánuði lagt fyrir peninga hjá Útvegs-
bankanum í Kópavogi. Hefur hann
lagt hluta af kaupi sínu inn á vaxta-
aukareikning unt hver mánaðamót og
nú er svo komið að hann á inni 4,5
milljónir króna. Nú þurfti þessi
maður að taka lítið lán og hélt því á
fund bankastjórans og bað um 1,5
milljón króna lán, annað hvorl í
formi v'ixils eða skuldabréfs. Þá brá
svo kynlega við að bankastjórinn
neitaði honurn um lán, á þeirri for-
sendu að hann fengi ekki laun sín
greidd í gegnum bankann. Aðrir en
þeir sem það gerðu fengju ekki lán.
Við svo búið varð maðurinn frá að
hverfa.
Okkur fannst þetta stórfurðuleg
málalok. Ef sparifjáreigendur fá ekki
lán, hverjir fá þau þá? Fyrir mörgum
árum talaði ég við sparisjóðsstjóra og
sá tjáði mér að bönkum væri ekki
stætt á öðru en að veita sparifjáreig-
endum lán.
Sá maður sem hér um ræðir hefur
ekki tekið víxillán i mörg ár, en þau
sem hann tók þá stóð hann fullkom-
lega við og borgaði ætíð á gjalddaga.
Þetta er skilamaður eins og þeir
gerast beztir. Eitt er víst, að ekki vex
Útvegsbankanum fiskur um hrygg
meðan ráðamenn þar neyta þar skil-
vísum sparifjáreigendum um lán.
Bréfritara finnst nýi kjallari hússins vera of hár og að húsið hafi misst svip sinn
við fiutninginn, auk þess sem hæð þess raski loftlinunni við götuna.
Hús byggt á
röngum grunni
Athugull skrifar:
Við Hverfisgötu, rétt fyrir innan
Vitastíg, stendur járnklætt timbur-
hús, sem nýlega var flutt til. Húsið
stóð töluvert út í götuna og truflaði
umferð um hana. En ráð við þeini
vanda var að flytja húsið ofar i
götuna, og var því steyptur nýr
grunnur fyrir aftan húsið, og það
síðan sett ofan á hann. Galli finnst
mér hins vegar, að kjallari hússins er
alltof hár og missir húsið því þann
svip sem það hafði fyrir flutninginn.
Þá raskar húsið einnig loftlínunni við
þennan hluta götunnar. Finnst mér
að vel hefði mátt athuga þessi atriði
áður en grunnur hússins var steyptur,
því svo virðist sem það eitt hafi vakað
fyrir eigendum þess að fá sem stærst-
an kjallara út úr fiutningunum.
Island og Pólland hafa marga hildi háð á Iþróttasviðinu, einkum I handbolta og
knattspyrnu. Nú er mikil ólga i Póllandi og bréfrítari vill fá að vita hvort ASÍ
hyggst grípa til einhverra aðgerða vegna handtöku verkfallsmanna þar f landi.
Ólgan í Póllandi:
HVAÐ GERIR
ASÍ NÚ?
Árni spyr:
Blaðafulltrúi Alþýðusambands
íslands lætur sér mjög annt um
ástand mála í Guatemala, einkum þó
um verkamenn i ótilgreindri verk-
smiðju. En hvaða aðgerða hyggst
ASÍ grípa til vegna handtöku verka-
manna í Póllandi? Rennur ASÍ ekki
blóðið til skyldunnar að gera eitthvað
verkamönnunum til stuðnings? Sjálf-
um var mér að detta i hug, hvort ASÍ
ætlaði að neita að losa skip er kæmu
frá Póllandi. Milli íslands og Pól-
lands eru mikil menningarleg og
íþróttaleg tengsl svo varla gctur ASÍ
látið hjá líða að gera eitthvað í þessu
máli.
Enn einu sinni minna lesenda-
dálkar DB alla þá, er hyggjast
senda þœttinum llnu, að láta fylgja
fiillt nafn, heimilisfang, slmanúmer
(ef um það er að ræða) og nafn-
númer. Þetta er lltil fyrirhöfh fyrir
hréfritara okkar og til mikilla
þœginda fyrir DB.
Lesendur eru jafnframt minntir
á að bréf eiga að vera stutt og
skýr. Áskilinn erfullur réttur til að
stytta bréf og umorða til að spara
rúm og koma efni betur til skila.
Bréf œttu helzt ekki að vera lengri
en 200—300 orð.
Símatlmi lesendadálka DB er
milli kl. 13 og 15 frá mánudögum
tilföstudaga.
Þessi brúða verður meðal þess sem
getur að Uta i Tvivollinu sem verður
opnað seinna I vikunni.
Ekkert
skemmti-
legra en
aðfara
í Tfvolí
Kin sem man gamla TivolíiO hringdi:
Nú gelur að líta i blöðunum fregnir
þess efnis að Tívolí verði starfrækt í
tengslum við sýninguna Heimilið ’80
sem hefst á föstudag. Þessum fregn-
um fagnar hver taug í líkama mínum
því ég man þá tíð er Tivolíið okkar
gamla var ennþá starfrækt. Ekkert
vissi maður þá skemmtilegra en að
fara í Tívolí og allir skemmtu sér
jafnvel, ungir sem gamlir. Þvi miður
var starfsemi þess lögð niður og unga
kynslóðin i dag kynntist þvi aldrei
þessari paradís. En nú á að gera
bragarbót þar á og er það vel. Verst
þykir mér þó hvað Tívolíið er opið
stuttan tíma, það mætti vel vera opið
i svona sex vikur, því ekki hafa allir
peninga til að skreppa til Kaup-
mannahafnar.
Of seint í
rass gripið
— að kjósa nú Gunnar
íGeirsstað
Kinn scm vill frekar rykuga vcgi cn
oliumö! frá Framkvæmdastofnun
ríkisins skrifar:
Það var vel mælt hjá Ólafi G.
Einarssyni í Dagblaðinu um daginn,
að lausnin á vanda Sjálfstæðisflokks-
ins væri ekki fólgin í kjöri Gunnars
Thoroddsen í formannsstöðu í stað
Geirs Hallgrímssonar. Hér er að
vanda of seint í rass gripið á þeim
bæ, því kjör Gunnars Thoroddsen á
sínum tíma í stað Geirs Hallgríms-
sonar hefði forðað Sjálfstæðis-
flokknum frá þeirri ógæfu sem hann
hefur nú ratað i. Kjör Gunnars
kemur því of seint nú og leysir ekki
þennan vanda, frekar en áframhald-
andi seta Geirs Hallgrímssonar leysir
nokkúrn vanda.