Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. 9 Fjársvikamál ,?sölumannanna” stöðugt umfangsmeira: SELDU VÉLARNAR ÚR DJÚPUVÍK Á130 MILUÓNIR KRÓNA — Rannsóknarlögreglan lýsir eftir 65 milljónum ívíxlum * Nokkrir menn hafa þegar gefið sig fram vegna víxla sem Rannsóknar- lögregla ríkisins lýsti eftir vegna rannsóknar á viðskiptum tveggja manna sem setið hafa í gæzluvarð- haldi að undanförnu. Höfðu þeir selt tveim mönnum, Guðmundi Ársælssyni og Jóhanni Ó. Óskarssyni, vélar úr gamalli síldar- verksmiðju á Djúpavík i Reykjafirði á Ströndum. Kaupverðið, kr. 130 milljónir, var greitt með víxlum sam- þykktum og útgefnum af kaupend- um. Voru vixilfjárhæðir einstakra víxla yfirleitt á bilinu 400 til 800 þúsundir króna. Komu kr. 65 milljónir af þessum víxlum í hlut hinna tveggja seljenda hvors um sig. Sá seljenda, sem nú hefur verið lát- inn laus, mun ekki hafa notað sína vbda í viðskiptum og afhent þá alla í hendur Rannsóknarlögreglunnar. Hinn maðurinn notaði hins vegar einhvern hluta sinna víxla og er lýst eftir þeim í þágu rannsóknar málsins. Hefur hann ekki gert fullnægjandi grein fyrir viðskiptum með víxlana. Er hann enn í gæzluvarðhaldi og er því lýst eftir áðurgreindum víxlum af hálfu Rannsóknarlögreglu rikisins. BS Enn eitt staura- slysið á Smiðjuvegi i Enn eitt ,,ljósastaura”-slysið varð á Smiðjuveginum um hálfeittleytið i gær. Þar var fólksbíl ekið á einn stauranna sem standa í jaðri malbiks götunnar. Fór framendi bílsins hreinlega upp eftir staurnum og það svo langt að sumir sjónarvotta telja að aftari höggdeyfari hafi skollið í götuna og stöðvað frekari uppgöngu bílsins eftir staurnum. Aðrir sjónarvottar telja að efri hluti staurs- ins, sem kuppaðist sundur um miðju, hafi slegizt í afturenda bílsins. Ökumaður var einn í bílnum og bar hann ekki sjáanleg merki alvarlegra meiðsla en hann hefur að einhverju leyti misst minnið eða vankazt og var ekki ljóst hvora leiðina hann hafði verið að fara eftir götunni, en bíllinn stóð þversum á götunni eftir ævintýrið. Þó hlaut ökumaður meiðsl á fæti. Af fyrrnefndum ástæðum var ekki unnt að yfirheyra ökumanninn í gærdag. - A.St. Slysstaöurinn. Bíllinn kominn til jarðar skemmdur bæði að framan og aftan. Staurinn er brotinn um miðju. Á innfelldu myndinni hugar iögreglumaður að fótarmeiðsli ökumanns, sem kom vankaður út úr bílnum, en enginn grunur er um ölvun. - A.St. Heimsmeistaramót unglinga: Jón L vann í 18 leikjum Jón L. Árnason varð fyrstur kepp- enda til að vinna sigur í skák á heims- meistaramóti unglinga, sem hófst í Dortmund í Þýzkalandi á sunnudag. Það tók Jón ekki nema 18 leiki að knýja andstæðing sinn, Kautchy frá Mónakó til uppgjafar. Meðal keppenda á mótinu er sovézki stórmeistarinn Kasparov, sem er talinn liklegasti arftaki heimsmeistarans Karpovs þrátt fyrir að hann sé aðeins 17 ára gamall. Kasparov er þegar í hópi sterkustu stórmeistara heimsins, með 2595 Elo-stig, og er langsigurstrangleg- astur á mótinu. Þess má geta til gamans að þegar Jón L. varð heimsmeistari sveina fyrir rúmum þremur árum varð Kasparov að gera sér þriðja sætið að góðu. Kasparov vann andstæðing sinn Cuypers frá Hollandi mjög glæsilega í gær eftir að hafa fórnað mönnum á báðar hendur. Að sögn Helga Ólafssonar eru aðstæður allar mjög góðar á mótsstað og þrátt fyrir mikinn hita taka þeir félagar Jón og Helgi lífinu með ískaldri ró. Keppendur eru 58. - GAJ FEGINN, EN V0NA AÐ ÞAÐ HINDRIEKKIVEIÐIFERÐINA — sagði skartgripasalinn sem þýfið átti „Hvað segirðu, er allt þýfið fundið?” voru fyrstu orð Wilhelms Norðfjörð, eiganda verzlunarinnar að Laugavegi 5, þaðan sem skartgrip- unum var stolið, er hann frétti af fundi skartgripa sinúa. Lögreglan hafði þá ekki látið hann vita. „Auðvitað er það vel að þýfið skuli hafa fundizt. Brúttóverðmæti þess er milli 22 og 25 milljónir. En þó ég sé feginn vona ég að þetta hindri mig ekki í að fara í laxveiðiferð sem fyrirhuguð er í dag og lengi er búið að hlakka til,” sagði Wilhelm. -A.St. Raf magnsleysi um stóran hluta landsins: Rofi ítengi- virkisprakk — 7-8 milljón króna tjón Landsvirkjunar „Ástæðan fyrir rafmagnsleys- inu var sú að það splundraðist 130 kílóvolta rofi í tengivirki við Geitháls. Hins vegar er óljóst hvað olli þeim skemmdum,” sagði Ingólfur Ágústsson, rekstrarstjóri Landsvirkjunar, í samtali við DB um rafmagns- leysið, sem hrjáði stóran hluta SV-lands i um klukkustund á sunnudagskvöldið. Ingólfur sagði hugsanlega skýr- ingu á skemmdunum vera þá aö truflanir vegna burtfalls lína frá Sigölduvirkjun hafi rifið upp galla í rofanum við Geitháls, en það væri enn óljóst. Fljótlega hefði bilunin fundizt og þá hefði ekki tekið langan tíma að gera við hana. Hann sagði að rofi af þessu tagi kostaði um 20 milljónir króna, en ekki hefði nema þriðj- ungur hans skemmzt þannig að beint fjárhagstjón Landsvirkj- unar næmi 7—8 milljónum króna. -ÓV Teg 15 Litur: Svart ledur Stærdir 36 46 Verökr 25.660 - Free! Joke Teg. 10 Litur: Brunt ledtir Stærdir 3S~ 46 Verð kr. 26.660 Pástsemfum SjjgjgjSI rJýkorT1id í&rW^ri) Póstsendum Skóverz/un Þórðar Péturssonar Laugavegi95, simi 13570, og Kirkjustræti 8 v/AusturvöH, simi 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.