Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980.
7
Pólland:
Gierek neitar
aöbreytaum
stefnu en
lofar úrbótum
—við munum halda áf ram á grundvelli sósialismans en
lýðræðið verður aukið í verkalýðshreyf ingunni
Edward Gierek, leiðtogi pólskra
kommúnista, hafnaði algjörlega
kröfum pólskra verkfallsmanna um
úrbætur i pólitískum efnum í ræðu
sem hann hélt i útvarpinu í gær-
kvöldi. Gierek tók hins vegar vel í að
gerðar yrðu einhverjar úrbætur i mál-
efnum verkalýðsfélaga í Póllandi og
lýðræði innan þeirra yrði aukið.
— Pólland getur aldrei orðið ann-
að en frjálst ríki þar sem stefnu
sósíalismans er fylgt — sagði Gierek i
ræðu sinni. Ljóst er að framtíð hans
sem æðsta manns i pólskum stjórn-
málum fer nú algjörlega eftir þvi
hvernig til tekst með að bæla niður
verkföll þau sem geisa í Gdansk en
þar eru um það bil fimmtíu þúsund
verkamenn i verkfalli. Kröfur þær
sem forustumenn verkfallsmanna
birtu í fyrrakvöld voru mun harðar)
en áður höfðu komið fram.
Gierek gerði öllum það ljóst í ræðu
sinni í gærkvöldi að úrbætur á póli-
tiska sviðinu yrðu engar. Hins vegar
lofaði hann auknu lýðræði Lverka-
lýðsfélögum, hærri launum og
auknum innflutningi á kjöti. Reyndi
kommúnistaleiðtoginn að gera lítið
úr forustumönnum verkfallsins í Verkföll auka aðeins á vandann,
Gdansk með því að kalla á óábyrga sagði Gierek og við getum aldrei
einstaklinga, stjórnleysingja og fé- þolað aðgerðir og kröfur sem vega að
laga í andsósíaliskum hópum. rótum hins sósíalska ríkis. —
Edward Gierek leiðtogi kommúnista berst nú fyrir pólitísku lífi sinu.
Auglýsing
samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um
tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, um að
álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá
menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr.
greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru sam-
kvæmt 6. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu
gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á
þessa skattaðila hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum
skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningar-
seðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðs-
manni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þess-
arar auglýsingar. „ „
Hellu, 19. ágúst 1980
Skattstjóri Suðurlandsumdæmis
Hátfdán Guðmundsson.
Skrifstofuhúsnæði
4 herb. skrifstofuhúsnæði til leigu í miðbænum.
Uppl. í síma 29010 milli kl. 4 og 6.
LYFSÖLULEYFI
er Forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfi Holts apóteks, Reykjavík, er auglýst laust
til umsóknar.
Umsóknir sendist landlækni, Arnarhvoli, fyrir 1. októ-
ber 1980.
Lyfsöluleyfið veitist frá 1. janúar 1981.
Samkvæmt heimild í 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er
verðandi lyfsala gert að kaupa húsnæði, áhöld og innrétt-
ingar, þar með talinn tölvubúnað, sem er í uppsetningu, og
vörubirgðir apóteksins.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
19. ágúst 1980.
ElSalvador:
Ráðherra sýnt
banatilræði
Ráðherra opinberra framkvæmda i
Mið-Ameríkuríkinu El Salvador komsl
naumlega lífs af eftir að honum hafði
verið sýnt banatilræði í gær í miðborg
höfuðborgarinnar San Salvador. Einn
lifvarða ráðherrans féll og tveir vegfar-
endur særðust í tilræðinu. að sögn
lögreglunnar skutu skæruliðar vopn-
aðir vélbyssum á bifreið ráðherrans. Er
talið að þar haft vinstri menn verið á
ferðinni.
Einn af meðlimum í herforingja-
stjórninni féll í gær, þegar hann var
skotinn þar sem hann var á leið til
heimilis síns.
Vinstri menn boðuðu til þriggja daga
allsherjarverkfalls í síðustu viku. Mjög
iitil þátttaka var í verkfallinu og virtist
svo sem flestir verkamenn og aðrir
launþegar í El Salvador teldu ekki
neina ástæðu til slíkra aðgerða. Frá sið-
asta hausti hafa um það bil þrjú þús-
und manns látið lífið í óeirðum í El
Salvador.
Tilkynning fó Iðnlána-
sjóði um breytt lánskjör
Með samþykki ríkisstjómar hefur uerið ákueðin breyting á
lánskjörum nýrra lána Iðnlánasjóðs og tekur hún gildi
1. september 1980._
Lánskjör Iðnlánasjóðs uerða þannig:
Vélalán
Frakkland:
Framtíðfísk-
váðaíhættu
Lánsúmi 5-7 ár, uextir2,5%, lántökugjald 1%.
Lánin eru uerðtryggð miðað uið lánskjarauísitölu.
Byggingarlán
Lánstími 12-15 ár, uextir4%, lántökugjald 1%.
Lánin eru uerðtryggð miðað uið lánskjarauísitölu.
Einn . talsmanna sjómanna á
frönskum togurum sem eru í verkfalli
um þessar mundir sagði að viðræður
við fulltrúa stjórnvalda um leiðir til
að leysa deilu sjómanna og útgerðar
manna mundu lítinn árangur bera.
Verkfall sjómannanna hefur meðal
annars valdið því að höfnum á
Norður-Frakklandi hefur verið lokað
og með því hafa ferjusiglingar tafizt.
Talsmaður samtaka sjómanna
sagði í gær að deilan um fjölda sjó-
manna i áhöfnum togaranna hefðu
nú breytzt í baráttu um framtíö
franskra fiskveiða. Útgerðarmenn
segjast hafa gripið til þess ráðs að
fækka i áhöfnum togaranna vegna
þess að olíuverð hafi hækkað svo
mjög að ekki sé hægt að gera þá út að
öðrum kosti. Franska rikisstjórnin
hefur neitað að leggja fram frekari
styrki til reksturs togurunum.
Talið er að í það minnsta fimmtán
þúsund ferðamenn séu strandaglópar
i Cherbourg einni vegna þess að
höfnin þar er lokuð af völdum fiski-
mannanna. Komast ferðamennirnir
ekki til síns heima á Englandi og Ir-
landi.
Lánskjör eldrí lána uerða óbreytt.
Reykjauík, 8. ágúst 1980.
Iðnlánasjóóur
.......C-
Iónaðarbankinn
Lækjargötu 12 101 Reykjavík
Sími 20580