Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 19.08.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. LC Útvarp Lögfræðingurinn harðskeytti, Kaz, er hér i miðið i viðræðum við dómarann. SÝKN EÐA SEKUR?—sjónvarp kl. 21,10: Harðskeyttur lögfræðingur Góðkunningi okkar, lögfræðing- urinn Kaz verður enn á ferðinni á sjónvarpsskerminum í kvöld. Eins og þeir vita er fylgzt hafa með þáttunum Sýkn eða sekur þá las Kaz þessi lög- fræði sína meðan hann sat í fangelsi. Fyrir bragðið þykir hann ekki veru- lega fínn lögfræðingur og er ekki hátl skrifaður af stéttarbræðrum hans. Hann hefur þó fram að þessu reynzt ákaflega harðskeyttur og oft komið andstæðingum sínum í opna skjöldu. Það kemur glöggt fram í þessum myndum að réttarkerfið bandariska er ákaflega frábrugðið því íslenzka. í Bandaríkjunum virðist sem sannfær- ingarkraftur lögfræðingsins vegi ákaflega þungt á metunum enda er það kviðdómur skipaður ólöglærðu fólki sem sker úr málum. -GAJ. Á HUÓÐBERGI - útvarp kl. 23,00: GLAÐBEITTUR BORG- ARIÁ UPPLEIÐ — lesið úr verkum nóbelsverðlaunaskáldsins Sinclair Lewis Á Hljóðbergi í kvöld verður kynnt- ur bandaríski rithöfundurinn og nób- elsverðlaunahafinn Sinclair Lewis og sonur hans Michael Lewis les valda kafla úr skáldsögu föður síns, Babbitt, sem kom út árið 1922. Harry Sinclair Lewis er fæddur i Minnesota árið 1885 og hann lézt árið 1951. Hann var læknissonur, mennt- aður í Yale, starfaði sem blaðamaður og hafði gefið út allmargar smásögur áður en hann sló i gegn með Main Street sem kom út árið 1920. Það hæðist hann að amerisku smáborg- aralífi og ekki sizt að efnishyggjunni sem þar ræður húsum. Babbitt er ein af þekktustu bókum Lewis. Hann afþakkaði Pulitzerverð- launin fyrir bókina Martin Arrow- smith, sem kom út 1925. Árið 1930 hlaut Lewis bókmenntaverðlaun Nóbels og varð fyrsti Bandaríkja- maðurinn til að hljóta þau verðlaun. -GAJ. 1» Björn Th. Björnsson listfræðingur, um- sjónarmaöur þáttarins Á Hljóðbergi. 20th Century Fox fjarri góðu gamni Ég var ein af þeim sem biðu óþreyjufullir eftir svipmyndum frá gosstöðvunum í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. Þó ég hafi barið gosið eigin augum í fyrradag þá er alltaf skemmtilegt að sjá lifandi myndir af slíkum stórviðburðum. Það var kannski vegna þess að ég hafði staðið í eldlínu gossins i fyrradag að mér fannst ekki mikið til þessara mynda koma. Ég varð satt að segja fyrir vonbrigöum. Það helzta sem kont upp í huga minn var hve óheppnir aðstandendur 20th Century Fox voru að hætta við töku myndarinnar Leit að eldi. Sú leit hefði fljótlega borið árangur á íslandi. Eða hefði ekki verið frábær sjón að sjá fila hlaupa eftir öskunni á flótta undan spúandi eldfjallinu. Þeir hefðu ekki verið sviknir af komunni hingað Holly- woodforstjórarnir. Fréttatími sjónvarpsins gekk að mestu út á fréttir af gosstöðvunum, að sjálfsögðu, og þótti mér einna hrikalegast að sjá féð sem ráfaði um- komulaust um kolsvarta jörðina. Af öðru efni sjónvarpsins i gærkvöldi var fátt merkilegt, nema ef vera skyldi heimildarmyndin um lyfið gegn krabbameini. Ég lækkaði niður í Bjarna Fel. en hlustaði þess í stað á Ijúfa tónlist og „geggjaðar kveðjur” Laga unga fólksins. Á þeim slökkti ég hins vegar um leið og franska sjón- varpsmyndin byrjaði. Eg efast um að ég hefði horft á þá mynd ef ég hefði ekki mátt til. Myndin var hvorki spennandi né neitt sérlega áhugaverð. Það mátti þó alveg glápa á hana ef maður hefði ekkert þarfara að gera. Yfirleitt finnast mér franskar myndir ekki höfða til okkar — með nokkrum undantekningum þó. Sjónvarpið he'fur sýnt okkur ágætis myndir frá Frakklandi, en meginþorri franskra mynda sem ég hef séð þykja mér leiðinlegar. Ekki meira um það. Að lokum þetta: Takk útvarpsfrétta- menn fyrir skjót viðbrögð og marga góða pistla um Heklugosið. -ELA. Sjónvarp HVERNIG MYNDAST VÖRURVERÐ? —sjónvarpkl. 22,00: Kaupmaðurinn ekkiætíð sökudólgurinn „Hugmyndin er sú að reyna að út- skýra fyrir fólki, hvernig vöruverð verður til,” sagði Jón Hákon Magnús- son, sem í kvöld stýrir umræðum í sjónvarpssal um vöruverð. „Kaupmaðurinn er alltaf ásakaður um að okra og græða en fólk gleymir því að til eru hlutir eins og gengissig, hækkaður söluskattur, aukin verð- bólga o.s.frv.,” sagði Jón Hákon. í umræðunum taka þátt aðilar sem koma við sögu verzlunarinnar, fulltrúi verður frá framleiðcndum, dreifingar- aðilum, heildsölum og neytendum. Þegar DB ræddi við Jón Hákon var enn ekki Ijóst hverjir þessir fulltrúar yrðu. -GAJ. Það kemur l'ram i þættinum um vöruverð 1 sjónvarpinu 1 kvöld að smásölukaupmaður- inn ræður minnstu um verðið á vörunni. TÓNABÍÓ Bleiki Pardusinn birtist á ný. (The return of the Pink Panther) Endursýnd kl. 5,7,15 og 9,20.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.