Dagblaðið - 13.09.1980, Síða 2

Dagblaðið - 13.09.1980, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. Chevy Van árg. 74 plussklæddur með 5 háum stól- um, aflstýri og -bremsur, sjálf- skiptur, góð dekk. Mikið endurnýjaður. Verð tilboð. Til sýnis að Sogavegi 218 í dag og næstu daga. Sútun Tek skinn til sútunar, mót- taka skinna föstudaga frá kl. 4—8 e.h. að Ránargötu 11 Rv Uppl. í síma 17278 eftir kl. ^ á kvöldin. Geymið auglýsinguna - AUGLÝSING um starfslaun til listamanns Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til listamanns í allt að 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfs- launa, sem búsettir eru í Reykjavík, og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir við úthlutun, sem ekki geta stundað list- grein sína sem fullt starf. Það skilyrði er sett, að lista- maðurinn gegni ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Fjárhæð starfslauna fylgir mánaðarlaunum samkv. 4. þrepi 105. ifl. í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu eða annarra launatengdra greiðslna. Að loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til stjórnaf Kjarvalsstaða, framlagn- ingu; flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomulagi við stjórn Kjarvalsstaða hverju sinni og í tengslum við Listahátíð eða Reykjavíkurviku. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu samkv. þessari grein, en listamaðurinn heldur höfundar- rétti sínum óskertum. í umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni því, sem umsækjandi hyggst vinna að og veittar aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Umsóknum skal komið til listráðunauts Kjarvalsstaða fyrir l.okt. 1980. 12. september 1980. Stjórn Kjarvalsstaða Myndlista- 'handídaskóli dands Námskeið fri 1. október 1980 tí/20. janúar 1981: 1. Teiknun og miíun fyrir börn og unglinga 2. Teiknun og milun fyrir fullorðna 3. Bókband 4. Almennur vefnaður. Innritun fer fram daglega frá 15. september a skrifstofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöld ber að greiða við innritun. Skólastfóri Skipholti 1 Reykjovík sími: 19821 Ekki er innanlandsflugið liklegt til að skila hagnaði. DB-m.vnd R.Th. Á hverju á að græða? — Evrópuflugið er líka rekið með tapi Spurull spyr: í fréttatilkynningu frá Flugleiðum nýlega kom fram að tap væri á Evrópuflugi félagsins. Þetta hefur ekki komið fram áður, því einungis hefur verið um það rætt að Atlants- hafsreksturinn í fluginu væri sá sem væri að kollsigla flugreksturinn. Gaman væri þvi að vita hvaða leiðir Evrópuflugsins eru reknar með tapi. í framhaldi af þessari frétt Flug- leiða um tapið á Evrópuleiðum má það furðulegt teljast að hagdeild fé- lagsins spáir engu að síður 900 millj- óna króna hagnaði fyrir næsta ár. Hvernig getur þetta tvennt farið saman? Það er kannski ekki furða þótt almenningur trúi varla hinum ýmsu fréttatilkynningum félags sem lætur slíkar mótsagnir frá sér fara. Pólska söngvakeppnin: Verður sýnt frá henni í sjónvarpinu? Tónlistarunnandi hringdi: Mig langar að vita hvort sjónvarp- ið ætli að sýna myndina frá söngva- keppninni í Póllandi þar sem þau Helga Möller og Jóhann Helgason komust í úrslit fyrir hönd íslands. Ef sjónvarpið hyggst ekki sýna frá þess- ari keppni vil ég lýsa frati á íslenzka sjónvarpið I heild. Hinrik Bjarnason, forstöðumaður l.ista- og skemmtideildar sjónvarps- ins svaraði: „Ég held að ég geti sagt það með nokkurri vissu að þátturinn verði sýndur hér bráðlega.” Söngflokkurinn „Þú og ég” tekur vid gullplötum. HVER ER MENNT- UN BALDURS Ó.? Kristján Grétar hringdi: Athugasemdir Baldurs Óskarsson- ar, eftirlitsmanns með Flugleiðum, á opinberum vettvangi um málefni fé- lagsins leiða hugann að menntun slíkra manna sem ráðherra skipar til að fylgjast með rekstri fyrirtækis. Hver er menntun Baldurs Óskarsson- ar? Er mann menntaður í bókhaldi, endurskoðun, viðskiptafræði? Eða er það ekki talið nauðsynlegt að þekkja til slíkra fræða? Er „eftirlit” Baldurs aðeins liður í tilraunum Alþýðu- bandalagsmanna til að ná sér I góðar stöður i ríkisreknu flugfélagi sem þeir hafa svo mikinn áhuga á? Svar: Baldur Óskarsson er eins og al- kunna er menntaður úr Samvinnu- skólanum og lauk þaðan brottfarar- prófi árið 1961 — með einkunnina 10 í tvöföldu bókhaldi. Starfsreynsla hans er fjölbreytt og spannar frá sjósókn á Halamiðum til upp- fræðslustarfa á vegum S.Þ. í Tanz- aníu — m.a. í bókhaldi! Hann var um árabil þingkjörinn endurskoð- andi Landsbankans og gegnir nú starfi yfirskoðunarmanns rikisreikn- inga. Baldur Óskarsson við ritvélina inni á Loftleiðahóteli. DB-m.vnd: Ragnar Th. MEIRA ABBA ABBA-aðdáandi skrifar: Mér finnst að Sjónvarpið ætti að endursýna ABBA-þáttinn sem var Þessi mynd af ABBA fylgdi bréfinu með ósk um birtingu. sýndur um hvítasunnuna. Vona að fleiri ABBA-aðdáendur taki undir. Ég vil þakka fyrir þáttinn „Dýrin mín stór og smá” sem er mjög góður. Einnig mætti lengja dagskrána á laugardagskvöldum og ég vil endilega fá framhald af M.A.S.H. Verður framhald á „Húsinu á sléttunni”? Shelley ætti að taka sem fyrst út af dagskránni.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.