Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.09.1980, Qupperneq 6

Dagblaðið - 13.09.1980, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. Laus staða hjúkrunarforstjóra Umsóknarfrestur um stöðu hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyjum fram- lengist hér með til 20. september nk. Staðan veitist frá 1. október 1980. Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf. 12. september 1980 HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Til sölu eða leigu götuhæð og önnur hæð að Skúlatúni 6 Reykjavík ca 950 m2, mjög góð bílastæði. Einnig kemur til greina að selja eða leigja eignina í pörtum. Upplýsingar í síma 30303. Reykjavík - Atvinna Óskum eftir góðum iðnverkamanni til að annast byggingasvæði í stóru verki í Breið- holti. Góð laun fyrir góðan mann. Upplýs- ingar í síma 92-3966 milli kl. 10 og 12 alla virka daga og síma 92-1670 á kvöldin og um helgar. Óskum eftir að taka á leigu lítið einbýlishús eða 4 herbergja íbúð helst í Hafnarfirði eða Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Sími 52945. S.Í.B.S. 22. þing S.Í.B.S. verður sett laugardaginn 20. september að Hótel Esju kl. 10 f.h. Samband ísl. berkla- og brjóstbolssjúklinga. Maður sem lánað getur litlu fyrirtæki peninga gegn veði, getur fengið þægilega vinnu nú þegar. Þarf að vera handlaginn og vandvirkur. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022 eftir kl. 13. H—820 Fjölbrautaskólinn ð Akranesi Lausstaða Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar staða skrifstofumanns. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Laun skv. samningum starfsmanna Akraneskaup- staðar. Umsóknir berist skólanefnd Fjöíbrautaskólans á Akranesi fyrir 22. september. Skólameistari Sviptingar í forystu Sjálfstæðisflokksins um ráðningu framkvæmdastjóra: „Kaus hvorki Gunnar né Geir” — á landsfundi flokksins, segir Ragnar Kjartansson, „kandidat” SUS og Gunnars Thoroddsens í starfið ,,Fá verkefni eru verðugri fyrir sjálfstæðismenn en þau að starfa fyrir flokkinn og reyna að hrista af honum ræfildóminn sem hann er í. Það er rétt að mitt nafn kom upp í júlibyrjun þegar farið var að svipast um eftir manni í starf framkvæmda- stjóra i stað Sigurðar Hafstein. Ég lýsti mig reiðubúinn til viðræðna um málið að tilteknum skilyrðum upp- fylltum. Þeir sem höfðu ráðningar- málin á sinni könnu fyrir flokkinn höfðu hins vegar ekki áhuga á að ræða við mig og þar með var málið úr sögunni.” Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Hafskips, hafði þetta að segja í samtali við Dagblaðið um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, mælti eindregið með því á fundi 17. júlí í sumar að Ragnar Kjartansson yrði ráðinn framkvæmdastjóri flokksins. Naut sú hugmynd stuðnings dr. Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra og margra annarra áhrifa- manna úr „Gunnarsarminum”. Ragnar er ekki sagður hafa tekið opinbera afstöðu til deilna forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. í sam- tali við Dagblaðið sagði hann: „Á síðasta landsfundi greiddi ég hvorki Gunnari né Geir atkvæði mitt og lýsti þar með vissu vantrausti á þá Kjartan Gunnarsson: Nokkuð var um hjásetur. báða. Slík afstaða eykur aldrei á vin- sældir manna og áhrif í stjórnmála- flokkum!” „Kjartan ekki heppilegur í starfið" Á fundi miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins á fimmtudaginn var lögð fram tillaga Geirs Hallgrímssonar um ráðningu Kjartans Gunnarssonar lög- fræðings í starf framkvæmdastjóra. Jón Magnússon formaður SUS gerði athugasemdir um hvernig formaður hefði staðið að málinu og i samtali við DB sagði Jón að „ræða Geirs hafi staðfest að ekki haft verið leitað til margra manna um að taka starfið að sér.” Minnti Jón á ályktun fram- kvæmdastjórnar SUS 8. september, þar sem framkvæmdastjórnin „harmar að ekki haft tekist að ganga frá ráðningu Ragnars. Jafnframt, lýsir framkvæmdastjórn SUS ein- dregið þeirri skoðun sinni að Kjartan Gunnarsson lögfræðingur, sem talið er að formaður Sjálfstæðisflokksins muni mæla með sem næsta fram- kvæmdastjóra flokksins sé ekki heppilegur í þetta vandasama starf á þeim erfiðleikatímum, sem flokkur- inn á nú við aðstríða.” Við atkvæðagreiðslu um ráðningu Kjartans á miðstjórnarfundinum var hún samþykkt, en „nokkuð var um hjásetur,” sagði einn af fundar- mönnum við DB. Ragnar Kjartansson: „Þeir sem höfðu ráðningarmálin á sinni könnu fyrir flokkinn höfðu ekki áhuga á að ræða við mig.” Meðal þeirra sem sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, samkvæmt heim- ildum blaðsins, voru dr. Gunnar Thoroddsen, Jón Magnússon, Albert Guðmundsson, Ellert B. Schram og nokkrir fulltrúar af landsbyggðinni, alls allt að þriðjungur þeirra sem sátu fundinn. Albert vildi í samtali við DB ekki staðfesta að hann hefði kosið að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna en svaraði spurningunni á þessa leið: „Ég er alveg hlutlaus í málinu og skipti mér ekki af ráðningu starfs- manna flokksins. Það er formaður hans sem alfarið ber ábyrgð á því,” sagði Albert. ítrekuð gagnrýni á Geir Hallgrímsson Áður hefur komið fram í DB að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi í sumar samþykkt að leita eftir því við Vilhjálm Þ. .Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóra SÁÁ að taka að sér framkvæmdastjórn flokksins. Var Geir Hallgrímssyni formanni falið að tala við Vilhjálm. Geir sagði í sam- tali við blaðið í gær að hann hafi leitað til Vilhjálms, en Vilhjálmur talið sig bundinn af starfi sínu hjá SÁÁ og gæfi því ekki kost á sér í starfið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Framkvæmdastjórn SUS gagn- rýndi Geir Hallgrímsson fyrir máls- meðferðina í ályktun 8. september, eins og fyrr er sagt. Á fimmtudags- kvöldið kom svo stjórn SUS saman á fund að loknum miðstjórnarfundi flokksins. Bar Bessí Jóhannsdóttir upp tillögu um fordæmingu á álykt- un framkvæmdastjórnarfundar SUS. Tillagan var felld með 12 atkvæðum gegn 1. Síðan kom fram önnur tillaga þar sem gagnrýni framkvæmda- stjórnar á formann Sjálfstæðis- flokksins var itrekuð. Var hún sam- þykkt. Tillagan er svohljóðandi: „Um leið og stjórn SUS lýsir yfir réttmæti ályktunar síðasta fram- kvæmdastjórnarfundar varðandi ráðningu framkvæmdastjóra flokks- ins, lýsir stjórnin þvi yfir, að hún mun vinna af einhug með nýráðnum framkvæmdastjóra flokksins. Jafn- framt skorar stjórn SUS á forystu- menn Sjálfstæðisflokksins að reyna sem fyrst af öllum mætti að ná sátt- um í þeim deilum sem nú ráða innan Sjálfstæðisflokksins.” -ARH. Skipulagsbreytingarnar í midborginni: AUGLÝSA VERÐUR AFTUR OG NÝIR FRESTIR VEITTIR — „öðruvísi er lögum ekki fullnægt”, segir borgarlögmaður „Það er ákveðið að auglýsa á ný fresti til skoðunar uppdrátta að breyt- ingum að skipulagi í Grjótaþorpi og að baki Hótel Borgar. Eins koma til nýir frestir til athugasemda við þessar skipulagsbreytingar, sem samþykktar voru i júni,” sagði Tón Tómasson borgarlögmaður í samtali við blaða- mannDB. Eins og skýrt var frá í DB í síðustu viku voru sýningarfrestir og athuga- semdafrestir varðandi þessar breyting- ar auglýstir 23. júlí. Áttu uppdrættirnir að vera hverjum sem vildi til sýnis á skrifstofum Borgarskipulagsins. En frestirnir liðu án þess að jafnvel lóðar- eigendur á umræddum stöðum gætu fengið að sjá uppdrættina. Lögmaður lóðareigenda í og við ná- læg breytingasvæði skipulags í mið- bænum gerði athugasemdir við þetta og afrit bréfs hans var sent borgarráði. Að dómi borgarlögmanns er ekki um annað að ræða en að auglýst verði aftur og jafnlangir frestir veittir til skoðunar og athugasemda. Á annan hátt væri lögum um skipulagsbreyting- arekki fullnægt. -A.St. Sjálfstæðisflokkuríim fær nýja starfsmenn: 2 framkvæmdastjórar ráðnir „Kjartan Gunnarsson var ráðinn framkvæmdastjóri flokksins með sam- hljóða atkvæðum og Inga Jóna Þórð- ardóttir ráðin framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslumála,” sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Dagblað- ið um miðstjórnarfund flokksins í fyrrakvöld. Á fundinum var kjörin fram- kvæmdastjórn flokksins. Hana skipa Birgir ísleifur Gunnarsson formaður, Albert Guðmundsson, Bessí Jóhanns- dóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Jakob Havsteen frá Selfossi. Formaður fræðslunefndar var kjörinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður útbreiðslu- nefndar Guðmundur H. Garðarson. Auk þess var kjörið i 14 málefna- nefndir flokksins. -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.