Dagblaðið - 13.09.1980, Page 23

Dagblaðið - 13.09.1980, Page 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. Sjónvarp Þrír af fjórum umsjónarmönnum útvarpsþáttarins t vikulokin. Á myndina vantar Guðjón Friðriksson. DB-mynd Rapnar Th. ÍVIKULOKIN — útvarp í dag kl. 14,00: ÞATTURINN HEFUR ÖDLAZT FASTAN SESS Þrtturinn í vikulokin hefur unnið sér fastan sess í útvarpsdagskránni á laugardögum. Þátturinn hefur frá byrjun notið mikilla vinsælda og þó nýir umsjónarmenn hafi komið í stað þeirra sem byrjuðu með þáttinn þá virðist hann ekki líða fyrir það. Margir liðir hafa öðlazt fastan sess í þættinum eins og til dæmis uppgjör vikunnar, spurningaleikurinn og fréttapistill Hermanns Gunnarssonar íþróttafréttamanns. Þátturinn verður á sínum stað í dag i umsjá þeirra sem séð hafa um þáttinn undanfarna mánuði. Það eru Guðjón Friðriksson, Guðmundur Árni Stefánsson, Óskar Magnússon og ÞórunnGestsdóttir. -GAJ. Á EVEREST ÁN SÚREFNISTÆKJA — sjónvarp í kvöld kl. 21,00: 23 í) Skorið úr sex- tíu ára gömlu ágreiningsmáli Hæsta fjall heims, Mount Everest, var klifið í fyrsta sinn 29. mai 1953. Þeir sem klifu fiallið voru Edmund P. Hillary t'. á Nvja Sjálandi og Tensing Norkay, ,'palmaður sem var búsetlur í Indlanu. '■ hesti ,..idur fjallsins er í um 8.800 metra hæð yfir sjávarmáli eða meira en fjórfalt hærri en Hvannadals- hnúkur á Öræfajokli, hæsti tindur íslands 2.119 m. Vmsir hal'a orðið til að feta i fótspor Hillarys upp þetta hæsta fjall heimsins. Sjónvarpsmyndin í kvöld greinir frá tilraun, sem var gerð til að klífa fjallið án súrefnistækja. Það voru tveir kunnir fjallagarpar, Reinhold Messner og Peter Habeler, sem ákváðu að gera þessa tilraun og skera þar með úr sextíu ára gömlu ágreiningsmáli: Er unnc að klífa hæsta fjall heims án þess að nota súrefnisgrímu? Við þeirri spurningu fá sjónvarpsáhorfendur lik- lega svar í kvöld. -GAJ. Margir hafa verið þeirrar skoðunar, að óhugsandi sé að sigrast á Mount Everest án súrefnistækja. Í kvöld sjáum við mynd af tilraun sem gerð var til að sanna hið gagn- stæða. DÝRIN MÍN STÓR 0G SMÁ - sjónvarp sunnudag kl. 21,00: Tristan verður ástfanginn Það gerist markverðast i þættinum ,,Dýrin mín stór og smá” að þessu sinni, að Tristan verður yfir sig ást- fanginn af dóttur milljónamærings. Sigfried þekkir föður stúlkunnar og lízt ekki alls kostar á ráðahaginn. Ástar- umleitanir Tristans ganga nokkuð skrykkjótt þangað til hann segir stúlk- unni sannleikann: að hann sé fátækur námsmaður. Eftir það færist talsvert fjör i leikinn og er ekki rétt að greina nákvæmlega frá því. -GAJ. ÍÞRÓTTIR — sjónvarp í dag kl. 16,30: Snillingurinn Dun- bar aftur á íslandi — Leifar af efni frá ólympíuleikunum í Moskvu Meðal efnis í íþróttaþætti sjónvarps- ins í dag verða kaflar úr leik íþróttafé- lags stúdenta og Vals, sem leikinn var í fyrrakvöld. í leiknum beinist athygli manna fyrst og fremst að Bandaríkjamanninum Dirk Dunbar, sem lék með liði ÍS fyrir tveimur árum. Vegna meiðsla varð hann að halda til síns heima og læknar ráðlögðu honum að hætta iðkun körfu- knattleiks ef ekki ætti illa að fara. Síðan hefur hann haft hægt um sig en þó stolizt i boltaleik við og við. í sumar fór hann i keppnisferð til Mexíkó með liði frá heimafylki sínu. Liðið lék átta leiki á jafnmörgum dögum og kappinn Dunbar lét sig ekki muna um að skora 35 stig að meðaltali í leik. Dunbar er einn skemmtilegasti körfuknattleiks- maður, sem leikið hefur hér á landi og verður gaman að sjá hann að nýju í leik hér á landi. Hér hefur Dunbar þó skamma viðdvöl því hann er á förum til Þýzkalands þarsem hann mun þjálfa 1. deildarliðið Darmstadt. Dunbar verður ekki eini útlendingurinn í leik Vals og ÍS því með stúdentum leikur auk hans Mark Coleman, eldsnöggur og skæður framherji og með Val leikur mjög harð- skeyttur miðherji, Roy Johns. í íþróttaþættinum i dag verður einnig sýnt talsvert af efni frá ólymp- íuleikunum i Moskvu. Sýnt verður frá keppni í hnefaleikum, blaki, sund- knattleik, frjálsum iþróttum og hand- knattleik þannig að fiestir iþróttaunn- endur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þættinum í dag. BORGARBÍÓIÐ hé'&Hi KOPAVOGI F-L-Ó-T-T-l-N-N FRÁ \8LtN»«RTtXT' F-O-L-S-O-M FANGELSINU Ný amerísk geysispennandi mynd um líf forhertra glæpamanna í hinu illræmda FOLSOM fang- elsi i Kaliforniu og það samféiag sem þeir mynda innan múranna. Byrjað var að sýna myndina víðs vegar um heim eftir Cannes kvikmyndahátíðina nú i sumar og hefur hún alls staðar hlotið geysiaðsókn. Blaðaummæli: „Þetta er raunveruleiki”. —New York Post — „Stórkostleg1’. — Boston Globe — „Sterkur leikur” ... „hefur mögnuð áhrif á áhorfand- íann”. — The Hollywood Reporter — „Grákaldur raunveruleiki”... „Frábær leikur” — New York Daily News — Leikstjóri: Michael Mann Leikaran Rain Murphy ......................... Peter Strauss (ÍJr „Soldier Biue” + „Gæfa eða gjörvileiki”) R.C. Stiles ........................ Richard Lawson Cotton Crown....................... Roger E. Mosley Sýnd kl. 5-7.10-9.20 og 11.30 Munið miðnætursýningu kl. 1:30 á föstudagskvöld og laugardagskvöld. BÖNNUÐ BÚRNUM INNAN 16 ÁRA -GAJ.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.