Dagblaðið - 13.09.1980, Page 24

Dagblaðið - 13.09.1980, Page 24
Sfjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins og efnahagsmálin þrætuepli á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins: Geir og Jónas Haralz / orðasennu við Gunnar staða bankanna gagnvart Seðlabanka hagstæð um 5 milljarða um sl. áramót, en er nú óhagstæð um 24 milljarða, sagði forsætisráðherra Harðar umræður urðu um efna- hagsmálin á miðstjórnarfundi Sjálf- stæðisflokksins á fimmtudagskvöld- ið. Jónas H. Haralz bankastjóri hafði verið fenginn til að halda fram- söguræðu um efnahagsmál á fundin- um. Þegar ljóst varð að dr. Gunnar Thoroddsen myndi sitja fundinn, í fyrsta sinn síðan ríkisstjórn hans var mynduð, þótti einhverjum sem þar voru eðlilegra að forsætisráðherra hefði framsögu um efnahagsmál. Varð það úr og hélt dr. Gunnar 20 mínútna óundirbúna framsöguræðu. Jónas H. Haralz talaði á eftir forsæt- isráðherra, sömuleiðis Ellert Eiríks- son, Matthías Bjarnason og Geir Hallgrimsson. Jónas og Geir gagn- rýndu ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa haldið illa á stjórn efnahagsmál- anna, en einnig að Alþýðubandalagið hafi komizt í ríkisstjórn með stuðn- ingi sjálfstæðismanna. Varð af orða- senna Geirs og Jónasar annars vegar og dr. Gunnars hins vegar. Forsæds- ráðherra sagði I svari við gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokksins á stjórnarþátttöku „kommúnista” (Alþýðubandalags) að formaðurinn hafi sjálfur staðið í stjórnarmyndun- artilraunum m.a. við Alþýðubanda- lagið á síðasta vetri. Hafi það vafa- laust greitt fyrir því að stjórnarsam- vinna tókstsiðar! Þá sagði forsædsráðherra í svari við innleggi Jónasar H. Haralz í um- ræðuna, að fjármálastefna bankanna væri dragbítur á baráttuna gegn verð- bólgu. Á sama tíma og staða ríkis- stjóðs væri batnandi stefndu bank- arnir í öfuga átt. Um áramótin hafi staða bankanna gagnvart Seðlabank- anum verið hagstæð um 5 milljarða króna en um sl. mánaðamót hafi staðan hins vegar verið óhagstæð um 24 milljarða, þ.e. versnað um 29 milljarða á 8 mánuðum. Forsætisráð- herra sagði stöðu Landsbankans versta, skuld hans við Seðlabankann næmi tæplega 14 milljörðum króna. -ARH. EFTIRLITSMENNIRNIR RÆÐA MÁLIN Margumræddir efdrlitsmenn rikisins með Flugleiðum, Birgir Guðjónsson deildarstjóri i samgönguráðuneytinu og efdrlitsmaður samgönguráðherra og Baldur Óskarsson efdrlitsmaður fjár- málaráöherra (t.h.) afhentu Erni Ó. Johnson stjórnarformanni Flugleiða í gær 50 spurningar og athugasemdir vegna efnahagsskýrslu fyrirtækisins og áætlunar um rekstur þess á næsta ári. Er gerð krafa um að skrifleg svör við athugasemdum efdrlitsmannanna ber- ist stjórnvöldum strax eftir helgi. —ARH/DB-mynd: RagnarTh. „Tel starfsmenn jákvæða gagnvart fyrírtækinu” en skipting flugmanna í tvö stéttarfélög hefur valdiö miklum deilum, segir Sigurður Helgason forstjóri ,,Við höfum valið þessa leiö til að~_ skýra starfsmönnum Flugleiða frá’ stöðu fyrirtækisins og þær aðgerðir sem verið er að gera,” sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í viðtali við DB í gær. Forstjórinn var spurður um tilganginn með þeim fundum sem hann og aðrir stjórnend- ur fyrirtækisins halda um þessar mundir með starfsmönnum Flug- leiða. ' „Starfsmönnum eru kynntar þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um framtíðarrekstur Flugleiða. Ég hef þá trú að þessir fundir muni verða til þess að treysta samvinnuna á meðal starfsmanna,” sagði Sigurður enn- fremur. „Viðbrögð fólks eru góð að mínu mati. Að sjálfsögðu spyr fólk mikið um hin ýmsu mál sem félagið varða en það er eðlilegt í þeirri skæðadrífu fregna, sem nú dynja yfir, af mál- efnum Flugleiða.” Sigurður Helgason sagði að for- ráðamenn Flugleiða hefðu ekki langt fram neinar opinberar spár um hve lengi hið harða verðstríð, sem nú geisar á flugleiðinni yfir Atlantshaf- ið, mundi standa. „Við höfum ein- 'ungis sagt að sú styrjöld gæti staðið i eitt eða jafnvel tvö ár í viðbót,” sagði forstjórinn. Hann var ennfremur spurður um hvort fram hefðu komið kröfur um að höfuðstöðvar Atlantshafsflugsins yrðu fluttar til Luxemborg vegna óróa og vinnustöðvana á Islandi. „Nei, það get ég ekki sagt,” sagði hann. „Yfirleitt tel ég hug starfsmanna fyrirtækisins jákvæðan gagnvart Flugleiðum. Því er hins veg- ar ekki að leyna að tvískipting flug- manna í tvö stéttarfélög hefur valdið miklum deilum og ég tel að það hafi litað út frá sér meðal annars starfs- fólks.” Lausn þess máls er hins vegar al- farið í höndum sáttasemjara ríkisins að sögn Sigurðar Helgasonar. -ÓG. frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 13. SEPT. 1980. Hæfileikakeppnin: Lokariðillinn fyrir úrslit annað kvöld Siðasti riðill Hæfileikakeppninnar fyrir úrslit fer fram á Hótel Sögu annað kvöld. Þá keppa tveir menn, Valur Óskarsson vísnasöngvari og Agnar Ás- grímsson, sem syngur og leikur sjálfur undir á gítar. Að venju verður ýmislegt annað til skemmtunar á hæfileikakvöldinu. Fé- lagarnir EgiII Egilsson og Skúli Ingi- mundarson, sem báru sigur úr býtum í keppninni 24. ágúst koma og sýna kvikmynd sína Land og túristi. Þá verður einnig lokasýning á poppóper- unni Evitu í Reykjavík. Evita hefur þó ekki runnið sitt skeið á enda ennþá. Fyrstu helgina í október fer listafólkið norður á land og sýnir verkið á Akureyri, Húsavík eg Raufar- höfn. Helgina þar á eftir verður Evita síðan sýnd í Grindavík og á Hvolsvelli. Lokakeppni Hæfileikakeppninnar fer fram á Hótel Sögu sunnudagskvöld- ið 28. september. Sigurvegararnir í sumar, fimmtán talsins, reyna þá með sér. Undirbúningur að lokakvöldinu er kominn vel af stað. Nánar verður greint frá því í Dag- blaðinu í næstu viku. -ÁT. Minningarmót Grigorins í Sovétríkjunum: Jón L. með 2 biðskákir í 6. umferð minningarmóts Grigor- ich i Sochin í Sovétrikjunum tefldi Jón L. Árnason við stórmeistarann Spassov frá Búlgaríu. Fór skák þeirra i bið. Jón hefur þvi 2 vinninga og 2 biðskákir. Siðan á mótinu er mjög óljós vegna fjölda biðskáka. Efstur sem stendur er sovézki stórmeistarinn Panchevkov með 4 vinninga. Jón hefur eingöngu teflt við stórmeistara fram að þessu. í 1. umferð vann hann Ungverjann Far- ago. í 2. umferð gerði hann jafntefli við Rússann Sveshnikov, tapaði síðan fyrir Suetin, Sovétríkjunum í 3. um- ferð, gerði jafntefli við Ivkov, Júgó- slavíu í 4. umferð og skákir Jóns í 5. og 6. umferð gegn Knaak, A-Þýzkalandi og Spassov, Búlgaríu fóru báðar í bið. Eins og DB greindi frá í gær er hér um mjög sterkt skákmót að ræða. Þrettán keppendanna eru stórmeistar- ar, hinir þrír alþjóðlegir. Til að ná stór- meistaratitli þarf 10 vinninga. Af þekktum stórmeisturum sem Jón á eftir að tefla við má nefna Sovétmennina Vaganjan og Baiashov og góðkunn- ingja íslendinga, Torre frá Filippseyj- um. Jón lét vel af sér að öðru leyti en því að hann hefði verið hálfslappur af hita- vellu, sem hann skilgreindi sem rúss- neska inflúensu. -GAJ. Hawaii- stúlkan í Dag- blaðsbíói í Dagblaðsbiói á morgun verður sýnd gamanmyndin Hawaii-stúlkan. Myndin er í litum og með íslenzkum texta. Sýningin hefst klukkan þrjú í Hafnarbíói að vanda. 12. SEPTEMBER 4522 TESAI fcröaútvarp. 13. SEPTEMBER 10766 SHARP vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi | fslma 33822. V 4 4 \

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.