Dagblaðið - 22.09.1980, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980.
Styrjöld írans og íraks:
Bardagar fjarlægj-
ast olíusvæöin
Bardagar héldu áfram i grerkvöldi
og nótt á milli herja írans og íraks á
landamærum rikjanna. Svo virtist
sem einkum væri barizt um mikil-
vægan skipaskurð. Samkvæmt fregn-
um af vígstöðvunum þá virðast herir
beggja landanna hafa hætt sókn sinni
að olíusvæðum beggja megin víglin-
unnar.
Samkvæmt fregnum frá írak
segja yfirvöld þar að herir þeirra
hafi sökkl átta irönskum fallbyssu-
bátum og skotið niður eina Phantom
þotu á síðasta sólarhring. Hafi þetta
gerzt í hörðum bardögum umhverfis
Shatt AI-Arab skipaskurðinn. Þar
var barizt af mikilli hörku um
helgina.
Herir beggja rikja virðast hafa
gætt þess að ráðast ekki á mikilvægar
olíustöðvar. Engar fregnir hafa borizt
af því að árásir hafi verið gerðar á
olíuhreinsunarstöðvar af neinu tagi.
Deiluefnið er skipaskurðurinn, að þvi
er bezt verður séð.
Skærur hófust á milli herja irans
og iraks snemma i þessum mánuði.
Sakaði stjórnin í írak byltingar-
stjórnina i Teheran um að neita að
afhenda landsvæði sem samið hefði
verið um að ætti að tilheyra írak. Er
þá vísað til samninga stjórna ríkj-
anna frá árinu 1975. íran hefur á
móti sakað stjórnina í Bagdad um að
leggja fram rangar kröfur á grund-
velli samninganna. Sé tilgangurinn sá
að eyðileggja þann árangur sem orðið
hafi af byltingunni í íran.
Sérstök tilkynning var gefin út i
Íran i gær þar sem nokkrum hluta
varðliðs hersins þar var skipað að
koma til stöðva sinna. Stór hluti hins
þrjú hundruð þúsund manna herliðs
írans er bundinn viðs vegar um
landið við að berja á ýmsum kyn-
flokkum, eins og Kúrdum sem eru
andstæðir ráðamönnum i Teheran.
Erlendar
fréttir
Tyrkland:
Áfram sama
utanríkisstefna
Bulent Ulusu fyrrum herforingi og
nýskipaður forsætisráðherra Tyrklands
hefur valið tuttugu og sex ráðherra í
nýja ríkisstjórn landsins. Ulusu ríkir i
skjóli hers landsins sem gerði byltingu
hinn 12. þessa mánaðar og rak þáver-
andi rikisstjórn frá völdum og þing
landsins heim.
Herforingjamir í Tyrklandi hafa lýst
því yfir að utanríkisstefna landsins
verði óbreytt frá stefnu fyrri ríkis-
stjórnar. Tyrkland verði áfram í Atl-
antshafsbandalaginu og efnahagstengsl
við vestræn ríki haldist áfram. Þessi
tvö alriði eru raunar mjög tengd. Tyrk-
landW mjög hernaðarlega mikilvægt
fyrir Atlantshafsbandalagið og efna-
hagsástandið á þeim bæ er þannig að
aðstoð frá vestrænum ríkjum er grund-
vallaratriði til að skrimta.
Anna prínsessa
sú verst klædda
ÞEIR KUSU FRELSIÐ. Þcssi áhöfn einnar flugvélar afganska ríkisflugfélagsins tilkynnti nýlcg að hún mundi ekki snúa aftur
til s'ns heima. Gcrðist þetta I Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi. Mvndin sýnir cr fiugstjórinn gefur opinbera yfirlýsingu um
ákvörðun fólksins. Um tvö hundruð og fimmtiu starfsmenn afganska ríkisflugfélagsins hafa flúið frá Afganistan síðan sovézki
herinn réðst inn i landið til stuðnings leppstjórninni í Kabul sem var við það að falla.
prinsessunnar lýst þannig að hann
væri „alenskur”.
„Kona sem hefur 204 þúsund doll-
ara í laun á ári (102 milljónir Is-
lenzkra króna) á auðveldlega að geta
komizt hjá að feta i fótspor Margrét-
ar frænku sinnar,” segir í blaðinu um
Önnu. Sú Margrét sem einnig er
vilnað til er systir Elísabetar Brela-
drottningar, móðursystur Önnu.
Hefur Margrél oftlega hlotið ámæli
tizkusérfræðigna fyrir lélegan búnað.
Fatasérfræðingum timaritsins
People finnst Anna prinesessa alltof
venjuleg í klæðaburði þegar hún
kemur opinberlega fram. — Heima
við klæðist hún eins og hestastrákur.
Anna er mikill áhugamaður um
hesta.
Listinn yfir verst klædda fólk
heims birtist árlega í People og
raunar fleiri blöðum vestra. Annar á
listanum að þessu sinni var söngvar-
inn og skemmtikrafturinn Samrny
Davis junior. Fatasérfræðingarnir
fundu honum það helzt til foráttu að
hann bæri of mikið af skartgripum.
Anna Bretaprinsessa var i morgun sérfræðingum bandariska timaritsins
kjörin verst klædda kona heims af People. I dómi síntim var klæðaburði
Vestur-Berlín:
FARÞEGALEST-
IR AFTUR
Á FERDINNI
Vestur-Berlinarbúarnir sem slarfa
hjá austur-þýzka ríkisjárnbrautunum
og eru i verkfalli afléttu í morgun banni
við ferðum farþegalesta á milli Vestur-
Berlínar og Vestur-Þýzkalands.
Verkfallsmennirnir hættu einnig i
morgun varðstöðu sinni við helztu
stöðvar járnbraulanna i Vestur-Berlín.
Sagði talsmaður þeirra að það hefði
verið gert i ljósi þess að slíkt væri al-
menningi fyrir beztu.
Járnbrautarmennirnir, sem eins og
áður sagði eru Vestur-Berlínarbúar en
starfa hjá austur-þýzku járnbrautun-
um, krefjast hærri launa og réttinda til
að stofna sjálfstæð verkalýðsfélög.
Talsmaður þeirra sagði á laugar-
daginn var að jafnskjótl og fulltrúar
austur-þýzku ríkisjárnbrautanna
fengjust til að ræða við þá yrði verk-
fallinu aflétt.
Um helgina var reynt að komast hjá
erfiðleikum vegna verkfallsins með þvi
að yfirvöld í Vestur-Berlin og Vestur-
Þýzkalandi kontu á sérstökum ferðum
á milli með bifreiðum, Austur-þýzk
yfirvöld reyndu einnig að beina
nokkrum lestum til Vestur-Berlínar en
það tókst laklega.
John Lennon:
„Það væri hundlciöinlegt ef eg »g
Paul McC'artney færum aflur að
leika saman," segir John Lennon.
Bítlamir
munu aldrei
leika aftur
„The Beatles munu aldrei leika aftur
saman.” Þetta segir einn hinna fyrri
félaga, John Lennon í viðtali við
bandaríska timaritið Newsweek i
morgun. Bíllarir, frægasta og vinsæl-
asta „pop” hljómsveit sögunnar, hætti
leik fyrir niu árum. Félagar hennar þeir
Lenno.'i,M?.Cartney,Harrison og Starr
voru allir frá Liverpool í Englandi.
„Þeir fjórir sem i hljómsveitinni
voru geta aldrei sameinazt á ný undir
nafninu The Beatles jafnvel þó þeir
vildu,” sagði John Lennon i viðtalinu
við Newsweek.
„Hugsaðu þér ef ég og Paul
McCartney færum að leika saman
altur — það yrði hundleiðinlegl.”
„Að byrja aftur i Bitlunum yrði eins
og að byrja aftur í skóla,” sagði
Lennon ennfremur. „Ég var aldrei
fylgjandi þvi að byrja aftur og þessu er
að fullu og öllu lokið.”
Lennon hætti að mestu að konia
fram fyrir almenningssjónir árið 1975.
Hann býr núna i Bandaríkjunum og
vinnur að plötu — sinni fyrstu í nokkur
ár. Hún á að heita Double Fantasy.