Dagblaðið - 22.09.1980, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980.
Amerísk vörubíla- og jeppadekk
77/. SÖLU
STÆRD TEGUND
L78x15 Snjódekk
10x16,5 Sendibiladekk
750x16 MaxiTrac
11x15 MaxiTrac
1000x20 Framdekk
1100 x 20 Framdekk
1100x20 Afturdekk ,
900x16 Gröfudekk
1400 x 24 Hefil-og
skófludekk.
700 x 15 Premium Traction
700 x 16 Premium Traction
Upplýsingar í símum
92-2348
92-2495
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
SPARTA
Norðurbrún 2. - Simi 31755
Nýjungarí
klippingu, permanent
glansskol o.fl.
OPIÐ LAUGARDAGA
Gústa Hreins,
Inga Gunnars
;on1 ^
GÖMLUDANSA
NÁMSKEIÐ
Þjóðdansafélags Reykjavíkur fyrir full-
orðna og börn hefjast mánudaginn 29.
september í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu, R.
Innritun og upplýsingar í síma 76420.
VÉLAVERKSTÆÐI
Egils Vilhjálmssonar H/F
SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - -SÍMI44445
• Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása.
SÍMI' 44445
FULLKOMIÐ MÓTOR- OG REIMIMIVERKSTÆÐI
SÚLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst-
mánuð 1980, hafi hann ekki verið
greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum
söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag
eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en
síðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar
fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið,
18. sept. 1980.
/".
Japan:
Ferð til Banda-
ríkjanna orðin
að stöðutákni
Baldur Hjaltason
skrifar frá Japan
— en bifreiöaframleiösla, útgjöld til hermála og flug-
samgöngur eru meöal deilumála ráðamanna ríkjanna
Hér í Japan eru Bandaríkin og
Bandaríkjamenn allt að þvi dýrkaðir.
Bandarísk hamborgara- og kjúkl-
ingamenning er búin að koma sér vel
fyrir í flestum stærri borgum Japans
og blómstrar þar. Bandarískar popp-
og rokkstjörnur njóta einnig mikilla
vinsælda ungdómsins. Það að fara til
Bandaríkjanna til náms eða í sumar-
leyft er orðið stöðutákn og enginn er
maður með mönnum nema hann hafí
heimsótt þetta land a.m.k. einu sinni.
Sérstaklega keppast stúdentar við að
komast þangað.
Þrátt fyrir þetta eru samskipti
bandarískra og japanskra stjórnvalda
ekki eins góð og búast mætti við.
Flest eru þessi deilumál viðskiptalegs
eðlis. Það stærsta er hinn gífurlega
mikli bilaútflutningur Japana sem
hefur um árabil skapað hausverk hjá
bandarískum bílaframleiðendum. í
ár er spáð metútflutningi eða um 6
milljónum bíla þótt þeir fari nú ekki
allir til Ameriku.
Lokaður markaður
Japanir hafa verið ákaflega tregir
til að takmarka sinn útflutning og
Bandaríkjastjórn hikað við að setja
innflutningshömlur þótt forsvars-
menn verkalýðsfélaganna í bílaiðn-
aðinum og nýlega sum bílafram-
leiðslufyrirtækin sæktu málið fast.
Lausnin sem báðir aðilar virðast geta
sætt sig við er sú að japanskir bíla-
framleiðendur reisi verksmiðjur sinar
i Bandaríkjunum og skapi þannig at-
vinnu og verðmætasköpun innan-
lands.
Fleiri alvarleg deilumál eru á ferð-
inni. Bandarikjamenn eru ævareiðir
yfir því hve stór hluti japanska mark-
aðsins er verndaður og lokaður fyrir
þeim. Það mál sem sett hefur verið í
brennidepilinn er útboð á tækjum og
verklegum framkvæmdum hjá NTT
(Nipon Telegraph and Telephone
Public Corporation) sem er ríkisfyrir-
tæki og sér um fjarskiptamál innan-
lands. Þetta fyrirtæki veltir miklum
fjármunum og hefur mikil umsvif.
Það ræður mikinn fjölda undirverk-
taka til að framleiða hin ýmsu tæki
sem notuð eru. Hingað til hafa verk-
lýsingar eingöngu verið á japönsku
og erlendum fyrirtækjum meinað að
gera tilboð. Hér er um stórar upp-
hæðir að ræða og mikið í húfi. Á
sama tíma selja japanskir framleið-
endur sams konar framleiðslu til
Bandarikjanna. Þetta mál hefur
verið sett á oddinn sem nokkurs
konar prófmál og allt bendir til þess
að bandarísku fyrirtækin fái sitt
fram. Að minnsta kosti er farið að
prenta útboðsgögnin á ensku.
Aukin hernaðar
útgjöld
Þriðja stóra deilumálið er
hernaðarútgjöld Japans. Bandaríkja-
menn vilja að Japanir eyði meiru til
hernaðar og taki á sínar herðar
stærra hlutverk í varnarsamningi
þjóðanna. Japanir hafa hingað til
eytt litlu til hernaðarútgjalda miðað
við aðrar þjóðir enda sterk andstaða
meðal þjóðarinnar. Þó hefur hin
íhaldssama stjórn LDP (frjálslyndra
lýðræðissinna) veitt á undanförnum
árum aukið fjármagn til hernaðarog
Bandarikjamenn eru ævareiðir yfir þvi hve japanski markaðurinn er þeim lok-
aður. Hingað til hafa til dæmis allar verklýsingar verið á japönsku og erlendum
fyrírtækjum meinað að gera tilboð f verkefni f Japan. Myndin er úr einu hinna
japönsku stórfyrirtækja — Nikon. Starfsmennirnir eru við likamsæfingar.
j
hvert sem er með viðkomu í Tokyo
eða Osaka.
Dæmið snýst við
Síðastliðin 10 ár hafa Japanir
margsinnis reynt að knýja fram
breytingar, sérlega á fyrri hluta
síðasta áratugar þegar flugsamgöng-
ur milli þessara landa voru í örum
vexti. En nýlega tóku málin nýja
stefnu.
í febrúar sl. undirritaði Banda-
ríkjaforseti ný lög um flugsam-
göngur. Þau afléttu flestum hömlum
sem gilt höfðu og stefndu í átt til auk-
innar frjálsrar samkeppni. Nú vilja
bandarísk flugfélög að Japanir létti
af einokunaraðstöðu sinni með JAL.
Japanska stjórnin telur hins vegar að
JAL hafi nú meiri þörf fyrir vernd
vegna hækkandi eldsneytiskostnaðar
og færri farþega. Því eru Japanir
komnir á þá skoðun að best sé að
hreyfa ekki við loftferðasamningnum
frá 1952 og hafa því vent kvæði sínu í
kross.
Helst er þeim í nöp við kröfu Air
Microindonesia sem er dótturfyrir-
tæki Continental Airlines. Þeir vilja
auka áhrif sín á Saipan-Tokyo flug-
leiðinni. Nú er flogið 14 sinnum í
viku og skiptist þetta flug jafnt milli
JAL og Continental. Þetta hefur
verið gífurlega arðbær flugleið vegna
hins mikla fjölda japanskra karl-
manna sem hafa skroppið þangað til
að kynnast hinu ljúfa lífi. Continent-
al hefur kært til bandarískra flug-
málayfirvalda og krafist þess að bann
verði lagt á ferðir JAL til New York
þangað til samningum verði náð.
Japanir eru að vonum uggandi þvi
þetta er nokkurs konar prófmál og
bíða spenntir efdr úrslitum.
á fjárlögum 1981 hækkuðu hernaðar-
framlög meira en nokkuð annað,
m.a. til að friða Bandaríkin. Þeir
eru samt sem áður ekki ánægðir og
vilja hraðari uppbyggingu. 5 ára
áætlun er í gangi um uppbyggingu
hersins og samkvæmt henni verður
veitt mun meiri peningum til hans á
næstu árum.
Nú er í uppsiglingu enn nýtt mál
sem er loftferðasamningur landanna.
Um árabil hafa Japanir viljað fá
endurskoðaðan þennan samning sem
þeir telja að beri merki eftirstríðsár-
anna. Samkvæmt samningum frá
1952 er JAL, ríkisrekna flugfélaginu,
leyft að fljúga til 7 staða í Bandaríkj-
unum og nota aðeins New York til að
fljúga til 3 viðkomustaða í Evrópu.
jretta hefur Japönum þótt hart því
bandarísk flugfélög hafa getað flogið