Dagblaðið - 22.09.1980, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980.
DB á ne ytendamarkaði
Er mjólkurskortur yfirvofandi?
Framleidslan er nóg
en ekki á réttum tíma
— Undanfarna vetur hefur alltaf þurft að flytja mjólk í formi rjóma til
höfuðborgarsvæðisins
Þvi miður kemur það æði oft fyrir
að fólk hringir og kvartar yfir einu og
öðru varðandi mjólkurframleiðslu og
sölumál. Á sýningunni í Laugardals-
höll komu margir að máli við okkur
og höfðu eitt og annað að athuga við
þessi mál. — Til að fá úr öllum vafa-
atriðum skorið og einnig til þess að
koma ábendingum og kvörtunum á
framfæri, fengum við viðtal við
Guðlaug Björgvinsson forstjóra
Mjólkursamsölunnar og Odd Helga-
son sölustjóra. — Eins og nærri má
geta bar ýmislegt á góma og urðu úr
þessu nokkrar greinar. Er fyrsta
greinin birt i dag en hinar fylgja á
eftir næstu daga.
Er mjólkurskortur
yfirvofandi?
Almenningur hefur miklar
áhyggjur af hugsanlegum mjólkur-
skorti næsta vetur. Verður um að
ræða mjólkurskort?
„Á þessu stigi málsins er ekki
nokkur leið að segja fyrir um hvort
hér verður mjólkurskortur eða
ekki,” svaraði Guðlaugur Björg-
vinsson.
„í rauninni er næg mjólk á fram-
leiðslusvæðinu en hún er bara ekki
framleidd á réttum tíma árs. Það
hefur jafnan verið svo undanfarin ár
að mjólkurframleiðslan dregst saman
y'fir vetrarmánuðina. Það hefur þurft
að grípa til þess ráðs að flytja rjóma
og stundum einnig mjólk til Reykja-
víkur undanfarna vetur nú um árabil.
í fyrravetur var fluttur hingað
riómi sem svarar til 700 þúsund
mjólkurlítra. Það var þó ekki nema
4—5% af mjólkurvöruneyzlunni
hann tíma sem þessir flutningar stóðu
Vfir.
Ln ef til þess kemur að framleiðsla
Suðveslurlands dregst svo saman að
flytja þurfi rjóma í stórum stíl og
jafnvel nýmjólk til Reykjavíkur frá
Norðurlandi getur það orðið
erfiðleikum bundið,” sagði
Guðlaugur.
— Hvers vegna hefur ekki fyrr
verið gripið til þess ráðs að reyna að
jafna mjólkurframleiðsluna yfir
árið?
,,Það hefur verið gert, m.a. með
því að bændur hafa fengið greitt
hærra verð fyrir þá mjólk sem
framleidd er á veturna heldur en á
sumrin. Er þannig reynt að stjórna
framleiðslunni og hefir framleiðslan
þokast í þá stefnu. En þar sem inn-
vegin mjólk á svæði Samsölunnar er
nú allt að helmingi meiri hæsta
sumarmánuð en lægsta vetrarmánuð,
en salan um 25% meiri á vetrum en
sumrum, þá tekur nokkur ár að ná
nægilegum jöfnuði milli árstíða.
M.a. vegna þess að bændur þurfa þá
að breyta burðartíma kúa, breyta
fóðrun, o. fl„” sagði Guðlaugur
Björgvinsson.
-A.Bj.
Tóma-
hljóðið að
hverfa
úr
kistunni
„Að þessu sinni er matar-
reikningurinn all uggvænlegur, enda
er hábjargræðistíminn í búskapnum
og tómahljóðið óðum að hverfa úr
kistunni,” segir m.a. í bréfi frá
Jóhönnu í Kópavogi.
,,Ég leyfi mér að benda á, mér
til afsökunar, að í ágúst voru fimm
föstudagar og það er alltaf keypt
mikið inn fyrir helgar hjá mér.
Annars eru líka aðrir stórir liðir í
þessu eins og 1/4 hluti úr nauti, sem
kostaði 66.550 kr., tveir kinda-
skrokkar á 26.200 og grænmeti í
frystikistunaá 17.800.”
J.H. er með 61.688 kr. á mann að
meðaltali. Að frádregnum þessum
stóru matarinnkaupum, sem hún
telur upp, (sem í það minnsta er hægt
að skipta niður á næsta hálfa árið
a.m.k. að einhverju leyti) virðist hún
alls ekki vera nema rétt í meðallagi.
Liðurinn „annað” er ekki nema upp
á 152 þús. kr.
„Liðurinn „annað” er ósköp
sakleysislegur þrátt fyrir Tívolíferð
og okkar króniska ísát, — en það
stendur allt til bóta í september,”
segir ennfremur í bréfinu.
„Ég vil líka lýsa ánægju minni
yfir neytendablaðinu sem kom út í
sambandi við sýninguna (sem var nú
sjálf hrein hörmung!) Blaðið var
stórgott og renndi stoðum undir þá
kenningu mína, að helmingur áskrif-
enda DB sé að kaupa neytenda-
síðuna. Hún er bezt. Kær kveðja,
Jóhanna, Kópavogi.”
Vanfærar varaðar
við kaffidrykkju
Bandaríska matar- og lyfja-
stofnunin hefur nú varað vanfærar
konur við of mikilli kaffidrykkju.
Þykir ástæða til slíkrar viðvörunar
þar eð komið hefur í ljós að efnið
"Ifetn, sem er i kaffi, tei og kóla-
arykkjum, hafi haft skaðleg áhrif á
rottufóstur og þykir ekki ólíklegt að
hið sama gildi um mannsfóstur.
Rottuungar sem fæddust eftir að
mæðrum þeirra hafði verið gefið
mikið iffeln vantaði oft hluta af
tánum og höfuðkúpa þeirra varð
ekki rétt sköpuð. Ungarnir uxu ekki
eins hratt og aðrir ungar. Engin á-
stæða er þó fyrir þungaðar konur til
að láta hugfallast því til þess að ná
fram verulegum skaðlegum áhrifum
með kaffidrykkju þarf að drekka sem
svarar 12—24 bollum ádag. Úr vexti
fóstursins dregur hins vegar við tvo
bollaádag. -DS.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN DESIRÉE
Laugavegi 19 - Simi 12274
Tízkuklippingar
Tizkupermanett
Blástur
Litanir
•
Næringarkúrar
o.fl.
Opið alla virka
daga 9-6
•
Laugardaga frá
9-2
Pantanir í síma
12274
Loksins fengu
ísfirðingar ódýra
grænmetið vestur
— Knattspyrnuráð staðarins gekkst fyrir útimarkaði og seldi grimmt
„Ég má til með að skrifa nokkrar ég miklu meira um innkaupin, þó ég
línur með ágústseðlinum. Síðan ég geti ekki sagt að ég spari, er með
fór að halda heimilisbókhald hugsa rúml. 57 þús. kr. á mann að
Hver svíður lappir?
Ung húsmóðir hringdi:
Þegar ég var krakki fékk ég alltaf
Raddir
neytenda
soðna sviðna lambafætur þegar
sláturtíðin stóð sem hæst. Þetta þótti
herramannsmatur. f nokkur ár hef ég
hins vegar ekki orðið vör við að hægt
væri að fá sviðafætur, þrátt fyrir
ítrekaða leit. Ég vil þvi biðja
Neytendasíðuna sem hefur hjálpað
svo mörgum, að auglýsa eftir þeim
sem svíða fætur hér á höfuðborgar-
svæðinu svo eg og fleiri getum aftur
smakkað þennan góða mat.
meðaltali í mat. Ég er með fjögur
böm, tvo stráka, 15 og 13 ára, sem
þurfa sitt og tvær stelpur 7 og 4
ára,” segir í bréfi frá Guðrúnu
Stefánsdóttur, ísafirði.
„Þetta gæti litið betur út, en
liðurinn „annað” (var upp á tæplega
680 þús. kr.) var bara þetta venjulega
og auk þess tannlæknareikningur
upp á 225 þús. kr.
Hér hafa aliar húsmæður staðið
sveittar við að sulta og safta. Enda
nóg af berjum. Og loksins kom að
því að við gátum fengið grænmeti á
lága verðinu sem alltaf var verið að
auglýsa í Reykjavík. Knatt-
spyrnuráðið hér á staðnum var með
útimarkað í síðustu viku og seldi
grimmt. Svo nú er grænmetið komið
í kistuna.”