Dagblaðið - 22.09.1980, Page 32

Dagblaðið - 22.09.1980, Page 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. BLOSSOM Frábært shampoo Heildíölubirgöif. KRISTJÁNSSON HF. Ingóllsslræll 12. símar: 12800 - 14878 BLOSSOM shampoo Ireyöir vel. og er fáanlegt i 4 geröum. Hver og einn getur fengiö shampoo viö sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika. 4 tegundir afkjötfarsi KJÖTBÚÐ . SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 CASIO TÖLVUÚR C-801 C-801 BYDUR UPPA: • Klukkust, min., sek. • Mánuð, dag, vikudag. • SjáHvirka dagatalsleiðréttingu um mán- aðamöt • Nákvœmni + — 15 sek. á mán. • 24 og 12 tima kerfi samdmis. • Skeiðklukka 1/100 úr sak. og millitíma. • Tölva maö + +-X — og konstant • Ljöshnappur tll af lestrar i myrkri. • Rafhlaða sem endist ca 15 mán. • Ryðfrftt stáL • 1 árs ábyrgð og viðgerðarjijönusta. oinkaum- boflifl 6 islandi. Bankastræti 8, siml 27510. CASIO ný/ar bækur — nýjar bækur — nýjar bækur — nýjar bækur Jón Birgir Pétursson er iöinn við kolann. önnur sakamálasaga hans kemur út i haust. hlotið nafnið Sprengjuveislan. AB gefur einnig út aðra bók eftir barna- bókahöfundinn Sven Ollo S. sem kailast Helgi fer i göngur ogerhúnaf- leiðing af dvöl höfundar hér á landi í fyrra. Sagði Brynjólfur að búið væri að selja þessa bók um allan heim, jafnvel til Brasilíu. Loks gefur AB út leikrit Valgarðs Egilssonar Dags hríðar spor sem sýnt verður i Þjóðleikhúsinu í vetur og bók eftir Vilhjálm Þ. Gíslason um Jónas Hallgrimsson. Er hér stiklað á stóru og kvað Brynjólfur aðrar bækur inni i dæminu sem ekki væri hægt að skýra frá að svo stöddu. Þegar hefur AB sent frá sér þýðingu Guðbergs Bergssonar á Liðsforingjanum berast aldrei bréf eftir Garcia Marquez og sjálfsævi- sögu Guysel Amalrik. örn og örlygur Örlygur Hálfdánarson hjá Erni & örlygi sagðist leggja einna mest kapp á að koma út í bókinni Landiö þitt eftir þá Þorstein Jónsson og Steindór Steindórsson og hefði sá síðarnefndi endurskoðað alla bókina. f ár verður fyrsta bindið gefið út og spannar það stafina A—G og inniheldur 7—8000 uppsláttarorð og fjölda litmynda. Svo eru það bækur þeirra Guðjóns Friðrikssonar og Gunnars Elíassonar Um forsetakjörið og þeirra Anders Hansen og Hreins Loftssonar, Valda- tafl I Valhöll sem margir biða nú eftir með óþreyju. Bókin um forsetakjörið verður jafnframt gefin út á ensku. Af íslenskum skáldverkum gefa örn & Örlygur út skáldsögu eftir Stefán Júlíusson sem kallast Striðandi öfl og Bókaútgáfa þótti með mesta móti á síðasta hausti og þótti sumum sem djarft væri teflt í kreppunni. En íslenskir bókakaupendur brugðust ekki fremur en fyrri daginn, — jólabók skyldi í pakkann, — og var bóksala með mesta móti. Búa útgefendur nú að velgengni fyrra hausts og er allt útlit fyrir að útgáfa haustsins 1980 verði enn umfangsmeiri en í fyrra. Mál & Menning, örn & örlygur og Skuggsjá telja sig gefa út svipað og í fyrra en á móti kemur að Almenna Bókafélagið hyggst gefa út meira og lðunn eykur út- gáfu um hvorki meira né minna en tæp 50%. En þótt bókum muni fjölga, verða hlutföil í útgáfunni á nokkurn annan veg en í fyrra. Nú Uggur við að telja megi frumsamin íslensk skáldverk utan barnabækur, á fingrum iveggja handa, en í fyrra voru þau eitthvað á þriðja tuginn. Þess í stað virðist nú allt kapp lagt í útgáfu ýmiss konar heimildabókmennta, skyndisagnfræði, viðtöl, ævisögur, skrásetning, — þannig verður obbanum af haust- bókunum best lýst. Börnin fá sitt Einnig eru allar líkur á að „meðalbókin” svonefnda muni nú kosta a.m.k. 15.000 krónur út úr búð, ef tekið er mið af verðbólgu. Einnig verður talsvert mikið af vönduðum og þar með dýrum bókum á markaðinum. Til dæmis mun „Landið þitt” frá Erni Ný bók frá Guðlaugi Arasyni, Mál & Menning. Steindór Steindórsson hefur endurskoð- að „Landið þitt” til útgáfu hjá Erni & Örlygi. um upplýsingum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. AB og Frank Ponzi hafa síðan tekið höndum saman við gerð bókar, sem kallast Gamlar myndir frá íslandi og eru í henni mest- megnis vatnslita og oliumyndir erlendis frá, sem ekki hafa komist á þrykk fyrr. Brynjólfur Bjarnason hjá AB ságði að þeir legðu mikinn metnað í þessa bók sem yrði i svipuðu broti og ljósmynda- bók Sigfúsar Eymundssonar. AB gefur aðeins út eina íslenska skáldsögu i ár, Stjörnuglópar eftir Jón Dan og sömuleiðis gefa þeir aðeins út eina frumsamda íslenska ljóðabók, Heiðmyrkur eftir Steingrím frá Nesi. En þeir gefa út matreiðslubók númer tvöeftir Sigrúnu Daviðsdóttur enfyrri bók hennar seldist nær upp. Brynjólfur kvaðst sömuleiðis stoltur af því að þeir mundu gefa út splunkunýja skáldsögu eftir Graham Greene, Dr. Fischer or the Bomb Party sem á íslensku hefur Fjallakúnstner segir frá heitir viðtalsbók við Stefán frá Möðrudal sem Pjetur Hafsfein Lárusson hefur skráð. örn & Örlygur gefur út. Þór Whitehead birtir nýjar upplýsingar um striðsárin á Íslandi I bók sinni sem Almenna Bókafélagið gefur út. og örlygi líkast til kosta uppundir 50.000 krónur. En þótt íslensk skáldverk fyrir full- orðna verði í ár bæði fá og dýr, þá er sú bót í máli að frumsamdar islenskar barnabækur verða fleiri á markaði í ár en þær hafa verið lengi. Munar þar um barnabókasamkeppni Máls & Menningar í fyrra, auk þess virðast flest forlögin leggja mikla áherslu á vandaða barnabókahöfunda erlendis frá. Jóhann Páll hjá Iðunni sagði að út- gáfa íslenskra barnabóka væri alltaf mikið risíkó og nú ylti það á al- menningi hvort framhald yrði á slíkri útgáfu hjá sínu forlagi. En hér á eftir fara upplýsingar um helstu bækur íslenskra bókaútgefenda i haust. Meðal helstu þýðinga forlagsins eru Hverjum klukkan glymur eftir Ernest Hemingway og þekkt bók eftir banda- rískan höfund, Dee Brown, Heygöu mitt hjarta við Undað Kné sem Magnús Rafnsson þýðir. Sömuleiðis gefa þeir út bókina Áttundi dagur vikunnar eftir Marek Hlasko sem fyrrum var prentuð i Birtingi, i þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar sem einnig heldur áfram að þýða verk Heinesens, í þetta sinn smásögur hans. Ólafur Jónsson heldur siðan áfram að þýða þau Sjöwall og Wahloo, og nefnist nýjasta bókin í þeim flokki Pólís, Pólís. Mál & Menning gefur út ritsöfn þeirra Sverris Kristjánssonar og Jóhanns Sigurjónssonar og sam- talsbók við Einar Olgeirsson kemurút undir nafninu ísland í skugga heims- valdastefnu. Loks gefur Mál & Menning út þrjár frumsamdar íslenskar barnabækur, eftir Jóhönnu Álfheiði Steingríms- dóttur, Valdisi Óskarsdóttur og Ásrúnu Matthiasdóttur og heldur á- fram útgáfu bóka eftir höfundana K.K. Peyton og Astrid Lindgren. Almenna Bókafólagið Almenna Bókafélagið gefur út nýja bók eftir Þór Whitehead er nefnist Stríðsárin á íslandi og er byggð á nýj- Mál og Menning Önnur matreiðslubók Sigrúnar Daviðsdóttur kemur út hjá AB, en sú fyrri er nær uppseld. önnur Ijóðabók Stefáns Snævarr kemur út hjá Mál & Menningu. Þuríður Baxter hjá Máli & Menningu sagði að titlar sins forlags yrðu u.þ.b. 50 i ár og væru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. Afíslenzkum skáldverkum gefur Mál & Menning út nýja bók eftir Guðlaug Arason, Pela- stikk, og skáldsögu eftir Ólaf Hauk Símonarson er nefnist Galeiðan. Auk þess munu þeir gefa út nýja skáldsögu Guöbergs Bergssonar, Söguna af Ara Fróðasyni í samfloti með Helgafelli. Einnig var ætlunin að gefa út bók eftir Lineyju Jóhannesdóttur sem enn hefði ekki hlotið nafn. Af ljóðum gefur Mál & Menning líklega út Sjálfssalann eftir Stefán Snævarr og síðasta ljóðabók Sigurðar Pálssonar verður endurútgef- in. FLEIRI BÆKUR IAR - Yfirlit yfir útgáfu haustsins

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.