Dagblaðið - 01.11.1980, Síða 2
2
/•
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980.
HVAÐ A ÞORGEIR
ÁSTVALDSSON VIÐ?
— Segir að hallað haf i undan fæti hjá Genesis
Gcnesis aðdáandi (1485-5602)
Kringdi:
Ég furða mig á fullyrðingu Þor-
geirs Ástvaldssonar í Skonrokki
föstudaginn 24. október sl. þar sem
hann segir að heldur hafi hallað und-
an fæti hjá hljómsveitinni Genesis
síðustu 1—-2árin.
Ég hygg að hljómsveitin Genesis og
hljómsveitarmeðlimir hafi ekki fyrr
unnið slíkan stórglæsilegan sigur í
vinsældakosningu Melody Maker.
Hljómsveitin hefur margoft verið
kosin bezta hljómsveitin eins og í ár
en ég man ekki eftir því að allir
hljómsveitarmeðlimirnir hafi einnig
hafnað i fyrsta sæti, hver um sig.
Þetta vil ég tæpast kalla , ,að hallað
hafi undan fæti”.
En hvaða upplýsingar hefur Þor-
geir Ástvaldsson fyrir umræddri full-
yrðingu sinni sem hann telur svo
merkilegar að virisældakosningar
Melody Maker eru allt í einu orðnar
ómerkar? Þrátt fyrir þetta hefur
hann oft vitnað til þeirra.
Að mínu áliti hefur hljómsveitin
Genesis aldrei verið betri en einmitt
nú.
4
Hljómsveitin Genesis. Frá vinstri
Mike Rutherford, Toni Banks og
Phil Collins.
Allir hættir kl. hálffimm?
Öryrki hringdi:
Hvenær lokar Tryggingastofnun-
in?
Ég hef verið að reyna að hringja í
hana kl. hálffimm en enginn hefur
svarað. Þó segir í símaskránni að
samband sé frá skiptiborði til kl. 5.
Ég lét símann hringja þó nokkuð
lengi og reyndi þrisvar í röð að ná í
Tryggingastofnunina en enginn
svaraði.
Svona er þetta viða hjá opinberum
stofnunum. Það er ekki nema von að
allt sé að fara í kaldakol hjá ríkinu.
Símaskráin segir að samband sé frá
skiptiborði Tryggingaslofnunarinnar
til kl. 17.
Bréfritari bendir á að sjómenn hafi nú þegar ýmis forréttindi, s.s. 10% frádrátt frá
skattskyldum tekjum.
iafnrétti sjómanna:
Aðeins þegar
þeir hagnast?
Lesandi á Austurlandi hringdi:
Af hverju greiða sjómenn ekki
jafnhátt hlutfall tekna sinna í skatt
og aðrir landsmenn?
Á meðan þeir eru að heimta það að
allir landsmenn greiði olíugjald fá
þeir 10% frádrátt af tekjum sínum
umfram aðra skattgreiðendur.
Þeir eru einnig að kvarta undan því
að tekjur þeirra hafi ekki fylgt afla-
aukningu síðustu ára. En um leið
minnast þeir ekki á þann tækjabúnað
sem útgerðin er sífellt að fjárfesta í,
til að auka hagkvæmni.
Það má ekki bara heimta jafnrétti
þegar um olíugjald er að ræða,
heldur verða þeir líka að heimta jafn-
rétti þegar kemur að frádráttarliðun-
um.
Til íhugunar:
Þorskastríðið og Flugleiðir
Ferðamaður skrifar:
A þorskastríðsárunum töluðu
Bretar um tvennt sem íslendingar
hefðu tekjur af, sjávarútveginn og
Loftleiðir hf.
i kjölfar heimsóknar Nbtons og
Kissingers hingað til lands jókst
þrýstingur á Breta um að gefa eftir og
semja við Islendinga. Þeir neyddust
að lokum til þess að láta i minni pok-
ann en þeir voru ekki of hrifnir því
fljótlega á eftir fara þeir fram á
Sir Freddy Laker fyrir framan eina af DC 10 þotum sinum.
m
endurskoðun á loftferðasamningi
þjóðanna aðallega til þess að skerða
flug Flugleiða milli Glasgow og
Kaupmannahafnar.
Um svipað leyti óskuðu þeir einnig
eftir endurskoðun á loftferðasamn-
ingi sínum við Bandaríkin en þá
þegar voru Bandaríkjamenn farnir að
hugsa sér til hreifings í þeim efnum.
Flugleyfið til Laker var þar erfiðasti
hjallinn en Bretar ætluðu honum þá
flutninga sem Flugleiðir höfðu yfir
Atlantshafið.
Bretar óttuðust ekki samkeppni
Lakers við British Airways því Laker
myndi fara um London á leið til
Evrópu og því afla Bretum tekna af
auknum ferðamannafjölda.
En í öllu þessu sáu Bretar ekki
fram á það sem Carter gerði. Carter
veitti öllum flugfélögum sem óskuðu
þess leyfi i staðinn fyrir að gefa Laker
þann einkarétt sem Loftleiðir höfðu
áður og Bjarni heitinn Benediktsson
sagði á sínum tíma að væru laun
Islendinga fyrir aðstöðu Bandaríkja-
hers á Keflavíkurflugvelli.
VIL GETA VALIÐ
MILLISTOFNANA
— ekki til betra andrúmsloft en á
Fæðingarheimilinu
Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar:
Ég tek eindregið undir orð Elínar
Pálmadóttur í Morgunblaðinu 30.
október um Fæðingarheimilið.
Fæðingarheimilið á að starfa á ná-
kvæmlega sama hátt og áður, þar er
engra breytinga þörf. Ég vil eiga þess
kost að geta valið á milli stofnana ef
allt er eðlilegt.
Sjálf hef ég legið tvisvar á
Fæðingarheimilinu og gæti ekki
hugsað mér betra andrúmsloft en
ríkir þar.
, Ég vil senda beztu þakkir til starfs-
fólks heimilisins, sérstaklega til
Huldu Jensdóttur.
Konur!
Látum ekki kyrrt liggja! Látum frá
okkur heyrast!