Dagblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR ! . NÓVEMBER 1980. 4 r Kabarett Leikf élags Akureyrar: Öskukarlinn og leik- arar slógu í gegn Á föstudaginn, síðasta sumardag, frumsýndi Leikfélag Akureyrar kabarett og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Sjallinn var troð- fullur og stemmningin frábær. Sam- tals komu fram um 20 manns, að meðtalinni hljómsveitinni, og voru það bæði leikarar sem kunnir eru af verkum LA og einnig áður óþekktir leikarar. Höfundur kabareítsins er Guðmundur Sæmundsson, en hann starfar annars sem öskukarl hjá Akureyrarbæ. Er óhætt að fullyrða að Guðmundur hafi verið stjarna kvöldsins og var hann hylltur í leiks- lok. Kabarettinn sem tók um klukku- tíma í flutningi samanstóð af tíu þátt- um og voru þættirnir tengdir saman með gamanmálum og tilkynningum. Sýning kabarettsins er fyrst og fremst hugsuð til styrktar Leikfélagi Akureyrar, sem berst nú í bökkum fjárhagslega, en allir þátttakendur gefa vinnu sína. Lengi hefur verið i bígerð hjá LA að setja á svið kabar- ett en loks varð af því þegar fjár- htigui félagsinsvaríkaldakoli. Sunna Borg leikari stjórnaði kabarettnum og tókst henni sérstak- lega vel að tengja saman atriðin með skemnuilegri framkomu og gríni. í kabarettnum var vikið að fjöl- mörgum þáttum í bæjarlífinu á Akureyri og eins þjóðlífinu, var t.d. vikið að samkeppni Hagkaups og KEA, skólameistara MA, Flugleiða- málinu, möppudýrum og pólitík. Að öllu samantöldu má fullyrða að öskukarlinn og leikarar LA hafi gert mikla lukku og veitti svo sannarlega ekki af að lífga upp á drungann. -GM, Akureyri. Eins og vera ber á alvöru kabarett voru dansmeyjar, sem dönsuðu með miklum til- burðum og rassaköstum. V Dansmeyjarnar stráðu blómum um salinn og lenti ein rósin á borði bæjarstjórans, Helga M. Bergs. Hér nælir kona hans, Dórótea Kyland, hlóminu i barm hæjar stjórans. Að tjaldabaki að lokinni sýningu bauð Sjallinn leikurunum upp á kampavín. Hér skálar leikstjórinn, Sunna Borg, i hópi sam- starfsmanna. Skólameistari MA veitir bróður sinum, menntamálaráöherranum, æðsta heiðurs merki skólans. Sjónvarpsmenn m.vnda í gríð og erg. Guðntundur Magnússon, formaður Leikfélags Akureyrar, virðist skemmta sér ágætlega. Sjallinn var sneisafullur á frumsýningunni og skemmtu áhorfendur sér konunglega. Má fullvist telja að kabarettinn gangi áfram. I lok kabarettsins var Guðmundur Sæmundsson öskukarl og höfundur leiksins klappaður upp og hylltur. DB-myndir: Guðbrandur Magnússon. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.