Dagblaðið - 12.01.1981, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANUAR 1981.
d
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
3
Ágást Hauksson og Ársæll Kristjáns-
son (t.h.) hafa báðir gengið til lifls við
Framara — Ársæll um helgina.
Enn einn Þróttarinn í Fram
—Ársæll Kristjánsson gengur til liðs við Framara og Sighvatur Bjamason
næsta örugglega líka
Framarar hafa nú fengifl til lifls vifl
sig enn einn Þróttarann — afl þessu
sinni Ársæl Kjartansson. Ársæll er
mjög sterkur miðjumaður, en lék ekki
með Þrótti i sumar. Brá hann undir sig
betri fætinum og hélt austur á firði þar
sem hann þjálfaði og lék mefl góflum
árangri.
Þá er næsta vist að Sighvatur Bjarna-
son, Eyjamaðurinn sterki, gangi til liðs
við Framara. Sighvatur var i haust orð-
aður við Valsmenn en mun nú hafa
meiri hug á að ganga til liðs við Fram.
Ekki þarf að taka fram að það yrði
Kogler heldur forystunni
Austurríkismaflurinn Armin Kogler
heldur enn forystunni i keppninni um
heimsbikarinn i skíðastökki, en Norð-
maflurinn Roger Ruud hefur nú
saumað verulega að honum eftir tvo
sigra um helgina. Fyrst í Harrachov í
Tékkóslóvakiu siðan i Liberec i sama
landi i gær. Kogler hefur nú 98 stig i
keppninni um heimsbikarínn, Hubert
Neuper 97 og Ruud 87. Landi hans
Bergerud kemur næstur mefl 70 stig.
/5
Frömurum verulega mikill styrkur —
ekki hvað sízt vegna þess að Jón
Pétursson hefur ákveðið að leggja
skóna á hilluna og Kristinn Atlason
heldur til Svíþjóðar. Sighvatur stundar
nám við Verzlunarskólann og hann
vakti mikla athygli með Eyjamönnum í
sumar. Geysilega traustur varnar-
maður.
Áður höfðu Framarar fengið þá
Ágúst Hauksson og Halldór Arason frá
Þrótti. Ágúst er tengiliður eins og
Ársæll og það eru einmitt mennirnir,
sem Fram vantar. Halldór er fljótur
framherji og geysilega fylginn sér. Með
þessa miðjumenn í liðinu er ekki út í
hött að ætla það að Framarar geti loks
leyft sér að leika 4-3-3 í stað 4-4-2 og
þannig uppskorið meira en áður.
- SSv.
Týrarar blanda sér
í baráttuna á toppnum
- sigldu heim með 4 stig úr höfuðborginni eftir vel heppnaða ferð
Keppnin í 2. deild ætlar að verfla
æsispennandi í vetur og öll lifl deildar-
innar — utan Þór — eiga enn mögu-
leika á að komast upp í 1. deild. Fimm
leikir voru háðir um helgina og ekki
er hægt að segja að staðan hafi skýrzt
svo neinu nemi.
Týrarar voru stjörnur helgarinnar.
Grótta eygir möguleika
á sæti í 2. deild að ári
—eftir sanngjaman 25-23 sigur á Skagamönnum í gær
Gróttumenn unnu afar þýðingarmik-
inn sigur á Skagamönnum i 3. deildinni
er liflin mættust i iþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi i gærkvöld. Lokatölur urðu
25-23 Gróttu i vil eftir afl staðan i hálf-
leik haffli veríð 13-10 fyrir þá. Með
tapinu má líkast til fullyrfla að vonir
Skagamanna um sæti f 2. deild séu fyrir
bi, en Grótta hefur mjög gófla mögu-
leika á að komast upp eftir þennan
sigur.
Leikurinn í gær var lengst af mjög
jafn, en Grótta hafði alltaf yfirhöndina
þannig að um verulega spennu varð
aldrei að ræöa. Skagamenn náðu aldrei
að brúa bilið og Grótta leiddi með 2—4
mörkum út allan leikinn. Markvarzlan
var tvímælalaust það sem gerði út um
leikinn. í marki Gróttu stóð Ragnar
Halldórsson allan tímann og varði
mjög vel. Hinum megin varði kollegi
hans varla skot, en undir lokin kom
ungur og bráðefnilegur markvörður
inn á hjá Skagamönnum, Halldór
Stefánsson, og varði eins og berserkur.
Ekki er að vita nema Skagamenn hefðu
getað krækt í a.m.k. jafntefli með
hann á milli stanganna allan timann.
Hjá Gróttu var Sverrir Sverrisson
mest áberandi, auk Ragnars í markinu.
Gunnar Páll átti góðan fyrri hálfleik og
Gauti Grétarsson fór í gang í þeim síð-
ari með látum. Þá var Jóhann Péturs-
son sleipur á línunni og fiskaði fjölda
vítakasta. Af Skagamönnum var Krist-
ján einna sterkastur. Skoraði 5 mörk —
reyndar öll í fyrri hálfieik. Daði var
góður í sókn en of linur í vörninni.
Þórður Elíasson átti hins vegar stórleik
i vörninni og bókstaflega gekk frá
Jóhannesi Benjamínssyni, hinum
hættulega hornamanni þeirra Gróttu-
manna. Haukur sýndi fádæma öryggi í
vítaköstunum.
Mörkin: Grótta: Sverrir Sverrisson
11/7, Gauti Grétarsson 6, Gunnar Páll
Þórisson 3, Jóhann Pétursson 2,
Hjörtur Hjartar 2, Jóhannes Benja-
minsson 1. ÍA: Haukur Sigurðsson
6/6, Kristján Hannibalsson 5, Daði
Halldórsson 4, Pétur Ingólfsson 3,
Sigurður Halldórsson 2, Þórður Elías-
son 2 og Hallgrímur Rögnvaldsson 1.
Á laugardag léku Reynir og Stjarnan
og varð leikurinn geysilega ójafn, eins
og reyndar mátti búast við. Grétar Mar
skipstjóri og menn hans létu reka á
reiðanum og útkoman varð 17-34 tap.
Stjarnan komst strax yfir og gekk
hvorki né rak hjá Reyni og staðan var
orðin 12-3 áður en varði. Skipstjórinn
kom þá inn á og tókst hans mönnum að
halda í horfinu fram undir hálfleik. Þar
með var draumurinn líka búinn.
Stjarnan með þá Magnús Teitsson og
Eyjólf Bragason sem beztu menn kaf-
sigldi Reyni. Af öðrum leikmönnum
Garðabæjarliðsins má nefna Eggert
ísdal, sem sýndi góða takta. Hjá Reyni
16 mörk Margrétar
voru Þór ofviða
—Fram og FH berjast á toppi 1. deildar
Fjórir leikir fóru fram i 1. deild
kvenna um helgina og eftir þá er Ijóst
að baráttan kemur til mefl að standa á
milli FH og Fram i vetur þó svo bæði
Valur og Vikingur fylgi þeim vel eftir
núna. Bæfli Fram og FH rótburstuðu
sina andstæðinga og þau bera tvimæla-
laust höfufl og herflar yfir hin liðin.
Framstúlkurnar tóku stöllur sínar af
Akranesi heldur betur í karphúsið á
laugardag er liðin mættust í Laugar-
dalshöllinni. Lokatölur urðu 27-10
Fram í vil og heldur hefur sigið á
ógæfuhliðina hjá Skagadömunum að
undanförnu eftir frísklega byrjun.
FH sigraði Þór frá Akureyri 30-15 í
Hafnarfirði á laugardag. Það var
Margrét Theodórsdóttir, sem reyndist
alger ofjarl Þórsliðsins og hún skoraði
hvorki fleiri né færri en 16 mörk í
leiknum og skaut samt tvisvar í stöng
úr vítaköstum.
Haukar og Valur háðu grimmilega
baráttu, sem lengst af var hnífjöfn.
Þegar skammt var til leiksloka var t.d.
jafnt, 6-6, en Hlíðarendastúlkurnar
voru mun sterkari undir lokin og skor-
uðu fjögur síðustu mörk leiksins og
sigruðu 10-6.
Þá léku Vikingur og Þór í gær í
Laugardalshöllinni og lauk leiknum
með 16-9 sigri Víkings. Staðan i 1. deild
kvenna er þá þessi:
Fram
FH
Víkingur
Valur
KR
Akranes
Þór
Haukar
6 0 l 140-89 12
5 l l l38-93 11
4 2 l 100-87 10
4 2 l 94-84 10
3 0 3 78-84 6
l 2 4 81-114 4
l 0 7 107-158 2
0 l 6 78-107 1
- SSv.
voru það einna helzt Daníel Einarsson,
sterkur leikmaður, Einar Benediktsson
og Kristján Guðbrandsson, auk skip-
stjórans Grétars Mar, sem stóðu upp
úr.
Staðan í 3. deildinni er nú þannig:
Stjarnan
Grótta
Þór, Vm.
Akranes
Keflavik
Óðinn
Reynir
6 0 0 1 68-118 12
5 1 1 170-146 11
5 0 2 169-150 1 0
3 1 3 144-126 7
2 0 3 109-102 4
1 0 6 121-121 2
0 0 7 116-234 0
- SSv.
Eftir afleita byrjun hafa þeir nú unnið
5 leiki í röð og eru í 3. sætinu. Þeir
gerðu sér lítið fyrir og unnu HK á
laugardag 18-14 og siðan Ármann 21-
17 í gærdag.
Afturelding hélt til Akureyrar og lék
þar tvo leiki. Sá fyrri var gegn Þór og
þar sigruðu gestirnir 24-21. Fátt getur
nú bjargað Þórsurum frá falli í 3. deild-
ina en þeir sluppu naumlega í fyrra.
Þór tókst að halda í við Aftureldingu
framan af leiknum en síðan ekki sög-
una meir. Emil Karlsson varði eins og
berserkur í marki Aftureldingar og var
sá maður er reyndist Þórsurum erfið-
astur. í hálfleik var staðan 12-9 og
fljótlega komst Afturelding í 19-13 en
Þór tókst aðeins að laga stöðuna fyrir
leikslok. Mörkin: Þór: Sigurður 6, Sig-
tryggur 6/3, Benedikt 3, Guðmundur
2, Árni 2, Einar 1, Gunnar 1. Aftureld-
ing: Sigurjón 11, Steinar 6, Lárus 2,
Alfreð 1, Þorvaldur 1, Björn 1, Brynjar
1 og Ingvar 1.
KA var hins vegar ekki í nokkrum
vandræðum með Aftureldingu og
sigraði 30-20 eftir að hafa leitt 14-9 í
hálfleik. KA-menn voru einfaldlega
mun sterkari aöilinn allan tímann og
juku muninn jafnt og þétt út leikinn.
KA komst strax I 6-1 og þar með var
tónninn gefinn. Aftureldingu tókst þó
að halda í við þá þar til 8 mínútur voru
eftir. Þá var staðan 24-18 KA í vil en
breyttist i 30-18 á nokkrum mínútum.
Gestirnir áttu svo lokaorðið og
skoruðu tvö síðustu mörkin. Mörkin í
leiknum: KA: Gunnar 8/4, Friðjón 5,
Þorleifur 5, Erlingur 5, Guðmundur 3,
Magnús B, Magnús G. og Jakob I
hver. Afturelding: Sigurjón 8/4, Einar
4, Lárus 3, Þorvaldur 2, Ingvar, Björn
og Brynjar 1 hver.
Þá gerðu Breiðabliksmenn sér lííið
fyrir og sigruðu ÍR 23-22. Eru Blikarnir
þar með efstir i deildinni en þeir komu,
sem kunnugt er, upp úr 3. deildinni í
fyrra.
Staðan í 2. deildinni er nú þessi:
Breiðablik 8 5 12 169-175 11
KA 6 5 0 1 141-109 10
Týr, Vm. 8 5 0 3 150-143 10
HK 7 3 2 2 140-122 8
ÍR 8 2 4 2 163-155 8
Afturelding 9 4 0 5 184-190 8
Ármann 8 2 2 4 151-158 6
Þór, Ak. 8 0 17 156-202 1
• SSv. / GSv.
Hörðuráfram
á Siglufirði
Siglfirðingar munu endurheimla
Hörð Júlíusson frá Valsmönnum eftir
eins árs veru hans hjá Hliðarendalið-
inu. Hörflur vakti mikla athygli hjá Val
fyrst f vor en komst síðan ekki i liðifl og
hefur nú ákveðifl að snúa heim á ný.
Þórsarar höfðu mikinn áhuga á að fá
hann til sin en Hörflur kaus að vera á
Siglufirði.
- SSv.
BYLTING í Ú R A-FR AM LEIÐSLU
SAMA ÚRIÐ MEÐ TVÖ ANDLIT
AA81 býður upp á:
Klukkutíma, mín., sek., mánaðardag, vikudag.
Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót.
Að hœgt só að hafa tvo tíma samtímis.
Niðurteljara frá 1. mín. tilklst
Vekjara.
Hljóðmerkiá hálfum og heilum tíma.
Rafhlöðu sem endist í ca. 18 mánuði.
Árs ábyrgð og viðgerðarþjónustu.
Er högghett og vatnshelt
Gkr. 96.700,-
Nýkr. 967,00.-
CASIO varð á úrum er frá gkr. 39.950 til 96.700.
CASIO vasatölvur frá gkr. 18.900
CASIO-UMBOÐIÐ
BANKASTRÆTI 8
SÍMI27510
M—1200 býður upp á:
< Klukkutíma, min., sek.
< Mánuð, mánaðardag, vikudag.
< Vekjara með nýju lagi alla daga
vikunnar.
< Sjálfvirka dagatalsleiðróttingu
um mánaðamót.
< Bæði 12 og 24 tíma kerfið.
• Hljóðmerki á klukkutíma fresti
með „Big Ben " tón.
' Dagatalsminni með afmælislagi.
• Dagatalsminni með jólalagi.
Niðurteljara frá 1 min. tíl klst.
og hringir þegar hún endar á
núlli.
Skeiðklukku með millitíma.
Rafhlöðu sem endist i ca. 2 ór.
Árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
ustu.
Br högghett og vatnshelt.
G.kr. 96.700.-
Nýkr. 967,00.-