Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.01.1981, Qupperneq 18

Dagblaðið - 12.01.1981, Qupperneq 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Meisturum Liverpool ýtt af toppnum f Birmingham —Aston Villa vann öruggan sigur á Liverpool á laugardag og á eftir að leika við flest efstu liðin á heimavelli. Ipswich komst í annað sætið í 1. deild og West Ham er að stinga önnur liðafíZ deild Dcnnis Mortimer, fyrirliði Aston Villa, átti stórleik gegn Liverpool á laugardag. Skoraði siðara mark Villa. Var áður leikmaður hjá Coventry. „Möguleikar okkar á meistaratitlin- um enska hljóta nú að vera mjög góðir. Við eigum eftir að leika við næstum öll efstu liðin á heimavelli — á Villa Park,” sagði Ron Saunders, stjóri Aston Villa, eftir að lið hans hafði unnið sanngjarnan sigur á Englands- meisturum Liverpool, 2-0, i Birming- ham á laugardag. Gifurlegur fögnuður var á Villa Park meðal 47.966 áhorf- enda meðan á leiknum stóð og eftir hann. Minnti á gamla frægðardaga, þegar Aston Villa var frægasta knatt- spyrnufélag Englands. Mesti áhorf- endafjöldinn á Villa Park á leiktimabil- inu. Meðal áhorfenda var Jock Stein, landsliðseinvaldur Skotlands, sem fylgdist með þeim mörgu, skozku leik- mönnum, sem tóku þátt i leiknum. einkum þó miðvörðum Villa, Kenneth McNaught og Allan Evans. Lið Villa hafði nokkra yfirburði í fyrri hálfleiknum. Vörn Liverpool allt annað en sannfærandi án miðvarðanna sterku, Hansen og Thompson. Á 20. mín. náði Villa forustu. Tony Morley tvílék þá á Liverpool-bakvörðinn Mooney, siðan upp að endamörkum og gaf fyrir. Gary Shaw spyrnti á markið. Ray Clemence hélt ekki knettinum, sem hrökk til Peter Withe og miðherjinn átti ekki í erfiðleikum með aö skora. Undir lok háifleiksins hresstist lið Liverpool nokkuð. Jimmy Rimmer, mjög vafinn á öðru lærinu vegna meiðsla, varði þá vel frá Ray Kennedy og Terry McDermott. Snilldarmark- vörður Rimmer og hann hefur aðeins misst þrjá leiki síðustu átta árin sem markvörður Man. Utd., Arsenal og Aston Villa. Framan af síðari hálfleiknum sótti Liverpool miklú meira og lengi vel lá jöfnunarmarkið i loftinu. Það varð þó ekki — og Villa skoraði. Áður hafði Graeme Souness orðið á mikil mistök, þegar hann ætlaði að gefa knöttinn aftur á Clemence markvörð. Mistókst og Clemence varð að tvíverja áður en hættunni var bægt frá — en á 83. mín. átti hann enga möguleika, þegar Dennis Mortimer, fyrirliði Villa, komst frír í gegn eftir snilldarsendingu Shaw, sem splundraði rangstöðutaktík Liver- pool. Lokaminúturnar var Villa nær því að skora þriöja markið en Liver- pool að komast á blað. Leikurinn var tekinn upp hjá BBC og við fáum því að sjá hann í sjónvarpinu nk. laugardag ef póstsamgöngur verða í lagi. Liðin voru þannig skipuð: Aston Villa: Rimmer, Swain, Gibson, Evans McNaught, Bremner, Mortimer, Cowans, Shaw, Withe og Morley. — Gary Williams, sem leikið hefur sem bakvörður í liði Villa að undanförnu var varamaður en Colin Gibson bak- vörður á ný. Liverpool: Clemence, Mooney, Neal, Irvine, Allan Kennedy, Souness, Ray Kennedy, Lee, McDer- mott, Johnson og Dalglish. Jimmy Case var varamaður. Ipswich í öðru sœti Á meðan Villa vann Liverpool gerði Ipswich sér litið fyrir og sigraði Evrópumeistara Nottingham Forest með sömu markatölu i Ipswich. Larry Lloyd, miðvörður Forest, meiddist á æfingu á föstudagsmorgun. Gat ekki leikið og David Needham kom í hans stað. Ian Wallace komst ekki í lið Forest frekar en gegn Bolton. Hjá Iþs- wich vantaði Eric Gates — Kevin O’Callaghan lék í hans stað. Ipswich var allan tímann betra liðið. í fyrri hálfleiknum var Paul Mariner byrjaður að fagna marki — hafði sent knöttinn örugglega framhjá Peter Shilton — þegar knötturinn hrökk innan á stöng- ina og út aftur. En á 52. min. gat Mariner fagnað. Skoraði með fallegu skoti og rétt á eftir skoraði Arnold MUhren annað mark Ipswich eftir snjallan undirbúning Allan Brazil. öruggur sigur í höfn en fulUitill eftir gangi leiksins. Ipswich er aðeins einu stigi á eftir Villa. Hefur leikið tveimur leikjum minna. Lítum þá á úrslitin á laugardag. 1. deiid Aston Villa — Liverpool 2-0 Coventry — Man. City 1-1 C. Palace — Stoke 1-1 Everton — Arsenal 1-2 Ipswich — Nottm. For. 2-0 Leeds — Southampton 0-3 Leicester — WBA 0-2 Man. Utd. — Brighton 2-1 Sunderland — Norwich 3-0 Tottenham — Birmingham 1-0 Wolves — Middlesbrough 3-0 2. deild Blackburn — Watford 0-0 Bristol City — Cambridge o-r Derby — Bristol Rovers 2-1 Grimsby — Bolton 4-0 Luton — Cardiff 2-2 Notts Co. — Shrewsbury 0-0 Orient — Oldham 2-3 QPR — Preston 1-1 Sheff. Wed. — Chelsea 0-0 Swansea — West Ham 1-3 Wrexham — Newcastle 0-0 3. deild Barnsley — Plymouth 2-1 Charlton — Hull City 3-2 Chester — Brentford 04) Colchester — Blackpool 3-2 Exeter — Walsall 0-3 Gillingham — Burnley frestað Huddersfield — Newport 4-1 Millwall — Fulham 3-1 Portsmouth — Sheff. Utd. 1-0 Reading — Carlisle 3-1 Rotherham — Oxford 0-0 Swindon — Chesterfield 0-1 4. deild Crewe — Bournemouth 0-2 Doncaster — Aldershot 3-1 Halifax — Tranmere 1-1 Hartlepool — Port Vale 3-0 Hereford — Bury 0-1 Lincoln — Bradford 1-1 Northampton — Mansfield 0-1 Scunthorpe — Peterbro 1-1 Southend — Darlington 1-0 Stockport — Torquay frestað Wimbledon — Rochdale frestað York City — Wigan 2-1 Arsenal, án Brian Talbot, sem missti sinn fyrsta leik frá þvi hann var keyptur frá Ipswich, Alan Sunderland, David O’Leary og Graham Rbt vann mikinn heppnissigur á Goodison Park í Liver- pool að viðstöddum 29.360 áhorfend- um. Everton hafði yfirburði og það mikla nær allan leikinn en framherjar liðsins fóru hroðalega með góð tæki- færi. Auk þess bjargaði John Devine á marklínu Arsenal og knötturinn small þar í þverslá eftir skot Peter Eastoe. Þetta var ekki dagur Everton. Arsenal tókst að hefna fyrir tapið í bikarleikn- um á sama velli vikunni áður. Arsenal átti aðeins eitt færi í f.h. McDonagh bjargaði vel frá Steve Gatting. Everton náði þó forustu í leiknum á 54. mín. með þrumufleyg Eamon O’Keefe utan vítateigs. Gatting jafnaði á 76. mín. og á lokamlnútu leiksins skoraði Frank Stapleton sigurmark Lundúnaliösins. Dýrlingarnir snjallir Leikmenn Southampton hafa náð frábærum árangri að undanförnu. Ekki tapaö i síðustu níu leikjunum og skorað 18 mörk í siðustu fímm leikjun- um. Stórsigur Dýrlinganna 0-3 á Elland Road á laugardag. Mike Channon skoraði fyrir Southampton í fyrri hálf- leik. Holmes tvívegis í þeim síðari. WBA ann auðveldan sigur á neðsta liðinu Leicester á Filbert Street og hefur ekki tapað nema þremur stigum meira en efsta liðið, nágrannarnir hjá Aston Villa. WBA skoraði tvívegis í f.h. Martyn Bennett og John Deehan en fleiri urðu ekki mðrkin. Óhætt að afskrifa Leicester nú í 1. deild. Man. Utd. og Brighton mættust í þriðja sinn á viku. Sama liðsskipan hjá báðum liðum og í bikarleiknum í Brighton sl. miðvikudag. United byrjaði með miklum krafti en Graham Moseley var frábær í marki Brighton fyrstu 30 mfnúturnar. Varði tvívegis glæsilega frá Steve Coppell, síðan frá Birtles og Thomas. En svo voru það mistök hans, sem gáfu United fyrsta markið á 34. mín. Hann missti knött- inn eftir aukaspyrnu. Joe Jordan náði knettinum og renndi inn á miðju til McQueen, sem skoraði. Rétt á eftir lék Ray Wilkins miðherjann Birtles snilld- arlega frían. Moseley bjargaöi með til- þrifum. í s.h. kom Brighton meira inn í myndina. Smith átti stangarskot á 57. mín. og sjö mín. siðar tókst Andy Ritchie að jafna i 1-1. Það stóð ekki lengi. Lou Macari skoraði strax mlnútu síðar eftir undirbúning Jordan. í lokin sótti Brighton talsvert en vörn United var þétt fyrir með Martin Buchan sem bezta mann á vellinum. Ray Wilkins var hvíldur 13 mín. fyrir leikslok. Stórsigur Úifanna Úlfarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni síðan í nóvember og þá var það stórsigur á Middlesbrough. Kenny Hibbitt skorað í f.h. — Mel Eves tví- vegis í þeim síðari. Mikill baráttuleikur var í Coventry. Heimaliðið byrjaði betur en svo náði Man. City sér á strik og fékk 10 horn- spyrnur í fyrri hálfleiknum án þess þó að skora. Á 52. mín. náði Steve Hunt forustu fyrir Coventry eftir að hafa leikið skemmtilega á tvo varnarmenn. Steve McKenzie jafnaði á 67. mín. og eftir markið kom Man. City knettinum tvívegis í mark Coventry. Dæmd af vegna rangstöðu. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Birmingham. Tókst þó aðeins að skora eitt mark — Garth Crooks á 60. mín. Archibald hafði lagt knöttinn fyrir hann eftir hornspyrnu. Crooks klaufi aö skora ekki nokkur mörk í leiknum. Áhorfendur 24.909. Leikmenn Crystal Palace fóru hroðalega að ráði sinu gegn Stoke á laugardag og það verður greinilega hlutskipti þeirra að fylgja Leicester niður í 2. deild. Terry Boyle skoraði snemma leiks fyrir CP og liðið fékk góð tækifæri til að auka við markatöl- una. Tókst ekki en sigurmöguleikar liðsins virtust enn aukast, þegar Paul Richardson, Stoke, var rekinn af velli á 44. mín. Þrátt fyrir að Stoke hefði aðeins 10 menn í s.h. lék liðið þá betur. Terence Gennoe, lánsmaðurinn frá Southampton, varði þá oft vel í marki Palace. En það átti ekki fyrir Palace að liggja að hljóta bæði stigin. Billy Gil- bert urðu á hroðaleg mistök á lokamín- útunni og baráttujaxlinn Mike Doyle jafnaði fyrir Stoke. Sunderland hafði mikla yfirburði gegn Norwich á Roker Park. Roweil og Cummins skoruðu í fyrri hálfleik. Rowell aftur í þeim siðari. West Ham í 1. deild Greinilegt að leikmenn West Ham ætla sér sæti i 1. deild næsta keppnis- timabil. Sigruðu I Swansea á laugardag og hafa nú sex stiga forustu í 2. deild. Trevor Brooking skoraði fyrir West Ham á 34. mín. og síðan bætti Jeff Pike öðru marki við. 0-2 í hálfleik. Allan Curtis minnkaði muninn fyrir Swansea. Það var skammgóður vermir. David Cross svaraði strax fyrir Lundúnaliðið — 23ja marka hans á leiktímabilinu. Swansea heldur öðru sæti þrátt fyrir tapið en fjölmörg lið hafa enn möguleika á þvf að fylgja West Ham upp í 1. deild. Þrjú lið komastupp. í 3. deild er Charlton efst með 40 stig. Barnsley hefur 39 stig og Rother- ham 37. Leik Burnley í Gillingham var frestað. Flestir leikmenn Burnley liggja í flensu. í 4. deild er Southend langefst með 44 stig. Lincoln hefur 39 stig og Mansfield í þriðja sæti með 34 stig. Staðan í efstu deildunum er nú þann- ig: 1. deild A. Villa 26 15 6 5 44-23 36 Ipswich 24 13 9 2 41-21 35 Liverpool 26 11 12 3 46-29 34 Arsenal 26 11 10 5 39-29 32 WBA 25 11 9 5 33-24 31 Southampton 26 11 7 8 51-39 29 Nottm. For. 26 11 7 8 40-29 29 Man. Utd. 26 7 15 4 35-24 29 Tottenham 26 10 8 8 50-47 28 Everton 25 10 6 9 39-33 26 Stoke 26 7 12 7 30-35 26 Man. City 26 9 7 10 37-37 25 Middlesbro 25 10 4 11 35-35 24 Birmingham 25 8 8 9 31-33 24 Coventry 26 9 6 11 30-38 24 Sunderland 26 8 6 12 35-35 22 Wolves 26 8 6 12 26-37 22 Leéds 26 >8 6 12 21-37 22 Brighton 26 8 4 14 32-45 20 Norwich 26 7 6 13 31-50 20 C. Palace 26 5 4 17 34-54 14 Leicester 26 6 2 18 18-44 14 2. deild West Ham 26 16 6 4 44-22 38 Swansea 26 11 10 5 40-27 32 Chelsea 26 11 9 6 38-24 31 Derby 26 11 9 6 40-33 31 NottsCo. 25 10 11 4 28-24 31 Luton 26 11 7 8 39-32 29 Blackburn 25 10 9 6 27-20 29 Sheff. Wed. 24 11 6 7 32-27 28 Orient 25 10 7 8 36-31 27 Grimsby 26 8 11 7 26-24 27 Cambridge 24 12 3 9 29-30 27 QPR 25 8 8 9 34-25 24 Wrexham 26 8 8 10 22-26 24 Watford 26 8 7 11 30-32 23 Newcastle 25 7 9 9 17-33 23 Bolton 26 8 6 12 39-41 22 Cardiff 24 8 6 10 28-34 22 Preston 26 5 12 9 25-38 22 Shrewsbury 26 5 11 10 24-27 21 Oldham 26 6 9 11 22-30 21 Bristol City 26 4 10 12 18-34 18 Bristol Rov. 26 1 10 15 22-46 12 - hsim.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.