Dagblaðið - 12.01.1981, Page 28

Dagblaðið - 12.01.1981, Page 28
 fm Valfteir Sigurðsson, eigandi Cockpit Inn, rabbar við viðskiptavin. Cockpit Inn er meðal 52 beztu veitingahúsanna í Luxembourg: Vinsælasti rétturinn er hraunsteikt stórlúða — Rætt við eigandann Valgeir Sigurðsson og Sigurvin Gunnarsson matreiðslumann Bjórinn er afgreiddur úr benslndœlu af fjöRurra hreyfla flugvél. Hér athugar eftirlitsmaður hvort útkoman sé hin eina sanna. DB-myndir: Valgeir Sig- urðsson ogfleiri. ,AÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. Gervasoni- hljómleikar? Heyrzt hefur að stuðningsmenn Gervasonis séu nú að undirbúa tón- leika til stuðnings honum. Yrðu þeir haldnir í Sigtúni. Er ætlunin að nokkrar þekktar hljómsveitir komi’ þar fram, s.s. Þursaflokkurinn og Utangarðsmenn. Einnig hafa Kjarn- orkublúsararnir úr Keflavík verið nefndir. Árni íMenn- ingarsjóð? Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðvilj- ans, mun nú um það bil að láta af störfum á blaðinu. Verður sjónar- sviptir að Áma, sem örugglega er einn færasti penni á ritstjórastóli i þessu landi. Ekki er mjög langt síðan Árni fékk starfssviði sínu á blaðinu breytt því hann sagði að sér leiddust mannaforráð. Hefur hann að mestu setið við skriftir síðan., Sagan segir að Árna biði starf hjá Menningarsjóði, sem hann eigi þá að stjórna. Hvers vegna er sjórinn saltur? „Hva, heldurðu að við Hafn- firðingar séum allir algjör fífl? Heldurðu að ég hafl ekki séð þegar þeir strá saltinu á göturnar? Heldurðu að ég viti ekki að þegar snjórinn bráðnar þá rennur saltið, af götunum með vatninu út í sjó?” í Luxembourg eru yfir tvö þúsund veitingahús. Þó eru landsmenn ekki nema um 350 þúsund. Árlega kemur út bók þar í landi með umsögnum um 52 beztu húsin. í þeirri nýjustu er fjallað um hinn nýja veitingastað Valgeirs Sigurðssonar, Cockpit Inn. Meðal annars er honum lýst sem upp- götvun ársins fneðal erlendra veitingahúsa í Luxembourg. ,,Ég get ekki neitað því, að ég er mjög ánægður með að okkar er getið í bókinni. Le Tour de Luxembourg Castron-omique. Það er mikill heiður að komast i hana,” sagði Valgeir er blaðamaður DB rabbaði við hann og Sigurvin Gunnarsson matreiðslumann á Cockpit Inn. Valgeir rak áður staðinn Loch Ness, en seldi hann fyrir nokkru og opnaði nýja staðinn formlega þann 4. október síðastliðinn. Sjávarrétta sérstaklega getið í leiðbeiningabókinni um veitinga- hús i Luxembourg er sérstaklega minnzt á sjávarrétti þá sem boðið er,. upp á í Cockpit Inn. Valgeir var að því spurður hvað þar væri helzt á borðum? „Vinsælasti rétturinn er tvimæla- laust stórlúða, steikt á hrauni. Aðferðin er þannig að við setjum hraunmola á rist og hitum þá upp með gasi,. Síðan er lúðan þurrsteikt á hrauninu. Þessi réttur hefur mælzt mjög vel fyrir og margir koma aftur og aftur og panta hann. Þá bjóðum við jafnframt upp á blandaða íslenzka sildarrétti og reykta síld frá Siglufirði, svo að eitt- hvað sé nefnt. Einn eftirrétturinn nefnist ís og eldur, en ég held að ég lýsi honum ekki nánar, nema hvað hann er borinn fram logandi.” Gamlir f lugvélahlutar í hávegum hafðir Cockpit Inn er innréttaður á mjög frumlegan hátt. Gamlir flugvélahlut- ar eru notaðir á praktiskan hátt í inn- réttingunni. Hringbar hússins stendur á púströri þotuhreyfils og gamall hreyfill af DC-6 flugvél frá Icecargo sér um að loftið sé á hreyf- ingu. Bensíngjöf úr flugvél er notuð til að dæla bjór í bjórkrúsirnar. Öskubakkarnir eru legur úr flugvéla- hreyflum og til að barborðið slitni sem minnst hefur verið komið fyrir sex þúsund tíu króna peningum í plötunni. Valgeir segir að hann hafi sennilega ekki getað fengið ódýrari |og endingarbetri borðplötu, því að :hún er því sem næst óslítanleg. — En skyldi hugmyndin að Cockpit Inn vera nýtilkomin? Fékk hugmyndina fyrir mörgum árum „Nei, mér datt þetta í hug fyrir 'mörgum árum,” sagði Valgeir. „Ég var þá á heimleið með Icecargo-vél. Hún var fullhlaðin af varningi svo aö ég varð að vera I stjórnklefanum. Þetta var að nóttu til og allir mælar og tæki í klefanum voru upplýst. Fyrir leikmann var þetta mjög sér- kennileg sjón og þá laust niður í huga mér þeirri hugmynd hvort ekki væri sniðugt að nota bensingjöfina til að dæla bjór. Síðan hlóðst utan á þessa hugmynd smám saman. Staðurinn er ekki allur innréttaður í þessum flugvélastíl,” sagði Valgeir ennfremur. „Matsalurinn er eftirlík- ing af gömlum borðsal I skipi. Á veggjunum hanga um þrjú hundruð myndir af flugvélum og skipum frá ýmsum tímum.” Islenzkar konur I Luxemborg komu nýverið saman á Cockpit Inn og stofnuðu málfreyjufélag. Myndin vartekin viðþað tœkifæri. Sigurvin Gunnarsson matreiðslumaður á Cockpit Inn og bandarlsk starfsstúlka, Linda Hendrix. mmmmsmmmæsiímœwmi* ■Fótur hringbarsins var áðurpúströr áþotu, en hefur nú.llkt og sumaryngriflug- freyjur Flugleiða, verið grándaður. Segir af frímúrverki Eitt af því sem nýja árið ber í skauti sér er útkoma ritverks Úlfars Þormóðssonar fyrrum rekstrar- stjóra og blaðamanns á Þjóðviljanum um Frímúrararegluna. Þar á að lyfta hulunni af þeim umtalaða félagsskap þar sem allir viðburðir eru leyndó. Sagan segir að Úlfar hafi leitað fyrir sér um útgefanda fyrir verkið en enginn treysti sér til að kalla yftr sig bölvun frímúrara með því að leggja nafn sitt við það. Niðurstaðan varð sú að Úlfar ákvað að gefa verkið út sjálfur, og nú er það orðið svo mikið að vöxtum að helzt er útlit fyrir að bindi bókarinnar verði frekar tvö en eitt! Hörð samkeppni í litlu landi með aðeins um 350 þúsund íbúa og yfir tvö þúsund veit- ingahús hlýtur samkeppnin að vera hörð. Valgeir Sigurðsson og Sigurvin Gunnarsson sögðu aðsvoværi. „Okkur hefur þó vegnað mjög vel hingað til,” sagði Sigurvin. „Þegar við byrjuðum varð eins og sprenging. Við vorum þá með skozka skemmti- krafta og fólk flykktist að til að kynna sér staðinn og sjá skemmti- atriðin. Matsalurinn tekur um hundrað manns í sæti og á barnum rúmast um 100—150 manns. Þegar flest hefur verið af gestum voru þar um þrjú hundruð manns, en þá var líka vel troðið.” „Já, samkeppnin meðal veitinga- húsanna í Luxembourg er mjög hörð,” bætti Valgeir við, „og verð- lagið lágt. Þarna hefur almenningur efni á að fara oft út að borða. Það er ekki eins og hér heima að það sé meiri háttar fyrirtæki að borða á veitingastað. Verð á víni í Luxem- bourg er líka mjög lágt og Belgar og Þjóðverjar koma iðulega yfir landa- mærin til að kaupa sér vínföng.” -ÁT-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.