Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.01.1981, Qupperneq 32

Dagblaðið - 12.01.1981, Qupperneq 32
Islenzk vetrarveður gera bandaríska herliðinu lífið leitt: Stórskemmdir á n virkjum á Vellinum —tjónið nemur rúmlega 4,7 millj.—eða nær hátfum milljarði gamalla krðna Vetur konungur gerir bandaríska herliðinu á Keflavíkurflugvelli lífið heldur leitt þessa dagana. Snjór og vetrarstormar hafa valdið stórfelld- um vandræðum og stórskemmdum á á mannvirkjum innan vallar- girðingarinnar. Vikublað bandarísku hermannanna, White Falcon, greinir frá því nú um helgina, að áætlað sé að tjónið nemi 755.000 dollurum eða rúmlega 4.7 milljónum nýkróna. Svo tölunni sé snúið í gamalkrónur, þá nemur tjónið nær hálfum milljarði. Mest varð tjónið í ofsaveðri 27. desember sl. Vindhraði þá var 67 hnútar. Þakið rifnaði alveg af húsi utan um sundlaugina á vellinum. Talsverðar skemmdir urðu á tveimur byggingum til viðbótar. Næstu þrjá daga var vindhraði á Keflavíkurflug- velli u.þ.b. 55 hnútar með mikilli snjókomu. Á gamlárskvöld féll mikill snjór eða 22,5 cm. Umferðar- truflanir voru miklar og takmarkanir settar á akstur. Annað áhlaup gerði á völlinn 5. janúar með roki og hríð. Mælingar vallarmanna sýna að desember var snjóþungur og óttast þeir enn meiri snjó nú í janúar. Þeir hugga sig þó við það, að sól hækkar nú með hverj- um degi, þannig að allt tekur þetta enda. Auk skemmdanna á sundlaugar- byggingunni, urðu skemmdir á verzl- lunar- og skrifstofubyggingu, flug- skýli, leikfimisal og girðingu umhverfis Rockvillestöðina. Þá urðu rafmagnstruflanir vegna skemmda á rafmagnslínum innan girðingar. -JH. .V Sundlaugarbyggingin á Keflavikurflugvelli fór verst af byggingum á staðnum en þakið fór nxr alveg af. Myndin er úr WhiteFalcon.blaði bandariska herliðsins á Keflavikurflugvelli. Mesta athygli í I. umferð skákþingsins vakti sigur Karls Þorsteins yflr Ásgciri Þ. Árnasyni. Það er Karl sem er til vinstri á myndinni. DB-m.vnd: S. Karl Þorsteins vann Ásgeir Þ. — margir beztu skákmenn landsins meðal keppenda á Skákþingi Reykjavíkur Á Skákþingi Reykjavíkur sem hófst i gær vakti það mesta athygli að hinn sextán ára gamli Karl Þorsteins lagði Ásgeir Þ. Árnason að velli. önnur úr- slit í A-flokki urðu þau, að Jón L. Árnason vann Björgvin Víglundsson, Helgi Ólafsson vann Sævar Bjarnason, Bragi Halldórsson vann Benedikt Jónasson. Jafntefli gerðu Dari Hans- son og Þórir Ólafsson og Hilmar Karls- son og Elvar Guðmundsson. Mótið er óvenjulega vel skipað enda er til mikils að vinna. Fyrstu verðlaun eru 4500 nýkr. og önnur verðlaun 2500 nýkr. Keppendur á mótinu eru tæplega 80 talsins. Áo sSgr. Þorsteins Þorsteins- sonar, varaforseta SkáksamDí.líií íslands, er fyrirhuguð keppni í skák milli landsbyggðarinnar og Reykja- víkur og er búizt við að hún geti orðið mjög jöfn þar sem rétt á sæti i liði landsbyggðarinnar eiga kappar eins og Helgi Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson og GuÖmúnd".r Sigurjónsson. -GAJ frjálst, áháð dagblað MÁNUDAGUR 12. JAN. 1981. Kjaradómur: Hætt við bráða- birgðalögin Andstaða framsóknarmanna hindrar að Ragnari Arnalds verði að þeirri ósk sinni að ógilda úrskurð Kjaradóms um launahækkanir með bráðabirgðalög- um. Og er augljóst að stjórnarliðar muni ekki standa saman um slík bráða- birgðalög. Má því gera ráð fyrir, að hugmyndin sédauð. - HH Glæpirársins 1980: Þjófnaðir tveir þriðju mála Þjófnaðarmál voru nærri tveir þriðju hlutar þeirra mála sem kærur bárust um til Rannsóknarlögreglu ríkisins á síðasta ári. Af 3633 málum voru 2034 þjófnaðarmál. Næst á eftir kom skyldur málaflokkur, fjársvika- mál og skjalafals 785 mál. Um þessar mundir er unnið að því að skrá og flokka þau mál sem kærð voru til Rannsóknarlögreglu rikisins á síðasta ári. Nú lítur út fyrir að þeim málum hafi fækkað um ein tvö hundr- uð frá því árið 1979. Enn er eftir að skrá nokkuð af málum og því getur sú tala átt eftir að breyast. Búið er að flokka þau mál sem þegar hafa verið skráð. Kemur þá í ljós til viðbótar því sem fyrr var sagt að brunamál voru 182, slys ýmiss konar 122, tollalagabrot 44, verðlagsbrot 13, spellvirki 77 og dauðsföll ýmiss konar 150. Þar voru tvö mál sem telja má til man'ndrápa, hnífstungur á tveimur mönnum um borð í Tý fyrst á árinu. Ýmis mál sem ekki var búið að flokka eru síðan 230 talsins. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknar- lögreglustjóra eru tölur um hve mörg þessara mála eru leyst ekki enn hand- bærar. -DS. Stálu sjón- varpstækifrá Hjálpræðis- hemum Brotizt var inn í herbergi hjá Hjálp- ræðishernum í gærkvöld og þaðan stolið Grundig sjónvarpstæki. Ekki er vitað hverjir voru að verki en talið er að herbergið hafi verið ólæst og þvi gengið greiðlega að komast þar inn. Þá var einnig brotizt inn i Bílaborg við Smiðshöfða en ekki vitað um hversu miklu var stolið. 70 þúsund gömlum krónum var stolið úr hótelher- bergi i Reykjavik um helgina. Þjófur- inn fannst ekki. -ELA. Deilan um stjómarkjörið íVerði: GEIR A AÐ BERA KLÆÐIA V0PNIN formaðurínn reynir sættir, annars kemur málið fyrír næsta miöstjómarfund í Sjálfstæðisflokknum Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á mið- stjórnarfundi flokksins á föstudaginn að hann fengi umboð til að leita sátta i deilu um stjórnarkjör i Landsmála- félaginu Verði. Tillagan var sam- þykkt og er boltinn því hjá Geir um sinn. Takist formanninum ekki að bera klæði á vopnin kemur deilan á ný fyrir miðstjórnarfund að mánuði liðnum — og þá væntanlega til úr- skurðar. Fyrir fundinum á föstudaginn lá skýrsla frá Sveini Skúlasyni, fram- kvæmdastjóra Varðar, um málið. Þar kom meðal annars fram það álit Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis flokksins, að ekkert standi i vegi fyrir því i lög- um og reglum flokksins að ógilda umdeilda kosningu Áslaugar Cassata í stjórn Varðar. Áslaug var kosin með hlutkesti á stjórnarfundi hverfa- félags sjálfstæöismanna í mið- og vesturbæ til setu i Varðarstjórn. Síðar kom fram krafa í stjórn hverfa- félagsins um að endurtaka kosning- una þar sem Áslaug nyti ekki stuðn- ings meirihluta stjórnarinnar. Fóru þá leikar svo að Ingimundur Sveins- son var kjörinn i hennar stað. Deilt er um hvort fyrri kosningin gildi eða ekki. Alberts/Gunnarsmenn vilja skilja það svo að Áslaug sé réttkjör- in, Geirsmenn vilja að kosning Ingi- mundar gildi. Til mikils er að vinna fyrir báðar fylkingarnar, þar sem meirihluti þeirrar fyrrnefndu í stjórn Varðar veltur á þessu stjórnarsæti. Meirihluti þeirra sem tóku til máls á miöstjórnarfundinum taldi að kosning Áslaugar ætti að gilda. Þeir sem fjölluðu um málið voru Björn Þórhallsson, Davíð Sch. Thorsteins- son, Jón Magnússon, Ellert Eiriks- son, Ragnhildur Helgadóttir, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigur- laug Bjarnadóttir. - ARH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.