Dagblaðið - 13.01.1981, Side 1
1fiðræöur sjómanna og út-
vegsmanna „sprungu” aftur
—„sjómenn munu ræða verkfallsmálin af meiri alvöru en áður”
Samningaviðræður um nýja báta-
kjarasamninga „sprungu” í gær-
kvöldi eftir að fundir höfðu staðið
um helgina og í gær. Hafði þá lítið
þokazt í samkomulagsátt en þó
dregið saman með sjónarmiðum út-
vegsmanna og sjómanna um frídaga
þeirra síðarnefndu, aðallega frí um
jól. Ríkissáttasemjari taldi gagnslaust
að reyna frekari fundarhöld en talið
er að hann muni leita fyrir sér um
sættir síðar í vikunni. Eins og menn
rekur minni til „sprungu” viðræður
um bátakjarasamningana síðast 19.
desember.
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands isl.
útvegsmanna sagði í Morgunpósti út-
varpsins árdegis að sjómenn vildu
ekki semja fyrr en fiskverð lægi fyrir.
Útgerðin hefði „verulega þörf fyr-
ir fiskverðshækkun um þessar
mundir”. Kristján sagði útgerðar-
menn ekki hafa fengið viðbrögð sjó-
mannasamtakanna um lifeyrismídin
á fundum, en þau myndu valda út-
gerðinni mestri útgjaldaaukningu. Þá
lét framkvæmdastjóri útgerðar-
manna það álit í Ijós að verkfallshót-
anir sjómanna væru „ekki eins þung-
bærar og áður”, Þorskurinn fengi
frið ef til verkfalls kæmi.
Guðmundur Hallvarðsson for-
maður Sjómannafélags Reykjavíkur
sagði i morgun að samningamenn
sjómanna hefðu boðið útgerðar-
mönnum upp á að setja undir-
nefnd í að ræða lífeyrismálin en jafn-
framt yrðu teknar upp viðræður um
beinar kaupkröfur.
„Okkur þótti ekki raunhæft að
binda allar viðræður þannig að kaup-
kröfur bæri ekki á góma. En þetta
vildu útgerðarmenn ekki og slitu
viðræðum í gær. Það éru furðuleg
vinnubrögð af þeirra hálfu. ”
Guðmundur sagði að sjómenn
myndu á næstunni „ræða verkfalls-
málin af meiri alvöru en fyrr”. Flest
sjómannafélögin hafa aflað sér
heimildar til verkfallsboðunar og um
næstu helgi er talið að öll félögin hafi
fengið verkfallsheimild.
Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút-
vegsins kemur enn saman til að fjalla
um nýtt fiskverð í dag, en það átti að
taka gildi um áramótin. í dag verða
lögð fram ný gögn Þjóðhagsstofn-
unar sem að sögn Kristjáns Ragnars-
sonar sýna „verulega breytingu til
hins verra” í afkomu útgerðarinnar.
-ARH.
Kraftaverkað
Kampútseuhjálpin
heppnaöist?
Það eru fáar ef nokkur hjálparað-
gerð sem hefur verið gagnrýnd meir
en aðstoðin við flóttafólk frá
Kampútseu. í nýlegri sjónvarpsmynd
kom brezki blaðamaðurínn John Pil-
'ger fram meö alvarlegar ásakanir í
garð hjálparstofnana varðandi
aðstoðina á iandamærum Thailands
og Kampútseu. Um þessar ásakanir
og hjálparstarfið er fjallað í erlendri
grein i dag.
— sjá erl. grein
ábls.8-9
Baiiettinner
erfiðurlíkamlega
ogandlega
— sjá FÓLK bls. 16
Bannaðaðselja
ófrysta kjúklinga
— sjá bls. 5 og
leiðara bls. 12
Yorkshire-Ripper-
innhefurþegar
játað
— sjá erl. fréttir
bls.6-7
HVAÐ STODAR VOL OG VÆL?
Það er ekki að sjá á andliti þessa manns að hat\n setji umhleyping-1 ástandið ekkert þótt menn séu með vol og væl. Þessi heiðursmaður
ana á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig. Hann tekur þessu létt, eins og heitir Sigurjón og er ættaður sunnan úr Garði en hefur í jjölda-
hann hefur trúlega alltaf gert þótt hann sé rúnum ristur. Enda lagast | mörg ár unnið fyrir rafveitu höfuðborgarinnar.
Greinilegur áhugi fyrir Stjömumessu og Vinsældavali ’81:
STJÖUNUHUÓMSVEnW VAUN
— sjá baksíðu