Dagblaðið - 13.01.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
3
Ftjálssamkeppni:
Fleiri útvarpsstöðvar
Viðar hringdi:
Hinn 20. des. varð Ríkisútvarpið
50 ára. Á þessum tímamótum var
mikið talað um hlutverk Ríkisút-
varpsins. Mikið var rætt um aðbúnað
útvarpsmanna, flestum þótti hann lé-
legur enda húsnæði útvarpsins lítið.
Útvarpsmenn bundu miklar vonir við
skóflustungu sem þáverandi mennta-
málaráðherra, Vilhjálmur Hjálmars-
son, tók 1978 en þessi fyrsta skóflu-
stunga að nýju útvarpshúsi er í dag
eiginlega það eina sem búið er af því
húsi.
Ég tel að bezta gjöfin sem hægt
væri að gefa afmælisbarninu væri að
aflétta lögum um einkaleyfi ríkisút-
varpsins á útvarpsrekstri og leyfa
hljóðvarpsrekstri að blómstra hér á
landi í skjóli frjálsrar samkeppni.
Bréfritari vill aö útvarpsrekstur verði
gefinn frjáls á íslandi og fvllir þá
væntanlega hóp þeirra sem vilja hlusta
á útvarp sem byggir að mestu á tónlist.
Hér eru þeir félagar Þorgeir Ástvalds-
son og Páll Þorsteinsson. Þeir sjá
ásamt fleirum um hina vinsælu syrpu-
þætti í ríkisútvarpinu.
''' .
Spurning
9
LMJ
Spilarðu í
happdrœtti?
Marinó Pétursson sjómaður, Bakka-
firði: Já ég spila í happdrætti HÍ og
DAS. Ég hef unniö af og til en ég býst
samt ekki við að ég spili frítt.
Ólafur Guðmundsson, á eftirlaunum:
Nei, ég spila ekki í neinu happdrætti.
Það borgar sig ekki til lengdar.
SAGA ÚR GJALDMIÐILSBREYTINGUNNI
—fékk gamlar krónur fyrír nýjar
Peningapúki hringdi.
Fyrir áramót var mikið talað um
og auglýst að fólk ætti að skipta
gömlu krónunum fyrir nýjar strax
eftir áramótin. Föstudaginn 2. jan.
fer ég í banka til að skipta mínum
gömlu krónum. Það tók litla tvo
klukkutíma. Ég þurfti að bíða í rúma
tvo tima, og hefði ef til vill getað sætt
mig við það ef ég hefði séð fram á að
þar með væri mínum erfiðleikum í
sambandi við gjaldmiðilsbreytinguna
lokið. En því var ekki að heilsa.
Þegar ég svo borgaði fyrir mig í búð
þeirri sem ég skipti við eftir helgina
var mér gefið til baka í gkr. Og þar
með er ég kominn í biðröðina í bank-
anum aftur. Er þetta hægt? Kaup-
menn, gefið til baka í nýjum krón-
um!
GriP*6
Serid
9óð
kaup
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 7022
Sigrún Hermannsdótllr hjúkrunar-
kona: Já HÍ og DAS. Ég var núna áðan
að fá afhentar 350 þús g.kr. sem ég
vann í des. ’80.
Ásrún Daviðsdóttir ritarl: Ég kaupi
miða í þessum styrktarhappdrættum
sem alltaf eru annað slagið. En ég spila
ekki í stóru mánaðarlegu happdrættun-
um.
Áslaug Magnúsdóttir starfsstúlka á
Elliheimilinu Grund: Já, ég spila í
happdrætti HÍ, SÍBS og DAS. Ég hef
unnið nokkrum sinnum.
Baldur Guðmundsson lifeyrisþegi: Nei,
það geri ég ekki. Það er einfaldlega
vegna þess að ég kann ekki likinda-
reikning, til þess að spila í happdrætti
verður maður að kunna líkindareikn-
ing.