Dagblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
5
BANNAÐ AÐ SEUA
ÓFRYSTA KJÚKLINGA
Heilbrigðisráð Reykjavíkur
ítrekar reglugerðarákvæði
landbúnaðarráðuneytisins
— Matmönnum súmar
íaugum
Heilbrigðisráð Reykjavíkur auglýsti
nú fyrir helgina og vakti athygli sölu-
og dreifingaraðiia á sláturafurðum af
alifuglum á reglugerð landbúnaðar-
ráðuneytisins um útbúnað alifuglaslát-
urhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra
og heilbrigðisskoðun. Reglugerð þessi
tók gildi 6. maí sl.
Sérstaklega var vakin athygli á eftir-
farandi ákvæðum reglugerðarinnar:
„1. Alifuglum sem slátrað er til sölu
skal einungis slátrað i viðurkennd-
um sláturhúsum. 2. Óheimilt er að
bjóða til sölu ófrystar siáturafurðir aii-
fugla og 3. Óheimilt er að bjóða til sölu
afurðir alifugla án umbúða eða í van-
merktum umbúðum.”
Það sem mesta athygli vekur af þess-
um reglugerðarákvæðum er að nú má
aðeins selja frystar sláturafurðir ali-
fugla. Hér er aðallega um að ræða
kjúklinga. Matmenn eru sammála um
það að kjúklingar og raunar flest kjöt
sé betra ófryst. Sigrún Davíðsdóttir
Sigurður B. Þorsteinsson læknir:
„Ábyrgðin er
inni í eldhúsi”
— þýðir ekki að hafa reglugerðir svo strangar að
ekki sé hægt að borða venjulegan mat
„Ég hef lagt á það áherzlu í sam-
bandi við alifugla að neytendum á að
vera kunnugt um að salmonella getur
verið í öllum alifuglum og matreiðslan
á að vera í samræmi við það, þannig að
salmonellasýklar fjölgi sér ekki,” sagði
Sigurður B. Þorsteinsson læknir. Dag-
blaðið ieitaði til hans sem sérfræðings í
smitsjúkdómum út af banni við sölu á
ófrystum sláturafurðum alifugla,
vegna smithættu af salmonellasýklum.
,,í sambandi við salmonellasýkla
ræður fóður fugianna miklu og slátr-
unin,” sagði Sigurður. „Það kann vel
að vera að við séum eitthvað aftarlega á
merinni hvað þetta snertir.
En ég get ekki séð að það sé nein
knýjandi nauðsyn að banna sölu á
ófrystu alifuglakjöti. Ég hef alltaf verið
á móti bönnum í þessu sambandi.
Ábyrgðin er inni í eldhúsi og þar verða
menn að hafa ákveðna þekkingu.
Sigurður var að því spurður hvort
ekki mætti með sama hætti segja að
hættulegir gerlar gætu borizt með
ferskum ávöxtum. Hann sagði það vera
þótt vitað væri að mun meiri hætta
væri á slíku í alifuglum. Vonandi væri
þó að ekki yrði bannaður innflutningur
á ferskum ávöxtum.
,,Það þýðir ekki að hafa reglugerðir
svo strangar að ekki sé hægt að borða
venjulegan mat. Vitað er að gerlar
fylgja ákveðnum dýrum, sérstaklega
hænsnfuglum og svínum. Útilokað er
að koma algerlega í veg fyrir þessa
hættu,” sagði Sigurður.
- JH
umsjónarmaður Pottaríms i Morgun-
blaðinu segir t.d. ásunnudag:
„Hið opinbera, furðuskepnan sú,
hefur nú andað út úr sér bálki um
kjúklingasölu. Til að vernda heilsu
landsmanna hefur verið ákveðið að
aðeins megi selja frysta kjúklinga.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að
smitandi magakveisa berist nteð þeim.
Við getum vissulega verið þakklát fyrir
þessa föðurlegu umhyggju fyrir heilsu
okkar. En fyrir þá sem eru 1 matar-
þönkum eru þetta dapurleg tíðindi.
Það jafnast nefnilega ekkert á við
ófrosinn mat, hvað sem um er að
ræða.”
Sigrún segir ennfremur að ekki sé
smithættan ótvíræð. Sýklafróðir menn
séu alls ekki allir sammála um að fryst-
ingin geri tilskilið gagn.
- JH
Nú er bannað að bjóða til sölu ófrystar sláturafurðir alifugla, eins og segir I reglugerðinai. Þessi föðurlega umhyggja er
dapurleg tiðindi, segir Sigrún Davfðsdóttir. DB-mynd Hörður.
ViÖ höfum rétta
RÖRIÐ
Adda Bára Sigfúsdóttir formaður Heilbrigðisráðs Reykjavíkur.
Heilbrígðisráðið að-
eins f ramkvæmdaaðili
„Við setjum ekki reglugerðina, það
gerir landbúnaðarráðuneytið,” sagði
Adda Bára Sigfúsdóttir formaður Heil-
brigðisráðs Reykjavikurborgar. „Heil-
brigðisráðinu ber hins vegar að fram-
fylgja þessari reglugerð og það gerum
við sem framkvæmdaaðili.
Landbúnaðarráðuneytið verður því
að svara fyrir reglugerðina en ég geri
ráð fyrir því að hún sé sett vegna hættu
á salmonellasýkingu. Ef farið er að
ákvæðum reglugerðarinnar á hún að
Vera útilokuð.”
- JH
Hverjirganga þama eftir... Kirkjustrœti I áttina að Aiþingishúsinu? Við þekkjum framar á myndinni Halldór Blöndal
alþingismann en samfylgdarmann hans kunnum við ekki að nafngreina. Það er þó Ijóst að þeir hafa um ýmislegt að tala.
DB-mynd Sig. Þorri.
fyrir þig
HREHflU
ALÞEKKT GÆÐAVARA
Bf^injjavórumglun
Trfffvu HAnncssonnr
SlÐUMÚLA 37 -SlMÁR 83290-83360