Dagblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
13
Tekjuskattur
einstaklinga
f tillögunurn var gert ráð fyrir því,
að tekjuskattur einstaklinga yrði
lækkaður úr 56,2 milljörðum króna
(allar tölur i gömlum krónum) 1 42,4
milljarða, eða um 13,8 milljarða
króna. Einnig að byggingarsjóðs-
gjald af tekjuskatti einstaklinga yrði
lækkað um 200 milljónir; úr 840
milljónum í 640 milljónir.
Þessi tillaga var rökstudd með því,
að tekjuskattslækkunina mætti að
fullu og öllu nota til að bæta kjör lág-
launafólks, þ.e. að lækka eða fella
niður tekjuskatta af lágum tekjum.
Þessa leið hefur Alþýðuflokkurinn
talið raunhæfasta til kjarabóta,
skárri kost en krónutöluhækkanir,
sem samstundis hafa horfið með
verðlagshækkunum. Á þessa aðferð
gátu stjórnarsinnar ekki fallist, né
heldur lækkun sjúkratryggingagjalds
úr röskum 10,5 milljörðum króna i
7,5 milljarða.
Tekjuskattur fóiaga
í breytingartillögum Alþýðu-
flokksins var einnig ráð fyrir því gert,
að tekjuskattur félaga yrði hækkaður
um 2 milljarða króna, eöa úr rúmlega
10,2 milljörðum i 12,2. Einnig að
byggingarsjóðsgjald af tekjuskatti
félaga hækkaði um 20 milljónir
króna. Ekki gat stjórnarliðið heldur
fallist á þessa tillögu.
í þessu sambandi er vert að vekja
athygli á þvi, að núverandi fjármála-
ráðherra, Ragnar Arnalds, hefur um
langt árabil, ásamt með öðrum
alþýðubandalagsmönnum, haft um
þaö stór orð, að fyrirtæki í landinu
greiddu enga skatta. Ragnar hefur
m.a. veifað lista með nöfnum fjöl-
margra fyrirtækja, sem litla eða enga
skatta greiddu. — En hann er greini-
lega kominn á aðra skoðun í ráð-
herrastóli, því tekjuskattur félaga
nær ekki einum fimmta af þvi, sem
einstaklingum er ætlað að greiða.
Tekjur ÁTVR
í tillögum sinum gerði Alþýðu-
flokkurinn ráð fyrir því, að rekstrar-
hagnaður ÁTVR yrði hækkaður um
3 milljarða króna, úr 36,5 milljörð-
um 1 39,5 milljarða.Þessi hækkunar-
tillaga kemur heim og saman við þá
stefnu flokksins, að reynt verði að
draga úr og stjórna neyslu áfengis
með verðlagningu.
Jarðrœktarframlög
í breytingartillögum Alþýðu-
flokksins var lagt til, að jarðræktar-
framlög yrðu lækkuð um helming,
eða úr tæplega 2,6 milljörðum króna
í tæplega 1,3 milljarða. Einnig að
framlög til framræslu yrðu lækkuð
um helming, úr 430 milljónum í 215.
Þessar tillögur voru rökstuddar með
þvi, að á sama tima og verið er að
reyna að draga úr landbúnaðar-
framleiðslunni, ætti ekki að stefna að
aukinni túnarækt.
Þá var gerð tillaga um lækkun
Kjallarinn
Ámi Gunnarsson
uppbóta á útfluttar landbúnaðaraf-
urðir um 1,2 milljarða, eða úr 12
milljörðum í 10,8. í fjárlagafrum-
varpinu er ráðgert að nýta að fullu
heimildir til útflutningsuppbóta, sem
mega vera allt að 10 af hundraði
framleiðsluverðmætis. Alþýðuflokk-
'urinn vildi lækka hundraöshlutann i
■9%.
Nýjar búgreinar
; Nú kynnu einhverjir að hugsa sem
svo, að það væri dæmigert fyrir
Alþýðuflokkinn að vilja skera niður í
landbúnaðargeiranum. En i tillögum
flokksins var gert ráð fyrir þvi, aö
framlög til Jarðasjóðs yrðu hækkuð
um 500 milljónir, úr 40,3 milljónum
króna í 540,3 milljónir. Þessi tillaga
var borin fram svo sjóðnum yrði gert
betur kleift en áður að kaupa jarðir
af bændum, sem vildu hætta búskap,
m.a. vegna búsetu á óarðbærum
jörðum.
Þá var gerð tillaga um nýjan lið í
fjárlögin „Til stuðnings við nýjar bú-
greinar og ábatasamar hliðarbú-
greinar, 600 milljónir króna.” Með
þessu vildi Alþýðuflokkurinn stuðla
að þvi, að unnt yrði að veita einstakl-
ingum og félögum fjármagn vegna
tilrauna meö nýjar búgreinar. Ekki
mun af veita í þeirri einhæfni, sem
hér rikir i landbúnaði.
Fiskirœktin
í breytingartillögunum var gert ráð
fyrir því, að framlag til Fiskræktar-
sjóðs yrði hækkað um 500 milljónir
króna, úr 22,5 milljónum. Einnig, að
framlag dl fiskræktardeildar Fiski-
félags íslands yrði hækkað um 100
milljónir króna, úr 26,5 í 126,5. —
Fjármagnsskortur hefur staðið mjög
fyrir þrifum allri fiskirækt í landinu,
og var þetta tilraun til að bæta þar
úr.
Þá var gerð tillaga um nýja starf-
semi Hafrannsóknastofnunar, þ.e.
rannsóknir á eldi sjávarftska, og að
,til þess verkefnis færu 800 milljónir
króna. Þessi tillaga er gerð í beinu
framhaldi af frumvarpi til laga um
rannsóknir á eldi sjávarftska, sem
Magnús H. Magnússon og Árni
Gunnarsson hafa flutt á Alþingi. Að
mati flutningsmanna er hér á ferðinni
hið merkasta mál, sem nú er varið til
miklum fjármunum í nágrannalönd-
um okkar, sem þó eru ekki eins háð
fiskveiðum og tslendingar.
Ekki eyðslutillaga
Þessi breytingartillaga Alþýðu-
flokksins gerði ekki ráð fyrir auknum
útgjöldum rikissjóös, þar eö liðurinn
20 milljaröar króna til sérstakra efna-
hagsráðstafana var felldur niður úr
fjárlögunum, og skorið af öðrum
liðum, eins og fram kemur i upptaln-
ingunni hér á undan.
Eins og áður sagði gátu stjórnar-
liðar ekki fallist á neina þessara
breytingartillagna. Ég tel hins vegar
rétt að koma þeim á framfæri, þótt
seint sé.
Árni Gunnarsson
alþingismaður.
Nú er fengitími hjá bændum
og stjómarandstöðunni
verið svo að mönnum eru gefnar mis-
jafnar gáfur, brjóstvit og fyrir-
hyggja.
Nú er ríkisstjórn dr. Gunnars
Thoroddsen, sem ekki tók við blóm-
legu búi eftir langa stjórnarkreppu,
að gera efnahagsráðstafanir og
lækka verðbólguna. Geir Hallgríms-
son virðist ekki hafa lært af reynsl-
unni ’74—’78. Valdagræðgin hefur
nú gripið hann og því hefur hann
ásamt Kjartani Jóhannssyni verið á
hlaupum á Suðurnesjum að mót-
mæla efnahagsráðstöfunum stjórnar-
innar strax í fæðingu. Gera þær tor-
kennilegar 1 augum fólksins svo það
missi trú á þeim. Slíkir menn eru
hættulegir sjálfstæði þjóðarinnar.
Orð Alberts
Ólíkt hafast þeir að, Geir og Albert
Guðmundsson. Albert segir í DB 2.
jan. sl.: „Ég mun ekki taka þátt í því
að fella þessa ríkisstjórn” og enn-
fremur segir Albert alþingismaður:
„Eigi að fella rikisstjórnina verða
þeir sem að þvi standa að sýna mér að
þeir geti boðið eitthvað betra”. Þessi
orð Alberts sýna kjósendum að þarna
er ábyrgur maður á ferð. Það er ósk
mín að íslenska þjóðin eigi fleiri al-
þingismenn eins ábyrga í orðum og
gjörðum og Albert er og hefur ávallt
sýnt. Mér er sama hvar í flokkum
þingmenn eru, bara að þeir hugsi um
heill og hag þjóðarinnar í nútíð og
framtíö svo okkur megi auðnast að
halda sjálfstæði okkar um ókomin
ár.
Frá því ég öðlaðist kosningarétt
hefi ég oftast stutt Sjálfstæðisflokk-
inn. En í dag hlýt ég að harma hve
flokksforystan er óábyrg og fyrir-
hyggjulaus og alveg blind fyrir sínum
gjörðum. Ég trúi ekki öðru en að við
eigum fleiri þingmenn i Sjálfstæðis-
flokknum eins og Albert Guð-
mundsson. Ég reikna með 10
ábyrgum mönnum, sem enn teljast til
Geirsarmsins, sem eru ábyrgir og
hugsa um velferð okkar litla lands.
Ennþá er þó enginn kominn í dagsins
Ijós. Hinum 8 raunverulegu Geirs-
mönnum hef ég litla trú á. Enda hafa
þeir sumir hverjir aldrei unnið hand-
tak viö framleiðslustörf þjóðarinnar,
blessaðir, einungis verið í skólum og
bornir á gulldiski milli embætta.
Bara ef þeir eru svo skynugir að geta
rétt upp höndina til að fylgja for-
manni sínum eftir. Svo eiga þessir
blessaðir negulnaglar að stjórna
þjóðarskútunni. Er von að vel fari,
þegar menn er fengið hafa skakkt
uppeldi og aldrei mátt vinna við
undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar,
til að geta haft hreinar og hvítar
hendur, ætla sér að stjórna þjóðarbú-
inu? Hitt er svo annaö mál að piltar
þessir, sem sjá ekki nema rétt niður á
tæmar á sér, telja sig einu og réttu
mennina til aö skipta okkar litlu
þjóðarköku réttlátlega svo allir geti
vel við unað.
Það er mín hjartans ósk á þessu ný-
byrjaða ári að alþingismenn standi
saman að efnahagsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. Það má vel vera að
sumt af aðgerðumlm þarfnist ein-
hverra breytinga við, en þá er bara að
laga það af ábyrgð.
Ég óska hinni góðu ríkisstjórn og
alþingismönnum allra heilla á árinu.
Og takið Albert Guðmundsson ykkur
til fyrirmyndar, þá mun íslensku
þjóðinni vegna vel í nútíð og framtíð.
Regina Thorarensen,
Eskifirði.
£ „En í dag hlýt ég aö harma hve flokksfor-
ystan er óábyrg og fyrirhyggjulaus og
alveg blind fyrir sínum gjörðum.”
Kjallarinn
Péturingótfsson
stjóra, þ.e. iðnlæröan verkstjóra III
litur dæmið svona út:
Nú er því við að bæta, að ef unnin
er bónusvinna undir stjórn verkstjóra
hækkar kaup hans um 20% ög
verður þá eftir 10 ára starfs 9221,64
þaö er fyrir ofan launaflokk 116 5.
þrep en í þeim launaflokki eru m.a.
landgræðslustjóri, yfirverkfræðingar
o.s.frv. Þess má geta að 74% há-
skólamenntaöra manna 1 þjónustu
rikisins eru í launaflokki 111 og
neðar og 92% 1 launaflokki 116 og
neðar. Umræddur hópur verkstjóra
er því meðal þeirra sem hæst launa-
kjör hefur meðal háskólamanna í
þjónustu ríkisins.
Lyfjafræðingar sem starfa á al-
mennum markaði sömdu viö vinnu-
veitendur slna I nóv. sl. um 7—8%
meðaltalshækkun. Mánaðarlaun
lyfjafræöinga eftir 2 ára starf er nú
8412 kr.
Fleiri dæmi mætti nefna og væri
ástæða fyrir þau blöð sem vilja fjalla
af einhverri yfirsýn um kjaramál aö
hækkun eftir samsv. starfsheiti
1. des. meðal háskóla-
manna í þjón-
ustu rikisins
birta yfirlit um hækkanir einstakra
starfshópa í þeim kjarasamningum
sem gerðir hafa verið íhaust.Á þann
hátt gætu þeir sem á annað borð
vilja ræða þessi mál af þekkingu séð
staðreyndir mála. Hér í Dagblaðinu
er hins vegar ástæða að minna Jónas
Kristjánsson á að samkvæmt samn-
ingi Blaðamannafélags íslands við út-
gefendur dagblaða hækkuðu laun rit-
stjóra um ca 12%, 1 um 9049.
Ritstjórar eru með laun, sem eru
sambærileg við hæstu launaflokka
BHM. Hefðu ritstjórar orðið að hlíta
dómi kjaradóms hefði kaup
þeirra einungis hækkað um 6%.
Kjaradómur
Kjaradómur dæmir um kjör há-
skólamenntaöra manna sem starfa
hjá ríkinu. Kjaradómur hefur alla tíð
þótt íhaldssöm stofnun og litt hlið-
holl launþegum. Það var einnig álit
forustumanna BSRB og tókst þeim
að komast undan kjaradómi 1976 og
fá samningsrétt meö verkfallsrétti.
BHM hefur ekki enn fengið verkfalls-
rétt til handa þeim háskólamenntuðu
mönnum sem starfa hjá ríkinu. Sá
samningsréttur sem stendur BHM til
boða er þannig að stórum hluta
félagsmanna væri bannað að fara i
verkfall. Einnig samrýmist það ekki
siðareglum nokkurra félaga innan
BHM að fara i verkfall (má þar nefna
Læknafél.). Það er því með litilli
gleöi, sem opinberir háskólamenn
hafa sótt mál sín til kjaradóms enda
oft farið þaðan bónleiöir.
Kjaradómi eru m.a. settar þær
starfsreglur að hann skuli gæta þess
að rikisstarfsmenn njóti sambæri-
legra kjara og þeir menn með svipaða
menntun, sérhæfni og ábyrgð, sem
vinna hliðstæð störf hjá öðrúm en
ríkinu. Það hefur skort mikið á að
kjaradómur hafi uppfyllt þessa
starfsreglu. Ekkert í starfsreglum
kjaradóms fjallar um áð hann eigi að
hlíta vilja ríkisstjórna eöa fjármála-
ráðherra á hverjum tima, enda gæti
þá fjármálaráðherra alveg eins
ákveðið laun háskólamanna ríkis án
milligöngu kjaradóms.
Niðurstöður
Hér hafa áður verið rakin dæmi
sem sýna ljóslega að svokölluð „lág-
launastefna” ríkisstjórnarinnar var
sniðgengin i samningum á almennum
vinnumarkaði. Það er einnig ljóst að
nú sem áður hefur kjaradómur reynst
tregur á að veita háskólamönnum
þær kauphækkanir sem sambærilegir
hópar á almennum vinnumarkaði
hafa fengið. Kjaradómur treysti sér
hins vegar ekki til að loka algjörlega
augunum fyrir staðreyndum en
dæmdi eins lága kauphækkun og
hugsanlegt var. 1 þessu ljósi er
bægslagangur fjármálaráðherra lítt
skiljanlegur. Dómur kjaradóms er
hins vegar, þótt launahækkun sé litil,
staðfesting á því að launastefna ríkis-
stjórnarinnar hefur beðið skipbrot.
Meö það í huga verður að skoða um-
mæli Ragnars Arnalds um launakjör
félagsmanna BHM undanfarna daga.
Hins vegar er ófyrirgefanlegt af
Ragnari og þjónar illa málstað hans
að halla svo réttu máli sem hann
hefur gert.
Ragnar lagði fram tillögu í ríkis-
stjórn aö siðasti kjaradómur um laun
háskólamenntaöra manna í þjónustu
rikisins verði ógiltur.
Hvað sem samþykkt þessarar til-
lögu líður, er hætt viö að mörgum al-
þýðubandalagsmanninum finnist að
slagorðið gamla og góða frá kosning-
unum 1978 „um samningana i gildi”
hafi rýrnað ekki síður en krónan í
höndunum á Ragnari.
Pétur Ingólfssou
verkfræðingur.
fyrir" eftir
samn. samn.
Iðnlærður verkstj. III
Byrjunarlaun 5003,68 6101,49 21,9% 6682,35 Launafl. 110. 3.
þrep, verkfr.,
dómarar, fulltr.,
lögfr. II, hæst
laun í menntask.
Iðnlærður verkstj. 111
EftirlOár 5846.24 7016.72 20,0% 7684.70 Launafl. III, 5.
þrep, t.d. verkfr.
m. sérmenntun.
Prófessorar eru í
117. Ifl.
•—mmmmmmmmmm—mmmmmmmmmmmmrn~m^^~~—
A „Nú sem oft áður hefur kjaradómur
reynst tregur að veita háskólamönnum
þær kauphækkanir sem sambærilegir hópar á
almennum vinnumarkaði hafa fengið.”